Morgunblaðið - 04.02.1997, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 04.02.1997, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREIIMAR Eru verkföll óumflýj anleg? FESTA hefur verið á vinnumarkaði um nokkurra ára skeið og er mjög mikilvægt fyr- ir alla að hún haldi áfram. Engir íslend- ingar vilja missa stöð- ugleikann og hverfa aftur til óðaverðbólgu og gengisfellinga. Nú eru breyttar aðstæður, m.a. vegna Evrópu- samstarfs, upplýsinga- streymis og alþjóðlegr- ar samkeppni. Því þarf ný vinnubrögð. í allri kjaramálaumræðu og skoðanamyndun veg- ast á skynsemi og tilfinning. Það er öllum til góðs að átta sig á sem flestum hliðum mála og fátt væn- legra til árangurs. Vandi atvinnurekenda Eftir verðbólgu og óstöðugleika á íslandi, ástand sem var við lýði fram á þennan áratug, voru ófá atvinnufyrirtæki illa farin. Mörg skulduðu mikið og sum lögðu upp laupana. Stöðugt gengi íslenskrar krónu og lítil verðbólga í fimm ár hefur lagt fyrirtækjum til ákjósan- legan grunn við uppbyggingu áætl- ana og markaðssóknar, sem m.a. er forsenda þess að þau geti mætt erlendri samkeppni með styrk frem- ur en veikleika. Margir, og m.a. stjómmálamenn, hafa mikið gert úr þeim hagnaði sem fyrirtæki hafa haft sl. tvö ár. í þeirri umræðu fer ekki mikið fyrir þeirri stað- reynd að mörg fyrir- tækjanna voru með tap eða laka afkomu árin á undan sem nauðsyn- legt reynist að mæta með hinum nýja hagn- aði. Vegna hagnaðar hafa mörg fyrirtæki getað tekið ærlega til hendi í endurnýjun tækja og búnaðar. í flestum tilfellum er sú uppbygging réttmæt. Hún eykur samkeppnishæfni fyrir- tækjanna m.a. á erlendum mörkuð- um, og er forsenda þess að launþeg- ar hafi trygga atvinnu. Sjái atvinnu- rekandi ástæðu til þess að gera betur við launþega, mynda aðgerðir fordæmi, sem fjöldi annarra fyrir- tækja getur ekki lagað sig að, því fyrirtæki eru ekki jafnvel sett. M.a. vegna þessarar staðreyndar eru vinnustaðasamningar af hinu góða. Vel rekin fyrirtæki munu hafa til- hneigingu til þess að bjóða starfs- mönnum betri kjör, haldast á góðu vinnuafli og ná fram meiri verð- mætasköpun. Ef hægt er að skapa sömu verðmæti með færri starfs- mönnum, myndast grundvöllur til þess að hækka laun að mun. Einn vandi atvinnufyrirtækja snýr Með frjálsum fjár- magnsflutningum má fjárfesta erlendis, segir Björn Rúriksson í fyrri grein sinni, og verkföll geta dregið úr innlendri fjárfestingu. að samskiptum þeirra við hluthaf- ana, þ.e. eigendur fyrirtækjanna. Hér hefur ekki tíðkast að hluthöfum fyrirtækja sé gert ýkja hátt undir höfði. Einnig munu hluthafarnir sjálfir almennt hafa sýnt rekstri fyr- irtækja sinna fálæti og treyst stjórn- endum gagnrýnislítið í öllum helstu málum. Á þessu er að verða breyt- ing, m.a. vegna nýrra viðhorfa sem komið hafa í kjölfar þróunar á hluta- bréfamarkaði, og er það vel. Hags- munir hluthafa hafa oft verið neðst á forgangslista. Oftar en ekki eru það hluthafamir sem fjármagna fyr- irtækin. Bregðist þeir hlutverkinu, er starfsemi fyrirtælqanna og þar með launþegum þeirra veruleg hætta búin. Vandi launþegaforystu Þegar árferði batnar og fyrirtæk- in fara að skila hagnaði, er skiljan- legt að launþegar sætti sig ekki við Björn Rúriksson að hagsmunir þeirra séu fyrir borð bomir, sérstaklega þegar þeir hafa sýnt aðdáunarverða þolinmæði og langlundargeð í mörg ár. Verkafólk skilur ekki að fyrirtæki með