Morgunblaðið - 04.02.1997, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 04.02.1997, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 1997 27 FERMWGAMYNDIR Qjósnujndastofa (^uuuars úugimarssonar Suöurveri, simi 553 4852 't' 13 0 i Kínadagar V/ í Perlunni ^5-^ í tilefni 25 ára stjórnmálasambands í slands og Kína verður efnt til Kínadaga '97, sem hefjast nýársdag skv. kínversku almanaki; 7. febrúar. Málþing, vörusýning og ýmsir listviðburðir Málþing um samskipti íslands og Kina í Perlunni föstudaginn 7. febrúar kl. 11.30-16.25. Efni: Samskipti á sviöi vísinda, stjórnmála, menningar og lista, fjárfestinga, ferðamála og viðskipta; 21. öldin - öld Kína o.fl. Aðgangsevrir kr. 5000.- liádegisverður innifalinn, greiðist við innganginn. Skráning og upplýsingar í síma 588 8910 á skrifstofu PÍS, Húsi verslunarinnar, 6. hæð. Verið velkomin á vöru- og listsýninguna __ Gerið góð kaup á kínverskum vamingi. Ýmsar uppákomur á dagskrá alla helgina. Opin laugardag og sunnudag frá kl. 10 til 18. Aðgangur ókeypis. Ath: í tilefni Kínadaga 197 verður kínverskur áramótamatseðill á borðum í veitingahúsi Perlunnar! Íslensk-kínverska viðskiptaráðið Kínversk-íslenska menningarfélagið Utanríkisráðuneytið Frakkar með Ramsesar-æði Bækur um Forn-Egypta hafa slegið hvert sölumetið á fætur öðru í Frakklandi HÚN var kölluð „ævisagna- sprenging ársins, jafnvel aldar- innar“. Verkið sem náði að velta æviminningum Brigitte Bardot og ævisögum Francois Mitterrand úr sessi var um Ramses II, faraó í Egyptalandi, alls fimm bindi, eftir Christian nokkurn Jacq. Er fyrsta bókin kom út í október 1995 seldust 50.000 eintök fyrsta hálfa mán- uðinn og salan á fyrstu fjórum bindunum hefur farið yfir tvær milljónir eintaka. Fimmta og síðasta bindið, „Sous l’acscia d’Occident", kom út fyrr í jan- úar og fór salan hraustlega af stað. Ef haft er í huga að önn- ur ævisaga Ramsesar II var á metsölulistanum í þrjá mánuði í fyrrasumar, verk eftir Christ- iane Desroches, eru engar ýkj- ur að fullyrða að Frakkar eru með Ramsesar-æði. Rames II ríkti i 67 ár á 13. öld f.Kr. og hlaut viðurnefnið „hinn mikli“ á síðustu öld. Hann er þekktastur fyrir hernaðar- sigra sína á Hittítum og Líbýu- mönnum og gríðarlegar bygg- ingar. Gríðarstór stytta af hon- um fannst nýlega við pýramíd- ana í Giza, svo og grafhýsi fyr- ir 53 syni hans. Verk Jacq hefst þegar Ram- ses er 14 ára og er búinn undir að taka við af föður sínum. Raktar eru stríðsfarir hans og fjölmargar ráðagerðir fjand- manna hans til að koma honum frá völdum. Líklega verður seint sagt að verk Jacq teljist til merkra bókmennta, miklu fremur til reyfara þar sem setningar eru stuttar, stíllinn einfaldur og söguþráðurinn hlaðinn spennu. Franskt dag- blað kallaði bækurnar „Dallas og Dynasty í Egyptalandi" og þekktur ritsljóri sagði einfald- lega ekki hægt að leggja þær frá sér. Gagnrýnendur hafa hins vegar haldið að sér höndum, fjalla lítið sem ekkert um verk Jacq. Hann hefur verið sakaður um að taka sér skáldaleyfi og fara frjálslega með staðreyndir en hann byggir verk sín á traustri og gríðarlega um- fangsmikilli heimildarvinnu. Hann á yfir 10.000 uppflettirit og vitnar til ótal ritgerða og bóka um tísku á tímum Forn- Egypta, dýrahald og súlnaröð- ina í Luxor, svo fátt eitt sé nefnt. Raunar fullyrðir Jacq að hann hafi viðað að sér efni í bækurnar sl. aldarfjórðung en hann heillaðist af Egypta- landi hinu forna er hann var 13 ára. Er hann kvæntist, 17 ára gamall, fór hann í brúð- kaupsferð til Egyptalands. Hann lauk doktorsprófi í sagn- fræði frá Sorbonne og hefur gefið út fjölmargar bækur um Egyptaland, sem flestar hafa náð góðri sölu. Ef til vill er skýringarinnar að leita í því að