Morgunblaðið - 22.01.2000, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 22.01.2000, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2000 51 + Einvarður Rúnar Albertsson fædd- ist á Akranesi 30. október 1947. Hann lést af slysförum 15. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Útskála- kirkju 21. janúar. Langt um aldur fram er nú vinur okkar hann Einvarður fallinn frá. Við félagamir, sem áttum með honum trilluhomið Jón for- seta, sitjum eftir hljóð- ir og sorgmæddir þegar við kveðjum traustan félaga og góðan dreng. Fyrir drengi á miðjum aldri tók það ekki langan tíma að ákveða kaup á lítilli trillu þegar það mál var fært í tal. Það blundaði í okkur öllum að geta farið á sjó þegar veður væri gott og veitt í soðið. Eins og öll al- vöra útgerðarfélög áttum við í basli með bátinn og sátum uppi með úr- brædda vél. Varði, sem var vélstjóri útgerðarinnar, var ekki lengi að bjarga þeim málum og útvegaði not- aða vél þannig að aftur komumst við félagarnir á sjó. Og í vertíðarlok þegar birtu tók að halla og haustveð- ur komu í veg fyrir að áfram væri ró- ið héldum við félagamir í Sandgerði og heimsóttum Varða, sem tók á móti okkur af höfðingsskap. í það sldptið sýndi úrræðagóði vélstjórinn ótvíræða hæfileika meistarakokks- ins og úr varð kvöld sem undirstrik- aði að þótt trilluhomið væri gott tómstundagaman væri vinátta okkar og félagsskapur dýrmætasti aflinn sem okkur hafði tekist að innbyrða. Nú hafa örlögin gripið harkalega í taumana en eftir standa góðar minn- ingar sem áttu á kom- andi áram að verða svo miklu fleiri. Með djúp- um trega kveðjum við þig, vinur, og þökkum samfylgd þína. Fjölskyldu Einvarðs Albertssonar vottum við samúð okkar og hluttekningu í sorg hennar. Gísli Gislason, Gunnar Sigurðs- son, Jón Sigurðs- son, Karl Þórðar- son og Kjartan Bjömsson. Okkur mannanna börnum er ekki ætlað að vita hvað morgundagurinn ber í skauti sér. Þrátt fyrir ná- kvæma skipulagningu og miklar fyr- irætlanir okkar, eram við sífellt minnt á að það er Guð sem telur daga vora. Aform og metnaðarfullar áætlanir mega sín lítils þegar sá sem öllu ræður hefur tekið sínar ákvarðanir. A þetta vorum við samstarfsmenn og vinir Varða minntir laugardaginn 15. janúar þegar hann var burt kall- aður fyrirvaralaust í blóma lífsins, lífsglaður með óþrjótandi áhuga á starfi sínu. Nýjar hugmyndir um það hvernig hægt væri að leysa verkefni morgundagsins einkenndu líf hans. Þar sem Varði var, var líf og fjör því ólatari maður var vandfundinn. Já, það var hugur í Einvarði eins og hann átti kyn til. Hann líktist föð- ur sínum Aíberti á marga lund. Þrek, kraftur, lífsorka og gleði vora eiginleikar sem vora svo ríkir í fari þeirra feðga. I návist þeirra var gott að vera og með þeim urðu torieyst verkefni auðveld viðureignar. Fátt lýsir Einvarði betur en hvernig hann nýtti fermingardaginn. Þann dag vaknaði hann fyrir allar aldir og vitj- aði grásleppuneta á litlum árabát sem hann þá þegar hafði gert út um nokkurn tíma við annan strák á svip- uðu reki. Heima biðu foreldrarnir milli vonar og ótta hvort ungi út- gerðarmaðurinn skilaði sér áður en kirkjuklukkunum yrði hringt. Þann- ig var lífið á Skipaskaga. Hjá Ein- varði var aldrei dauður tími, aldrei verið að bíða, alltaf verið að fram- kvæma. Hann