Morgunblaðið - 22.01.2000, Síða 61

Morgunblaðið - 22.01.2000, Síða 61
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2000 61 SKOÐUN JARÐGÖNGÁ AUSTURLAND í HITA umræðunn- ar um álver og virkjan- ir á Austurlandi - um- ræðu sem snýst ekki aðeins um náttúru heldur einnig um blómgun ellegar hnign- un byggða - virðast önnur mál, ekki síður mikilvæg en stóriðjan, falla í skuggann eða gleymast. Austurland þarf öfl- ugt atvinnulíf og fjöl- breyttara en nú er. Kvótasölukerfið, sá byggðadraugur, hefur grafið undan byggðum þar sem annars staðar. Jafnvel risaálver kæmi þar aldrei í staðinn. Það verkefni bíður Austfirð- inga að endurheimta umráð yfir eig- in fiskimiðum, endurheimta sjálf- sagðan rétt til að veiða (og vemda) fiskistofna sem sumir hverjir virðast staðbundnir. Stóriðjuframkvæmdir gætu hugs- anlega haft jákvæð áhrif í þá átt að hægja á fólksfækkun og aukið þann- ig tíma til uppbyggingar annarrar iðju sem laðar fólk að og getur staðið undir góðu mannlífi. Hins vegar virðist stóriðjuumræðan nú loka augum manna fyrir öðrum verkefn- um. Góðar fréttir af Austurlandi eru margar sem betur fer. Verslunarmál hafa þróast, fréttaþjónusta stórbatn- að, ferðaþjónusta dafnað talsvert, gistiaðstaða aukist. Stjómsýsluleg sameining sveitarfélaga er skref inn í nútímann. Lagarfljótsormurinn er merkasta nýjung í útgerð á svæðinu, enda hefur fiskveiðistjórnunin nær útilokað aðra nýliðun í útgerð. En það er kyrrstaða í menntamál- um. Lítil umræða um fiskirækt í fjörðunum, sem er þó vafalítið væn- legur kostur. Það er sífellt undmn- arefni að alþjóðaflug- völlurinn á Egils- stöðum er ekki notaður sem slíkur, hvorki til að flytja út glænýjan fisk (frá „flugfiskfyrirtækj- um“) til veitingahúsa Evrópu, né heldur til að flytja að og frá land- inu þá ferðamenn sem fljúga hingað gagngert til að njóta frelsis og náttúrafegurðar. Þeir eiga minna erindi á Miðnesheiði. Vegamálin Austfirðingafjórð- ungur er innbyrðis mjög skiptur og sundraður vegna samgönguleysis. Eitt af því sem virð- ist nú gleymast era samgöngumálin. Meðan alls staðar á landsbyggðinni er áhugi á samgöngum til að bæta lífsskilyrði tala Austfirðingar um ál. Innri tenging byggðanna til að svæð- ið njóti sín sem heild er forgangsmál hvort sem stóriðja kemur eða ekki. Loks hillir undir að góður vegur tengi Austurland og Norðurland. Akstur frá Suðvesturlandinu er löng dagleið og tvær sé fólk með börn eða í fríi og vilji njóta ferðarinnar. Vega- lengdir valda því að margt fólk þekk- ir ekki Austurland, talar um það eins og útlönd. Handrakkaraaðall höfuð- borgarinnar hefur ekki enn komist nema hálfa leið austur sem er kost- ur. En það er ekki kostur að venjuleg fjölskylda, sem leiðist sunnlenska rigningin og langar í sólina á Austur- landi, endar fríið á því að fara í viku sólarlandaferð. „Maður treystir bara ekki á að blíðan endist og ekur ekki alla þessa leið fyrir minna en viku.“ í vissum skilningi hefur Austurland færst fjær öðram landshlutum með tilkomu Hvalfjarðarganganna Vegagerð Göngin, segir Ingólfur S. Sveinsson, bæta sam- göngur fyrir alla sem aka hringinn. ágætu. Hringvegurinn þarf að stytt- ast, einnig eystra. Jarðgöng Ekki vantar óskalista um jarð- göng á Austurlandi allt frá Vopna- firði langt suður með fjörðum. Ein jarðgöng era á Austurlandi, uppi undir brún Oddsskarðs, 640 m löng. Lækkuðu þau veginn til Neskaup- staðar úr 700 í 525 metra hæð. Er vegurinn enn meðal hæstu fjallvega landsins. Á síðasta Alþingi fengu tveir Aust- fjarðaþingmenn, Arnbjörg Sveins- dóttir og Egill Jónsson, samþykkta þingsályktunartillögu þess efnis að göng milli Fáskrúðsfjarðar og Reyð- arfjai-ðar skyldu verða fyrst jarð- ganga á Austurlandi. Mætti með því spara aðrar dýrar vegaframkvæmd- ir. Ekki fengu þingmennirnir sér- stakar þakkir frá Fjórðungssam- bandi Austurlands fyrir tillöguna. Hún hlaut litlar undirtektir en engar