góðan hagnað á undanfömum ámm skuli ekki geta greitt því mannsæmandi lágmarkslaun. Víða snýst umræðan um þetta. Réttlát reiði launþega er mjög skiljanleg í ljósi aðgerða eins og þegar fámennir hópar hafa getað skammtað sér launahækkanir. Vom það stjómmálaleg klókindi að bæta kjör hálaunamanna í ríkiskerfinu í miðri þjóðarsátt á tímum samdráttar og fóma hjá hinum lægst launuðu? Skyldi einhvem furða á þeirri hörku sem fram hefur komið í afstöðu launþegaforystu á síðustu vikum? Mjög er lagt að forystumönnum launamanna að fá kjör skjólstæð- inga sinna bætt. Það er staðreynd að launþegar hafa mjög mismun- andi kjör, og vitað að þeir, sem lægst launin hafa, eru í mun ríkari þörf fyrir kjarabætur en sumir aðr- ir. Launþegaforystan megnar lítt að halda aftur af kröfum þeirra betur settu. Kjarabetri hóparnir krefjast þess alltaf að fá sömu pró- sentuhækkun í sinn hlut, sem þýðir í reynd að þeir fá mestu kjarabót- ina, sem skástu kjörin hafa fyrir. Þrátt fyrir góðan skilning, sterk rök og ríka nauðsyn hefur reyndin orð- ið sú, að aldrei hefur tekist að bæta kjör þeirra lægst launuðu að einhverju marki umfram kjör ann- arra, utan mjög tímabundið. í mörgu tilliti hefur launþegafor- ystan verið lokuð fyrir nýjungum. Það verður að fara nýjar leiðir og bijótast úr gömlum viðjum. Hvernig væri að skoða leið Japana? Þar eru 15% launanna árangurstengd. Á samdráttartímum lækka launin inn- an þessa ramma í stað þess að mönnum sé sagt upp vinnu. í góð- æri jafnt sem endranær geta starfs- menn bætt árangur síns fyrirtækis, notið batans sjálfir og aukið starfs- öryggi til framtíðar. Sé unnið gegn árangurstengingu í starfi, er þar með verið að halda hlífískildi yfir þeim sem nenna ekki eða vilja ekki bæta starfsárangur sinn. Þegar fyrirtækjum fer að vegna betur eftir langt tímabil stöðnunar, ber mikið á óþolinmæði. Margir í launþegaforystu gera sér þó fulla grein fyrir því að hóflegar kröfur eru mun betur til þess fallnar að bæta kjör til langframa en ótíma- bærar og óraunsæjar kröfur megna að gera. Nýja staðreynd mættu menn einnig hafa hugfasta. Með fijálsum fjármagnsflutningi eiga fjárfestar þess kost að leggja fé sitt í atvinnulíf erlendis. Allur órói, svo ekki sé talað um nýtt tímabil verðbólgu og gengisfellinga, myndi að þessu leyti geta dregið úr fjár- festingu innanlands. Það hefði í för með sér óvænta erfiðleika fyrir at- vinnulífið, skulduga einstaklinga og fjölskyldur. Rétt er að launþegar sem aðrir geri sér grein fyrir því að á undan- förnum erfíðleikaárum hefðu mörg fyrirtæki þegið að geta lækkað laun til starfsmanna sinna, nokkuð sem fæst eða engin þeirra áttu kost á. Þess í stað sátu þau uppi með fasta launabyrði sem þau urðu að bera. Eigendur margra þessara fyrirtækja hafa tekið á sig tap og byrðar á meðan launþegamir voru tryggir með sín laun, góð eða miður góð eftir atvikum. Ekki gera allir sér grein fyrir því að vandi og áhyggjur margra atvinnurekenda eru mikil. Þeir bera áhættuna og ábyrgðina og hafa margir lagt allt undir svo starfsemin megi ganga án áfalla. Höfundur er hagfræðimenntaður ogáhugamaður um uppbyggingu atvinnulífs. Enn er seilst í vasa sjúkra o g aldraðra Á NÝLIÐNU ári beindu stjórn- völd sjónum sínum og aðgerðum sérstaklega að öldruðum, öryrkjum og sjúklingum þegar spara átti til að greiða niður fjárlagahallann. Helstu matarholur ríkisstjórnar- innar virtust þá vera í