Morgunblaðið - 27.08.1998, Page 27

Morgunblaðið - 27.08.1998, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1998 27 LISTIR Islenskir steinar 1MYNDLIST Listasafn Kópa- vogs/Geröarsafn SKÚLPTÚR KRISTÍN GUÐJÓNSDÓTTIR Opið frá 12 til 18 alla daga nema mánudaga. Sýningin stendur til 30. ágúst. KRISTÍN Guðjónsdóttir sýnir í Gerðarsafni verk sem hún hefur unnið úr íslenskum steinum og málmi. Á Islandi er grjót líklega hversdagslegasti efniviður sem listamaður gæti valið sér og sá að- gengilegasti; Islendinga mun lík- lega seint skorta steina. En einmitt þess vegna er skemmtilegt hve oft steinar verða íslenskum listamönnum tilefni til verka og hve seint þeir ætla að þreytast á að fínna nýja fleti á steinunum og nýjar leiðir til að fella þá inn í verk sín. Um leið hljótum við að undrast - eins og Kristín gerir - að þeir sem ráða gatnagerð í Reykjavík finni tilefni til að flytja inn steina í göturnar; í einu verka sinna veltir Kristín upp þessari þversögn og leggur íslenskan og innfluttan stein á vogarskálar svo áhorfendur geti velt því fyrir sér hvor ætti að vega þyngra. Kristín festir steina sína í málmumgjörð og raðar þeim þannig saman í ýmis form. Aðferð hennar er ekki ósvipuð þeirri sem skartgripasmiðir beita, en formin eru að sjálfsögðu miklu stærri og flóknari og áhrifín af þeim að sama skapi margþættari. Fjöru- grjótið sem hún notar hefur verið sorfíð af hafínu í ávöl form sem síðan ráða að nokkru leyti formun- um í samsetningum Kristínar: Flatir kringlóttir steinar verða að hnattformum og langur ávalur steinn verður að verki sem minnir á tundurskeyti. Það virðist vera meginviðfangsefni Kristínar að draga fram þessi form og tengja þau saman. Verk hennar eru reyndar að nokkru leyti fígúratíf - formin minna á hitt og þetta og oft hefur Kristín valið verkunum titla sem undirstrika slíkar samlíking- ar - en umfram allt er það lögunin sem ræður og hið formræna sjón- armið. Líkingin virðist til komin eftir á og bætir í rauninni ekki miklu við verkin. Það er jafnvel nokkur hætta á að hún dragi úr vægi verkanna með því að beina athygli áhorfandans frá formunum sjálfum og samspili þeirra í verk- unum. Verk Kristínar standa nokkuð utan við meginstraum samtíma- listarinnar og eiga jafnvel á hættu að virðast leggja lítið til í þá um- ræðu og leit sem nú fer fram á sviði myndlistarinnar. Ekki svo að skilja að öllum beri að fella vinnu sína undir sömu hugsun eða elta aðra í listsköpun sinni, en fullmót- uð listaverk verða að tala til áhorf- andans, lýsa spennu og úrlausn, benda til einhverrar afstöðu. Vinnubrögð Ki'istínar eru vönduð og formskyn hennar sterkt. Á sýn- ingu sinni í Gerðarsafni sýnir hún að henni er lagið að fínna faldar tengingar og samsvaranir í þeim efnivið sem hún hefur valið sér og víða má greina fínlegan en heill- andi húmor. Á grundvelli þess má vænta að Kristín eigi eftir að láta meira að sér kveða á næstunni. Jón Proppé Hulda B. Kristinn Örn Garðarsdóttir Kristinsson „Kvöldkaffí“ í Kaffíleik- húsinu SÍÐUSTU tónleikana í Sumartón- leikaröð Kaffíleikhússins heldur Hulda B. Garðarsdóttir fimmtu- daginri 27. ágúst kl. 21 . Á efnisskrá Huldu verða íslensk og ensk sönglög, þýsk ljóð og fleira. Hulda Björk lauk í vor prófi frá Royal Academy of Music í London., þaðan sem hún lauk prófi nú í vor. Hún mun vorið 1999 syngja hlutverk Danae í „Die Liebe der Danae“ eftir Richard Strauss hjá Garsington Opera Company. Píanóundirleikari Kristinn Örn Kristinsson. Hann lauk BM-prófi frá Southern Illinois University Edwardsville og var við fram- haldsnám í tvö ár hjá Joseph Kalichsten við St. Louis Conservatory of Music. www.mbl.is Snyrtitaska með 3ja þrepa kerfinu frá Clinique Öðlastu heilbrigða og fríska húð með 3ja þrepa kerfinu frá Clinique. Það er einfalt, áhrifaríkt og auðvelt. 3ja þrepo kerfið samanstendur af: Facial soap 50 gr sem hreinsar gætilego húðina, darifying lotion 50 ml sem fjarlægir dauðar húðfrumur af yfirborði húðarinnar og dramatically different moisturizing lotion 30 ml sem veitir húðinni raka. Notist tvisvar sinnum á dag, hvern dag og þá fæst fallegri húð. Snyrtitaska með 3ja þrepa kerfinu frá Clinique, 1575 kf. Ráðgjafi frá Clinique verður í Lyfju Lágmúla og Lyfju Setbergi í dag og á morgun föstudag. dh DfFJA E& LYFJA CCTDCDPI I Árm'll A SETBERGI Sími555 2306 LÁGMÚLA Sími 553 2308 kynslóð Compaq EP tölvukynslóðin byggir frá grunni á nýrri hönnun sem miðar sérstaklega að því að auðvelda fyrirtækjum og einstaklingum að aðlaga tölvukerfið að margvfslegri og flókinni starfsemi. COMPAa -slcer öllum við Pentium II 266MHz með skjá á verðifrá 119.900," með vsk. Öflugasta lausnin er alltaf sú einfaldasta. Með það að markmiði býður Compaq fyrir- tækjum upp á heildarlausn sem ekki aðeins einfaldar uppsetningu og vinnslu heldur tryggir hámarks áreiðanleika og rekstraröryggi. Compaq - fremstir meðal jafningja. *Verö skv. Ríkiskaupasamningi gildir til 4. sept. ‘98 Tæknival www.taeknival.is HUEB 3Jft Hftft ftBYRGÐ AKRANES - Tölvuþjónustan - 431 4311 * AKUREYRt - Tólvutæki - 4E2 6100 • HORNAFJÚRÐUR - Tölvuþjónusta Austurlands - 478 1111 HÚSAVfK - Tðlvuþj. Húsavlk - 464 2169 • ISAFJÖRÐUR - Tölvuþj. Snerpa - 456 S470 • REYKJANESBÆR -Tölvuvæðing - 421 4040 SAUOArKRÓKUR - Skagfiröingabúð - 45S 4537 • SELFOSS - Tölvu- og rafeindaþj. - 482 3184 • VESTMANNAEYJAR - Tölvun - 481 1122

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.