aðrar tillögur komu þó fram. Þannig virðast Austfirðingar sundraðir í vegamálum sínum þó að ekkert sé þeim mikilvægara en að sameina landshlutann. Á liðnu sumri nefndu bæði forsæt- isráðherra og samgönguráðherra hvor á eftir öðram í sjónvarpi að gerð fyrrnefndra ganga myndi tengjast væntanlegum stóriðjufram- kvæmdum. Vora göngin þannig með einni setningu sett aftur fyrir ákvörðun um stóriðju. Ekki hafa Ingólfur S. Sveinsson Austfirðingar heyrst gagnrýna þennan málflutning en stara á álið. Tefðist álið gæti farið svo að Trölla- skagi yrði sundurgrafinn og göng komin til Vestmannaeyja meðan Austfirðingar biðu vegna síns eigin samstöðuleysis. Eitt er þó víst: Austfirðingar og aðrir sem lengi hafa ekið misgóða óravegu Austurlands hafa löngu greitt íyrir a.m.k. ein jarðgöng með bensínsköttum og öðram gjöldum. Hvað eiga göngin að heita? Nafnið skiptir máli. Gott nafn ger- ir auðveldara að tala um þetta þjóð- þrifamál. Staðsetning ganganna hef- ur verið ákveðin þótt eitthvað vanti á undirbúning. Munu þau liggja þar nærri sem leið lá um Stuðlaheiði forðum. „Stuðlaheiði var alfaraleið hér áð- ur fyrr, og fóru hana flestir sem leið áttu úr innanverðum Reyðarfirði og af Héraði til Fáskrúðsfjarðar ... erf- ið leið með burð og grýtt ofan til, en Stuðlaskarðið liggur í 785 metra hæð.“ (Árbók FI 1974, Hjörleifur Guttormsson.) Stuðlagöng gæti því verið gott nafn. Vegagerðarmenn tala um Fá- skrúðsfjarðargöng, Reyðfirðingar um Reyðarfjarðargöng. Kona í Nes- kaupstað nefndi hiklaust Skrúðs- göng. Myndu þá göngin taka nafn af Skrúð, eyjunni fögra út af Vattar- nesi, sameign allra Austfirðinga. Göngin munu stytta leiðir til og frá Fjarðabyggð og Héraði til suðurs um 36 km, tengja Fáskrúðsfjörð og Stöðvarfjörð sem atvinnu- og við- skiptasvæði við Mið-Austurland, jafnvel frelsa þessa staði úr þeim álögum að kallast ,jaðarbyggðir“. Breiðdalsheiði er 470 metra há og oft ófær í snjó. í vetrarfærð stytta göng- in því hringveginn um 36 erfiðustu kílómetrana - út fyrir Vattarnes. Þar koma tíðum snjóflóð, aurskriður og grjóthran á 3-4 km kafla. Breið- dalsheiði yrði áfram fjölfarin leið en seint góður vetrarvegur. Jarðgangaáætlun í vetur Á þessum vetri verður unnið að jarðgangaáætlun á Alþingi. Aust- firðingum og öðram er mikilvægt að fá ákvörðun í þessu máli sem sjálf- stæðu máli og að undirbúningur komist í gang sem fyrst. Göngin yrðu um 6 km löng miðað við 100 m hæð yfir sjó. Nefnd hefur verið kostnaðartalan 2,5 milljarðar. Þar frá má draga miklar fjárhæðir þar eð með tilkomu ganganna spar- ast áætlaðar vegabætur, einkum út fyrir Vattarnes. Þeir sem hafa áhuga á byggðaþró- un á Austurlandi hljóta að leggja þessu augljósa byggðamáli lið. Auk .■ þess að gera Austurland betra bæta göngin samgöngur fyrir alla sem aka hringinn. Tenging byggðanna Mið-Austurland myndi við þetta verða öflugra svæði. Fáskrúðsfjörð- ur og Stöðvarfjörður færðust nær Fjarðabyggð og Héraði. Svæðið í heild yrði vænlegra sem atvinnu-, þjónustu-, menntunar- og viðskipta- svæði. Ferðaþjónusta á mikla mögu- leika á Austurlandi og myndi dreifast jafnar um fjórðunginn en nú er. Ferðamaður á Héraði gæti t.d. skroppið á sjávarréttaveitingahús við Fáskrúðsfjörð o.s.frv. Ágætur ritstjóri sagði nýlega þegar rætt var um greiðfæran veg ofan byggða á höfuðborgarsvæðinu að þá mætti líta á byggðaröðina eins og „perlur á bandi“. Sunnlenskar byggðii- era sumar snotrar og sé hægt að tala um þær sem perlur mætti sannarlega nota líkinguna um austfirsku bæina og þorpin, hvert með sína tilkomumiklu umgerð, eftir að þær byggðir hafa verið tengdar með góðu vegakerfi. Fljótsdalshérað yrði áfram tenging þeirra og bakland eins og verið hefur alla tíð. Mætti því tala um tvöfalt perluband á Austurlandi. Höfundur er læknir. -/elincv Fegurðin kemur innan frá Laugavegi 4, sími 551 4473

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.