Morgunblaðið - 08.09.2000, Page 18

Morgunblaðið - 08.09.2000, Page 18
18 FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Tillögur um framkvæmd til úrbóta á launamismun kynjanna hjá Akureyrarbæ Nýtt launamynd- unarkerfí ákvarði laun starfsmanna STARFSHÓPUR sera bæjarstjórn Akureyrar skipaði sl. vetur til að fara yfir skýrslu Félagsvísindastofnunar Háskóla íslands um launamismun kynjanna hjá Akureyrarbæ og leita nákvæmra skýringa á því hvers vegna konur hjá bænum hafa lakari heildarlaun en karlar hefur lagt fram tillögur um framkvæmd til úrbóta. Greinargerð starfshópsins var til umræðu á fundi bæjarráðs í gær. Starfshópurinn telur lykilinn að réttlátri lausn sé að sama starfs- matskerfi verði notað til að ákvarða laun allra starfsmanna bæjarins. Nýtt launamyndunarkerfi muni verða prófsteinn á það hvort takist að vinna sig út úr núverandi vanda og hvort nýtt starfsmatskerfi nái þeim markmiðum bæjarstjórnar sem fram koma í starfsmannastefn- unni. Náist þau markmið ekki í nýju launamyndunarkerfi að jafna laun karla og kvenna og breyta þeirri stöðu sem nú er, verði ekki annað séð en að taka verði upp persónubundna ráðningarsamninga til að ná fram markmiðum bæjarstjómar. Rannsókn Félagsvísindastofnunar náði til allra starfsmanna bæjarins sem voru í reglubundnu starfi í febr- úar og mars 1997, eða alls 1.137 starfsmanna. Æðstu yfirmönnum, bæjarstjóra og sviðsstjórum var þó sleppt. Starfshópurinn leggur til að laun stjómenda hjá bænum verði ákveðin af sérstakri kjaranefnd sem skipuð verði af bæjarstjóm. Þessi hópur verði eins víðtækur og lög heimila. Kjaranefndin móti starfs- reglur sem nota skal við launamynd- un fyrir embættismannahópinn. Starfshópurinn leggur m.a. til að ákvörðuð verði ákveðin heildarlaun í hveijum launaflokki en ekki greidd föst yfirvinna og til þess ætlast af þessum stjómendum að þeir sæki íúndi og önnur tilfallandi stjómunar- störf utan dagvinnutíma án þess að sérstakar greiðslur komi fyrir. Að öðra leyti verði yfirvinna greidd samkvæmt tímamælingu. Fáar konur í hæsta launapíramídanum Vinna starfshópsins leiddi í ljós að mjög fáar konur fylla þann flokk embættismanna hjá Akureyrarbæ sem hæst sitja í launapíramídanum. Þess vegna muni ofangreind tillaga ná skammt sem jafnréttisaðgerð. Þar sem nefndinni var falið að fara ofan í saumana á launamisrétti kynj- anna telur hún það hlutverk sitt að benda á þá þætti í framkvæmd launastefnu bæjarins sem hún telur ekki í nægilega góðum farvegi eða í samræmi við starfsmannastefnu bæjarins. I starfsmannastefnu bæjarins kemur m.a. fram að bæjarstjóm vill að laun taki mið af kröfum til starfs- ins, hæfni, starfsmannsins og frammistöðu í starfi og að unnt verði að umbuna einstökum starfsmönn- um með öðram hætti fyrir hæfni og vinnuframlag. Jafnframt kemur fram að bæjarstjóm vill að launakjör laði að hæft starfsfólk og haldi því í starfi. Laun hjá bænum taki mið af launum á vinnumarkaði þannig að starfsmenn njóti hliðstæðra kjara og bjóðast í sambærilegum störfum annars staðar. Samkeppni við fijálsan vinnumarkað tilviljanakennd Þama telur starfshópurinn að sé veruleg brotalöm þar sem sam- keppni um vinnuafl við fijálsan vinnumarkað sé mjög tilviljana- kennd. Þannig hafi stéttir innan um- önnunargeirans, sem að meginhluta era skipaðar konum, litla eða enga samkeppni á vinnumarkaðnum. Þessar stéttir mennti sig nær ein- göngu til að starfa fyrir ríki og sveit- arfélög. Hvað varði skrifstofustörf innan bæjarkerfisins sem að miklum meirihluta séu unnin af konum þá sé, að mati starfshópsins, engin tilraun gerð til þess af hálfu bæjaryfirvalda að rétta hlut þeirra eða nota saman- burð á þeim stöfum við frjálsan markað en aðeins stuðst við niður- stöður starfsmats. Hins vegar pjóti tæknimenntað fólk, að stærstum hluta karlar, markaðsviðmiðunar. Hér vanti tilfinnanlega samræmi í framkvæmd launastefnu bæjaryfir- valda sem bitni fyrst og fremst á konum. Akureyrarbær hefur falið launa- nefnd sveitarfélaga fullnaðarumboð til kjarasamningagerðar fyrir sína hönd og hefur því skuldbundið sig til að hlíta samþykktum nefndarinnar og þeim kjarasamningum sem launa- nefndin gerir fyrir hönd