Morgunblaðið - 22.01.2000, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.01.2000, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2000 31 LISTIR Byltingin étur börnin sín Morgunblaðið/Ami Sæberg „Dæmi um gleðilega tilbreytingu var skemmtilegl og fjölbreytt dansatriði í síðari hluta sýningarinnar," segir meðal annars í dómi um Djöflana eftir Dostojevskí. LEIKLIST L e i k f é I a g lteykjavfkur DJÖFLARNIR eftir Dostojevskí í leikgerð Alexeis Borodfns. Leikstjóri: Alexei Bor- odin. Leikendur: Ari Matthíasson, Árni Pétur Guðjónsson, Baldur Trausti Hreinsson, Björn Ingi Hilm- arsson, Eggert Þorleifsson, Ellert Ingimundarson, Friðrik Friðriks- son, Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir, Guðmundur Ingi Þorvaldsson, Guð- rún Ásmundsdóttir, Halldór Gylfa- son, Halldóra Geirharðsdóttir, Jón Hjartarson, Margrét Helga Jó- hannsdóttir, Marta Nordal, Pétur Einarsson, Sigrún Edda Björns- dóttir, Theodór Júlíusson, Valur Freyr Einarsson og Þórhallur Gunnarsson. Leikmynd og búning- ar: Stanislav Benediktov. Hljóð: Baldur Már Amgrímsson. Ljós: Láms Björnsson. Danshöfundur: Þórhildur Þorleifsdóttir. Tónlist: Alfred Schnittke. Föstudaginn 21. janúar 2000. ÞEGAR RÚSSNESKI bókmenntafræðingurinn Mikaíl Bakhtin mótaði kenninar sínar um þróun skáldsögunnar sem bók- menntaforms tók hann sérstaklega mið af skáldsögum Dostojevskís og þróaði út frá þeim hugtakið marg- röddun. I hugtakinu felst í stuttu máli að innan tiltekins verks hljóma margar jafnréttháar raddir sem tak- ast á hugmyndafræðilega, siðfræði- lega og tilfinningalega. Engin ein rödd er yfirskipuð í margradda verki, ekki er hægt að benda auð- veldlega á málpípu höfundar eða ein- hlítan boðskap. Ég geri þetta að inngangsorðum hér þar sem Alexei Borodín, leikstjóri og höfundur þeirrar leikgerðar sem hér er um rætt, leggur sjálfur áherslu á þetta eðli verksins í viðtali við Morgun- blaðið síðastliðinn fóstudag og bendir á að það hafi gert sér erfitt um vik í því markmiði að „ná utan um skáld- söguna, helstu uppistöðuþætti" hennar. Margröddunin sem telst til helstu kosta skáldsagna Dostojevskís reyn- ist reyndar helsti akkílesarhæll leik- gerðar Borodíns og er ástæðunnar örugglega að leita í mismunandi eðli og kröfum þessara tveggja listforma. Lesandi skáldsögunnar getur gefið sér nægan tíma til að kynnast fjölda persóna, tengslum þeirra, tilfinning- um og skoðunum, en áhorfandi leiksýningar hefur takmarkaðan tíma og þol gagnvart sömu hlutum. I leikgerð Borodíns koma tuttugu persónur við sögu og áhorfandinn á fullt í fangi með að átta sig á stöðu og hlutverki hvers og eins og hinum flóknu innbyrðis tengslum þeirra, um leið og hann stritast við að henda reiður á þeim flækjum og hug- myndaátökum sem eru í gangi hverju sinni. Nema þá að hann gjör- þekki skáldsögu Dostojevskís fyi-ir- fram. Sú þörf leikgerðarhöfundar að „ná utan um skáldsöguna“ veldur því einnig að sýningin er alltof löng og (það sem verra er) langdregin. Sýn- ingin tekur þrjá klukkutíma í flutn- ingi og hefði að mínu mati mátt stytta hana þónokkuð án þess að það kæmi niður á efninu. Leikstjóri virðist meðvitað velja hægan og þungan leikstíl og vinnur þar með nokkuð á móti stíl Dostoj- evskís sem einkennist öðru fremur af ástríðum, ýkjum og lífi. Þessi hægi, dempaði stíll olli mörgum ieikurum erfiðleikum, útkoman var litleysi, svipbrigðaleysi og allt að því áhuga- leysi á því sem fram fór. Þannig fór um túlkun Baldurs Trausta Hreins- sonar á einu af burðarhlutverkunum, en hann leikur Stavrogín, þá persónu sem flétta verksins snýst að flestu leyti um. Stavrogín er hetja og átrún- aðargoð flestra hinna persónanna, hann er mjög flókin manngerð frá hendi höfundar; frelsari og djöfull í senn, hugsjónamaður eða eigingjam siðleysingi. Fyrst og fremst er hann maður sem heillar aðra, konur jafnt sem karla; hann er dýrkaður, settur á stall og til hans gerðar kröfur sem enginn maður getur mögulega staðið undir. Baldur Trausti var svipbrigða- laus og ástríðulaus í hlutverkinu, líkt og hann stæði utan við það sjónarspil sem fram fór í kringum hann. Kannski á slík leið að sýna að hér fari maður sem hefur glatað hugsjónum sínum og ástríðum; maður sem verð- ur fórnarlamb eigin sköpunarverka. Það