Morgunblaðið - 08.09.2000, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 08.09.2000, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2000 9 Sjálfstæðismenn á Yesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra Þingmenn funda innan nýrra kjördæmamarka ÞINGMENN Sjálfstæðisflokksins í Vesturlandskjördæmi, Vestfjarða- kjördæmi og Norðurlands- kjördæmi-vestra héldu sameiginleg- an fund með fulltrúum í stjórnum kjördæmisráða flokksins í Búðai'dal sl. sunnudag. Samkvæmt hinni nýju kjördæmaskipan verða þessi þrjú kjördæmi gerð að einu kjördæmi, Norðvesturkjördæmi, í næstu al- þingiskosningum. Vai' þetta fyrsti sameiginlegi fund- urinn sem þingmenn halda innan nýrra kjördæmamarka og var hann haldinn til til að ræða undirbúning vegna þessara breytinga, skv. upp- lýsingum Einars K. Guðfinnssonar þingmanns á Vestfjörðum. Ljóst er að töluverður kostnaður mun íylgja kjördæmabreytingunni fyrir einstaka þingmenn s.s. vegna stækkunai' kjördæmanna. Einar var formaður nefndar full- trúa allra flokka sem falið var það verkefni, í tengslum við kjördæma- breytinguna, að leggja fram annars vegar tillögur um mótvægisaðgerðir í byggðamálum og hins vegar hvern- ig gera mætti þingmönnum í stærri kjördæmum kleift að rækta milliliða- laust samband sitt við kjósendur með sama hætti og áður. „Nefndin skilaði tillögum í báðum þessum tilvikum og lagði til að þing- menn í Suðurkjördæmi, Norðaustur- kjördæmi og Norðvesturkjördæmi fengju aðstoðarmenn, sem störfuðu úti í kjördæmunum. Eg lít svo á að það sé um það pólitísk samstaða að stórefla aðstoð við þingmenn þessara kjördæma. Menn voru auðvitað að bregðast við því að þingmönnum þessara svæða, sérstaklega norð- vesturhlutans, mun fækka veru- lega,“ sagði hann. Einai' sagði aðspurður að einnig væri ljóst að ferðakostnaður þing- manna á landsbyggðinni muni stór- aukast við stækkun kjördæmanna en ekki hafi verið ákveðið hvernig brugðist verður við því. Auka á fræðilega umræðu innan Kennaraháskólans MEÐ aukinni faglegri umræðu meðal nemenda og kennara innan Kennaraháskóla Islands má virkja nemendur og kennara og bæta ímynd kennarastarfsins, segir Sara Dögg Jónsdóttir, formaður nemendafélags KHÍ. Sara er nýkomin frá Svíþjóð þar sem fram fór ráðstefna undir yfir- skriftinni „Frá nema til kennara“ en hún var haldin af samtökum kennaranema á Norðurlöndunum sem nefnast LISTEN. Reglulegir málfundir innan Kennaraháskólans Sara segir ímynd kennarastarfs- ins gjarnan neikvæða og svo sé einnig á hinum Norðurlöndunum. Oftast sé einblínt á bág kjör kenn- ara og þau rædd til hlítar en mikil- vægir þættir kennslunnar falli í skuggann af þeirri umræðu. „Breyta þarf umræðunni,“ segir Sara „og byrja þarf innan Kenn- araháskólans sjálfs.“ Hún segir alla fræðilega umræðu vanta innan skólans. Ur því á nú að bæta og til stendur að virkja reglulega mark- vissa umræðu um málefni er varða kennara almennt, þá gjarnan í for- mi málþinga og umræðufunda. Kennarar og aðrir fagaðilar verða fengnir til að miðla af reynslu sinni, að sögn Söru, og mun nem- endum gefast kostur á að fræðast nánar um fagið. Jafnvel væri hugs- anlegt að halda heils dags ráð- stefnu. Aðild nema að kennara- samböndum rædd Fleira markvert kom til tals á ráðstefnunni í Svíþjóð. Til dæmis vai' rætt hvort ekki mætti taka betur á móti nýútskrifuðum kennaranemum þegar þeir hefja störf í skólum. Sara segir mikil- vægt að ákveðinn hópur fólks inn- an hvers skóla sjái um að taka á móti nýjum kennurum og séu þeim til leiðsagnar til að byrja með. Sara