Morgunblaðið - 22.01.2000, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 22.01.2000, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ MARGMIÐLUN Eigendur Verði Ljós, Egill Vignisson, Logi Huldar Gunnlaugsson, Páll Garðarsson og Óiafur Ágúst Haraldsson. Upp fyrir haus í verkefnum Það færist í vöxt að tónlistardiskum fylgi ýmislegt margmiðlunarefni og með einum af söluhæstu diskum síðasta árs, Xeneizes, var til að mynda margmiðlunarpakki sem nenn gátu skemmt sér við að skoða og/eða hlusta á. Athyglisverð o g erfíð verkefni LEIKIR MARGMIÐLUNAREFNIÐ á Xeneizes var úr smiðju fyrirtækis sem kallast Verði ljós, þriggja ára margmiðlunar- og grafíkvinnslu- fyrirtækis í Nóatúninu. Fyrir svörum hjá fyrirtækinu verður Egill Vignisson framkvæmda- stjóri og segir hann að fyrir um þremur árum hafí hann starfað við vefsíðugerð og lent nánast óvart inni í sama verkefni og Olaf- ur Ágúst Haraldsson, travelnet.is. „Við hófum að vinna saman þegar tími gafst til, um kvöld og helgar, og smátt og smátt varð hugmynd- in að Verði ljós meira á borði en í orði. Við ákveðum svo, með Loga Huldari Gunnlaugssyni, félaga okkar, að henda okkur út til Flór- ída og nema þar margmiðlunar- fræði. Þar kynnumst við svo Páli Garðarssyni, sem slóst í hópinn.“ Eins og fram kemur í máli Eg- ils voru þeir félagar að nema margmiðlunafræði og útskrifuð- ust með gráðu í stafrænni miðlun, sem Egill segir að þýði í stuttu máli þeir séu jafnvígir á hina ýmsu þætti, hvort sem heiti þrí- vídd, margmiðlun, vefsíðugerð eða aðrar stafrænar lausnir. „Við fór- um því af stað með opnum huga og hugðumst lenda þar sem eftir- spurnin er mest. Það er aftur á móti er mikil vöntun á allri þjón- ustu sem heyrir undir stafræna miðlun svo við nýtum okkar þekk- ingu til hins ýtrasta,“ segir Egill, en hann segir að þeir félagar séu upp fyrir haus í verkefnum eins og er, og hafí verið frá því þeir komu að utan fyrir um fjórum mánuðum. Egill segir að þeir félagar séu prýðilega tækjum búnir, séu með fímmtán tölvur af ýmsum gerðum og stærðum, allt frá Pentium 90 með 32 MB innra minni upp úr. „Við erum t.d. að fá til okkar tvær Dual Pentium III 733 með 1 GB minni. Jaðartækin eru nokkuð hefðbundin, prentarar, skannar, myndavélar o.fl. Þá erum við einnig með gríðarlega öflugan geisladiskafjölfaldara. Við notum svo fjöldann allan af hugbúnaði, það er ekki óalgengt að hér séu um 20 ólík forrit í gangi í einu.“ Egill segir að Quarashi-verk- efnið sé þannig til komið að Páll, sem sé vel tengdur inn í tónlistar- heiminn, hitti Qurashi-menn að máli „og einhverjar hugmyndir kviknuðu í kjölfarið á því. Hann var þá kominn heim frá námi en við þrír vorum á endasprettinum. Þegar endanlegt lagaval á plötu strákanna hafði verið ákveðið kom í ljós að um 100 MB var óráðstaf- að og þar komum við til sögunnar. Páll var tengiliður okkar hér heima og sá um öll samskipti við viðskiptavininn. Við svitnuðum svo, þrír úti í sólinni á Flórída, við samsetningu verkefnisins. Sölvi Blöndal fékk líka aðeins að kenna á tímamismuninum en við vöktum hann um hánótt til að fara yfír hin ýmsu atriði. Þetta var unnið í einni samfelldri lotu á rúmum tveimur sólarhringum, en þegar við svo loksins sáum glitta í smá- svefn fór FEDEX-hraðsendingar- þjónustan íbúðavillt með nauðsyn- legan hugbúnað þegar aðeins tvær klukkustundir voru þar til diskurinn átti að fara í gerð frum- eintaks. Við náðum honum hins vegar til okkar á endanum en með herkjum þó.