má ef til vill fallast á slíka túlkun en á móti kemur að aðdráttarafl hans, sem er drifkraftur svo margra annarra persóna, er áhorfandanum hulið. Friðrik Friðriksson leikur Verk- hovenskí, einn af „lærisveinum" Stavrogíns, og það var helst í leik hans sem brá fyrir öfgum og ástríð- um í anda höfundar. Góð stígandi var í túlkun Friðriks og hann dró fram óhugnanlega mynd af manni sem svífst einskis í þágu hugmyndafræð- innar, manns sem glatar smám sam- an mennsku sinni og bruggar öðrum launráð af útsjónarsamri og kaldri grimmd. Af öðrum leikurum má nefna þau Margréti Helgu Jóhannsdóttur, Pét- ur Einarsson og Guðrúnu Ásmunds- dóttur sem náðu hvert um sig að lyfta hinni drungalegu stemmningu dálítið upp þegar þau voru á sviðinu. Einnig lifnaði nokkuð yfir leiknum þegar þær Halldóra Geirharðsdóttir og Marta Nordal fóru um sviðið. Reynd- ar voru margir leikaranna mjög góð- ir í að túlka þau þyngsli sem setja svip sinn á leikinn í heild, má þar nefna t.d. þá Ellert Ingimundarson og Björn Inga Hilmarsson. En ein- mitt þessi þunglamalegu heildaráhrif gera að léttleikinn verður enn kær- komnari en ella. Dæmi um slíka gleðilega tilbreytingu var skemmti- legt og fjölbreytt dansatriði í síðari hluta sýningarinnai'. í Djöflunum stefnh' höfundur sam- an ólíkum röddum sem takast á um siðferðileg, trúarleg og pólitísk má- lefni. Sú umræða er fyrirferðarmikil í leikgerðinni og hefði mátt fara styttri leið að lokaniðurstöðunni: að byltingin étur bömin sín. Vissulega má hafa unun af texta Dostojevskís í frábæiTÍ þýðingu Ingibjargar Har- aldsdóttur, en sú temprun í leik- stjómarstíl sem hér hefur verið nefnd dró nokkuð úr áhrifamætti orðanna. Sviðsmynd og búningar era sann- arlega unnh' af miklu listfengi og gaman er að sjá eins mikla og góða notkun á stóra sviði Borgarleikhúss- ins og hér um ræðir. Samspil leik- myndar og lýsingar var oft á tíðum áhrifamikið. Upphafs- og lokasena leiksins þar sem þau Varvara (Margrét Helga) og Stepan (Pétur Einarsson) tala saman vora báðar góðar, sú fyrri létt en sú síðari merkingarþrangin, en þar er vísað til Lúkasarguðspjalls, í söguna um djöflana sem fóra úr sjúkum manni í svín sem steyptust fyrir björg. Þar leggur höfundur út af sög- unni og tengir hana á táknrænan hátt við efnivið sinn á áhrifaríkan máta. Þessar tvær senur mynda skemmtilegan ramma um sýninguna, en stundirnar á milli þeirra era of lengi að líða. Soffía Auður Birgisdóttir Nýjar bækur • Saga Veðurstofu íslands er eftir Hilmar Garðarsson sagnfræðing. I kynningu segir: I ársbyrjun árið 2000 verða liðin 80 ár frá því að rekst- ur Veðurstofu Islands hófst. Vart finnst sá íslendingur sem ekki hefur notið þjónustu Veðurstofunnar með einhverjum hætti. Þar er fjaliað um veðurathuganir og veðurspár, flug- veðurþjónustu, úrvinnslu veðurgagna og veðurfarsrannsóknir auk vöktunar og rannsókna á jarðskjálftum, hafís og snjóflóðum. Auk þess að gera ítar- lega grein fyrir sögu og íjölþættri starfsemi Veðurstofu í slands þessi 80 ár sem hún hefur þjónað landsmönn- um þá er einnig sagt frá framkvöðl- um sem sinntu veðurathugunum á 17., 18. og 19. öld. I ritinu era um 400 Ijósmyndir, teikningar og kort. Útgefandi er Mál og mynd. Um- brot og myndvinnsla: Mál og mynd. Kápa: Guðjón Ketilsson. Prentun: Steindórsprent-Gutenberg hf. Bók- band: Félagsbókbandið Bókfell hf. Robert Sot sýnir í Norræna húsinu PÓLSKI myndlistarmað- urinn Robert Sot hefur opnað sýningu á verkum sínum í anddyri Norræna hússins. Getur þar að Mta Ijósmyndir og innsetningu. Sot hefur búið um árabil í Björgvin og hefur haldið sýningar víða um heim. Hann vinnur jöfnum hönd- um í hefðbundna og óhefð- bundna miðla, sýnir mál- verk, höggmyndir, ljósmyndir, fjöltækniverk, innsetningar og fremur gjörninga. Sot verður með upp- ákomu, ellegar gjöming, í tengslum við sýninguna helgina 4.-6. febrúar næst- komandi en sýningunni lýk- ur 20. febrúar. Morgunblaðið/forkell Robert Sot SKÓ Igluggi INN ^ Fjarðargötu 13-15 «555-1890-565-4 UTSALA ERHAFII Opið til kl. 16:00 í dag, laugardag. ■275 N N! FIÖRÐIR | - miðbœ HafnarJjarðar GKÓ Iglugg INN UTSALA REYKJAVIK OG AKUREYRI Rafkaup ARMULA 24 - SIMI 568 1518 - OSEYRI 2 - SIMI 4625151
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.