segir að komið hafi fram sú hugmynd á ráðstefnunni hvort ekki væri við hæfi að kennaranem- ar ættu fulltrúa innan kennara- sambanda. Á ráðstefnunni í Sví- þjóð voru fulltrúar nokkurra kennarasambanda á Norðurlönd- unum og tóku þeir vel í þær hug- myndir, segir Sara. Sara segir íslendinga ekki vera aðila að samtökum kennaranema á Norðurlöndunum en nú sé verið að íhuga aðild. Stjórn LISTEN mun koma hingað til lands í september og að sögn Söru vilja fulltrúar samtakanna gjarnan fá Islendinga til liðs við þau. Fluttur til Islands til að af- plána dóm ÍSLENSKUR karlmaður sem hafði reynt að komast undan því að afplána dóm með því að forða sér úr landi var fluttur hingað til lands á þriðjudag. Hann mun nú afplána dóm fyrir fjárdrátt og skjalafals sem héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi hann í á sínum tíma. Maðurinn var handtekinn í Kaupmannahöfn í lok síðasta mán- aðar og úrskurðaður í gæsluvarð- hald. Fangelsismálastofnun óskaði eftir því við ríkislögreglustjóra að farið yrði fram á að hann yrði framseldur til íslands. Dómari í Kaupmannahöfn samþykkti þá beiðni síðastliðinn mánudag og hann var fluttur hingað til lands daginn eftir. Samkvæmt upplýs- ingum frá Fangelsismálastofnun er ekki algengt að menn reyni að komast undan fangelsisdómi með því að flýja land. Fréttir á Netinu mbl.is _/KLLTAf= £ITTH\SA£> NÝTT Lagersala á Bíldshöfða 14 Skór, töskur, belti, leðurhanskar o.fl. Mikið úrval. Alltaf eitthvað nýtt! Opið alla föstudaga milli kl. 16 og 19 og laugardaga milli kl. 12 og 16. www.sokkar.is oroblu@sokkar.is Sjúkranuddstofur, Vegmúla2, 108 Reykjavík Höfum sameinað sjúkranuddstofur í Vegmúla 2, 3. hæð. Erum allar löggiltir sjúkranuddarar, menntaðar frá Canadian College of Massage and Hydrotherapy í Kanada. Björg Einarsdóttir, s. 553 5880, gsm 862 7675. Hjördís Þóra Jónsdóttir, s. 553 5880, gsm 699 7926. Elísabet Richter Arnardóttir, s. 588 5005, gsm 695 5650. Elsa Lára Arnardóttir, s. 588 5005, gsm 692 3572. Jóhanna Viggósdóttir, s. 568 2744, gsm 863 7457. Gamlir og nýir viðskiptavinir velkomnir á opnun stofunnar föstu- daginn 8. september milli kl. 18 og 20 og þiggja léttar veitingar. Ný sending wwjl Stretch buxur 7/8 02 síðar. Frábært verð o, ... ber honnun (dprýði Álfh sérverslun - Fataprýði Álfheimum 74, Glæsibæ, Reykjavík, sími 553 2347. Síðir kjólar TESS Ermalausir og með löngum ermum V. Neðst við Dunhaga X sími 562 2230 Opið virka daga kl. 10-18 Opið laugardaga kl. 10-14 Ný sending stærðir 36-52 Öissa tískuhús Hverfisgötu 52, simi 562 5110 Mikið úrval af buxnadrögtum og síðkjólum á góðu verði. Silfurpottar í Háspennu frá 24. ágúst - 6. sept. 2000 Dags. Spilastaður: Upphæð: 6.sept. Háspenna Laugavegi..............78.992 kr. 4.sept. Háspenna Skólavörðustíg.....70.593 kr. 4.sept. Háspenna Hafnarstræti.......76.292 kr. 3.sept. Háspenna Laugavegi.............106.554 kr. 3.sept. Háspenna Hafnarstræti.......91.252 kr. 2.sept. Háspenna Hafnarstræti......271.475 kr. I.sept. Háspenna Hafnarstræti......112.196 kr. I.sept. Háspenna Laugavegi.............146.017 kr. 31 .ág. Háspenna Hafnarstræti......123.684 kr. 30.ág. Háspenna Laugavegi..............269.820 kr. 28.ág. Háspenna Hafnarstræti.......133.332 kr. 26.ág. Háspenna Laugavegi..........105.265 kr. 24.ág. Háspenna Laugavegi...............82.974 kr. 24.ág. Háspenna Laugavegi.......82.974 kr. 24.ág. Háspenna Laugavegi.......233.303 kr. Háspenna, Laugavegi 118, Hafnarstræti 3, Skólavörðustíg 6
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.