Morgunblaðið - 22.01.2000, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 22.01.2000, Blaðsíða 54
MORGUNBLAÐIÐ 54 LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2000_________ KIRKJUSTARF Safnadarstarf Kvöldvaka í * Fríkirkjunni í Hafnarfírði KVÖLDVAKA verður í Fríkirkj- unni í Hafnarfirði sunnudagskvöldið 23. janúar og hefst hún kl. 20. Tón- listarfólkið Öm Arnarson, Kirstín Ema Blöndal, Guðmundur Pálsson og Inga Dóra Hrólfsdóttir leiða söng og tónlist við undirleik þverflautu, bassa og gítars og kynna nýja trúar- lega söngva. í Yfirskrift kvöldvökunnar að þessu sinni er vináttan. Það er Rósa Krist- jánsdóttir, djákni á Ríkisspítölum, sem flytur hugleiðingu um það efni. Og eins og á öllum almennilegum kvöldvökum verður lesin saga, að þessu sinni um vináttuna. Þá mun Sigríður Valdimarsdóttir, djákni Fríkirkjunnar, leiða bænastund í lok kvöldvökunnar. Slíkar kvöldvökur hafa verið haldnar einu sinni í mán- uði í kirkjunni í vetur og verður svo áfram fram á vormánuði í tilefni af kristnitökuafmælinu. Allir em hjart- anlega velkomnir. Einar Eyjólfsson. v Nýjarkirkju- hurðir og kóra- mót á bænadegi NÝJAR kirkjuhurðir verða vígðar til notkunar í Landakirkju við guðs- þjónustu kl. 11, sunnudaginn 23. jan- úar. Hurðimar era gjöf frá Kvenfé- lagi Landakirkju og koma í stað þeirra gömlu sem löskuðust iyrir nokkra. Sigurður Sigurðarson hefur skorið út myndir í hurðirnar og gef- ^ur þær til minningar um afa sinn og ömmu, sr. Oddgeir og Önnu Guð- mundssen. Hann hefur þegar skorið út flestar myndirnar og mun á næst-- unni skera út tvær tii viðbótar. Þær myndir sem enn era óskomar munu síðar verða settar í hurðirnar, þann- ig að þetta er mikið verk og fallegt. Við guðsþjónustuna verður gjöfun- um veitt viðtaka og era allir unnend- ur sögu og listar hvattir til að mæta. Sönglistin verður einnig í háveg- um höfð í þessari guðsþjónustu. Kór- fólk úr kirkjukóram víða að úr Kjal- amessprófastsdæmi mun syngja á loftinu og verður það um hundrað manna kór. Söngfólkið dvelur hér í Eyjum á kóramóti um helgina og heldur opna tónleika í Safnaðar- heimilinu kl. 17:30, laugardaginn 22. janúar. Lofsöngur og þakkargjörð verða því áberandi þennan dag, þegar liðin verða 27 ár frá því jarðeldamir brat- ust út á Heimaey. Eftir guðsþjónust- una bjóða kvenfélagskonurnar öllum kirkjugestum að snæða hurðatertu og aðalsafnaðarfundur hefst svo kl. 13. Bamaguðsþjónusta hefst á sama tíma og guðsþjónustan, kl. 11 árdeg- is á þessum bænadegi á vetri. Sr. Kristján Bjömsson. / Utvarpsguðs- þjónusta í Grindavíkur- kirkju í TILEFNI kristnitökuhátíðar hefur Kjalarnesprófastsdæmi látið prenta á skildi sjóferðabæn eftir sr. Odd V. Gíslason. Skildirnir verða gefnir í öll skip í prófastsdæminu. Fyrsti skjöldurinn verður afhentur við guðsþjónustuna og mun áhöfn björgunarbátsins Odds V. Gíslason- ar