Morgunblaðið - 22.01.2000, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.01.2000, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Framkvæmdastjóri Búnaðarbankans verðbréfa hafnar gagnrýni á kaup starfsmanna f Búnaðarbankanum Hlutabréfakaup starfs- manna hugsuð sem langtímafj árfesting Þorsteinn Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Búnaðarbankans verðbréfa. Þorsteinn Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Bún- aðarbankans verðbréfa, segir að starfsreglur bankans hafí ekki verið brotnar við kaup nokk- urra starfsmanna hans á hlutabréfum í bankan- um. Hann segir að um- ræða um þessi mál hafí verið neikvæð fyrir bankann og vill að reglur verði settar um lágmarkseignarhalds- tíma verðbréfa sem starfsmenn kaupa. Gagnrýni hefur beinst að Búnaðarbanka íslands að undanförnu vegna kaupa lykilstarfsmanna bankans á hlutabréfum í honum í útboði sem fram fór um miðjan desember. Inn í gagnrýnina hefur blandast að bankinn gaf út afkomuviðvörun aðeins þremur vikum eftir að útboðinu lauk. Verð- bréfaþing Islands sá ástæðu til að óska eftir skýringum á þessari við- vörun, en það hefur fallist á svör stjórnenda bankans. Þorsteinn Þorsteinsson er fram- kvæmdastjóri Búnaðarbankans verðbréfa, en það svið bankans sá um gerð útboðslýsingar en þrír starfsmenn þess keyptu hlutabréf í banknum. Hann var beðinn um að svara þeirri gagnrýni sem beinst hefur að bankanum. Hann var fyrst spurður um þær reglur sem gilda innan Búnaðarbankans um innherjaviðskipti og meðferð trún- aðarupplýsinga. Ekki brot á verklagsregluni „Við erum með tvenns konar innanhússreglur hjá Búnaðarbank- anum. Við erum annars vegar með verklagsreglur sem gilda um þá sem stunda viðskipti á verðbréfa- markaði og þær taka til allra starfsmanna sem starfa á verð- bréfasviði bankans og nokkurra annarra starfsmanna sem koma að þeim viðskiptum. Hins vegar erum við með reglur um innherjavið- skipti sem taka til meðferðar á trúnaðarupplýsingum og viðskipta þeirra sem skilgreindir hafa verið sem innherjar. Þessar reglur eiga við starfs- menn sem fara með upplýsingar sem snerta afkomu bankans, t.d. fjármálanefndar bankans og end- urskoðenda. í þessum reglum er því beint til innherja að þeir eigi sín viðskipti innan sex vikna frá því að tölur um afkomu bankans birtast opinberlega. Þar er um að ræða upplýsingar sem geta verið í formi talna um afkomu eða í formi útboðslýsingar. Rökin fyrir þessu eru þau að allir standi jafnt að vígi eftir að þessar upplýsingar liggja fyrir. Þegar frá líður birtingu af- komutalna fara að safnast fyrir í bankanum upplýsingar sem geta haft áhrif á verðmæti hans. í reglunum er því jafnframt beint til innherja að þeir líti á eign sína í bankanum sem langtímafjár- festingu. Þetta er gert til að kom- ast hjá því að innherjar séu að stunda það sem kallað hefur verið spákaupmennsku. Það er mat Búnaðarbankans og Verðbréfaþingsins samkvæmt úrskurði þess, að þessi skilyrði hafi verið uppfyllt í sambandi við þessi umtöluðu kaup. Starfsmenn- irnir hafa lýst því yfir að þeir séu að kaupa hlutabréf til langs tíma og ekki sé um spákaupmennsku að ræða.“ Þú lítur þá þannig á að birting útboðslýsingar 13. desember sl. hafi jafngilt upplýsingum um af- komu bankans og þar með eigi við það ákvæði verklagsreglna að starfsmenn kaupi innan við sex vikum eftir að upplýsingarnar eru birtar? „Já, það geri ég.