Morgunblaðið - 05.11.2000, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.11.2000, Blaðsíða 28
28 B SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Ein athafnamesta útgáfa landsins erThule- útgáfan sem fáir kannast þó viö. Árni - > Matthíasson ræddi viö annan forsvars- mann útgáfunnar sem sagöi honum aö Thule heföi gefiö út á þriöja tug hljómplatna á síðustu tveimur árum. Hljómsveitin Múm. Morgunblaðið/Jim Smart Snorri Sturluson og Þórhallur Skúlason, aðstandendur Thule-útgáfunar. THULE-ÚTGÁFAN hefur verið hálfgert leyndarmál, því þó margir hafi vitað af henni sem aðstandanda útgáfu á diskum með Ruxpin, Early Groovers, Múm og Kanada, hefur starfsemi útgáfunn- ar að stórum hluta verið erlendis og þannig hefur hún náð veruleg- um árangri á sínu sérsviði í Þýska- landi og víðar. Hluti skýringarinn- ar er að snar þáttur í útgáfu Thule er vínyltólftommur sem sniðnar eru fyrir plötusnúðamarkað og það þröngan hluta þess markaðar. A síðasta ári kom fyrirtækið upp á yfirborðið hér á landi með þremur geisladiskum til heimahlustunar, ef svo má segja, með Ruxpin, Early Groovers og Múm, og svo kom diskur með Kanada fyrir skemmstu. Á sama tíma hefur það gefið út nokkra tugi platna sem lít- ið eða ekkert hafa sést hér á landi -*’■ og gefur reyndar út tvær til þrjár plötur á mánuði. Snorri Sturluson, sem sér um daglegan rekstur Thule með Þór- halli Skúlasyni, segir að markaður fyrir jaðartónlistina sem Thule gefur út skipti nokkrum tugum eintaka af hverjum titli hér á landi og því taki því varla að dreifa plöt- unum í verslanir hér, áhugasamir leiti hvort eð er beint til fyrirtæk- isins. „Plöturnar sem við gáfum út á síðasta ári, með Ruxpin, Múm og Early Groovers, og svo Kanada í sumar, voru ætlaðar almennum markaði og við erum með í bígerð fleiri slíkar plötur, plötur með Magnúsi Jónssyni sem kallar sig Blake og Traktor.“ Björgunarsveitin Thule Snorri segir að starfsemi útgáf- unnar ytra hafi meðal annars skil- að sér í því að þekktir danstónlist- armenn séu teknir að leita til hennar um samstarf. Þannig hafi drum ’n bass tónlistarmaðurinn Pascal leitað til Thule um útgáfu á tólftommu og danstónlistardeild EMI í Danmörku hafi óskað eftir samstarfi, en það hefur meðal ann- ars leigt útgáfurétt laga frá Thule. „Þeir voru í vandræðum með plötu sem var tilbúin til útgáfu en fannst ekki hljóma nógu vel. Þeir ákváðu því að fresta öllu saman og höfðu samband við okkur um að endur- ^vinna hana sem einskonar björgun- arsveit. Það er ágæt sönnun þess að okkur hefur tekist að ná eyrum manna í Evrópu þó enn eigi eftir að koma í ljós hvaða árangur verð- ur af öllu saman.“ Það hafa fleiri en Danir og Þjóð- verjar tekið eftir Thule-útgáfunni, því fyrirtækinu berast reglulega prufuupptökur víða að með beiðni um útgáfu. Þannig bárust upptök- ur frá slóvenskum listamanni, Tor- ul, sem þeim Thule-mönnum þótti hljóma svo vel að þeir ákváðu að igefa hann út án þess að hafa nokk- *urn tímann talað við hann. í kjöl- farið segir Snorri að þeir hafi gefið út nokkrar tólftommur með honum og í kjölfarið hefur rignt yfir þá prufuupptökum frá Slóveníu sem hann segir að sé yfirleitt afbragðs- tónlist. Eins og getið er að ofan gefur Thule út tvær til þrjár plötur á Morgunblaðið/Golli Aðalsteinn Guðmundsson, sem sumir þeklqa sem Plastik og aðrir sem The Cosmonut. mánuði og hefur gert undanfarin ár, en Snorri segir þó að endurskipulagning á starfsemi fé- lagsins fyrr á árinu hafi gert að verkum að útgáfan dróst saman um hríð. „Fyrirtækið stækkaði svo hratt að segja má að menn hafi farið aðeins fram úr sér,“ segir hann. Nú sé allt aftur á móti komið á góða siglingu og jafnvel verði útgáfuhraðinn aukinn. Meðal ann- ars sé fyrirtækið búið að stofna sérstaka house-útgáfu, 66 Degrees Records, til að gera þess konar tónlist sem er mun söluvænlegri en hart techno. „Sú útgáfa hefur gengið vel hjá okkur og lögin sem EMI leigði útgáfuréttinn að voru einmitt á 66 Degrees Records- merkinu." Meðal listamanna á 66 Degrees Records eru Orlando Careca og The Cosmonut, sem einnig starfa undir nöfnunum Ruxpin og Plastik, en heita Jónas Þór Guðmundsson og Aðalsteinn Guðmundsson. Snorri segir að það sé einmitt eitt af einkennum danstónlistarinnar að menn koma fram undir ótelj- andi ólíkum nöfnum. „Menn skapa sér nafn fyrir sérstaka gerð tón- listar, en þegar þeir vilja gera eitt- Morgunblaðið/Þorkell Jdnas Þór Guðmundsson sem kallar sig ýmist Ruxpin eða Orl- ando Careca. hvaðíannað borgar sig fyrir þá að taka sér nýtt nafn, enda eru áhugamenn um danstónlist ekki eins opnir fyrir ólíkum straumum og tíðkast í öðrum gerðum tón- listar. Þannig er til að mynda með Jónas, sem hefur náð góðum ára- ngri með rafeindadanstónlist, en langaði til að gefa út plötur með deep-house. Ef hann hefði gefið það út undir nafni Ruxpin hefðu aðdáendur orðið fyrir vonbrigð- um.