taka við honum. Félagar úr björg- unarsveitinni Þorbirni og sjómenn lesa ritningartexta og bænir. Próf- astur dr. Gunnar Kristjánsson þjón- ar fyrir altari ásamt sóknarpresti Jónu Kristínu Þorvaldsdóttur. Þátt- takendur í tónlistarflutningi era: Kór Grindavíkurkirkju syngur, org- anisti og kórstjóri dr. Guðmundur Emilss. Stúlknakór kirkjunnar syngur undir stjórn Vilborgar Sigur- jónsdóttur. Einleikur á lágfiðlu, Kjartan Már Kjartansson leikur Maríukvæði eftir Atla Heimi Sveins- son. Einsöngvari Signý Sæmunds- dóttir sem syngur ásamt Árnesinga- kómum Ave María, texti Valdimar Lárasson, lag Sigurðar Bragasonar. Höfundur stjómar. Bjöllukór Tón- menntaskóla Reykjavíkur og Tón- stofu Valgerðar, stjómandi Valgerð- ur Jónsdóttir. Hvetjum söfnuðinn tíl að fjölmenna. Sóknamefndin. Kvennakirkjan í Seltjarnar- neskirkju FYRSTA guðsþjónusta Kvenna- kirkjunnar á nýju ári verður í Sel- tjarnameskirkju sunnudag kl. 20.30. „Send mér eld í anda ...“ era hvatn- ingarorð og yfirskrift messunnar og um leið upphafsorð sálms sem sung- inn verður. Þessi orð undirstrika líka einkunnarorð ársins í Kvennakirkj- unni sem era: Gleði og máttur. Þóra Bjömsdóttir úr stýrihópi Kvenna- kirkjunnar og séra Auður Eir Vil- hjálmsdóttir fjalla um mikilvægi þess að konur finni styrk og gleði í daglegu lífi sínu með hjálp trúarinn- ar. Þórann Guðmundsdóttir syngur einsöng. Kór Kvennakirkjunnar leið- ir almennan söng við undirleik Aðal- heiðar Þorsteinsdóttur. Mánudaginn 24. janúar kl. 17.30 verður síðdegisboð í stofu Kvenna- kirkjunnar, Þingholtsstræti 17. Rætt verður um hvað brennur heit- ast á konum um þessar mundir og um næstu verkefni innan Kvenna- kirkjunnar. Konur sem hafa áhuga á að taka þátt í starfinu era sérstak- lega boðnar velkomnar. Alfanám- skeið á Akranesi AKRANESKIRKJA og KFUM og K standa nú í þriðja sinn að hinu vinsæla Alfa-námskeiði. Þar er fjall- að um grundvallaratriði kristinnar trúar á mjög áhugaverðan og auð- skilinn hátt. Ahersla er lögð á að efla kynni og skapa gott samfélag á með- al þátttakenda. Námskeiðið verður haldið á þriðjudagskvöldum frá 25. janúar til 28. mars nk. Samverarnar hefjast með léttum kvöldverði kl. 19.15 - en þeim lýkur kl. 22. Námskeiðsgjald er aðeins kr. 3.500 (matur og námsgögn innifalin). Innritun í símanúmeram 431 1745 og 431 1690. Missið ekki af góðu og uppbyggi- legu námskeiði! Sóknarprestur. Þjóðlagamessa í Hafnar- fjarðarkirkju ÞJÓÐLAGAMESSA verður hald- in sunnudaginn 23. janúar í Hafnar- fjarðarkirkju. Hefst messan kl.17. Fyrir nokkram áram samdi sænska tónskáldið og presturinn Per Harl- ing messu er fékk nafnið „mássa i viston“ á sænsku eða „þjóðlaga- messa“ á íslensku. Þjóðlagamessan er byggð á samnorrænni þjóðlaga- hefð. Vísan er eitt aðaleinkenni nor- rænnar alþýðusönghefðar. Um öll Norðurlönd era sungnar vísur oft við undirleik