velferðar- þjónustunni og þeim hópum sem þurfa að treysta á hana. Þó svo að heilbrigðisráðherra og aðrir stjórnarliðar hafí reynt að telja almenningi trú um að þeir sem mest þyrftu á velferðarkerfinu að halda yrðu ekki fyrir niðurskurðin- um, töluðu verkin öðru máli. Og nú er enn höggvið í sama knérunn. Atlaga ríkisstj órnarinnar að öldruðum Uppriíjun á verkum heilbrigðis- ráðherra í ríkisstjórn Davíðs Odds- sonar í fyrra er holl lesning nú í upphafi árs og innlegg í umræðuna um fátæktina hér á landi, sem sumir vilja ekki vita af. Þjónustu- gjöld í heilbrigðisþjónustunni voru hækkuð, tvísköttun hjá hluta líf- eyrisþega hófst að nýju, greiðslur til aldraðra og öryrkja voru skertar gagnvart fjármagnstekjum áður en fjármagnstekjuskatti var ai- mennt komið á. Tekjutenging líf- eyris var aukin og þar með jaðar- skattar á þennan hóp. Grunnlífeyr- ir var skertur um 30% í stað 25% gagnvart öðrum tekjum. Aldraðir WOfZalfír í glugga SÓLBEKKIR b. fyrirliggjandi vatn PP &CO SENDUM í PÓSTKRÖFU Þ. ÞORGRÍMSSON &CO Ármúla 29 • Reykjavík • Sími 553 8640 þurftu að greiða fullt gjald fyrir læknisþjón- ustu, heilsugæslu, sér- fræðiþjónustu og rannsóknir til sjötugs í stað 67 ára nema í undantekningartilvik- um og hámarks- greiðsla þeirra fór úr 3.000 krónum í 12.000 kr. áður en þeir fengu afsláttarkort. Lág- marksverð fyrir lyf var hækkað og endur- greiðslureglur vegna mikils kostnaðar bæði þrengdar og gerðar flóknari en áður. Kjör lífeyrisþega voru skert á ýmsa lund. Uppbót vegna lyfja- og umönnunarkostnaðar var tekju- tengd og skert þannig að yfir 2.000 lífeyrisþegar misstu hana eða fengu skerðingu. Að missa uppbót- ina þýddi frekari kjaraskerðingu, því að við það töpuðust þau hlunn- indi að fá afnotagjald Ríkisút- varpsins niðurfellt. Það eru skatt- frjálsar 24.000 krónur á ári, sem þennan hóp munar vissulega um. Auk þess voru upphæðir bóta al- mannatrygginga ekki lengur tengdar almennri launaþróun í landinu. Ekki er hægt að láta staðar numið í upptalningunni án þess að nefna hina alvarlegu atlögu að hreyfihömluðum, þegar styrkjum til bifreiðakaupa var fækkað úr 600 í 335 á ári, þrátt fyrir mikla þörf fyrir þá. Við sama heygarðshornið á nýju ári Atlagan að kjörum aldraðara og sjúkra hefur aldrei verið meiri en á síðasta ári. Menn héldu því að stjómvöld hættu að beina sjónum sínum að þessum þjóð- félagshópum þegar sparnaður í ríkisfjár- málum var annars vegar og leitað yrði leiða þar sem garður- inn væri hærri s.s. hjá þeim sem efnahags- batinn svokallaði hefði náð til. Nei, svo er ekki. Enn á að seilast í tóma vasa sjúkra óg aldrað- ara á nýju ári. Varla er ljósadýrð áramóta- flugeldanna slokknuð Niðurskurði á velferðar- þjónustunni án póli- tískrar umræðu eða stefnumörkunar, segir Asta R. Jóhannesdótt- ir, verður að linna. fyrr en skilaboðin berast til lítil- magnans. Nú skal hækka lágmarksgreiðsl- ur sjúklinga fyrir þau lyf sem Tryggingastofnun greiðir að hluta fyrir. Sjúklingurinn skal nú greiða fyrstu 800 krónurnar fyrir B merkt lyf í stað 600 króna áður og 24% af umframverði í stað 16% áður, mest 1.500 krónur, sem er óbreytt hámark. E merktu lyfin hækka einnig úr 600 krónum í 800 krónur lágmarksgreiðslan og hlutfall Ásta R. Jóhannesdóttir sjúklings af umframverði fer úr 30% í 40% og greiðir hann mest 3.000 krónur fyrir þau lyf. Aldrað- ir og öryrkjar greiða einnig hærra lágmarksgjald nú, það