Morgunblaðið - 04.02.1997, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 04.02.1997, Blaðsíða 56
» 56 ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ MYNDBÖND/KVIKMYIMDIR/ÚTVARP-SJÓIUVARP MYWDBÖNP Oumhverfís- vænt grín Lífhvolfið ^ (Bio-Dome) Gamanmynd 'h Leikstjóri: Jason Bloom. Handrit: Kip Koenig og Scott Marcano. Kvik- myndataka: Phedon Papamichael. Tónlist: Andrew Gross. Aðalhlut- verk: Pauly Shore, Stephen Baldw- in, William Atherton. 91 mín. Bandarísk. MGM/Wamer myndir. 1996. Leyfð öllum aldurshópum. Útgáfudagur 3. febrúar. VITGRANNIR einstaklingar hafa verið í uppáhaldi í Holly- wood undanfarið. Eflaust má rekja þann áhuga til hinnar vel heppnuðu gaman- myndar Dumb and Dumber, þar sem grínið gekk út á óendanleg heimskupör aðal- söguhetjanna. Venju samkvæmt hafa fylgt í kjöl- farið fleiri myndir sem byggja á þessari einföldu hugmynd. Þær t hafa hinsvegar sýnt að hin upp- runalega hugmynd var kannski ekki eins einföld og í fyrstu virt- ist því engri hefur tekist að kom- ast í hálfkvisti við fyrirmyndina og hlýtur Lífhvolfið þó að teljast tií hinna allra slökustu í þessum flokki. Það er greinilegt að myndin á að vera eínhvers konar samsuða af áðurnefndri heimskingjamynd, teiknimyndahetjunum Beavis og Butthead og fyrri myndum ann- ars aðalleikarans Pauly Shore, sem notið hafa nokkurra vin- sælda vestanhafs. Þeir Stephen Baldwin, sem áður hafði sýnt ágætis takta við að leika vit- grannan náunga í myndinni Threesome, leika nautheimska og kærulausa gaura sem bera enga virðingu fyrir umhverfinu. Þegar þeir lokast fyrir slysni inní líf- hvolfi þar sem vísindamenn eru að gera tilraun til þess að lifa í fullkomlega umhverfisvænum heimi eru þeir því eins og kræki- ber í helvíti og gera sitt til þess að tilraunin mistakist. Það verður að segjast eins og er að Lífhvolfið er alveg einstak- lega ófyndin mynd. Hún nær varla að kalla fram bros út í ann- að, hvað þá heldur hlátur, sem er afar óheppilegt fyrir mynd sem á augljóslega að vera gaman- mynd. Það er hugsanlegt að þeir sem kunna að meta hina ýktu en takmörkuðu takta Shore (sem í raun eru orðnir hreint óþolandi) finni hér eitthvað við sitt hæfi en þar fyrir utan er varla hægt að finna henni neitt til framdrátt- ar. Skarphéðinn Guðmundsson MYNDBÖND SÍÐUSTU VIKU Hvítur maður (WhiteMan) k k'h Barnfóstruklúbburinn (The Baby-sitters Club) ir k Geggjuð mamma (Murderous Intent) k'h Bert (Bert) k k'h Holur reyr (Hollow Reed) kkk lllt eðli (Natural Enemy) k'h Sérsveitin (Mission Impossible) kkHr Bréfsprengjuvargurinn (Unabomber) k'h í leit að sannleikanum (Where Truth Lies) k Fjölskyldumál (AFamilyThing) *** Sólarkeppnin (RacetheSun) k'h Engin undankomuleið (No Exit) Leiðin að gullna drekanum (The Quest) k * ÝMSUM kyiyaverum bregður fyrir í Stjömustríði og hafa sumar ekki komið við sögu áður. Sljömustríð fær frábærar viðtökur KVIKMYNDIN Stjömu- stríð eða „Star Wars“ var frumsýnd í Banda- ríkjunum um helgina eftir að George Lucas hafði gert endurbætur og bætt við tæknibrell- um og aukið hljómgæði. Myndin fékk einstakar viðtökur og halaði inn 36,2 milljónir dollara eða 2,5 milljarða króna fyrstu sýningar- helgina. Þar með skaust Stjörnustríð upp í annað sæti yfir aðsóknarmestu kvikmyndir sögunnar með heildar- tekjur upp á 360 milljónir dollara eða 24,5 milljarða króna. ET er ennþá í fyrsta sæti með 400 millj- ónir dollara eða 27,4 milljarða króna, en allt virðist benda til að það met verði slegið á næstu vikum. Júragarðurinn féll niður í þriðja sæti með 357 milljónir dollara eða um 24,4 milljarða króna. Lucas hefur kryddað Stjörnu- stríðið með ýmsum kynjaverum sem ættu að koma aðdáendum Stjörnu- stríðsmyndanna í opna skjöldu, auk þess sem hann hefur bætt við nýju efni sem er fjórar og hálf mínúta að lengd og kostaði um 700 milljón- ir króna í framleiðslu. „Við gerðum okkur háar vonir,“ segir Tom Sher- ak hjá 20th Century Fox, sem fram- leiddi myndina, „en ekki svona háar“. Fólki bjargað úr kuldanum Það segir sína sögu um viðtök- urnar að allir miðar seldust upp síðdegis á föstudag í Texas, þrátt fyrir að engar miðapantanir hefðu verið teknar gildar. í Washington mynduðust langar raðir sem minntu helst á raðirnar fyrir tutt- ugu árum þegar Stjörnustríð var fyrst frumsýnd. Gengu miðar á kvikmyndina kaupum og sölum á 3.500 krónur. Eigendur verslun- armiðstöðvar í Kanada urðu að opna fyrr til að forða því að fólk yrði úti í kuldanum þegar raðir byrjuðu að myndast fyrir dagrenn- ingu. Nýr þríleikur um Sljörnustríð Frumsýningar á endurbættum framhaldsmyndum eru í bígerð og eru miklar vonir bundnar við þær. „The Empire Strikes Back“, sem halaði inn 15,3 milljarða króna á sínum tíma, verður frumsýnd 21. febrúar og „Retum Of The Jedi“, sem halaði inn 18 milljarða króna, verður frumsýnd 7. mars. Allt er þetta liður í kynningarher- ferð á nýjum stjörnustríðsþríleik sem Lucas er með í bígerð. Tökur á fyrstu myndinni hefjast í haust undir leikstjórn George Lucas. Handritsgerð og leikstjórn á næstu tveimur verður líklega í höndum annarra, sem munu styðjast við drög frá Lucas. Áætlað er að mynd- imar verði frumsýndar 1999, 2001 og 2003. Utsalan hefst kl. 8.00 oppskórinn Ath. vörur frá Toppskórinn við Ingólfstorg Steinari Waage skóverslun sími: 552 1212
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.