harmonikku eða fiðlu. Vís- urnar segja sögur af venjulegu fólki og hetjum og tónlistin á sér fornar rætur í dölum og skógum Svíþjóðar, Noregs og Finnlands. I Þjóðlaga- messunni er vísan og vísnatónlistin gerð að undirstöðu helgihaldsins. Allir hinir hefðbundnu messuliðir era á sínum stað, en þeir hafa verið endursamdir að hætti vísunnar. Auk þessa tengjast nýir sálmar mess- unni, sálmar sem byggja á vísna- hefðinni og hafa ekki verið fluttir áð- ur við helgihald hér á landi. Þjóðlagamessan hefur verið flutt reglulega í Hafnarfjarðarkirkju frá árinu 1996. Að þessu sinni mun vísnasönghópur undir stjórn Arnars Arnarssonar flytja messuna. Prest- ur er sr. Þórhallur Heimisson en hann þýddi messuna og staðfærði. Hefðbundin guðsþjónusta fer fram í kirkjunni kl. 11. Prestur þá er sr. Þórhildur Ólafs. Samferða inní nýja öld SAMFERÐA inn í nýja öld er yf- irskrift samkomu KFUM og KFUK í Reykjavík sem haldin verður í aðal- stöðvum félaganna við Holtaveg á sunnudagkl. 17. Ræðumaður verður sr. Sigurður Pálsson, fyrrverandi formaður KFUM í Reykjavík. Hildur Hall- björnsdóttir, varaformaður KFUK í Reykjavík, mun segja nokkur orð og flytja upphafsbæn. Heiðrún Kjart- ansdóttir, tónlistarfulltrúi félag- anna, og Abbý Snook munu flytja tvíleik á fiðlu og píanó. Auk þess gefst samkomugestum kostur á því að taka undir almennan söng. Tekið verður á móti gjöfum til æskulýðs- starfs KFUM og KFUK. Hluta samkomutímans verður boðið upp á sérstakar samverar fyrir þau börn sem vilja. Skipt verður í hópa eftir aldri. Að lokinni samkom- unni verður hægt að fá ljúffenga máltíð keypta á sérlega fjölskyldu- vænu verði. Allir era velkomnir í aðalstöðvar KFUM og KFUK á sunnudaginn kl. 17 og vonast er eftir sem flestum. Sigurbjörn Þorkelsson, framkvæmdastjóri. Kirkja frjálshyggju- manna 5 ára HINN 7. ágúst 1993 stofnaði Egg- ert Laxdal Kristniboðsfélag Suður- lands og Hveragerðis á fundi í Hótel Ljósbrá, Hveragerði. Tólf menn gerðust stofnfélagar. Hlutverk félagsins var að biðja fyrir Hveragerði og nágrenni og boða orð guðs á Suðurlandi og af því tilefni var farið á nokkur heimili í Ar- nessýslu, meðal annars Sólheima, Kumbaravog, Gunnarsholt og fleiri staði. Fyrst vora fundir félagsins haldn- ir í Hótel Ljósbrá, en síðar bauð séra Tómas Guðmundsson, sóknarprest- ur í Hveragerði og síðar prófastur í Arnessýslu, félaginu að hafa aðsetur í Hveragerðiskirkju og var því boði þakksamlega tekið. Samkomur vora haldnar einu sinni í viku, lesið úr biblíunni, lesið úr guðsorðabókum, sungið og flutt hugvekja. Síðar, þeg- ar félaginu var vaxinn fiskur um hrygg og félagar farnir að nálgast 40, stofnaði Eggert nýtt kristilegt samfélag, sem hann nefndi Kirkju frjálshyggjumanna. Það gerðist 7. janúar 1995. Starfið fór fram með sama hætti og áður og fleiri meðlimir bættust í hópinn og era nú á fimmta tug. Kirkja