Morgunblaðið - 04.02.1997, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.02.1997, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Jón Svavarsson FJÖLMENNT var í Félagsgarði í Kjós á laugardaginn þar sem haldinn var stofnfundur samtakanna SÓL í Hvalfirði. Fjölmenni á stofnfundi Samtakanna óspillt land, SÓL, í Hvalfirði „Mikill baráttuhugur í fólki“ HÁTT á þriðja hundrað manns mættu á stofnfund samtakanna SÓL í Hvalfirði, sem haldinn var í Félagsgarði í Kjós á laugardaginn. Skammstöfunin SÓL stendur fyrir Samtökin óspillt land og er megin- tilgangur þeirra að „berjast gegn álveri á Grundartanga og annarri mengandi stóriðju í Hvalfirði, svo og að stuðla að náttúru- og um- hverfisvernd," eins og segir í lögum samtakanna. Fundarmenn komu víða að, ekki aðeins úr Kjós og Hvalfirði, heldur einnig af höfuðborgarsvæðinu og nágrenni þess, auk þess sem fund- inum bárust skeyti með stuðnings- yfirlýsingum víðsvegar að af land- inu, að sögn Ólafs Magnússonar í Ásgarði í Kjós, sem er einn stjórn- armanna. „Hér standa allir saman TR áfrýjar til áfrýjun- arnefndar TRYGGINGASTOFNUN ríkisins hyggst áfrýja nýlegum úrskurði samkeppnisráðs, þess efnis að samningur Læknaféiags Reykja- víkur og Tryggingastofnunar um sérfræðilæknishjálp frá 7. mars 1996 bijóti gegn samkeppnislög- um, til áfrýjunarnefndar sam- keppnismála. Samkvæmt níundu grein sam- keppnislaga skal skrifleg kæra ber- ast innan fjögurra vikna frá því að aðila máls var tilkynnt um úr- skurð. Úrskurður áfrýjunarnefnd- arinnar skal liggja fyrir innan sex vikna frá málskoti. Kristján Guðjónsson, deildarstjóri sjúkratryggingadeildar Trygginga- stofnunar, segir að úrskurðinum hafi enn ekki verið áfrýjað en það muni verða gert áður en fjögurra vikna fresturinn rennur út. Unnið verður samkvæmt samningi Trygg- ingastofnunar og Læknafélags Reykjavíkur þangað til 1. apríl nk., en félagið hefur sagt upp samningn- um frá og með þeim degi. sem einn maður og mikill baráttu- hugur í fólki,“ segir hann. „Þingmenn Reyknesinga eru hugsi“ Nokkrir þingmanna Reykjanes- kjördæmis mættu á fundinn og að sögn Ólafs var umhverfisnefnd Al- þingis boðið sérstaklega. Hann seg- ir það hafa valdið nokkrum von- brigðum að formaður umhverf- isnefndar sá sér ekki fært að mæta. „Þingmenn Reyknesinga eru greinilega orðnir nokkuð hugsi yfir þessu. Mér sýnist þeir ekki eiga auðvelt með samvisku sína í þessu máli,“ segir Ólafur. í ályktun sinni átelur fundurinn stjórnvöld harðlega fyrir „óvönduð vinnubrögð við mat á umhverfis- áhrifum þar sem sjónarmið bænda, TILKYNNT var um rán í mynd- bandaleigu við Höfðatún á laugar- dagskvöld. Um nóttina kom í ljós, að ránið var að öllum líkindum sett á svið af afgreiðslumanni myndbandaleigunnar og félaga hans. RLR telur málið nú upplýst að fullu og er enginn í haldi vegna þess. Þegar lögreglan kom á vettvang hins ætlaða ráns sagðist af- greiðslumanninum svo frá að ung- ur maður, 170-180 cm á hæð, klæddur hvítum jakka og svörtum buxum, hefði komið inn í leiguna og haldið hnífi að hálsi sér. Því til sönnunar sýndi hann rautt far á hálsinum, sem hann sagði eftir hnífinn. Hann hefði því látið ræn- ingjann fá peninga úr kassa versl- unarinnar og áætlaði eigandi myndbandaleigunnar, sem kom á sumarbústaðaeigenda og annarra er meta að verðleikum náttúrugæði Hvalfjarðarsvæðisins, hafa verið sniðgengin svo að alls ekki verður við unað.“ Skorað á ríkisstjórn, Alþingi og Náttúruverndarráð Samtökin skora á ríkisstjórn og Alþingi að endurskoða þá „stór- virkjana- og stóriðjustefnu sem iðn- aðarráðuneytið og Landsvirkjun reka með yfirgangi og metnaðar- leysi gagnvart umhverfisvernd í landinu. Sú stefna gengur vissu- lega þvert á alla viðleitni til að efla græna ferðaþjónustu, lífrænan landbúnað og virðingu fyrir hinni sérstæðu náttúru íslands," eins og segir í ályktuninni. Fundurinn skor- ar ennfremur á Náttúruverndarráð vettvang, að það hefðu verið um 70-80 þúsund krónur. Afgreiðslumaðurinn var svo mið- ur sín eftir atburðinn að lögreglan flutti hann á slysadeild, þar sem hann naut áfallahjálpar, en að því loknu fór hann til síns heima. Gaf upp nafn