Morgunblaðið - 22.01.2000, Side 16

Morgunblaðið - 22.01.2000, Side 16
16 LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar Fjórir komnir til starfa hjá fslenskri miðlun, Ólafsfírði Tekjur bæjar- sjóðs tæpar 400 milljónir FJÁRHAGSÁÆTLUN Dalvíkur- byggðar var samþykkt á fundi bæj- arstjómar fyrr í vikunni, en sam- kvæmt henni er gert ráð fyrir að tekjur bæjarsjóðs verði 394,6 millj- ónir króna á árinu. Áætlað er að al- menn rekstrargjöld bæjarsjóðs nemi 416,1 milljón króna árið 2000 og að tekjur málafokka skili um 90 milljónum króna upp í þá upphæð, þannig að útgjöldin verða um 326 milljónir króna. Til eign- og gjald- færðra fjárfestinga á vegum bæj- arsjóðs á þessu ári verður varið samtals um 40 milljónum króna. Rögnvaldur Skíði Friðbjömsson, bæjarstjóri í Dalvíkurbyggð, sagði að gert væri ráð fyrir að rekstur málaflokka yrði um 83% af skatt- tekjur og að fjárfestingar ársins verði ekki meiri en svo að bæjar- sjóður taki ekki lán á árinu til framkvæmda. Væri gert ráð fyrir að skuldir bæjarsjóðs lækki um 41 milljón króna á árinu. Þeir málaflokkar sem taka mest til sín era fræðslumál en útgjöld vegna þeirra nema 175,9 milljónum króna. Þar vegur launakostnaður hæst eða um 87% af upphæðinni. Næst þar á eftir kemur félagsþjón- ustan með 75 milljónir króna og er rekstur leikskóla og leikvalla helsti kostnaðarliðurinn. Til íþrótta- og æskulýðsmála verður á árinu varið 39,3 milljónum króna. Yfirstjórn bæjarins kostar um 37 milljónir króna, en kostnaður við yfirstjóm bæjarins er nú 5,3 milljónum króna lægri en var árið 1998. Til félags- og menningarmála fara 10,6 milljónir og 15,3 í hrein- lætismál. Útgjöld í þeim málaflokki eru um 7 milljónum umfram tekjur. Sorphreinisgjald var hækk- að um 500 krónur, í 5.500 af íbúð, en gjaldskrá fyrirtækja er sú sama og var árið á undan. Þá verður um 14 milljónum varið til gatnagerðar og holræsaframkvæmda. Helstu kostnaðarliðir þessa málaflokks eru vegna snjómoksturs, viðhalds gatna og götulýsingar. Um 14 milljónum verður varið til útivist- arsvæða og annarra opinna svæða, en þar vegur framlag til Vinnu- skólans rúmum helmingi fjárhæð- arinnar eða 7,7 milljónum króna. Aðhald í rekstri og fjárfestingum Rögnvaldur Skíði sagði helstu einkenni fjárhagsáætlunar fyrir ár- ið 2000 vera aðhald í rekstri og fjárfestingum til að skapa svigrúm til niðurgreiðslu skulda. Miklar fjárfestingar á liðnum áram vegna einsetningar grunnskóla og lántök- ur vegna þeirra hafa leitt til þess að greiðslubyrði hefur hækkað verulega. Hann sagði sveitarfélög á landsbyggðinni hafa mátt þola að íbúum hefði fækkað á síðustu áram en það mundi leiða til minni tekna til lengri tíma litið. Þörf fyrir aukna þjónustu við borgarana yrði áfram en það myndi leiða til sífellt hækkandi hlutfalls rekstrar miðað við tekjur sveitarfélaganna. Þessir þættir gætu haft þau áhrif að erfið- ara yrði fyrir sveitarfélög að greiða umsamdar skuldir nema að- halds í rekstri og fjárfestingum yrði gætt. Hvað segja sögur af Iandi????? Hádegisverðarfundur með Stefáni Jóni Hafstein á Fiðlaranum, Skipagötu 14, miðvikudaginn 26. janúar frá kl. 12 til 13 Munu jaðarbyggðirnar lifa? Er ímynd landsbyggðarinnar í molum? Hvaða lærdóm getum við dregið af ummælum unga fólkisins? Er fjarvinnsla á landsbyggðinni enn ein lausnin? Þetta, og ýmislegt fleira, mun Stefán Jón Hafstein fjalla um og svara spurningum fundarmanna. Verö kr. 1.000 (léttur