frjálshyggjumanna verður því 5 ára nú í janúar 2000. Öllum sem hug hafa á er heimil þátttaka í þessu starfi og samkomur safnaðarins era hvern miðvikudag kl. 16 eftir hádegi í Hveragerðis- kirkju. Eggert Laxdal. Samkoma í Fíladelfíu- kirkjunni SAMKIRKJULEGU bænavik- unni, sem staðið hefur yfir þessa viku, lýkur í kvöld með samkomu í Fíladelfíukirkjunni, og hefst hún kl. 20.30. Prédikun kvöldsins verður flutt af sr. Erni Bárði Jónssyni, presti í Neskirkju. Tónlistarfólk Fíladelfíu mun sjá um góðan tónlistarflutning að vanda. Allir era hjartanlega vel- komnir. Námskeið í Daníelsbók Á MORGUN, sunnudag, kl. 17 hefst námskeið í Daníelsbók. Námskeiðið verður í Boðunarkirkjunni í Hlíðar- smára 9. Öll gögn eru þátttakendum að kostnaðarlausu. Steinþór Þórðarson sér um fræðsluna, en Daníelsbók er spádómsbók gamla testamentisins. All- ir eru hjartanlega velkomnir. Neskirkja. Félagsstarf aldraðra kl. 13. Hinn árlegi þorrafagnaður Neskirkju. Fram verður borinn hefðbundinn þorramatur á hlað- borði, síldarréttir og heitt saltkjöt. Margt verður til gamans gert. Nokk- ur pör frá samtökunum „Komið og dansið" sýna dansa. Reynir Jónas- son marserar með nikkuna og leikur undir fjöldasöng. Verði stillt í hóf. Allir velkomnir. Sr. Frank M. Hall- dórsson. Fríkirkjan Vegurinn. Samkoma kl. 20. Lofgjörð, prédikun og fyrir- bæn. Allir hjartanlega velkomnir. Kefas Dalvegi 24. Laugardagur: Samkoma kl 14 Sigrún Einarsdóttir. Þriðjudagur: Bænastund kl. 20:30. Miðvikudag- ur: Samverastund unga fólksins kl. 20:30. Föstudagur: Bænastund unga fólksins kl. 19:30. Allir hjartanlega velkomnir. Hjálpræðisherinn. Kl. 13 laugar- dagaskóli fyrir krakka. Hvammstangakirkja. Sunnu- dagaskóli kl. 11. Akraneskirkja. Kirkjuskóli kl. 11. TTT-starf (10-12 ára) kl. 13. Stjórn- andi Elín Jóhannsdóttir. Stórveldi framtíðarinnar? SKAK K ín a BU XIANGZHI Yngsti stórmeistari heims. Á RÚMUM 20 áram hafa orðið mikl- ar framfarir hjá Kínverjum á skáksviðinu. Ástæður þess eru margar, en hins vegar liggur í aug- um uppi, að þegar fjölmennasta þjóð heims fer að einbeita sér að ein- hverju, þá hlýtur árangur að nást. Þó að deila megi um hversu mannúðlega þeir nálgast markmið sín verður þvi ekki á móti mælt að með sama áframhaldi verður þéss ekki langt að ’ /bíða að fremstu skákmenn heims komi frá alþýðuveldinu í austri. Nú þegar hefur þeim tekist að komast á toppinn í kvennaskákinni þar sem skáklandslið þeirra er núverandi Ól- ympíumeistari og heimsmeistari kvenna er þaðan. Karlpeningurinn hefur ekki náð jafn stórbrotnum ár- angri og hitt kynið, en eigi að síður ^ítaðið fyrir sínu, sérstaklega í liða- keppni. Nú lítur út fyrir að úr þessu verði bætt þar sem yngsti stórmeist- ari heims ku vera kínverskur, rétt 14 ára gamall. Þetta nýstirni ber nafnið Bu Xiangzhi, sem síðan frá heims- meistaratign sinni í flokki 14 ára og