sam- særismannsins Tæpum tveimur tímum eftir ætlað rán stöðvuðu lögreglumenn bifreið á Borgarvegi, þar sem öku- maðurinn var grunaður um ölvunarakstur. í bifreiðinni fundust fíkniefni og farþegi reyndist vera með á sér rúmar 64 þúsund krónur í seðlum og skiptimynt. Hann svar- aði til lýsingar afgreiðslumannsins á ræningjanum og það vakti enn frekari athygli Iögreglunnar að hann gaf upp nafn og kennitölu að lýsa yfir stuðningi við baráttu- mál samtakanna. Ólafur segir næstu skref í bar- áttunni þau að efna til funda til þess að kynna málstaðinn fyrir al- menningi og einnig stendur til að halda fund með forráðamönnum ríkisstjórnarinnar. Þá verða stofn- aðir nokkrir vinnuhópar og lögð áhersla á að vinna á málefnalegan hátt og kynna málið rækilega innan stjórnkerfisins. Hinn 18. febrúar nk. verður svo haldin í Borgarleikhúsinu baráttu- og styrktarsamkoma samtakanna. „Við erum að leggja lokahönd á undirbúninginn og munum kynna dagskrána á allra næstu dögum. Meðal listamanna sem þar koma fram eru þeir Bubbi Morthens, KK og Ríó Tríó,“ segir Ólafur að lokum. afgreiðslumannsins, þegar hann var spurður að nafni. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að þessi piltur og afgreiðslumaðurinn í myndbandaleigunni höfðu verið staðnir saman að verki við vafa- sama iðju. Grunaði lögreglu þá að þeir félagamir hefðu sammælst um „ránið" og var afgreiðslumaðurinn sóttur til Síns heima. Hann var þá nýkominn þangað eftir áfallahjálp- ina. Hörður Jóhannesson, yfirlög- regluþjónn hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins, sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær að talið væri upplýst að starfsmaður myndbandaleig- unnar og félagi hans hefðu tekið fé úr sjóðum fyrirtækisins og ætlað að skýra hvarf peninganna með því að rán hefði verið framið. „Málið telst upplýst," sagði Hörður. Trúar- legri deilu lauk með ofbeldi TVEIR menn frá Alsír voru handteknir á gistiheimili Hjálpræðishersins við Kirkju- stræti um helgina. Annar þeirra hafði þá stungið Líbýu- mann með hnífi vegna deilna um trúarbrögð. Mennirnir þrír eru allir rétt um þrítugt. Alsírmennirnir eru pólitískir flóttamenn, sem hafa búið hér á landi í sex mánuði og vonast til að fá hér landvistarleyfi, en Líbýumaðurinn kom til landsins í nóvember. Starfs- menn Hjálpræðishersins köll- uðu á lögreglu vegna heiftar- legra deilna þeirra og Líbýu- mannsins og mun þetta ekki vera í fyrsta skipti sem kast- ast í kekki með þeim. Mennirn- ir eru allir Múhameðstrúar, en ýmist Shítar eða Súnítar. Aðbúnaður í skólaakstri í athugun UMBOÐSMAÐUR barna hefur nú til skoðunar nokkrar ábend- ingar sem embættinu hafa bor- ist vegna aðbúnaðar barna í skólaakstri. Meðal þess sem bent hefur verið á að víða sé ábótavant er öryggi barna í skólabílum og hæfni bílstjóra, auk þess sem mörg dæmi eru um að skólabörn þurfi að sitja í bíl allt að og jafnvel lengur en tvær klukkustundir á degi hveijum. Ragnheiður Harðardóttir, félagsfræðingur hjá embætti umboðsmanns barna, segir að athygli hafi verið vakin á ýmsu sem nauðsynlegt sé að hafa meira eftirlit með. Náði ekki andanum eft- ir hassreyk- ingar LÖGREGLAN var kölluð að húsi í Reykjavík um helgina, en 16 ára piltur reyndist vera í andnauð vegna fíkniefna- neyslu. Þegar lögreglan kom á vett- vang átti pilturinn mjög erfitt um andardrátt. Hann viður- kenndi að hafa reykt hass skömmu áður. Lögreglan kallaði á sjúkra- bíl, en þegar læknir kom á vettvang hafði bráð nokkuð af pilti og mat læknirinn að- stæður svo, að óþarfi væri að flytja hann á slysadeild. Þess í stað var hann fluttur á lög- reglustöðina við Hverfisgötu og gisti þar um nóttina. I gæslu vegna innbrota RANNSÓKNARLÖGREGLA ríkisins hefur handtekið mann, sem grunaður er um fjögur innbrot, þar á meðal í verslun- ina Metró-Norðmann, en það- an hurfu tölvur fyrir nokkru. Maðurinn var farinn úr höf- uðborginni þegar Rannsóknar- lögreglan vildi hafa tal af hon- um, en hann fannst úti á landi og var sóttur þangað. Ætlað rán í myndbandaleigu var samsæri um þjófnað Þjófur fékk áfalla- hjálp eftir „ránið“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.