“ Egill segir að skammt sé síðan þeir luku við gerð margmiðlunar- disks sem Landsbankinn hyggst dreifa til allra þeirra sem skrá sig fyrir ókeypis netaðgangi á li.is. „Einnig höfum við unnið verkefni fyrir aðila eins og Islenskra aðal- verktaka, Tal og Walter-Storyk Design Group sem er einn fremsti hljóðstúdíóhönnuður í heimi. Áframhald verður af þeirri sam- vinnu en einnig hafa nokkur af stærstu fyrirtækjum landsins haft samband og ekki hægt að segja annað en að framtíðin sé björt,“ segir Egill að lokum. Medal of Honor, leikur fyrir PlayStation frá Electronic Arts. Dreamworks Interactive hannaði leikinn, sem gerist í seinni heimsstyijöldinni. ALLT FRÁ því að Goldeneye var gefinn út fyrir Nintendo 64 hafa skotleikjaaðdáendur beðið svipaðs leiks fyrir PlayStation. Sá leikur hefur nú loks verið gefínn út. Spilendur taka sér hlutverk Jimmys Pattersons, ungs manns sem sýnt hefur ótrúlega hæfileika í að drepa Þjóðverja. Jimmy er nýkominn úr herskólanum svo spilandi verður að vinna sig upp frá því að vera óbreyttur hermaður til þess að vera dulbúinn sem þýskur herforingi sem spígsporar um einhverjar stærstu herstöðvar þeirra. Vopn leiksins eru afar fjölbreytt og í nær fullkomnu samræmi við heimsstyrjöldina sjálfa. Spilendur þurfa þó ekki aðeins að drepa því yflr 1.500 setningar eru til í leiknum og oft er betra að tala áður en skotið er. Spilendur ráða því þó sjálfír. Fjölbreytni borðanna er frábær og oft þurfa spilendur að takast á við afar athyglisverð og erfið verkefni. Til dæmis þarf Jimmy í einu borðinu að hlaupa í gegnum risastóran þýskan kafbát til þess að reyna að stöðva vélina í honum með einhverjum ráðum. Oft er aðeins viss tími í slíkum borðum svo þau verða meira en lítið spennandi. Net- stöðin kynnt Vestur á Granda starfar svo- nefnd Netstöð, þar sem ung- mennum er kennst að setja saman tölvur og á Linux stýrikerfíð. Hún hóf starfsemi síðastliðið haust og fer nú af stað aftur með kynningu á starfseminni enda hefur hús- næði stöðvarinnar hefur verið aukið. Við þá stækkun bætist meðal annars aðstaða til að að stunda sjálfstætt grúsk og vera í samfloti með öðrum Linux-áhugamönnum, til að mynda til að setja saman Bjólfsklasa eða önnur afbrigði Linux-uppsetninga. Einnig eru fyrirhugaðir vikulegir fyr- irlestrar um Linux.. Kynning á starfsemi Net- stöðvarinnar verður á laugar- dag frá 13 til 17, en nánari upplýsingar er að fá í síma 697 6942. Gervigreind þýsku hermannana er góð. Ef spilandinn kastar til dæmis handsprengju of nálægt einhverjum þeirra eru talsverðar líkur á því að þeir annaðhvort sparki henni eða hendi til baka. Þýsku varðhundarnir eru einnig afar gáfaðir og ef þeir sjá handprengju fórna þeir lífi sínu með því að hlaupa með hana í kjaftinum til þess sem kastaði. Áður en hvert verkefni byrjar segir gamall herforingi spilendum nákvæmlega hvað þeir eiga að gera. Best er að hlusta vel því hvert borð getur verið risastórt með fjölmörgum verkefnum. Eftir að borðið er búið fær spilandinn að sjá hversu oft hann skaut í haus, hægri eða vinstri löpp eða fót eða jafnvel klof á þýskum hermanni. Stjórn leiksins getur verið afar pirrandi á tímum en oftast er hún í góðu lagi. Aðalvandamálið er að stundum þegar spilendur rekast á veggi eða runna virðist leikurinn allur hökta og stoppa. 