Frakkar hafa verið heillaðir af Egyptalandi frá því að Napóleon Bonaparte vann frækinn hernaðar- sigur þar 1798-99 og hefur sá áhugi færst í aukana á undan- förnum árum. Ferðamanna- straumurinn frá Frakklandi til Egyptalands hefur t.d. aukist um 158% á sl. ári. Hvers Frakkar leita þar skal ósagt látið, ef til vill er lausnina á vanda nútímans að finna í fortíð- inni. Fallegar og vandaðar gjafavörur á frábæru verði Listhúsinu (gegnt Hótel Esju), simi 568 3750. HVERJIR eru þessir íslendingar? Brenndur leir og steypt gler. Þannig birtist orðið íslendingar fyrst í rituðu máli (Grágás um 1250). Islendingar MYNPLIST Ásmundarsalur SKÚLPTÚR/HUGMYND Borghildur Óskarsdóttir. Opið alla daga frá 14-18. Lokað mánudaga. Til 9. febrúar. Aðgangur ókeypis. ALVEG má slá föstu, að vegir leirlistarinnar séu órannsakanlegir, í öllu falli hér á landi. Hver leirlistar- konan á fætur annarri hefur vikið af braut hefðbundinna gilda og á vit innsetninga og hugmyndafræði, svo sem menn hafa getað fylgst með á undanförnum árum. Ekki skal amast við því á nokkurn hátt, en þess beðið í stóiskri ró hveiju fram vindur. Langt er síðan Borghildur Óskars- dóttir tók stefnuna á hreinan skúlpt- úr, og innsetningar í bland, þar sem klár form ómengaðrar mótunar réðu ferðinni og þeim raðað á ýmsa vegu í tilfallandi rými. Þessu heldur hún ótrauð áfram, en nú eru vísanirnar nokkuð aðrar í þá veru að hún legg- ur út af frásagnarlegu myndefni sem skarar skjaldarmerki ríkisins, sem Tryggvi Magnússon teiknaði lýð- veldisárið 1944. Jafnframt spurning- unni: „Hveijir eru þessir íslending- ar?“ ennfremur upphafinu að skáld- verkinu „Fegurð himinsins" eftir Halldór Laxness, sem ritað var 10. janúar 1940: „Þar sem jökullinn ber við himininn hættir landið að vera jarðneskt, en jörðin fær hlutdeild í himninum, þar búa ekki framar nein- ar sorgir og þessvegna er gleðin ekki nauðsynleg, þar ríkir fegurðin ein, ofar allri kröfu.“ Einneigin fylg- ir listakonan framkvæmdinni úr hlaði með því að vísa til Heims- kringlu og hluta hennar er fjallar um Harald Gormsson konung Dana, er bauð kunnugum manni að fara hamförum til íslands og freista, hvað hann kynni segja honum. Sá fór í hvals líki. En er hann kom til lands- ins, fór hann vestur fyrir norðan landið. Hann sá að fjöll öll og hólar voru full af landvéttum, sumt stórt en sumt smátt . . . Mun kaflinn hafa verið kveikjan og innblásturinn að rissi Tryggva Magnússonar. Listakonan hefur markað mót úr afmörkuðum hlutum skjaldarmerk- isins á leirklumpa, sem er raðað í kringum nokkra sérsmíðaða tré- kassa, hvers umfang er í samræmi við fyrirferð klumpanna, en á botni þeirra eru svo hlutarnir í steyptu gleri. Þetta er afar vel mótaður og lif- andi gjörningur, fjarri þó einungis fyrir frásagnarlega þáttinn, enn síð- ur að rýnirinn telst áróðursmaður sérgildra sem hlutvaktra myndefna er skara land og sögu. Heldur ein- faldlega vegna verklagsins og út- færslunnar í heild sinni. Sterk og afmörkuð innsetning er fellur vel að umhverfi sínu. Rýmið sjálft saga út af fyrir sig, því Asmundarsalur hef- ur aldrei viðkunnanlegri verið, eink- um er hið hlutlausa trégólf saga út af fyrir sig. Menn ímyndi sér bara hvernig gljáandi parkettgólf, stáss- legur marmari eða htjúfleiki á borð við gólfið á Sólon Islandus hefði dregið úr hrifmætti innsetningarinn- ar. í stuttu máli, hrein og tær inn- setning sem skilar sér til skoðand- ans, vekur til umhugsunar og kemur honum við. Bragi Ásgeirsson Herrakulda- skór Verð: 2.995, Áður:__Ór995^ |oppskórinn Veltusundi við Ingólfstorg sími: 552 1212 Tegund:2142 Stærðir: 40-45 Litur: Svartir Loðfóðraðir Póstsendum samdægurs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.