yngri 1998 hefur tekið þátt í mörgum sterkum alþjóðlegum mótum, bæði í Evrópu og heimalandi sínu. Þar hef- ur honum tekist að verða sér úti um 3 stórmeistaraáfanga og hefur nú 2.565 alþjóðleg stig, sem gerir hann að áttunda stigahæsta skákmanni heims 20 ára og yngri. Það er ekki úr vegi að skoða handbragð unga mannsins er hann ryður úr vegi löndu sinni og fjórðu stigahæstu konu heims. Hvítt: Bu Xiangzhi Svart: Zhu Chen Shenyang 1999 Enskur leikur [A29] 1. c4 Rf6 2. Rc3 e5 3. g3 d5 4. cd Rxd5 5. Bg2 Rb6 6. Rf3 Rc6 7. d3 Be7 8. 0-0 0-0 9. Be3 He8 10. Hcl Bf8 ll.Ra4 Venjulega er líklegast til árangurs gegn ungum skákmönnum að tefla rólega og forðast flókin byrjunaraf- brigði. Hinsvegar er veikasta hlið Bu byrjanir, en taflmennska hans í mið- og endatöflum einkennist af mikilli seiglu og færni. Eftir rólega byrjun saumar hann hægt og sígandi að andstæðingi sínum. 11. ...Rd5?! 12. Bc5! Bxc5 13. Hxc5!? Rf6 14. Rd2 Rd4 15. e3 Re6 16. Hxe5 Dxd3 17. Re4 Dxdl 18. Hxdl Hb8 19. Rac3 Rd7 20. Hh5 Rb6 21. a4 h6 22. h3 a6 23. Kh2 Rf8 24. a5 Ra8 25. Rc5 Hvítur hefur stöðulegt fram- kvæði, sem ungi maðurinn bætir með markvissum hætti. 25. ...Re6 26.R3a4 c6?! 27. Hh4! Rac7 28. Hb4 Rb5 29. Hb3 Rf8 30. Hbd3 Be6 31. Rb6 f5?! 32. f4 Rc7 33. Bf3 Bf7 34. Rcd7 Rxd7 35. Rxd7 Hbc8 36. Rb6 Hb8 37. Kg2 Rd5 38. Rxd5 Bxd5 39. Bxd5+ cd 40. Kf2 b6 41. b4 ba 42. ba Kf7 43. Hxd5 Kf6 44. g4 g6 45. gf gf 46. Hcl Hb2+ 47. Kf3 Hb3 48. Hc6+ Kg7 49. He5 Hxe5 50. fe Hb5 51. Kf4 Hxa5 52. Kxf5 Ha3 53. Hc7+ Kg8 54. Kg6 Kf8 55. Kf6 Kg8 56. e6 Hxe3 57. Hc8+ Svartur gafst upp. Corus mótið í Wijk aan Zee Fimm umferðum er nú lokið á Coras skákmótinu í Wijk aan Zee. Úrslit fimmtu umferðar urðu þessi: Gary Kasparov - Alexander Mor- ozevich 1-0 Vladimir Kramnik - Smbat Lputi- an 1-0 Peter Leko - Jan Timman !4-!4 Predrag Nikolic - Jeroen Piket 1-0 Viktor Korchnoi - Nigel Short V2-V2 Judit Polgar - Anand V2-V2 Loek Van Wely - Michael Adams 0-1 Staðan á mótinu er sem hér segir: 1. Gary Kasparov 4 v. 2. Vladimir Kramnik 4 v. 3. Viswanathan Anand 3 v. 4. Peter Leko 3 v. 5. Jeroen Piket 3 v. 6. Alexander Morozevich 2M> v. 7. Predrag Nikolic 214 v. 8. Nigel D. Short 214 v. 9. Michael Adams 214 v. 10. Viktor Korchnoi 2!4 v. 11. Jan H Timman 2!4 v. 12. Judit Polgar 1!4 v. 13. Loek Van Wely 1 v. 14. Smbat G. Lputian !4 v. Skák aldarinnar Skákáhugamenn era hvattir til að taka þátt í vali á skák aldarinnar. All- ir geta tekið þátt í valinu. Skákirnar og leiðbeiningar um valið má finna á heimasíðu Taflfélagsins Hellis: simnet.is/hellir. Valið verður til- kynnt og vinningsskákin skýrð á skemmtikvöldi skákáhugamanna 11. febrúar. Skákmót á næstunni 20.1. SA Öldungamót (45+) 23.1. SA Skákþing Akureyrar 23.1. SÍ og Síminn-Internet Mát- netið Daði Örn Jónsson Helgi Áss Grétarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.