Morgunblaðið - 22.01.2000, Qupperneq 80

Morgunblaðið - 22.01.2000, Qupperneq 80
Netþjónar og tölvur COMPAO. nrgmttMuMlí Eru upplýsingar lengi á leiðinni í þínu fyrirtæki? Það er dýrt að láta starfsfólkið bíða! Tölvukerfi sem virkar MORGUNBLAÐW, KRINGLANl, 103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF6691181, PÓSTHÓLF 3010, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJmBLIS, AKUREYRI: KA UPANGSSTRÆTI1 LAUGARDAGUR 22. JANUAR 2000 VERÐ I LAUSASOLU 150 KR. MEÐ VSK. Rekstrar- leyfí gagna- grunns kynnt INGIBJÖRG Pálmadóttir, heilbrigðis- og tryggingamála- ráðherra, hefur boðað til blaða- mannafundar klukkan 11 í dag þar sem stefnt er að því að kynna rekstrarleyfi vegna gagnagrunns á heilbrigðissviði. Eins og fram kom á sínum tíma ákvað ráðuneytið á síðastliðnu sumri að ganga til viðræðna við Islenska erfðagreiningu um rekstur gagnagrunnsins og hafa þær viðræður síðan staðið yfir. Fimmtán teknir á óskoð- uðum bilum FIMMTÁN ökumenn voru stöðvaðir í Hafnarfirði í fyrrinótt en þeir höfðu vanrækt að færa ökutæki sín til aðal- skoðunar á síðasta ári. Þeir mega vænta þess að verða sektaðir um átta þúsund krónur fyrir að hafa látið hjá líða að láta skoða bifreiðamar. Tólf ökumenn voru stöðvaðir í fyrrakvöld og fjórir til viðbótar í fyrrinótt fyrir of hraðan akstur í Hafnarfirði. Sá sem hraðast ók mæld- ist á 127 km/klst. á vegi þar sem leyfi- legur hámarkshraði er 70 km/klst. Morgunblaðið/Ómar I róluleik á bóndadegi EKKI er ljdst hvort verkamenn við Hafnarfjarðarhöfn voru að bjóða þorrann velkominn á bóndadegi með uppátæki sínu við saltlestun í höfninni í gær með því að koma sér þægilega fyrir í fiskikassa og róla *;ér um stund við hífingu. Víst er þó að atferli þeirra hefur fangað at- hygli þeirra sem áttu leið hjá og ekki laust við að þeir hafi sjálfir haft, gaman af róluleiknum. Salthaugur í reiðileysi Morgunblaðið/RAX. ÞESSUM salthaugi var lestað upp úr skipi í Hafnar- fjarðarhöfn í gær og undir venjulegum kringumstæð- um kæmi hann víst í góðar þarfir á þessum árstíma. Nú ber hins vegar svo við að einmuna hlýindi undanfarna daga og vikur valda því að ekki er mikil þörf á því að salta götur borgar og bæja. Sat haugurinn því eins og í reiðileysi við hafnarbakkann í gær, þegar ljósmyndara Morgunblaðsins bar þar að garði. Hópur starfsmanna Búnaðarbankans keyptl bréf í móðurfélagi Islenskrar erfðagreiningar Fengu undanþágu frá verklagsreglum HÓPUR starfsmanna Búnaðarbanka Islands fékk á síðasta ári undanþágu frá ákvæði í verklagsreglum bankans til kaupa á hlutabréfum í DeCODE, móðmfélagi íslenskrar erfðagrein- ingar. Samkvæmt verklagsreglunum eru starfsmönnum bankans óheimil kaup á óskráðum bréfum, og var sam- þykíds ríkisins, sem meirihlutaeig- anda í bankanum, ekki leitað. Stefán Pálsson, bankastjóri Búnaðarbank- ans, sagði í samtaíi við Morgunblaðið að hann teldi ekki að verklagsregl- urnar hafi verið brotnar þar sem ríkið hafi áður samþykkt að starfsmenn Búnaðarbankans keyptu óskráð bréf í bankanum. „Eftir á að hyggja má hins vegar vel vera að við hefðum átt að standa öðruvísi að hlutunum, en við mátum þetta heimilt þegar verklagsreglurn- ar tóku gildi,“ sagði Stefán. Stjómendur FBA og Landsbank- ans segja að undanþágur hafi al- mennt ekld verið veittar innan bank- anna frá ákvæðum verklagsreglna um viðskipti starfsmanna með óskráð bréf fyrir eigin reikning. Halldór J. Kristjánsson, banka- stjóri Landsbankans segir bann við viðskiptum með bréf þó ekki ná til er- lendra félaga, svo lengi sem viðkom- andi félag sé ekki í viðskiptatengslum við bankann. Stjórnendur Landsbankans hafi þó túlkað regl- umar þannig að starfsmönnum bank- ans séu óheimil viðskipti með bréf DeCODE vegna innlendra umsvifa félagsins. Hann segir að aðeins einu sinni hafi starfsmönnum innan Landsbankasamstæðunnar verið veitt undanþága vegna viðskipta með óskráð bréf, en það var þegar