Morgunblaðið - 08.09.2000, Side 24

Morgunblaðið - 08.09.2000, Side 24
24 KÖSTUÐAGUK Ö.-SEPTEMBEH 2(K)0 M.ORCaiNBLAÐÍÐ ERLENT Barist við elda HERMENN frá 101. deild flughers- ins í Cambell Kentucky sjást hér beijast við að ráða niðurlögum skógarelds í Montana í Banda- ríkjunum, en töluvert hefur dregið úr eldum í ríkinu undanfarið í kjöl- far kólnandi veðurfars og rigningar. Eldar loga þó víða enn og því full þörf á að halda slökkvistörfum áfram. „Það gleður mig að tilkynna að með auknum slökkvibúnaði, kóln- andi veðurfari, úrkomu og raka... þá höfum við geta afturkallað fyrri fyrirskipanir um lokun Iandsvæða," sagði Pat Graham, framkvæmda- stjóri þjóðgarða og dýralífs í Mont- ana. Barátta slökkviliðs- og hermanna við skógareldana hefur staðið yfir frá því snemma í ágúst. Hafa yfir átta milljónir hektara lands eyði- lagst í bruna í þeim ríkjum Banda- ríkjanna sem hvað verst hafa orðið úti. Talebanar þjarma að andstæðingum sínum í Afganistan Hundruð hermanna falla og þúsundir íbúa flýja Kabúl. AP, Reuters. HARÐIR bardagar hafa geisað í Takhar-héraði í norðurhluta Afgan- istans síðustu daga og fregnir herma að hundruð hermanna hafi fallið í átökum um höfuðstað héraðs- ins, Taloqan, sem Talebanar náðu á sitt vald í fyrradag. Þúsundir manna hafa flúið af átakasvæðunum. Rússneska fréttastofan Interfax hafði eftir ónafngreindum heimild- armanni í yfirstjórn rússneska hers- ins að a.m.k. 800 hermenn hefðu fallið í tveggja daga átökum um Ta- loqan. Talebanar hefðu misst 500 hermenn og andstæðingar þeirra um 300. Fall Taloqan er mikið áfall fyrir andstæðinga Talebana þar sem borgin hefur verið eitt af mikilvæg- ustu vígjum þeirra. Taloqan er ná- lægt landamærunum að Tadjikist- an, eina landinu sem liggur að yfirráðasvæði bandalags andstæð- inga Talebana i norðurhluta Afgan- istans. Bandalagið hefur fengið vopn og eldsneyti frá Tadjikistan. Bandalagið er undir forystu skæruliðaforingjans Ahmads Shah Masoods, fyrrverandi varnarmála- ráðherra, og Burhanuddins Rabb- anis, fyrrverandi forseta, sem Talebanar steyptu árið 1996. Talebanar hafa náð yfirráðum yfir um 90% landsins og andstæðingar þeirra ráða nú aðeins yfir héraðinu Badakstan, landræmum í nokkrum öðrum héruðum í norðurhluta landsins og Panjshir-dal sem er 120 km norðaustan við Kabúl. Varnir bandalagsins í Panjshir-dal hafa veikst vegna sigra Talebana að und- anförnu. Mikill matvælaskortur vegna þurrka Talebanar hafa sakað Rússa um að styðja andspyrnubandalagið í norðurhluta Afganistans en Rússar hafa neitað því. Rússneska stjórnin segir að Talebanar hafi stutt ís- lamska öfgamenn sem vilja steypa stjómvöldum í Tadjikistan og Usb- ekistan en Talebanar sögðust í gær ekki ætla að hafa afskipti af málefn- um Mið-Asíuríkjanna. Talebanar gerðu í gær loftárásir á vígi andspyrnubandalagsins í Takhar-héraði og afvopnuðu fólk á þeim svæðum sem þeir hafa náð á sitt vald að undanförnu. Leiðtogi Talebana, Mullah Mohammed Om- ar, hefur beðið liðsmenn sína að hrekja ekki íbúa héraðsins á flótta. „Fólkið þjáist nú þegar vegna þurrka. Við viljum vernda íbúana, ekki auka þjáningar þeirra," sagði hann. Uppskera hefur eyðilagst og þús- undir nautgripa drepist vegna þurrka í norður- og suðurhéruðum Afganistans að undanförnu. Eru þetta mestu þurrkar í landinu í þrjá áratugi. Áke Johansson, talsmaður sænskrar hjálparstofnunar, sagði að þúsundir manna hefðu flúið á yfir- ráðasvæði andstæðinga Talebana frá Taloqan vegna bardaganna og leitað skjóls í skólum og sjúkrahús- um hjálparstofnana. „Allar brýr á átakasvæðunum hafa verið sprengdar og miklir fólksflutningar hafa átt sér stað,“ sagði hann. „Mik- ill skortur er á matvælum." Atkvæðagreiðsla í Danmörku um myntbandalagið Ráða peningarn- ir úrslitum? Það styttist