bæjarins. Breytingar, viðbætur og frávik kjarasamnings á gildistíma hans séu því óheimilar án samþykkis launa- nefndar. Ekki sérstök kvenna- og karlastörf Þrátt fyrir þessa ákvörðun bæjar- stjórnar vill starfshópurinn mælast til þess að fyrir næstu kjarasamn- inga beiti bæjarstjórn Akureyrar sér fyrir því við launanefnd sveitarfé- laga, að við gerð nýs launamyndun- arkerfis/starfsmatskerfis verði sér- staklega tekið tillit til starfsmanna sem skipa mikilvægar stöður í kerf- inu, t.d. skrifstofu- og umönnunar- störf, en konur sinna nær eingöngu þessum störfum. Þá leggur starfshópurinn áherslu á að staða kynjanna verði jöfnuð og að stuðlað verði að því að störf flokk- ist ekki í sérstök kvenna- og karla- störf. Raunhæfasta leiðin sé að laun greiðist þannig fyrir hin ýmsu störf að þau verði eftirsóknarverð fyrir bæði kyn. Starfshópinn skipuðu þau Sigurð- ur J. Sigurðsson, Úlfhildur Rögn- valdsdóttir og Sigrún Stefánsdóttir. A fundi sínum í gær fól bæjarráð bæjarstjóra að hefja undirbúning að framkvæmd tillagnanna. Jafnframt tekur bæjarráð undir álit starfshóps- ins er varðar komandi kjarasamn- inga og fól formanni ráðsins að koma sjónarmiðum bæjarins á framfæri við launanefnd sveitarfélaga. Æfíngar hafnar á Gleðigjöfunum FYRSTI samlestur á fyrstu frum- sýningu Leikfélags Akureyrar á leikrit- inu Gleðigjöfunum eftir Neil Simon var í vikunni og æfingar þar með hafnar. Um er að ræða gaman- leik sem Gísli Rúnar Jónsson hefur þýtt og staðfært þannig að nú gerist leikritið á Akureyri á okkar dögum, en það fjall- ar um tvo menn sem vora þekktir skemmtikraftar og skemmtu saman í áratugi. Eitthvað slettist upp á vin- skapinn, en til stendur að gera sjónvarpsþátt um íslenska skemmti- krafta og stóra spurningin snýst um hvort þeir fáist til að skemmta sam- an aftur. Morgunblaðið/Rúnar Þór Leikarar í þessari sýningu era Þráinn Karlsson, Skúli Gautason, Aðalsteinn Bergdal og Sunna Borg. Leikmynd og búninga gerir Hall- mundur Kristinsson, Ingvar Björns- son annast lýsingu en leikstjóri er Saga Jónsdóttir. Framsýning er fyr- irhuguð 20. október næstkomandi. Árleg plastpokasala lionskvenna að hefjast Barnadeild FSAfærð mjaltavél að gjöf KONUR í Lionsklúbbnum Ösp á Akureyri afhentu barnadeild Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri mjaltavél að gjöf í vikunni. Mjalta- vél sem þessi er þykir mikið þarfa- þing en hún er lánuð mæðrum sem vilja mjólka handa sínum börnum en geta ekki haft þau á brjósti af ýmsu ástæðum. Mjaltavélar eru því lánaðar mæðrum í mislangan ti'ma, frá nokkrum vikum og upp í mán- uði. Lionsklúbburinn Ösp hefur á undanförnum árum styrkt deildir FSA, Heilsugæslustöðina á Akur- eyri og lagt fé til uppbyggingar endurhæfingarlaugar á Kristnesi. Helsta fjáröflun Asparkvenna er árleg plastpokasala á Akureyri og er salan einmitt að hefjast þessa dagana. Líkt og undanfarin ár hafa klúbbfélagar leitað til bæjarbúa Morgunblaðið/Kristján vegna fjáröfiunar til líknarmála. Söfnunarféð að þessu sinni mun renna til deilda FS A og vímuvarna og nú sem endranær vonast Aspar- konur eftir góðum undirtektum hjá bæjarbúum. NÝNEMAR við Verkmenntaskól- ann á Akureyri vora vígðir inn í samfélag hinna eldri í gær með mikilli viðhöfn, en ekki er hægt að segja að veðrið hafi leikið við nemana, hrollkaldur haustdagur með úrhellisrigninu. Hersingin lagði upp frá höfuðstöðvunum við Eyrarlandsholt sem leið lá niður að gamla gagnfræðaskóla, en þaðan ver haldið á lögreglustöð- Busar vígðir una og komið við hjá sýslumanns- embættinu og hafa nýnemarnir vafalaust fengið viðeigandi fræðslu á þessum viðkomustöð- um. Bára nýnemar kröfuspjöld þar sem áberandi áletranir sner- ust um gildi þess að hækka aldur þeirra sem fá bílpróf. Eftir gönguferðina var haldið heim þar sem tók við athöfn inn- an dyra og þá var nýnemum boð- ið upp á veitingar. Væntanlega hefur þeim verið vel tekið eftir hina hressandi gönguför um bæinn. Morgunblaðið/Helgi Jónsson Gaman á gæsluvellinum ólafsfírði. Morgunblaðið. ÞAÐ er alltaf gaman hjá bömunum þessi mynd var tekin af nokkrum í leikskólanum í Ölafsfirði þar sem börnum að leik nú á dögunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.