85% af tímanum er allt í fínu lagi en þessi 15% prósent sem eftir eru láta spilandann óska þess að leikurinn hefði aldrei verið búinn til. Grafík og hljóð leiksins eru verulega svöl, leikurinn er allur afar myrkur og drungalegur en oft eiga verkefnin sér stað í gömlum vöruhúsum eða jafnvel úti. Hljóðið skapar frábæra stemmningu í öllum borðum og tónlistin er ekki léleg heldur. Frábær leikur sem allir sem finnst gaman að skjóta af byssum ættu að eiga. Ingvi M. Árnason Fyrsti W2K-vír- usinn ÞÓ ENN sé mánuður í að Wind- ows 2000 komi út er fyrsti vírus- inn sem sérsniðinn er fyrir hug- búnaðinn kominn af stað. Að visu gerir vírusinn engan éskunda enn sem komið er, en sýnir fram á ýmsar glufur í stýrikerfinu. Vírusasmiðir keppa gjarnan sín á milli um að setja saman sem öflugasta og ósýnilegasta vírusa sem sannast í vírusnum nýja sem er fyrir stýrikerfí sem ekki er enn komið á markað. Vírusinn nýi heitir Win2000.Install/ W2K.Installer, en hann kemur sér fyrir í sérstökum skrám án þess þó að spilla þeim. Svo virðist sem tilgangurinn með smíði hans hafí verið að sanna að hægt væri að smita Windows 2000, en hann hefur ekki áhrif á önnur stýri- kerfí. Þó vírusinn virðist mein- Iaus er hann sönnun þess að höf- undar hans hafí fundið veikleika í Windows 2000 sem aðrir ill- kvittnari vírusasmiðir kunna að nýta sér siðar. ! Diskasafnið á N etið VINSÆLDIR MP3-gagnasniðsins komu hljómplötuútgefendum í opna skjöldu og enn hafa þeir ekki áttað sig á hvað skal til bragðs taka. Á meðan þeir velta því fyrir sér spretta upp fyrirtæki sem sjá hagnaðarvon i miklum vinsældum sniðs- ins og fyrir skemmstu hrinti MP3.com úr vör nýrri þjónustu sem á eflaust eftir að hleypa lífí í umræðuna. MP3.com kom sér snemma upp vef- setri þar sem hægt var að nálgast tónlist á MP3-sniði, hugbúnað til að spila hana og sitthvað fleira til. MP3.com var með fyrstu vefsetrum sem buðu upp á að kaupa tónlist yfír Netið á MP3-sniði, en það hefur lfka bryddað upp á fleiri nýj- ungum, meðal annars þeirri að nú geta gestir á vefsetur MP3.com hlustað á eig- in geisladiska yfír Netið hvar sem þeir eru staddir f heiminum. í vikunni kynnti MP3.com þá þjónustu að gestir á setur fyrirtækisins geta skráð sig inn með netfangi og að- gangsorði að eigin vali, sótt sér hugbún- að frá fyrirtækinu og geta síðan sett inn diska úr eigin safni í einskonar lagasafn á Netinu. Það fer þannig fram að við- komandi setur geisladiskinn í geisladrif tölvu sinnar og hugbúnaðurinn sem sótt- ur var áður sendir upplýsingar um disk- inn til MP3.com. Það þykir fyrirtækinu næg staðfesting þess að viðkomandi eigi diskinn og um leið getur hann farið að hlusta á diskinn á MP3-sniði yfír Netið. Þetta er þó þeim takmörkunum háð að diskurinn sé til i gagnasafni MP3.com, en að sögn eru þar skráðar 40.000 plöt- ur. Önnur þjónusta sem kynnt var við sama tækifæri var að þeir sem kaupa geisladiska hjá einhverri þeirra net- verslana sem eru í samstarfí við MP3.com geta hlustað á diskinn undir eins yfir Netið. Þeir þurfa sem sé ekki að bíða eftir því að fá diskinn í hendur, heldur geta þeir snúið sér beint til vef- seturs MP3.com og slegið inn sérstakt aðgangsorð sem þeir fá hjá viðkomandi söluaðila, en þá geta þeir um leið hlust- að á diskinn af setri MP3.com.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.