Morgunblaðið - 08.09.2000, Page 59

Morgunblaðið - 08.09.2000, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2000 59 FÓLK í FRÉTTUM Draumur sem rættist ÞAÐ er óvenjulegur og skemmti- legur finnsk-íslenskur kvintett sem skemmtir gestum Jazzhátíðar í kvöld á Kaffi Reykjavík frá kl. 21. ÖIl saman í Hollandi Það eru tvær ungar og hressar söngkonur sem leiða kvintettinn. Finnska söngkonan Paivi Turpein- en og djasssöngkonan góðkunna frá Selfossi, hún Kristjana Stef- ánsdóttir, sem nýlega lauk prófi frá Konunglega tónlistarháskólan- um í Haag með hæstu einkunn sem gefin er fyrir djasssöng. Með stelpunum í bandinu eru herra- mennirnir Agnar Már Magnússon píanisti, Gunnlaugur Guðmun- dsson bassaleikari og finnski trommarinn Anssi Einar Lehti- vuori. „Við vorum öll saman í námi úti í Hollandi en reyndar í hvert í sín- um skólanum," útskýrir Kristjana tilkomu kvintettsins. „Við Páivi höfðum báðar unnið með Agnari, og það var alltaf draumur okkar vinkvennarna að vinna saman, svo við skelltum því saman þessu skemmtilega fólki í band. Okkur var boðið að taka þátt í tónlistarhátíðinni „Time of Music“ sem haldin var í Viitasaari í Finn- landi í júlí, og þar héldum við þrenna tónleika og fengum góðar viðtökur og það var rosalega gam- an, og svo nú erum við mætt til _að leika á Jazzhátíð Reykjavíkur. Ég held að draumurinn sé bara næst að gefa út plötu.“ Mjög skemmtilegt band Kristjana er á leið til frekara náms í Englandi, Agnar Már nem- ur nú hjá Larry Goldings í New York, Gunnlaugur starfar á megin- landi Evrópu, Anssi er að ljúka námi í Hollandi, en Páivi verður skiptinemi í Sibeliusar akade- míunni, einum virtasta tónlistar- skóla á Norðurlöndum, fram að áramótum. En Kristjana er bjartsýn um samstarfið eftir að Agnar kemur frá New York. „Þetta verður ekk- ert mál þegar við erum bara hvert til sínum megin við sundið.“ -Syngið þið dömurnar skiptis? „Við syngjum bæði dúó og sóló, og reynum að skipta þessu bróðurlega á milli okkar. Páivi er með finnsk þjóðlög og ég er með gamlar íslenskar perlur. Það er eitt mjög skemmtilegt búlgarskt lag í útsetningu Anssi trommara, og svo flytj- um við djassstandarda inn á milli í okkar eigin útsetning- um.“ - Er þetta þjóðlagadjass sem þið bjóðið upp á? „Nei, þetta er bara mjög mikið bland í poka má segja, og tónlistin er bæði aðgengi- legt og melódískt. Og þetta er mjög skemmtilegt band myndi ég halda.“ -Er það ykkar aðall að vera skemmtileg1 „Ég held það, annars finnst okkur við bara vera svo skemmtileg. Það er allt- af bæði rosagaman að æfa og koma fram, og ég held að það smiti út frá sér,“ segir söngkonan Kristjana Stefánsdóttir. Gunniaugur, Agnar, Paivi, í Flosason, Baldursson og Ostlund á Kaffi Reykjavík Pétur Östlund Sigurður leiðir tríó- Þórir Baldursson trommuleikari. ið sitt í kvöld. hammondorgel- leikari. Menn og hljómur í KVÖLD kl. 23 hefjast tónleikar með Tríói Sigurðar Flosasonar á Kaffi Reykjavík, og hefur Sigurð- ur saxófónisti fengið í bandið með sér einvala menn úr íslensku og erlendu djasslífi, eða þá Þóri Bald- ursson hammondorgelleikara og Pétur Östlund trommuleikara. Pétur Östlund er einn fremsti djasstrommari á Norðurlöndum og Sigurður og Þórir eru einnig í fremstu röð á sín hljóðfæri. Það eru fáir hammondorganistar jafn- fimir á fótbassann og Þórir. Öðruvísi tríó „Þetta tríó er hugmynd sem ég fékk og sl. sumar framkvæmdum við hana og fórum við í smátón- leikaferð lékum á djasshátíðinni á Egilsstöðum, á Listasumri á Akur- eyri, svo á Jómfrúnni og erum nú að endurtaka leikinn. Mig langaði til að prófa þessa minni hljóðfæraskipan. Á næstsíð- ustu plötunni minni, Himnastigan- um, var ég með tríó, og að hluta til út frá því datt mér í hug að prófa öðruvísi tríó og fékk þá þessa hug- mynd. Hammondorgelið er mjög skemmtilegt og gaman að prófa það. Auk þess hef ég spilað tölu- vert með báðum þessum inönnum, þeir eru báðir svo fínir spilarar og góðir og skemmtilegir menn, að það er alltaf gaman að gera eitt- hvað með þeim. Þannig að hug- myndin er bæði um hljóm og sam- setningu af fólki sem mér datt í hug að gæti orðið skemmtileg. Við munum mestmegnis spila standarda er kannski ekki þá þekktustu, og í sumum tilfellum vinnum við þá eða útsetjum sjálfir á okkar hátt. Einnig verða nokkur frumsamin lög á dagskránni, lík- legast eftir mig og Þóri. Við reyn- um alla vegana að setja saman fjölbreytta og skemmtilega dag- skrá,“ segir Sigurður Flosason að lokum. RAHUL PATEL AFTUR Á ÍSLANDI „Ekkert, ekkert er ómögulegt" Námskeið með einum fremsta orkuheilara Bandaríkjanna, sem fyrir rúmum áratug læknaði sjálfan sig af krabbameini. Upplýsingar í síma 533 3353 mán.-laug., www.lifandi.is Suðurlandsbraut 10, 2. hæð kl. 10.00 - 18.00 „Framlag Rahuls til heilunar íbúa þessarar jarðar er stórkostlegt." - Louise L. Hay, metsöluhöfundur bókarinnar Elskaðu sjálfan þlg. (Þýdd á 23 tungumál og seld í 4 milljónum eintaka). Námskeiðið er styrirf af Liósíifand ehf HARMONIKUBALL verður í ASGARÐI, Glæsibæ við Álfheima, laugardagskvöldið 9. september kl. 22. Allir velkomnir AJœturgatinn sími 587 6080 í kvöld stórsöngvarinn Ari Jónsson ásamt Úlfari Sigmarssyni. Frítt inn til kl. 23.30. ALMENNUR DAIM S LEI iCU R ^ með Geírmundí Valtýssyní í Ásgarði Glæsibæ, í kvöld, föstudaginn 8. sept. Húsið opnað kl. 22.00. Allir velkomnir! FORSYNING í KVÖLD Vinsælasta gamanmynd ársins í USA verður forsýnd á miðnætti kl. 12:15 í Laugarásbíói. Tryggið ykkur miða. Miðasalan opnar kl. 16:00 Enga miskunn. Engin feimni. Ekkert framhald LAUGARAS skifan.is - vetslun a netinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.