óðum í þjóðaratkvæðagreiðslu Dana um evruna. Helgi Þorsteinsson fylg- ist með gangi mála í Kaupmannahöfn. Reuters Poul Nyrup Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, sýnir frétta- mönnum bækling um evruna, en á forsíðunni má sjá teikningu af hugs- anlegri danskri esvrumynt. ÞRJÁR vikur eru nú þangað til Dan- ir ganga til atkvæða um aðild að myntbandalagi Evrópusambands- ins. Skoðanakannanir sýna að um helmingur Dana er andvígur aðild, en um fjórir af hverjum tíu fylgjandi. Það gæti þó bnpyst á næstu vikum, enda er áróðursvél Evrópusinna mun öflugri. Þeir hafa ekki aðeins á bak við sig stærstu stjómmálaflokk- ana, heldur jafnframt margfalt meira fjármagn heldur en andstæð- ingarnir, eins og fram kemur í nýrri könnun dagblaðsins Berlingske Tid- ende. Dagblaðið kannaði hversu miklu fé stjómmálaflokkar og helstu sam- tök og hópar sem berjast fyrir eða gegn aðild að myntbandalaginu höfðu lagt til kynningarherferða sinna. Stuðningsmenn aðildar hafa fram að þessu samtals haft til ráð- stöfunar um 370 milljónir íslenskra króna en andstæðingamir aðeins um 130 milljónir, eða nærri þrefalt lægri upphæð. Mestu hefur Vinstriflokk- urinn, næststærsti flokkurinn á þinginu, eytt, eða um 90 milljónum króna, Jafnaðarmannaflokkur Poul Nyrup Rasmussens forsætisráð- herra hefur notað hátt í 60 milljónir og íhaldsflokkurinn litlu minna. Hagsmunasamtök launþega og at- vinnurekenda hafa einnig lagt tug- milljónir króna til málstaðarins. Danski þjóðarflokkurinn og Júní- hreyfingin eru einu samtök and- stæðinga aðildar sem hafa úr vem- legum fjármunum að spila, flokkurinn hefur samkvæmt athug- un Berlingske Tidende eytt um 35 milljónum króna í áróðursherferð sína, og Júníhreyfingin rúmum 20 milljónum. Talsmaður Danska þjóðarflokks- ins í Evrópumálum telur þó að mun- urinn sé vanáætlaður, hann sé Mk- lega 12-14 faldur, því inn í reikninginn vanti fjármuni sem fyr- irtæki hafi eytt í auglýsingar til stuðningsaðildinni. Skattpeningunum eytt í áróður? Jafnframt telur hann, eins og fleiri andstæðingar aðildar, að stjómar- flokkarnir hafi misnotað aðstöðu sína til koma á framfæri áróðri fyrir myntbandalaginu. Hörð gagnrýni hefur meðal annars beinst að bækl- ingi um málið sem Marianne Jelved efnahagsráðherra sendi frá sér í nafni ráðuneytis síns. Bæklingurinn var gefinn út í 200 þúsund eintökum og liggur frammi á bókasöfnum um land allt. Á forsíðu hans er mynd af rithöfundinum Lise Norgaard, sem á íslandi er líklega kunnust fyrir að vera einn af höfundum sjónvarps- þáttaraðarinnar Matador, en sem jafnframt er yfirlýstur stuðnings- maður aðildar Danmerkur að mynt- bandalaginu. Andstæðingar aðildar segja að ekki aðeins forsíðan heldur einnig innihaldið sé hreinn áróður fyrir aðild og vilja að Ríkisendur- skoðun og umboðsmaður þingsins kanni málið. Áhyggjur af framtíð velferðarkerfísins Þrátt fyrir mismun á fjárhagsleg- um og pólitískurp styrk fylkinganna tveggja, hefur andstæðingum aðild- ar tekist ágætlega að'koma málstað sínum á framfæri I fjöímiðlum, Þrennt er einkum áberandi í umræð- unni, áhyggjur andstæðinganna vegna framtíðar danska velferðar- kerfisins, efnahagsrök fylgismanna aðildar, og svo málflutningur sem höfðar beint til þjóðerniskenndar landsmanna. Poul Nyrup Rasmussen forsætis- ráðherra sakaði andstæðinga mynt- bandalagsins í síðustu viku um hræðsluáróður þess efnis að velferð- arkerfið muni líða undir lok verði að- ildin samþykkt í atkvæðagreiðslunni 28. september næstkomandi. Flokksbróðir hans, Henrik Dam Kristensen félagsmálaráðherra, endurtók ásakanirnar fyrir skömmu, og sagði að það væri ljóst að sam- kvæmt samþykktum Evrópusam- bandsins gætu aðildarríkin sjálf ákveðið hvemig þau útdeildu félags- legri aðstoð og hvaða lágmarkslífs- Iqörum