hádegisverður innifalinn). Skráning er hjá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar í síma 461 2740 eða netfang benedikt@afe.is Allir velkomnir Erfiðlega hefur gengið að fá verkefni Morgunblaðið/Kristján Valgerður Stefánsdóttir og Halldóra Gestsdóttir, starfsmenn íslenskrar miðlunar, Olafsfirði ehf., rýna í töivurnar. STARFSEMI íslenskrar miðlunar, Ólafsfirði ehf., hefur farið hægar af stað en vonir stóðu til og era einungis fjórir af tólf starfsmönnum byrjaðir að vinna við hið nýja fyrirtæki. Starfsmennimir vora í vikunni á tölv- unámskeiði. Hannes Garðarsson framkvæmda- stjóri sagði að þeir starfsmenn sem þegar hefðu hafið störf væra að vinna við útgáfu Ársrits Ólafsfjarðar. „Svo eram við bara á fuliu að reyna að finna verkefni," sagði Hannes. Fyrstu áætlanir gerðu ráð fyrir að starfsemi fyrirtækisins hæfist 8. október síðastliðinn, svo var að sögn Hannesar stefnt að því að byrja í nóv- ember, þá desember, en nú í janúar era sem íyrr segir era fjórir byrjaðir að vinna af þeim 12 starfsmönnum sem ráðnir hafa verið til starfa hjá fyrirtæinu. Mikill áhugi reyndist fyr- ir því að starfa hjá íslenskri miðlun, Ólafsfirði, því alls bárust um 50 um- sóknir þegar auglýst var eftir fólki. Biðin hefur reynt á þolrifin Verkefnið við Ársrit Ólafsfjarðar- bæjar er eina verkefnið sem unnið er að um þessar mundir, en til stendur að fyrirtækið í Ólafsfirði taki að sér skráningu heilbrigðisgagna. „Það tekur alveg rosalega langan tíma að koma því í gegnum kerfíð, þetta verkefni þarf að fara fyrir alls konar nefndir og ráð, félög heilbrigðis- stétta, Landlæknisembætti, ráðu- neyti og stofnanir áður en af því verð- ur svo það hefur dregist veralega að við getum byijað á þessu,“ sagði Hannes. Hann sagði að biðin hefði reynt dálítið á þolrif verðandi starfs- manna og hefði félagið á tímabili ver- ið kallað „íslensk biðlund". Þegar ekkert bólaði á verkefnum er nú svo komið að gárangarnir í Ólafsfirði nefna fyrirtækið „íslenska ólund. „Þetta hefur verið ansi erfið bið, fólk var ráðið til starfa í haust en svo hef- ur lítið gerst og það er skiljanlegt að fólk sé ekki ánægt, sagði Hannes. Félagið er í 30% eigu Islenskrar miðlunar, en Ólafsfjarðarbær, félög og einstaklingar í Ólafsfirði eiga 70% hlut í félaginu. Hannes sagði að ætl- unin væri að Islensk miðlun legði til stærstu verkefnin, en félaginu væri svo heimilt að leita sér verkefna að auki og þannig hefði til að mynda verkið við útgáfu Ársrits Ólafsfjarðar komið til. Eitt af því sem mönnum datt í hug að vinna var að setja allar fundargerðir Ólafsfjarðarbæjar á tölvutækt form en ekki reyndist grandvöllur fyrir slíku þar sem eng- inn fannst sem vildi greiða fyrir verk- efnið. Meðal annars var leitað til At- vinnuleysistryggingasjöðs, sem hafnaði erindinu þar sem það rúmað- ist ekki innan ramma laganna. „Eg vona að við föram af stað af fullum krafti á næstunni og ég hlakka til að vinna með því áhugasama fólki sem ráðið hefur verið til starfa, sagði Hannes. Formaður skipulagsnefndar um erindi arkitektanna þriggja Ekki búið að semja við þá um Skátagilið VILBORG Gunnarsdóttir, for- maður skipulagsnefndar Akureyr- arbæjar, sagði ákveðins misskil- ings gæta í bréfi sem arkitektarnir þrír, sem unnu samkeppni um skipulag og mótun Ráðhústorgs og Skátagils árið 1988, sendu bæjar- stjórn. Þar áskilja arkitektarnir sér rétt til að krefjast lögbanns og skaðabóta vegna höfundaréttar og samningsrofs. Framkvæmdum við Ráðhústorg er lokið en breytingar á Skátagil- inu era eftir. