Morgunblaðið - 22.01.2000, Page 71

Morgunblaðið - 22.01.2000, Page 71
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2000 71 FÓLK í FRÉTTUM Stutt Synda- aflausn á Netinu ► ÚTVARPSSTÖÐ í London hefur opnað vefsíðu þar sem fólki er boðið upp á að játa syndir sínar í því skyni að fá fyrirgefningu. Það eina sem þarf að gera er að skrifa syndir sínar á vefsíðuna og þá mun manni verða fyrirgefið. Kaþólskir eru ekki hrifnir af þessu framtaki. Talsmaður einnar kaþólskrar kirkju í London segir að það sé ekki hægt að fá fyrirgefningu synda sinna gegnum síma, tölvupóst eða vefsíður. Clinton býður Jordan vel- kominn ► BILL Clinton Bandai-íkjaforseti bauð Michael Jordan velkominn til borgarinnar á miðvikudaginn en kappinn hefur keypt hlut í körfu- knattleiksliðinu Washington Wizards sem leikur í NBA- deildinni. Ásamt því að eiga í liðinu mun Jordan vera yfir- maður yfir leikmannakaupum og fleiri lilutum er að þeim lúta. Bær.com ► ÍBÚAR í smábænum Halfway í Oregon-ríki hafa samþykkt með at- kvæðagreiðslu að breyta nafni bæj- arins í half.com. Þar með verður bærinn fyi'sti netbær sögunnar og munu íbúamir því njóta mikilla fríð- inda að sögn bæjarstjórans Dick Crow. Og þau hafa ekki látið á sér standa. Netfyrirtækið half.com, sem bærinn er skírður í höfuðið á hefur gefið 345 íbúum bæjarins tölvubún- að til að komast á Netið. Berbrjósta á ströndinni ► BORGARSTJÓRINN í Rio De Janeiro hefur gefið út tilskipun um það að leyfilegt sé að vera ber- brjdsta á öllum ströndum borgar- innar, en kvenfdlk hefur gert mikið af því að vera nakið ofan mittis á ströndinni undanfarið til þess að mdtmæla handtöku á stúlku, fyrir að ganga um berbijdsta, á dögun- um. Myndir af handtökunni hafa birst í sjdnvarpi - en hún var með þeim hætti að lögreglumenn gengu að stúlkunni og báðu hana að hylja brjdst sín. Hún neitaði því og var þá dregin á hárinu í næsta fangaklefa. Dularfullur maður við gröf Poes SÍÐUSTU fimmtíu ár hefur sést til dularfulls manns með svartan hatt á höfði og í skósíð- um svörtum frakka ganga að að gröf Edgars Alans Poes í hinum gotneska kirkjugarði Uð Westminster-kirkjuna í Balti- more. Hann kemur einhvem tímann á milli sólarlags og dög- unar nítjánda dag janúarmánað- ar, sem er afmæÚsdagur Poes, og leggur þijár rauðar rósir og ílösku af koníaki að gröf hans og skálar svo fyrir skáldinu. Líkt og í sögum Poes er eitt- hvað dularfullt við þennan óþekkta mann. Enginn veit hver hann er. Jeff Jerome, safnvörð- ur Poe-safnsins í Baltimore, segir að margar kenningar séu um hver maðurinn sé en engin hafi fengist staðfest. ^ Tilnefningar til Oháðu kvikmynda- verðlaunanna Chloe Sevigny og Hilary Swank í myndinni „Boys Don’t Cry“. ÓHÁÐU bandarísku kvikmjmda- verðlaunin verða veitt í fimmtánda sinn næstkomandi mars. Myndimar sem em tilnefndar sem bestu mynd- imar em „The Limey“, sem er glæpasaga af bestu gerð, en í henni leikur meðal annars gamla kempan Peter Fonda. Myndin „Election" sem fjallar um lífið í gmnnskóla á kald- hæðinn hátt er einnig tilnefnd sem og nýjasta mynd Davids Lynch „The Straight Story“ tilnefnd ásamt mynd- inni „Boys Dont Cry“ sem byggð er á sannsögulegri sögu Brandons Teena og er það Hilary Swank sem fer með hlutverk Brandons, en hún hefui' fengið eindóma lof fyrir túlkun sína. Chloe Sevigny leikur aukahlutverk í myndinni og þykir hún einnig fara á kostum í sínu hlutverki. Samtök óháðra kvikmyndagerðar- manna í Bandaríkjunum standa að verðlaununum. I fyrra hlaut myndin „Gods and Monsters" verðlaunin, en í henni léku Ian McKellen og Lynn Redgrave aðalhlutverkin. Það kom mörgum á óvart að hryll- ingsmyndin um leitina af nominni Blair vai' ekki tilnefnd sem besta myndin, en það er vegna þess að sam- kvæmt reglum má ekki tilnefna fyrstu mynd leikstjóra sem bestu mynd. Fyrir þær er sérflokkur á há- tíðinni. Hole í vandræðum ÚTGÁFUFYRIRTÆKIÐ Geffen Records hefur höfðað mál á hendur söngkonunni Courtney Love og Eric Erlandson sem eru í broddi fylking- ar hljómsveitarinnar Ho- le. Fyrirtækið segir að hljdmsveitin skuldi þeim fimm breiðskífur sam- kvæmt samningi sem ekki sé hægt að rifta. Fyrirtækið Doll Head Inc. sem hefur einkaleyfi af öllum verkum Love og Erlandon ber því fyrir sig að vinnulöggjöfin í Kali- fomíu takmarki samn- inga um persónulega þjónustu í sjö ár en Gef- fen segir að samningur- inn hafi verið framlengd- ur árið 1997 og auk þess ekki persónulegur þjón- ustusamningur. Einnig Reuters vilja menn Geffen meina Courtney Love stendur í stríði við útgáfu- að parið hafi undirritað fyrirtækið sitt. bréf þess efnis að ef Doll Head-fyrirtækið gæti ekki staðið við fen vill líka meina að hljómsveitin skyldur sínar myndu þau hverfa til Hole megi ekki gefa út efni undir Geffen með allar sínar útgáfur. Gef- öðrum merkjum en þeirra. Nœturqatinn í kvöld leikur danssveitin Cantabile frá Akureyri. Borðapantanir í síma 587 6080.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.