Morgunblaðið - 22.01.2000, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 22.01.2000, Blaðsíða 71
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2000 71 FÓLK í FRÉTTUM Stutt Synda- aflausn á Netinu ► ÚTVARPSSTÖÐ í London hefur opnað vefsíðu þar sem fólki er boðið upp á að játa syndir sínar í því skyni að fá fyrirgefningu. Það eina sem þarf að gera er að skrifa syndir sínar á vefsíðuna og þá mun manni verða fyrirgefið. Kaþólskir eru ekki hrifnir af þessu framtaki. Talsmaður einnar kaþólskrar kirkju í London segir að það sé ekki hægt að fá fyrirgefningu synda sinna gegnum síma, tölvupóst eða vefsíður. Clinton býður Jordan vel- kominn ► BILL Clinton Bandai-íkjaforseti bauð Michael Jordan velkominn til borgarinnar á miðvikudaginn en kappinn hefur keypt hlut í körfu- knattleiksliðinu Washington Wizards sem leikur í NBA- deildinni. Ásamt því að eiga í liðinu mun Jordan vera yfir- maður yfir leikmannakaupum og fleiri lilutum er að þeim lúta. Bær.com ► ÍBÚAR í smábænum Halfway í Oregon-ríki hafa samþykkt með at- kvæðagreiðslu að breyta nafni bæj- arins í half.com. Þar með verður bærinn fyi'sti netbær sögunnar og munu íbúamir því njóta mikilla fríð- inda að sögn bæjarstjórans Dick Crow. Og þau hafa ekki látið á sér standa. Netfyrirtækið half.com, sem bærinn er skírður í höfuðið á hefur gefið 345 íbúum bæjarins tölvubún- að til að komast á Netið. Berbrjósta á ströndinni ► BORGARSTJÓRINN í Rio De Janeiro hefur gefið út tilskipun um það að leyfilegt sé að vera ber- brjdsta á öllum ströndum borgar- innar, en kvenfdlk hefur gert mikið af því að vera nakið ofan mittis á ströndinni undanfarið til þess að mdtmæla handtöku á stúlku, fyrir að ganga um berbijdsta, á dögun- um. Myndir af handtökunni hafa birst í sjdnvarpi - en hún var með þeim hætti að lögreglumenn gengu að stúlkunni og báðu hana að hylja brjdst sín. Hún neitaði því og var þá dregin á hárinu í næsta fangaklefa. Dularfullur maður við gröf Poes SÍÐUSTU fimmtíu ár hefur sést til dularfulls manns með svartan hatt á höfði og í skósíð- um svörtum frakka ganga að að gröf Edgars Alans Poes í hinum gotneska kirkjugarði Uð Westminster-kirkjuna í Balti- more. Hann kemur einhvem tímann á milli sólarlags og dög- unar nítjánda dag janúarmánað- ar, sem er afmæÚsdagur Poes, og leggur þijár rauðar rósir og ílösku af koníaki að gröf hans og skálar svo fyrir skáldinu. Líkt og í sögum Poes er eitt- hvað dularfullt við þennan óþekkta mann. Enginn veit hver hann er. Jeff Jerome, safnvörð- ur Poe-safnsins í Baltimore, segir að margar kenningar séu um hver maðurinn sé en engin hafi fengist staðfest. ^ Tilnefningar til Oháðu kvikmynda- verðlaunanna Chloe Sevigny og Hilary Swank í myndinni „Boys Don’t Cry“. ÓHÁÐU bandarísku kvikmjmda- verðlaunin verða veitt í fimmtánda sinn næstkomandi mars. Myndimar sem em tilnefndar sem bestu mynd- imar em „The Limey“, sem er glæpasaga af bestu gerð, en í henni leikur meðal annars gamla kempan Peter Fonda. Myndin „Election" sem fjallar um lífið í gmnnskóla á kald- hæðinn hátt er einnig tilnefnd sem og nýjasta mynd Davids Lynch „The Straight Story“ tilnefnd ásamt mynd- inni „Boys Dont Cry“ sem byggð er á sannsögulegri sögu Brandons Teena og er það Hilary Swank sem fer með hlutverk Brandons, en hún hefui' fengið eindóma lof fyrir túlkun sína. Chloe Sevigny leikur aukahlutverk í myndinni og þykir hún einnig fara á kostum í sínu hlutverki. Samtök óháðra kvikmyndagerðar- manna í Bandaríkjunum standa að verðlaununum. I fyrra hlaut myndin „Gods and Monsters" verðlaunin, en í henni léku Ian McKellen og Lynn Redgrave aðalhlutverkin. Það kom mörgum á óvart að hryll- ingsmyndin um leitina af nominni Blair vai' ekki tilnefnd sem besta myndin, en það er vegna þess að sam- kvæmt reglum má ekki tilnefna fyrstu mynd leikstjóra sem bestu mynd. Fyrir þær er sérflokkur á há- tíðinni. Hole í vandræðum ÚTGÁFUFYRIRTÆKIÐ Geffen Records hefur höfðað mál á hendur söngkonunni Courtney Love og Eric Erlandson sem eru í broddi fylking- ar hljómsveitarinnar Ho- le. Fyrirtækið segir að hljdmsveitin skuldi þeim fimm breiðskífur sam- kvæmt samningi sem ekki sé hægt að rifta. Fyrirtækið Doll Head Inc. sem hefur einkaleyfi af öllum verkum Love og Erlandon ber því fyrir sig að vinnulöggjöfin í Kali- fomíu takmarki samn- inga um persónulega þjónustu í sjö ár en Gef- fen segir að samningur- inn hafi verið framlengd- ur árið 1997 og auk þess ekki persónulegur þjón- ustusamningur. Einnig Reuters vilja menn Geffen meina Courtney Love stendur í stríði við útgáfu- að parið hafi undirritað fyrirtækið sitt. bréf þess efnis að ef Doll Head-fyrirtækið gæti ekki staðið við fen vill líka meina að hljómsveitin skyldur sínar myndu þau hverfa til Hole megi ekki gefa út efni undir Geffen með allar sínar útgáfur. Gef- öðrum merkjum en þeirra. Nœturqatinn í kvöld leikur danssveitin Cantabile frá Akureyri. Borðapantanir í síma 587 6080.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.