“ Gróskan sífellt að aukast Flestir tónlistarmennirnir sem Thule gefur út eru íslenskir, en einnig eru tveir erlendir listamenn á mála hjá því. Snorri segir að það sé ákveðinn kjarni tónlistarmanna starfandi hjá fyrirtækinu, en tals- verð hreyfing á mönnum þar fyrir utan. „Kjarnann skipa Þórhallur sjálfur, Ruxpin, Plastik, Biogen og Early Groovers, en síðan eru fjöl- margir sem eru misvirkir í tónlist- inni. Það bíður líka talsvert af tón- list útgáfu hjá okkur sem ég reikna með að eigi eftir að vekja athygli, sérstaklega plötur með tónlistarmanni sem kallar sig Uo,“ segir Snorri og bætir við að sér Morgunblaðið/Kristinn Ornólfur Thorlacius er Early Groovers. sýnist sem gróskan sé sífellt að aukast og menn séu að gera æ fjöl- breyttari tónlist. „Við fáum inn mikið af prufu- upptökum og erum þakklátir fyrir það enda hlustum við á allt sem við fáum og höfum fundið margt mjög gott þar sem síðan hefur ratað á plötu frá okkur. Við ræðum yfir- leitt við þá sem eru að senda okkur upptökur, reynum að hjálpa þeim og gefa þeim góð ráð til þess að þeir nái að þróa tónlistina áfram. Það kemur oft fyrir að listamenn hafa komið til okkar með tónlist þar sem okkur hefur þótt eitthvað vanta upp á og í framhaldi af því hafa þeir fengið leiðsögn hjá okkur og aðstoð í hljóðveri,“ segir Snorri. Hann segir að allur gangur sé á því hvernig menn bindist fyrirtæk- inu, sumir geri samning við það til lengri tíma, en aðrir semji bara um eina tólftommu í einu. „Þegar tólf- tommurnar eru svo orðnar þrjár eða fjórar þá er komið nóg af tón- list á geisladisk og þannig erum við með í smíðum núna geisladisk með tónlist eftir Torul hinn slóv- enska sem gefið hefur út þrjár tólftommur hjá okkur.“ Snorri seg- ir að margir vilji aðeins gefa út tólftommur, enda séu menn oft að vinna sér orðstír og vilja frelsi til að gefa jafnvel út hjá mörgum fyr- irtækjum. Erum bara að gefa út góða tónlist Múm er dæmi um hljómsveit sem vakið hefur athygli víðar en meðal danstónlistarvina og meðal annars hefur hróður hljómsveitar- innar borist til útlanda þar sem henni hefur verið vel tekið. Snorri segir að sem stendur séu þeir Thule-menn að safna saman endur- unnum Múm-lögum þar sem ýmsir erlendir og innlendir tónlistar- menn hafi um vélað. „Þannig hafa Mike Paradinas og Mark Bell end- urunnið lög, en það hefur gengið hægar en við áttum von á að safna lögunum saman þannig að hún kemur væntanlega ekki út fyrir jól. Við erum annars ekki í jólaútgáfustreðinu, við erum bara að gefa út góða tónlist hvenær sem er ársins." Snorri segir að eftir því sem Thule-útgáfan hefur unnið sér orð ytra hafi fjölmargir íslenskir lista- menn sem erlendir leitað til henn- ar og þá ekki endilega með danstónlist. „Við höfum aftur á móti ekki viljað gefa út slíka skemmtitónlist þótt þar sé margt vel heppnað. Það hefur einfaldlega ekki fallið að því sem við erum að gera og það má segja að við séum í svipuðum pælingum og listamenn- irnir sem ég nefndi áðan, við erum að vinna okkur nafn á alþjóðavísu fyrir ákveðna gerð af gæðatónlist og þótt það kæmi upp í hendurnar á okkur strumpaplata sem væri ef- laust hægt að selja í stóru upplagi myndum við ekki vilja gefa hana út. Okkar von er að eftir einhver ár séum við komnir með heillegan rökréttan útgáfulista af tónlist og þó fjölbreytni sé af hinu góða og passa ekki inn á þann lista strumpaplötur eða karlakórar.“ Helstu verðmætin’ í listamönnunum Eins og fram hefur komið hefur Thule náð góðum árangri á Þýska- landsmarkaði. Snorri segir að sá markaður hafi komið fótunum und- ir fyrirtækið og sé því enn mikil- vægur, en einnig sé það að sækja í sig veðrið í Bretlandi. „Okkur hef- ur gengið mjög vel að kynna Múm og Kanada í Bretlandi og einnig hafa menn tekið Ruxpin vel. Við gerðum fyrir skemmstu dreifingar- samning þar í landi og það verður meðal helstu verkefna okkar á næstu mánuðum að koma okkur vel fyrir í Bretlandi." Þó markaður fyrir tónlist frá Thule sé nánast eingöngu erlendis hefur fyrirtækið alla tíð starfað hér og að sögn Snorra stendur ekki til að flytja starfsemina úr landi. „Við getum ekki yfirgefið listamennina," segir hann og bætir því við að þó vissulega yrði mun hagkvæmara að reka fyrirtækið til að mynda í Bretlandi, þá þyrfti það að flytja alla listamennina með sér ef vel ætti að vera. „Okkar helstu verðmæti eru í listamönnunum og skiptir öllu fyrir okkur að vera í nánu sambandi við þá.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.