er fyrstu 250 krónurnar í stað 200 króna og 12% af umframkostnaði í stað 8% mest 400 krónur fyrir B merkt lyf, en fyrir E merktu lyfin 20% af umframkostnaði í stað 12,5% mest 800 krónur. Með þessum breytingum ætlar ríkisstjórnin að sækja 200 milljónir til sjúklinga svo ríkissjóður nái að skila rekstr- arafgangi. Sparað á lyfjum, tannréttingum og gervigómum Þessi nýársboðskapur tók gildi á fyrsta degi ársins. Þann sama dag var ekki látið þar við sitja heldur einnig ákveðið að spara við okkur tannlækningar, tannrétting: ar og eftirlit með tannheilsu. í svari við fyrirspurn minni á Al- þingi um afleiðingar af æ meiri kostnaðarþátttöku foreldra í tann- læknakostnaði barna sinna kom fram að tíunda hvert barn á Reykjavíkursvæðinu hefði ekki komið til tannlæknis eftir að þessi breyting var gerð á sjúkratrygg- ingunum. Þetta eru alvarleg skila- boð til stjórnvalda og þeirra sem láta sig tannheilsu varða. Afleið- ingar af þessu eiga eftir að koma í ljós síðar. Ríkisstjórnin skellir skollaeyrum við upplýsingum sem þessum og nú á enn að spara í tannlækna- kostnaði og velta kostnaði yfir á almenning. Fyrir þessari kjara- skerðingu verður ekki aðeins barnafólk heldur einnig þeir sem þurfa á gervitönnum að halda, þ.e. gervigómum, heilgómum eða pört- um. Þeir hafa átt rétt á nýjum tönnum á 5 ára fresti, sem nú breytist í 6 ár. Endingartími gervi- góma er að jafnaði 10 ár og eru það undantekningartilvik ef menn þurfa að endurnýja þá fyrr. Þess er þó þörf hjá ákveðnum hópi fólks sem á við ýmsa sjúkdóma að stríða. Þessir sjúklingar verða nú fyrir barðinu á ráðstöfunum heilbrigðis- ráðherra. Grautur og kaffibleyttar kleinur Eg minnist aldraðs manns sem leitaði til mín í fyrra starfi mínu hjá Tryggingastofnun til að kynna sér rétt sinn. Hann hafði ekki haft efni á að endurnýja gervitennur sínar og hafði nærst í lengri tíma á grautum og kaffibleyttum klein- um, því að tennurnar gögnuðust honum ekki.lengur. Vanda hans var unnt að leysa, en því er ekki að heilsa nú. Verða þetta örlög einhverra í ár? Eins og að ofan getur voru greiðslur almannatrygginga af- tengdar launaþróun í landinu fyrir ári og ákveðið að þær skyldu hækka í samræmi við ákvæði fjár- laga um 2%. Þetta var vitað fyrir ári, en engu að síður sendir heil- brigðisráðherra ekki frá sér reglu- gerðina um hækkun fyrr en daginn fyrir gamlársdag og þá var of seint að greiða hækkunina í janúar. Líf- eyrisþegar urðu því að bíða í mán- uð eftir hækkun sinni. Hvað eiga svona vinnubrögð að þýða? Snúum vörn í sókn Hingað og ekki lengra, - verða að vera skilaboð almennings til rík- isstjórnarinnar. Samkvæmt niður- stöðum Félagsvísindastofnunar Háskóla íslands eru lífeyrisþegar 20% þeirra sem lifa undir fátæktar- mörkum. Þetta fólk þarf á öflugri velferðarþjónustu að halda. Vel- ferðarkerfið verður að standa und- ir nafni sem öryggisnet. Það gerir það ekki ef svo heldur fram sem horfir. Niðurskurði á velferðar- þjónustunni án pólitískrar umræðu eða stefnumörkunar verður að linna. Eg efast um að kjósendur ríkisstjórnarflokkanna hafi veitt þeim umboð til þessara verka þeg- ar þeir greiddu þeim atkvæði sitt í síðustu kosningum. Þessari þróun verður að snúa við. Snúum vörn í sókn fyrir bætt- um kjörum aldraðara og sjúkra, sókn fyrir velferðarþjónustu, ör- yggisneti sem heldur. Höfundur er alþingismaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.