þau vildu halda uppi. Pia Kjærsgaard, formaður Danska þjóð- arflokksins, og Drude Dahlerup, talsmaður Júníhreyfingarinnar, taka undir það að aðildinni sjálfri fylgi ekki að skylt sé að gera breytingar á velferðarkerfinu, en til þess að efna- hagssamvinnan gangi upp þurfi að samræma reglurnar. Flestar Evrópuþjóðir hafi til dæmis annað tryggingakerfi heldur en Danir, en það gangi ekki til lengdar í hinni nýju Evrópu. Dahlerup bendir til dæmis á að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafi sagt að dönsku almannatryggingamar séu „rífiegar". Ýmsar vísbendingar hafi einnig komið fram um að ESB hyggist í auknum mæli seilast inn á hið félags- lega svið, og eins og Romano Prodi, forseti framkvæmdastjómar ESB, hafi orðað það: „Nútímavæða" fé- lagsmálakerfi aðildarríkjanna. Hlutabréf hækka meira en í myntbandalagslöndunum Fylgismenn aðildar segja að aðild að myntbandalaginu sé nauðsynleg fyrir efnahagslif Danmerkur. Hag- fræðingar deíla þó uín hver áhrifin yrðu ef aðildinni yrði hafnað. Efna- hagsh'f landsins er í miklum blóma um þessar mundir, og dönsk hluta- bréf hafa hækkað mun meira en á þessu ári en í löndum myntbanda- lagsins. Mörg stórfyrirtæki hafa þó sýnt afstöðu sína til málsins með því að veita fjárframlög til stuðnings- manna aðildar. Danske Bank hefur til dæmis veitt stjórnmálaflokkum sem styðja aðild um hálfa milljón ís- lenskra króna, en hefur fyrir vikið sætt gagnrýni fyrir að taka afstöðu í máli sem viðskiptavinir og hluthafar í bankanum hafa mjög skiptar skoð- anir um. Danske Bank og Unibank- en hafa jafnframt sagt viðskiptavin- um sínum að búast megi við miklum efnahagserfiðleikum og jafnvel hruni á markaðinum verði aðild að myntbandalaginu hafnað. Stærsti fjárfestingarbanki Norðurlanda, Enskilda Securities, hefur á hinn bóginn gagnrýnt þetta viðhorf, segir að óháð niðurstöðunni séu fjárfest- ingarmöguleikar á danska hluta- bréfamarkaðinum þeir bestu í Evrópu um þessar mundir. Aðalhag- fræðingur bankans bendir á að hegð- un fjárfesta bendi til þess að þeir séu sammála þessu mati, engin hræðslu- merki sé að sjá á þeim. Þjóðerniskenndin er einnig mikil- vægur þáttur í andstöðunni gegn að- ild að myntbandalaginu. Mestu skiptir að margir Danir óttast að þeir glati hluta af sjálfsákvörðunar- rétti sínum, en jafnframt eru sumir bundnir krónunni tilfinningabönd- um. Fyrir krónuna og föðurlandið Kjörorð áróðursherferðar Danska þjóðarflokksins er „Fyrir krónuna og föðurlandið“. Flokkurinn bendir á að Danir hafi haft eigin gjaldmiðil í 1.014 ár, síðan á dögum Sveins Tjúguskeggs konungs, og spyr hvort kjósendur vilji verða til þess að þjóð- in glati þessari arfleifð nú, á dögum Margrétar II drottningar. Oliæfír ökumenn PRÓFDÓMARARNIR í öku- prófamiðstöð í bænum Addison í Illinois í Bandaríkjunum voru al- vanir að taka við mútum fyrir að láta slaka ökumenn standast bíl- próf. En nemendumir frá New Delhi-ökuskólanum voru svo óhemju lélegir að prófdómararnir gátu ekki einu sinni hugsað sér að þiggja fé af þeim. „Eg myndi ekki treysta þeim til að reka nagla í vegg, hvað þá að aka bifreið,“ sagði Dina Bartucci- Miller, fyrrverandi prófdómari. Oft kom fyrir að nemendumir hunsuðu stöðvunarskyldu, keyrðu upp á gangstéttir eða beygðu inn á ranga akgrein, og þeir allra verstu kunnu ekki einu sinni að ræsa bílinn eða setja hann í gír. Bahrat Patel, eigandi New Delhi-ökuskólans, hefur verið ákærður fyrir að bera fé í próf- dómarana í hverri viku frá 1997 til 1999 til að koma í veg fyrir að nemendur hans yrðu felldir á ökuprófinu. ,Áf og til stakk ég upp á því að hann kenndi nem- endum sínum eirifaldlega að aka,“ bar prófdómarinn John Conti fyr- ir rétti, „en hann hló bara að mér“.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.