Morgunblaðið - 08.09.2000, Page 31

Morgunblaðið - 08.09.2000, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2000 31 Einn af mósaíkspeglunum á sýningunni. Mósaíkspeglar SÝNINGIN Spegilmyndir, sem er með verkum eftir Rósu Matthías- dóttur, verður opnuð í kvöld, föstu- dagskvöld, kl. 20.30 í Skúlatúni 4. Um er að ræða mjög sérstæða sýningu á mósaikspeglum. Sýningin verður opin á laugar- dag og sunnudag klukkan 14-18. Fjórir sjálfstæðir kvennakórar KVENNAKÓR Reykjavíkur sér nú ekki lengur um rekstur Vox feminae, Gospelsystra og Léttsveitar Kvennakórs Reykjavíkur heldur er hver hópur orðinn sjálfstæð rekstr- areining með eigin lög, stjóm og fjárhag. Vox feminae, Gospelsystur og Léttsveitin verða óháðar Kvenna- kór Reykjavíkur og munu ekki leng- ur kenna sig við hann. Kórarnir munu áfram leigja saman æfínga- húsnæði í Ými, tónlistarhúsinu við Skógarhlíð. Vegna skipulagsbreytinganna var öllum stjórnendum og undirleikur- um Kvennakórs Reykjavíkur sagt upp störfum í vor og hafa kórarnir nú hver um sig endurráðið sína fyrri stjórnendur. Sýningum lýkur i8, Ingólfsstræti 8 Sýningu á verkum norska lista- mannsins Anne Katrine Dolven í i8 lýkur á sunnudag. Sýningarsalir MÍR Opið er í i8 fimmtudaga til sunnu- daga frá kl. 14-18. Málverkasýningu norska mynd- listarmannsins Sigmund Árseths sem verið hefur í sýningarsölum MIR lýkur nk. sunnudag. A sýning- unni eru 39 olíumálverk. Sýningin er opin daglega til sunnudagskvölds kl. 15-18. Aðgangur er ókeypis. Sigrún Þorgeirsdóttir hefur verið ráðin á ný sem stjórnandi Kvenna- kórs Reykjavíkur. Hún mun jafn- framt kenna við kórskóla Kvenna- kórs Reykjavíkur eins og undanfarin ár. Sigrún mun einnig stjórna Senjoritunum, kór eldri kvenna inn- an Kvennakórs Reykjavíkur. Léttsveitin, sem nú heitir Kvenna- kórinn, Léttsveit Reykjavíkur, hefur ráðið Jóhönnu Þórhallsdóttur að nýju sem stjórnanda. Og Gospelsyst- ur og Vox feminae hafa ráðið Mar- gréti Pálmadóttur að nýju. Málþing um norræna þjoðfræði Kynjafræði, sjálfsmynd og viðhald hefða ARNASTOFNUN, félagsvísinda- deild Háskóla Islands og Norræna þjóðfræðasambandið gangast fyrii' málþingi um þjóðfræði á Norður- löndum klukkan 13-16 í stofu 101 í Lögbergi í dag, föstudag. Málþingið er haldið í tengslum við stjórnarfund Norræna þjóðfræðasambandsins sem haldinn er hér á landi. Þarna verða m.a. ritstjórar helstu þjóð- fræðitímarita á Norðurlöndum, Arv og Ti-adisjon, þær UWka Wolf- Knuts frá Turku/Ábo í Finnlandi og Marit Hauen frá Tromso, Bente Gullveig Alver frá Björgvin, en hún hefur ritað þekkta bók um rannsókn- arsiðferði í þjóðfræðum, og Lauri Harvilahti sem kunnui' er af rann- sóknum sínum á munnlegum sagna- kvæðum í Mongólíu. Fluttir verða þrír fyrirlestrar um efni sem eru ofarlega á baugi í nor- rænum þjóðfræðarannsóknum um þessar mundii'. Marit Hauan talar um norska 17. aldar prestinn Petter Dass (sem minnir um margt á Sæ- mund fróða í íslenskum þjóðsögum) og hvemig hann fléttast inn í sjálfs- mynd og samtímaumræðu í Norður- Noregi; Else Marie Kofod frá Dan- mörku talar um hefðir og hátíðir á 19. og 20. öld og hvernig breytilegir brúðkaupssiðir geta varpað ljósi á þróun hugmynda okkar um ástina; og Inger Lövkrona frá Lundi í Sví- þjóð gerir grein fyrir kynjarann- sóknum á ofbeldi sem karlar heims- ins eiga 90% hlut að. Inger mun leita skýringa á þessari hegðun, bæði frá líffræðilegu og feminísku sjónarhorni, og fjalla um ofbeldi í ljósi kynferðis og menning- arbundinna þátta. Þá verða pallborðsumræður undir stjórn Gísla Sigurðssonar með fyrir- lesurunum Bente Gullveig Alver, Ulrika Wolf-Knuts, Lauri Harvil- ahti, John Lindow frá Berkeley í Kaliforníu, en hann er nú Ful- bright-gistikennari í þjóðfræðideild HÍ, og Valdimar Tr. Hafstein, stundakennara og doktorsnema í Berkeley, um stöðu þjóðfræðinnar, námsmöguleika og rannsóknarsvið innan þjóðfræði. Málþingið er öllum opið meðan húsrúm leyfir. ------------------ Ný geislaplata • Einar Már Guðmundsson les ljóð sín við undirleik hljómsveitar Tóm- asar R. Einarssonar og hljómsveit- ar. Diskurinn hefur hlotið nafnið í draumum var þetta helst og er þar á ferðinni úrval úr dagskrá sem þeir félagar frumfluttu á Jazzhátíð Reykjavíkur 1999. Á diskinum les Einar Már kvæði úr ljóðabókunum Er nokkur í kórónafötum hér inni (1980), Róbinson Krúsó snýr aftur (1981), Klettur í hafi (1991) og í auga óreiðunnar (1995). Hljómsveitina skipa Tómas R. Einarsson, kontrabassi, Óskar Guð- jónsson, tenór- og sópransaxófónn, Eyþór Gunnarsson, píanó og slag- verk, og Matthías M.D. Hemstock, trommur og slagverk. Hljóðritun fórfram í Ríkisútvarp- inu 3. janúai- 2000, en upptöku ann- aðist Hjörtur Svavarsson. Hljóð- blöndun varí höndum Eyþórs Gunnarssonar og Tómasar R. Ein- arssonar. Forsíðu disksins prýðir málverk cftir Georg Guðna. Mál og menninggefur diskinn út. Menningarsjóður FÍH styrkti út- gáfuna. Missið ekki af einstæðu tækifæri! Bókmenntaviðburður Nóbelsskáldið 1999 Gunter Grass áritar bækur sínar í Pennanum Eymundsson, Austurstræti, í dag kl. 17.30 - 18.30 Tilboö á Blikktrommunni, hinni heimsþekktu skáldsögu eftir Gunter Grass. Þeim sem kaupa þriðja bindið, býðst að kaupa fyrsta og annað bindi á sérstöku afsláttarverði í Pennanum Eymundsson í Austurstræti og í Eymundsson Kringlunni. Öryggismiösetöðvar íslanös Nú býðst korthöfum VISA heimagæsla á sérstöku tilboðsveröi. Einungis er greitt fyrir 10 mánuði á ári. Bjóðum einnig þráölausan búnað. Sími 533 2400

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.