Morgunblaðið - 05.11.2000, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.11.2000, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 2000 B 11 stjóma kór en hélt að því búnu til Helsinki, Bergen og Kraká. Síðan hófst hið mikla starf að verkefninu. í Helsinki hitti ég Georg Dolivo, sem er framkvæmdastjóri M-2000 þar og ræddi við hann um þá miklu menningarlegu upplifun sem ég von- aðist til að þetta kórverkefni yrði. Þá hallaði hann sér aftur í stólnum og sagði: „Þorgerður, ég gef þér tíu mínútur til að sannfæra mig.“ Mér tókst að sannfæra hann á þessum tíma. Nú í haust hitti ég Dolivo, var borðdama hans í veislu. „Manstu eft- ir okkar síðasta fundi,“ sagði ég. „Já Þorgerður, mjög vel. Ég vona að þú sért búin að fyrirgefa mér,“ sagði hann. Það gekk sem sé á ýmsu í þessum undirbúningi öllum þótt yf- irleitt væru þetta árangursríkir fundir. Ég hafði ekki peningamálin á minni könnu, ég var listrænn stjórn- andi, Þórunn Sigurðardóttir barðist hart íyrir framgangi þessa verkefnis sem var stærst þessara níu sameig- inlegu verkefna menningarborg- anna. Þetta verkefnið hefði aldrei gengið upp hefði það ekki verið mjög vel styrkt af Évrópusambandinu. Það gleðilega var að þessi „eina rödd“, sem ætlunin var að fá fram . frá hinum ólíku þjóðum, hún heyrð- ist. Ég átti gott samstarf við kór- stjórana alla frá hinum menningar- borgunum og við allt það ágæta unga fólk sem söng, en ég fann eigi að síður vel hve ólíkt fólkið getur verið. Norski vísindamaðurinn Thor Heyerdal sagði í minni áheyrn: „Því eldri sem ég verð því líkara finnst mér fólk vera - en viðbrögð þess ólík. Ef ég gengum í frumskógi Afr- íku og brosi til manneskju á ljómar hún, en ef ég brosi til manneskju á göngu um Fifth Avenue þá lítur hún á mig eins og það væri réttast að loka mig inni.“ Verkefnið var erfitt en afar skemmtilegt.“ Ótrúlegur heiður að fá að starfa með Arvo Párt - Hvað er eftirminnilegast í sam- bandi þetta verkefni? „Það var ótrúlega mikill heiður og alveg óverðskuldaður að fá að vera með í því ferli þegar eistneska tón- skáldið Arvo Párt samdi verk fyrir Raddir Evrópu. Hann kom til Is- lands og var hér í tíu daga uppi í Reykholti og æfði með kórnum myrkranna á milli, var vakinn og sofinn í að móta þetta verk með okk- ur öllum. Arvo Párt tekur yfirleitt ekki að sér verk eftir beiðnum. Hann getur hins vegar látið slíkt eftir sér ef hann vill. Kammersveit Reykjavíkur flutti fyrir tveimm- árum efnisskrá sem samanstóð eingöngu af verkum eftir Arvo Párt. Félagar kammer- sveitarinnar óskuðu eftir þátttöku minni og beggja kóranna minna, Hamrahlíðarkórsins og Kórs Menntaskólans við Hamrahlíð. Við fluttum með kammersveitinni eitt af hinum stórum verkum Párt fyrir kór og hljómsveit Te Deum. Párt þekkt- ist boð kammersveitarinnar um að koma og hlýða á þennan flutning. Verk hans eru flutt út um allan heim en hann fer sjaldan til að hlusta. Éann kom hingað í febrúar, í myrkri og kulda. Tónleikarnir gengu vel og voru áhrifamiklir og hann varð auk þess mjög hrifinn af landinu. Ég vissi að hann geymdi þessa minn- ingu og það var ástæðan fyrir því að ég þorði að skrifa honum og leggja fram þessa tillögu í sambandi við Raddir Evrópu. Párt valdi teksta úr Lúkasarguð- spjalh sem er ættartala Jesú. Verkið heitir „...which was the son of...“. Hefst á Jesú sem var sonur Jóseps og síðan kemur öll nafnarunan og endar á sonur Adams sem var sonur Guðs. Párt sagði: „Ég valdi þetta af því að ég er svo hrifinn af ykkar nafnahefð á íslandi. Ég hefði náttúr- lega viljað hafa dóttir, „...which was the daughter of...“ - kannski á ég einhvem tíma eftir að skrifa slíkt verk.“ Hann valdi að hafa textann á ensku, tungumál þjóðanna voru ólík en engin þeirra hafði ensku að sínu móðurmáli. Ég hafði raunar í upp- hafi áhuga fyrir latínunni til þess ama en niðurstaðan varð þessi. Þjóðsagan innan músíkheimsins segir að Arvo Párt gefi yfirleitt ekki blaðaviðtöl, en hann átti langt viðtal við Morgunblaðið, hann virtist til í allt mögulegt hér. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Arvo Párt i Reykholti, hann er eitt þekktasta tónskáid samtímans. Auðvitað voru mörg hin verkefnin stórkostleg, ekki síst verkið eftir Penderecki, sem er Krakábúi og er eitt af stærstu nöfnum í tónlist nú- tímans. Við fluttum hið fræga verk hans Agnus Dei. Það er magnað verk.“ Tíml til samæfinga var lítill - Hvemig gekk þér að stjórna þessu öllu? „Þetta var samsett verkefni. Vald- ir vom tíu söngvarar og kórstjóri frá hverri borg sem bar ábyrgð á vinnu síns fólks og stjórnaði verki sinnar borgar á tónleikum. Tími til samæf- inga var lítill. Frá íslandi komu raunar ellefu söngvarar, básúnuleik- ari fór með okkur vegna Evrópska rappsins a.d. 2000, sem Atli Heimir Sveinsson samdi fyrir okkur. Því miður gátu Pragbúarnir ekki verið með okkur í öllu verkefninu. Þeir vom með okkur hér um áramótin síðustu, í alheimssjónvarps- útsendingu á nýársnótt. Við sungum í Perlunni á gamlárskvöld og á nýársdag voram við með bænastund fyrir friði. I seinni hluta verkefnis- ins, sem var samvinnan í ágúst og september, æfðum við á íslandi og fóram síðan tónleikaferð um Evrópu með ellefu stóram tónleikum." Stjórnaði átta stórtónleikum með brotin hrygg - Er þessu verkefni nú lokið? „Það lítur út íyrir það þótt sterkar óskir hafi borist um framhald þess. Hins vegar er svona verkefni mjög háð fjármagni, það kostar töluvert að fara með svona margt fólk og allt annað sem fylgir milli landa til tón- leikahalds. Þetta var viðamikið verk- efni og flókið í framkvæmd og reyndi talsvert á stjórnunarhæfi- leika. Ég hafði mjög góða samstarfs SJÁNÆSTU SÍÐU. Fallegt og stílhreínt NORDEN bor6stofubor& úr gegnheilu, glærlökku&u birki. StærS 220x100 cm. /266x100 cm með stækkim. aukaplata geyrhist undii hotðf.iöiuj. Verð 39.000 kr HENRiKSDAL stóbr úr gegnheíiu birkí me& 100% bómuilarókíæ&i sem taka mó af og þvo. Verð 11.900 kr VÁRDE skenkur úr gegnheilu birkí. Stæró 176 x 90 cm Vörde línan hefur fengió gæóaverólaun fyrir hönnun Verð 64.000kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.