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær, hefur Akur- eyrarbær samið við Arkitektastof- una í Grófargili um breytingar á göngugötu, Ráðhústorgi og Skáta- AKUREYRARKIRKJA: Fjöl- skylduguðsþjónusta í kirkjunni kl. 11 á morgun, sunnudaginn 23. jan- úar. Barna- og unglingakór Akur- eyrarkirkju syngur. Barnastarfið hefst á ný eftir jólafrí. Guðsþjón- usta á Seli sama dag kl. 14. Biblíu- lestur í Safnaðarheimili kl. 20 á mánudagskvöld í umsjá sr. Guð- mundar Guðmundssonar. Morgun- söngur í kirkjunni kl. 9 á þriðju- dag. Mömmumorgun í Safnaðar- heimili kl. 10 til 12 næsta miðvikudag. Björg Bjarnadóttir ræðir um málþroska barna. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudagaskóli kl. 11 á morgun, sunnudag, bænastund kl. 16.30, al- menn samkoma kl. 17 og ungl- ingasamkoma ki. 20 um kvöldið. Heimiiasamband kl. 15 á mánudag. Krakkaklúbbur fyrir 6-10 ára kl. 17.30 á fimmtudag og 11 plús fyrir 11-12 ára kl. 17.30 á föstudag. gili. Sigurður Einarsson einn arki- tektanna sem unnu áðurnefnda samkeppni sagði að hönnun þeirra nyti verndar höfundarréttarlaga og því þyrftu menn að fara mjög varlega, bæði varðandi Torgið og ekki síður Skátagil. Vilborg sagði að í raun ætti ekki að fara breyta Ráðhústorgi og að framkvæmdin þar væri minnsta aðgerðin og aðeins um frekari fegrun að ræða. „Þá var heldur ekki búið að semja við þessa menn um að gera Skátagilið. Þeir vora vissulega búnir að vinna þessa hönnunarkeppni en eini samning- urinn sem við þá var gerður var um Ráðhústorgið og þeim samn- Flóamarkaður frá kl. 10 til 18 á föstudögum. HVÍ TASUNNUKIRKJAN: Brauðsbrotning og bænastund kl. 20 í kvöld, laugardagskvöld. Sunnudagaskóii fjölskyldunnar á morgun, sunnudag kl. 11.30. Kennsla fyrir alla aldurshópa, G. Theodór Birgisson forstöðumaður sér um kennsiuna. Léttur máls- verður að samkomu lokinni. Sama dag kl. 16.30 er almenn vakninga- samkoma, Stella Sverrisdóttir predikar. Fyrirbænaþjónusta og barnapössun. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messa í dag, laugardag kl. 18 og á morgun, sunnudag kl. 11 í kirkjunni við Eyrarlandsveg 26. SJÓNARHÆÐ: Sunnudagaskóli í Lundarskóla kl. 13.30 á morgun, sunnudag. Barnafundur kl. 18 mánudag á Sjónarhæð, Hafnar- stræti 63. Öll börn velkomin. ingi var lokið. Hugmyndir okkar nú varðandi Skátagiiið eru allt annars eðlis en verðlaunatillagan gerir ráð fyrir. Þar er um að ræða steingráa hellulögn en sú vinna sem bæjarstjórn hefur ákveðið að láta framkvæma í Skátagili er græn,“ sagði Vilborg. Hún sagði jafnframt að leitað hefði verið eftir lögfræðiáliti á er- indi arkitektanna og að það yrði væntanlega til umfjöllunar á fundi skipulagsnefndar í lok næstu viku. Nemendur Framhaldsskól- ans á Laugum Hænufet til Akur- eyrar NEMENDUR í Framhalds- skólanum á Laugum ætla á næstunni að leggja upp í sér- kennilega ferð til Akureyrar, en þeir hyggjast ganga þessa 65 kílómetra leið í hænufetum. Gera þeir ráð fyrir að vera um 30 klukkutíma á leiðinni. Tilgangur þessa er að safna í leiðinni áheitum og safna þann- ig fé í ferðasjóð, en útskriftar- nemar skólans hyggjast leggja land undir fót að námi loknu. Nemendurnir munu fljótlega hafa samband við fyrirtæki og félög á svæðinu í þeim tilgangi að safna áheitum. Kirkjustarf

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.