“ f samræmi við dönsku reglurnar í fréttaskýringu. sem birtist í Morgunblaðinu 15. janúar var fjall- að um þær reglur sem gilda í Dan- mörku um kaup starfsmanna fjár- málastofnana á verðbréfamarkaði. Þar kom fram að samkvæmt dönsku reglunum hefðu kaup þess- ara starfsmanna Búnaðarbankans að öllum líkindum verið skilgreind sem spákaupmennska og þar með að þau fælu í sér brot á reglunum. Ertu sammála þessu mati? „Nei, ég er ekki sammála því. í dönsku reglunum er spákaupmennska bönnuð. Það felur í sér að starfsmenn sem kaupa verðbréf eru skuld- bundnir til að eiga þau í að lág- marki sex mánuði. í tilfelli kaupa starfsmanna bankans er um lang- tímafjárfestingu að ræða en ekki spákaupmennsku. Kaup verðbréfa eru einnig skil- greind sem spákaupmennska sam- kvæmt dönsku reglunum ef við- komandi fjármagnar þau með lánum með tryggingu í verðbréfun- um sjálfum. Á þessari reglu er ein mikilvæg undantekning sem er kaup á hluta- fé í því fyrirtæki sem viðkomandi starfar hjá. Þessi umræddu hluta- bréfakaup starfsmanna Búnaðar- bankans myndu því rúmast innan dönsku reglnanna, sem eru mjög strangar. Búnaðarbankinn telur það já- kvætt að starfsmenn eigi hlut í bankanum og hefur hvatt til þess.“ Þeir starfsmenn Búnaðarbank- ans sem keyptu hlutabréf í bank- anum voru að kaupa fyrir tugi milljóna hver og einn. Það er ekki óeðlilegt að álykta sem svo að þeir hafi fjármagnað þessi kaup að ein- hverju leyti með lánsfé og því vaknar sú spurning hvort þeir hafi alveg frá upphafi verið með það í huga að eiga þessi bréf í langan tíma. „Starfsmennirnir hafa lýst því yfir að um langtímafjárfestingu sé að ræða og dreg ég það ekki í efa. Það er óháð því hvort kaupin eru fjármögnuð með eigin fé eða láns- fé.“ Útboðslýsing byggð á bestu fáanlegu upplýsingum Nú er ljóst, svona almennt séð, að verð hlutabréfa er viðkvæmt þegar verið er að selja bréf í út- boði. Gilda engar sérstakar reglur um slíka sölu? „I verklagsreglunum sem Bún- aðarbankinn hefur sett starfs- mönnum sínum segir að starfs- mönnum sé óheimilt að eiga viðskipti með ný hlutabréf í út- boðum sem bankinn annast fyrr en forkaupsréttartímabili lýkur. Þetta á einvörðungu við þegar gefin eru út ný hlutabréf, en á ekki við göm- ul bréf þar sem verð hefur þegar myndast á markaði. Auk þess fóru tilboð þeirra aðila sem tengdust bankanum beint til einkavæðingar- nefndar og þessi hluti útboðsins því ekki í höndum bankans. Bank- inn telur því að þetta sé í samræmi við verklagsreglurnar og hefur einkavæðingarnefnd staðfest að rétt var staðið að skilun tilboða." Sú gagnrýni sem hefur beinst að Búnaðarbankanum er m.a. til kom- in vegna þess að 6. janúar, þremur vikum eftir að útboðinu lauk, birti bankinn afkomuviðvörun þar sem fram kemur að afkoma bankans á síðasta ári hafi verið talsvert betri en fram kom í níu mánaða upp- gjöri sem birt var í haust. Þess vegna hefur sú spurning verið sett fram hvort starfsmenn bankans hafi búið yfir vitneskju um þessa góðu afkomu þegar þeir sendu inn tilboð í bréfin. Hvenær lágu fyrir upplýsingar um betri afkomu bankans? „Búnaðarbankinn birti tölu um afkomu af rekstri fyrstu níu mán- uði ársins í lok október og þar kom fram að bankinn áætlar að hagnað- ur ársins í heild fyrir skatta verði allt að 1.300 milljónir króna. Ákveðið var að selja 15% af hlut ríkisins í Búnaðarbanka og Lands- banka með tiltölulega skömmum fyrirvara og því gafst við gerð út- boðslýsingar ekki möguleiki á að láta fara fram uppgjör til að vera með nýrri upplýsingar um afkomu hans. Við gerð útboðslýsingar var leitað til reikningshalds bankans eftir upplýsingum um afkomu og horfur. Á þessum tíma lágu ekki fyrir í bankanum upplýsingar sem bentu til að afkoman yrði frá- brugðin því sem birt var með níu mánaða uppgjörinu. I fjármálanefnd bankans voru 5. janúar lagðar fram upplýsingar um þróun markaðar á síðustu vikum ársins. Eins og menn vita hækkaði verð hlutabréfa umtalsvert í síðari hluta desembermánaðar. Á fundin- um kom fram að sala á verðbréfa- sjóðum bankans hefði einnig verið mjög góð. Sala okkar í sjóðum nam 2,5 milljörðum króna í desember og var meginhlutinn á síðustu vik- um ársins. M.a. voru seld hlutabréf í Hlutabréfasjóði Búnaðarbankans fyrir ríflega 1 milljarð króna á þessum tíma. Á grundvelli þessara