var ekki hálfvolgur í neinu, alltaf brennandi í andanum í afstöðu sinni til þeirra verkefna sem fyrir lágu. Sjávarútvegur var hans vettvang- ur, hann aflaði sér menntunar á því sviði sem nýttist honum vel. Árið 1990 hóf hann störf hjá H.F. Miðnesi í Sandgerði. Ólafur B. Ólafsson, for- stjóri þess fyrirtækis, og bræður hans Gunnar og Jón Ægir mátu hann mikils. Ólafur lést nú rétt fyrir jól. Það er erfitt að sjá á eftir þeim báðum, Ólafi og Einvarði fyrir sam- starfsmenn og vini. Síðustu ár hefur Varði verið rekstrarstjóri Haraldar Böðvar- ssonar hf. í Sandgerði. Hann sýndi vinnuveitendum sínum mikinn trún- að og aflaði sér trausts og virðingar hjá þeim jafnt sem öðrum samferða- mönnum. Það fór ekki framhjá nein- um sem umgengust hann, að ávallt var fjölskyldan hans honum efst í huga, hún var honum dýrmætari en nokkuð annað. Þegar hann talaði um börnin sín og barnabömin, kom sér- stakt blik í augu hans. Við samstarfsmenn hans sendum okkar dýpstu samúðarkveðjur til aldraðrar móður sem sér á eftir elsk- uðum syni, til systkina hans, til Ingi- bjargar, barna og barnabarna. Með virðingu og þökk fyrir ómet- anleg kynni. Fh. samstarfsmanna í Sandgerði og á Akranesi, Haraldur Sturlaugsson. EINVARÐUR RUNAR ALBERTSSON HERMUNDUR ÞORSTEINSSON + Hermundur Þor- steinsson frá Eg- ilsstaðakoti í Vill- ingaholtshreppi var fæddur í Berjanesi í Landeyjum í Rang- árvailasýslu 8. októ- ber 1913. Hann lést á Sjúkrahúsi Suður- nesja 31. desember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Selfosskirkju 15. jan- úar. Jarðsett var f Villingaholtskirkju- garði. Mig langar til að minnast vinar mins og húsbónda, Hermundar Þor- steinssonar frá EgOsstaðakoti í Vill- ingaholtshreppi. Eg átti því láni að fagna að vera fjögur sumur í sveit hjá Munda, eins og hann var ávallt kallaður, og hans elskulegu konu, Laufeyju. Þetta vora afar góð sumur sem ég átti hjá þeim hjónum sem skilja eftir sig ljúfar minningar, ánægjuleg kynni og mikilvæga reynslu sem allt of fá börn eiga nú kost á. Gott og náið samband varð til og hefur haldist alla tíð síðan. Mundi var hógvær maður og bar ekki til- finningar sínar á torg. Hann hafði ákveðnar skoðanir á hlutunum en var sanngjarn og virti viðhorf ann- arra. Hann var heiðarlegur, trúr og vinur vina sinna. Hann elskaði fjöl- skyldu sína mikið og tók ekkert fram yfir hana. Og þessarar elsku fengum við Hlöðver líka að njóta og voram við oftast höfð með þegar eitthvað stóð til í fjölskyldunni. Góður var hann heim að sælqa, oft var þá glatt á hjalla, dregið í spil á kvöldin og hlegið mikið. Söngmaður var hann ágætur og geislaði af gleði og kæti þegar svo bar við. Efégmættiyrkja, yrkja vildi ég jörð. Sveit er sáðmanns tórkja, sáningbænargjörð. Vorsins söngvaseiður sálmalögin hans. Blómgarakurbreiður blessun skaparans. (BjamiÁsgeirsson.) Mikinn áhuga hafði hann á landinu sínu og hafði unun af því að skoða það. Margar góðar minningar eigum við úr ferðum með þeim hjónum. Hann var svo duglegur að ferðast, alltaf svo kátur og aldrei var kvart- að. Ef hann var spurður: „Ertu ekki þreyttur Mundi minn?“ var svarið: „Ég þreyttur, ekki aldeilis.