starfs- mönnum Landsbréfa var veitt af- mörkuð undanþága gegn mjög stifum skilyrðum um langtíma eignarhald á viðkomandi bréfum. Bjami Armannsson, forstjóri FBA, segir að undanþágur hafi ekki verið veittar til starfsmanna nema í örfáum tilvikum þar sem leyfð vom kaup á hlutum í íþróttafélögum. Hann segist telja eðlilegt að reglur um viðskipti starfsmanna með óskráð bréf verði endurskoðaðar þar sem þær séu fam- ar að valda nokkrum óþægindum. ■ Stjórnendur/22 Samræmd stúdents- próf haldin 2003-2004 SAMRÆMD stúdentspróf verða haldin í fyrsta skipti skólaárið 2003- 2004 og unnið verður að stefnumót- un og gerð framkvæmdaáætlunar um að stytta nám á bók- námsbrautum til stúdentsprófs úr fjómm ámm í þrjú að því er fram kemur í nýrri verkefnaáætlun menntamálaráðuneytisins vegna áranna 1999-2003. Samræmd próf í gmnnskóla era orðin valfrjáls eftir lagabreytingu Alþingis fyrir jól og verða í fyrsta skipti haldin vorið 2001 og ári síðar verður prófgreinum fjölgað úr fjór- um í sex. Bjöm Bjarnason, menntamála- ráðherra, segir að tilgangurinn með breytingunni á samræmdu prófun- um sé að auka frelsi nemenda til að velja sér námsleiðir og gera þeim kleift að gera það fyrr en ella. „Sumir hafa sagt að krafan um það að allir taki sömu samræmdu prófin mótaði gmnnskólann um of og setti hann í fastar skorður. Við lítum þannig á að með þessu séum við að auka frelsi nemendanna jafnframt því að breikka kennsluna í gmnn- skólanum. En frelsi fylgir ábyrgð og þessi breyting kallar á að bæði for- eldrar og nemendur átti sig betur á því að nauðsynlegt er að setja sér ákveðin markmið með náminu," seg- ir Bjöm. ■ Erum að beina/40-41 ---------------- Hagnaður Kögunar 55 milljónir VELTA Kögunar hf. á síðasta ári var tæplega 440 milljónir króna og var hagnaður af reglulegri starfsemi eft- ir skatta 54,6 miHjónir króna. Gengi bréfa í Kögun hefur hækkað úr 20 í byrjun desember í 35, eða um 75%. Stefnt er að því að skrá Kögun á Verðbréfaþingi íslands og að sögn Gunnlaugs Sigmundssonar, fram- kvæmdastjóra félagsins, er stefnt að því að ná skráningu á þinginu í febr- úar. ■ Velta/22 Stór- sýnirng um helgina! Opin laugardag frá kl. 12 til 17 og sunnudag fra kl. 13 til 17 Kjaraviðræður VR og Samtaka verslunarinnar Drög að markaðslauna samningi liggja fyrir HEKLA - í foryslu á nýni öldl VIÐRÆÐUR um gerð nýs kjara- samnings milli Verzlunarmannafé- lags Reykjavíkur og Samtaka verslunarinnar eru langt komnar og segir Magnús L. Sveinsson, for- maður VR, ekki útilokað að gengið verði frá samningum í dag. Fyrir- liggjandi samningsdrög byggjast á markaðslaunum, en VR hefur lagt fram tillögur um slíka samninga. VR fer með samningsumboð fyr- ir um 1.500 félagsmenn sem starfa í fyrirtækjum sem aðild eiga að Samtökum verslunarinnar, sem áð- ur hétu Félag íslenskra stórkaup- manna. Þau eiga ekki aðild að heildarsamtökum atvinnurekenda, Samtökum atvinnulífsins. Magnús segir að á samninga- fundi í gær hafi þokast verulega í samkomulagsátt. Viðsemjendur VR hafi í framhaldi af því ákveðið að boða til fundar í hádeginu í dag og að honum loknum verði boðað til nýs samningafundar. A fundin- um ráðist hvort samningar takist um helgina. Magnús segir að fyrirliggjandi samningsdrög byggist á hugmynd- um VR um markaðslaun. Verið sé að fara út á algerlega nýja braut í samningsgerð og því leggi menn áherslu á að vanda sig vel við samningavinnuna. Hann segir að samningsaðilar séu sammála um að nauðsynlegt sé að gefa þessari til- raun þrjú ár til að sanna sig. Samn- ingurinn geri hins vegar ráð fyrir því að samið verði um prósentu- hækkun á fyrsta ári samningstíma- bilsins, en síðan byggist launa- greiðslur á þeim launum sem greidd verði á markaðnum. Hann segir að enn hafi ekki náðst sam- komulag um upphafshækkanir og framhald málsins ráðist ekki síst af því hvort sátt náist um það atriði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.