upplýsinga ákvað fjármálanefndin að láta kanna hvort hagnaðurinn hefði aukist það mikið að ástæða væri til að gefa út afkomuviðvörun. Það hefur verið óskráð regla á Verðbréfaþingi að ef upplýsingar um afkomu benda til þess að frávik frá uppgjörstölum sé meira en 10% er góð regla að gefa út afkomuvið- vörun. Niðurstaðan var sú að það væri ástæða til að gefa út viðvörun og það var gert daginn eftir. Búnaðarbankinn hefur í meira mæli en aðrir innlendir bankar far- ið út á þá braut að fjármagna ís- lenskt atvinnulíf með fjárfesting- um íhlutabréfum auk beinna útlána til fyrirtækja, þ.e.a.s. fjárfestinga- bankastarfsemi auk hefðbundinnar viðskiptabankastarfsemi. Þegar til lengri tíma er litið teljum við þetta arðbært fyrir bankann, en óneitan- lega má búast við meiri sveiflum á afkomu bankans fyrir vikið. Þessa er rækilega getið í útboðslýsingu. Hlutabréfaverð hækkaði á síðasta ári, ekki síst undir lok ársins. Á síðustu tveimur vikum ársins hækkaði úrvalsvísitalan um ríflega 10% sem varð til þess að afkoma bankans batnaði stórlega. Þessi hækkun var ekki fyrirséð og gekk reyndar þvert á spár markaðsaðila. Búnaðarbankinn hefur gert Verðbréfaþingi íslands grein fyrir því sem gerist í bankanum á síð- ustu vikum ársins. Verðbréfaþingið hefur metið þær skýringar gildar. Það er hins vegar rétt hjá Verð- bréfaþinginu að afkomuviðvörunin sjálf var óheppilega orðuð, en þar var vísað í afkomu síðasta ársfjórð- ungs þegar rétt og eðlilegt hefði verið að vísa til bættrar afkomu á síðustu vikum ársins." Neikvætt fyrir bankann Það er nefnt sérstaklega í þess- ari afkomuviðvörun að betri af- koma bankans sé ekki síst tilkomin vegna betri afkomu Búnaðarbank- ans Verðbréfa. Nú eru þrír af fjór- um starfsmönnum bankans sem keyptu í útboðinu starfsmenn Bún- aðarbankans verðbréfa. Sú spurn- ing vaknar hvort þessir starfs- menn hafi þegar þeir sendu inn sín tilboð búið yfir einhverjum upp- lýsingum um betri afkomu bank- ans sem aðrir höfðu ekki? „Nei, ég tel að svo hafi ekki ver- ið. Þeir höfðu ekki upplýsingar um afkomu umfram Reikningshald bankans sem leitað var til varðandi afkomu og horfur eins og fram kom í útboðslýsingu bankans. Hins vegar hafa þeir væntanlega haft sínar eigin skoðanir á framtíðar- möguleikum bankans." Það liggur fyrir að fleiri en starfsmenn Bún- aðarbankans sendu inn tilboð í út- boðum. M.a. sendi bankastjóri Landsbankans inn tilboð í Lands- bankann, sem ekki var tekið og fleiri yfirmenn Búnaðarbankans sendu inn tilboð, sem reyndust of lág. Starfsmenn Fjárfestingar- banka atvinnulífsins hafa ennfrem- ur keypt hlutabréf í FBA. Telur þú í ljósi þessa að gagnrýni á Búnað- arbankann sé ósanngjörn? „Það sem kemur fyrst upp í hug- ann er sala ríkisins á hlut sínum í FBA. Ég tel að þessi tvö mál séu sambærileg. Lykilstarfsmenn FBA keyptu stóra hluti í bankanum ásamt bankanum sjálfum og hafa að öllum líkindum hagnast vel á þeim kaupum. Hér er örugglega einnig um langtímafjárfestingu að ræða. Við verðum að hafa í huga að gengi hlutabréfa í öllum bönk- um á íslandi hefur hækkað mjög á síðustu misserum." Telur þú að þessi umræða hafi skaðað Búnaðarbankann? „Umræða af þessu tagi er alltaf neikvæð. Við teljum hins vegar að við höfum hreinan skjöld í þessu máli enda hefur Verðbréfaþingið fallist á þau svör sem við höfum gefið. Við gerum okkur grein fyrir að traust bankans út á við er auð- vitað lykilatriði og munu leggja metnað okkar í að halda því góða trausti sem fólk hefur borið til bankans. Nú stendur yfir endurskoðun á þeim verklagsreglum sem verð- bréfafyrirtækin settu sér árið 1997. Umræða hefur m.a. átt sér stað á þeim vettvangi um lágmarkseignarhaldstíma verð- bréfa þeirra starfsmanna sem reglurnar taka til. Búnaðarbankinn er því fylgjandi að slíkar reglur verði.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.