“ Og það var haldið áfram að ferðast, farinn hringvegurinn eitt sumarið og á hverju sumri eitthvað síðastliðin 20 ár. Betri ferðafélaga var ekki hægt að hafa og ekki skemmdi það fyrir að fá fallega vísu að loknum góðum degi - þær vísur lifa í minningunni. Með Munda er genginn maður af þeirri kynslóð sem man tímana tvenna í bú- skaparháttum og þjóðlífi. Mundi var gæfumaður. Hann hélt andlegri Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper- fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Pað eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. reisn til hinstu stundar. Gott er að eiga í huganum mynd af honum á heimili sínu við síðustu samfundi í Egilsstaðakoti í haust. Hver minning er dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleym- isteigi, og gæfa var það öllum er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Ég þakka Munda samfylgdina þau 50 ár sem við höfum þekkst og þá rausn og velvild sem hann ávallt sýndi okkur Hlöðveri og fjölskyldu okkar. Elsku Laufey, Helga, Sigurbjörg, Guðsteinn og Einar. Eg þakka ykkur fyrir hvað þið vorað alla tíð yndisleg við Munda og hvað þið hugsuðuð vel um hann. Guð blessi ykkur öll. Erla og Hlöðver. Persónuleg, alhlíða útfararþjónusta. Áralöng reynsla. Svem'r Olsen, útfararsfióri Sverrir Einarsson, útfararstjóri Útfararstofa Islands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 t Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUNNLAUGUR JÓNSSON, lést fimmtudaginn 20. janúar. Anna Soffía Óskarsdóttir, Jónína Hulda Gunnlaugsdóttir, Steinn Þórarinsson, Jón Elías Gunnlaugsson, Þórhildur Rúnarsdóttir, Guðrún Erla Gunnlaugsdóttir, Heiðar Reynisson, Ósk Gunnlaugsdóttir, Friðþjófur Helgi Gunnlaugsson, Hrafnhildur Björg Gunnlaugsdóttir, Berglind Sigurðardóttir og barnabörn. :T t Eiginkona mín, dóttir, móðir og amma, HELGA JÓHANNA HELGADÓTTIR, (Hanna, Helga Axels), Jórufelli 6, Reykjavík, lést á Grensásdeild Sjúkrahúss Reykjavíkur sunnudaginn 16. janúar sl. Útför verður frá Fella- og Hólakirkju þriðju- daginn 25. janúar nk. kl. 15.00. Örlygur Pétursson, Sigurjóna Jóhannsdóttir, Axel Pétur Örlygsson, Þórdls Wiencke, Guðlaugur Bjarni Örlygsson, Lára Sigríður Örlygsdóttir, Ágúst Helgason og barnabörn. Móðir okkar, t JÓNÍNA SIGMUNDSDÓTTIR, dvalarheimilinu Hlíð, áður Eyrarvegi 35, Akureyri, andaðist á dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, miðvikudaginn 19. janúar. Vignir Einarsson, Kristín Sigurlaug Einarsdóttir, Þormóður Jón Einarsson, Sigmundur Rafn Einarsson, Jóhann Árelíuz Einarsson. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, dóttur, systur og tengdadóttur, HELGU FOSSBERG HELGADÓTTUR, írabakka 6. Sérstakar þakkir til séra Sigurðar Arnarsonar og starfsfólks krabbameinsdeildar Landsþít- alans og líknardeildar. Guð blessi ykkur öll. Þórður Njálsson, Ágeirs H. Þórðarson, Guðrún J. Þórðardóttir, Þóra B. Þórðardóttir, Ástríður E. Geirsdóttir, Sigurður Geirsson, Guðmundur N. Þórðarson, Guðrún E. Jónsdóttir, Saga Helgadóttir, Þuríður Ketilsdóttir, Anna Ketilsdóttir, Njáll Guðmundsson, Ketill Jómundsson, Árni Bragason, Ásgeir Ásgeirsson, Sigríður Júlíusdóttir. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför mágkonu minnar, fósturmóður og frænku, DAGBJARTAR KRISTJÁNSDÓTTUR, Hrafnistu Hafnarfirði. Jóhanna Halldórsdóttir, Stefanía Finnbogadóttir og aðrir aðstandendur. k Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.