Morgunblaðið - 05.11.2000, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 05.11.2000, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 2000 B 9 Svíar sigruðu í dulmáls- keppni London. Reuters. HÓPUR sænskra tölvusnillinga bar sigurorð af þúsundum kepp- inauta sinna um allan heim er honum tókst að leysa mjög flóknar dulmálsþrautir, þær erf- iðustu fyrr og síðar að því sagt er. Vinnan, sem Svíamir lögðu í verkið, svarar til 70 tölvuára, en dulmálsþrautirnar voru 10 og hver annarri erfiðari. Eru þær kynntar í „Dulmálsbókinni", mikilli metsölubók eftir rithöf- undinn Simon Singh. Leitaði hann víða fanga er hann bjó þrautirnar til, meðal annars í dulmáli, sem hinir fornu Grikkir notuðu, í dulmáli, sem notað var á Viktoríutímanum, og á En- igma, hinni frægu dulmálsvél nasista. „Þetta er erfiðasta dul- mál, sem nokkru sinni hefur verið leyst,“ sagði Singh er hann afhenti Fredrik Almgren, tals- manni sænska hópsins, verð- launin, nærri 1,3 millj. ísl. kr. Fimm manna hópur Almgren, sem vinnur að ör- yggismálum á netinu, leysti þrautimar 10 í samvinnu við hugbúnaðarhönnuðinn Tor- bjöm Granlund og þrjá starfs- menn Konunglegu tækni- stofnunarinnar í Stokkhólmi. Singh var svo viss um, að eng- um tækist að leysa allar þraut- imar 10, að hann var búinn að verðlauna tvo menn, sem hafði tekist að leysa níu þrautir, með 120.000 ísl. kr. Þá komu hins vegar Svíamir með lausnina á þeim öllum. Það tók Singh, doktor í eðlis- fræði við Cambridge-háskóla, tvö ár að búa þrautimar til en það gerði hann með hjálp Pauls Leylands, sem starfar hjá Microsoft í Cambridge. Unnu þeir að þessu með mikilli leynd og segir Singh, að allir pappírar varðandi verkið hafi verið brenndir j afnharðan. Almgren segir, að þetta hafi verið mikil og erfið barátta og oftar en einu sinni hafi þeir verið að því komnir að gefast upp. „Fyrstu þrautirnar vom ekki erfiðar en um tíma héldum við, að áttunda þrautin yrði okkar síðasta. Síðasta þrautin byggist á mjög flókinni stærðfræði og reikniritum, algórisma, og mér dettur ekki í hug að halda því fram, að ég hafi skilið það allt saman,“ sagði Almgren. Síðasta dulmálsþrautin, sem Svíamir leystu, er ekki ósvipuð því kerfi, sem notað er tii að tryggja ömgg bankaviðskipti og verslun á netinu. Singh telur þó ekki, að afrek Svíanna sýni, að kerfinu sé ekki treystandi og bendir á í því sambandi, að það hafi tekið þá heilt ár að leysa þrautina með mjög fullkomnum tölvubúnaði. Ríkisútvarpið hefurfrá upphafi verið sameign íslensku þjóðarinnar. Árlega koma hundruð landsmanna fram í fréttatímum og dagskrárþáttum Ríkisútvarpsins. Þetta eru raddir þjóðarinnar. Það er líka sá eini sameiginlegi vettvangur þar sem færi gefst á að hlýða á helstu fræði- og listamenn landsins. Ríkisútvarpið hefur í 70 ár verið fjölmiðill allra íslendinga og verður það áfram um ókomna tíð. RÍKISÚTVARPIÐ Sjónvarpið og Útvarpið - fréttamiðlar sem þjóðin treystir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.