Morgunblaðið - 04.02.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.02.1997, Blaðsíða 1
104 SIÐURB/C 28. TBL. 85. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuter Tvöfaldur norskur sigur NORÐMENN fóru vel af stað á heimsmeistaramótinu í alpa- g-reinum sem hófst með risasvigi karla í Sestriere á Italiu í gær. Atle Skárdal sigraði og varð um leið fyrstur Norðmanna til verja HM-titil í alpagreinum. Landi hans, Lasse Kjus, varð annar. A myndinni er Skárdal að renna sér til sigurs. ■ Aftur / B12 Mótmælaganga 80.000 stjórnarandstæðinga stöðvuð í Belgrad Ungmenm ráð- ast á lögreglu Belgrad. Reuter. TUGIR reiðra ungmenna lögðu til atlögu við serbnesku öryggislög- regluna í miðborg Belgrad eftir að hún hafði stöðvað mótmælagöngu 80.000 stjórnarandstæðinga í gær. Kvöldið áður höfðu um 150 manns særst í hörðustu átökunum sem hafa blossað upp í serbnesku höfuð- borginni frá árinu 1991 þegar Slobodan Milosevic forseti sendi skriðdreka á götumar til að kveða niður mótmæli lýðræðissinna. Um 500 lögreglumenn, með hjálma, skildi og kylfur, stöðvuðu mótmælagönguna þegar stjórnar- andstæðingarnir ætluðu að ganga inn á aðalgötuna í miðborginni. Yfirmaður lögreglunnar sagði við einn leiðtoga stjórnarandstöðunn- ar, Zoran Djindjic, að hún hygðist ekki beita valdi nema á hana yrði ráðist. Djindjie bað fólkið um að fara heim til að koma í veg fyrir átök. „Við skulum berjast gegn glæp- um stjórnarinnar með brosum og söngvum,“ sagði annar leiðtogi stjórnarandstöðunnar, Vuk Draskovic. Flestir urðu við áskomn leiðtog- anna og fóru á brott en um 200 ungmenni tóku að kasta steinum og flöskum að lögreglumönnunum. Þeir höfðu sig ekki í frammi í fyrstu en réðust síðan að ungmennunum, sem lögðu á flótta. Nokkur þeirra náðust og vom barin og handtekin. Sjónarvottar sögðu að lögreglu- mennirnir hefðu barið alla sem urðu á vegi þeirra. Ottast neyðarlög Djindjic skoraði á stjórnandstæð- ingana að beita ekki ofbeldi þar sem slíkt gæti orðið til þess að Milosevic setti neyðarlög til að kveða mótmælin niður. Vesna Pesic, annar stjórnarand- stöðuleiðtogi, kvaðst óttast að árás lögreglunnar í fyrrakvöld væri fyr- irboði neyðarlaga. Hún sagði að Sósíalistaflokkur Milosevic kynni að setja lögin til að koma í veg fyrir að dómstólar gætu úrskurðað að Zajedno, bandalag stjórnarand- stöðuflokka, hefði farið með sigur af hólmi í borgarstjómakosningum í nóvember. ■ 150 manns særast í átökum/23 Reuter SERBNESKIR sljórnarandstæðingar á 80.000 manna mótmæla- göngu í miðborg Belgrad í gær. 00 Benazir Bhutto talin bíða ósigur í þingkosningum í Pakistan Nawaz Sharif segir flokk sinn stefna í stórsignr íslamabad. Reutcr. Reuter STUÐNINGSKONUR Nawaz Sharifs, fyrrverandi forsætisráð- herra Pakistans, fagna sigri eins af frambjóðendum Pakist- anska múslimabandalagsins í kosningunum í gær. NAWAZ Sharif, fyrr- verandi forsætisráð- herra Pakistans, sagði í gærkvöldi að flokkur sinn stefndi í stórsigur í þingkosningunum sem fóru fram í gær. Leið- togar Þjóðarflokks Pakistans, flokks Benazir Bhutto, fyrr- verandi forsætisráð- herra, sökuðu yfirvöld um stórfelld kosninga- svik, en formaður al- þjóðlegrar eftirlits- nefndar sagði að kosn- ingarnar hefðu verið fijálsar og lýðræðisleg- ar. 56,5 milljónir manna voru á kjör- skrá en margir mættu ekki á kjör- stað, sumir vegna þess að nú er föstumánuður múslima, ramadan, og aðrir af því að þeir treysta ekki leiðtogum stjórnmálaflokkanna. Sharif kvaðst „mjög ánægður" með þær kosningatölur sem lágu fyrir í gærkvöldi. „Svo virðist sem við höfum fengið góðan meiri- hluta,“ sagði hann, en vildi ekki lýsa yfir sigri fyrr en úrslitin lægju fyrir í dag. Farooq Leghari forseti boðaði til þingkosninganna eftir að hafa vikið Bhutto frá 5. nóvember. Hann sakaði stjórn hennar um spillingu, frænd- hygli og aftökur án dóms og laga í Karachi og hæstiréttur landsins úrskurðaði í vikunni sem leið að brottvikn- ingin hefði verið rétt- mæt. Kvartað yfir kosningasvikum Þingmaðurinn Iqbal Haider, einn af forystu- mönnum flokks Bhutto, ræddi við formann yfirkjörstjórnar og kvartaði yfir stórfelldum kosn- ingasvikum af hálfu yfirvalda. Sir Malcolm Fraser, fyrrverandi forsæt- isráðherra Ástralíu og formaður al- þjóðlegrar eftirlitsnefndar, sagði hins vegar að kosningarnar hefðu farið lýðræðislega og tiltölulega frið- samlega fram. „Við erum ánægð með að þeir sem vildu kjósa gátu gert það og kosið það sem þeir vildu án nokkurrar kúgunar eða þvingun- ar,“ sagði hann. Sjö manns biðu bana í átökum í tengslum við kosningarnar. Um 250.000 hermenn voru á varðbergi vegna kosninganna, sem voru haldn- ar undir eftirliti fulltrúa frá Banda- ríkjunum, Evrópusambandinu, Breska samveldinu og Suður-Asíu- ríkjum. Sharif lofaði að reyna ekki að hefna sín á Bhutto vegna meintra ofsókna á hendur flokki hans, Pak- istanska múslimabandalaginu, þegar hún var við völd. Hann kvaðst ekki ætla að láta leiða hana fyrir rétt og boðaði samstarf við hana og aðra stjórnarandstöðuleiðtoga. Nawaz Sharif Farsími upplýsir morðmál London. The Daily Telegraph. HÆGT er að segja nákvæmlega til um ferðalög GSM-farsíma- notenda mörg ár aftur í tímann með nýrri tækni, sem beitt verð- ur í fyrsta sinn við breska morð- rannsókn. Vonast lögreglan til að fá meintan morðingja dæmd- an á grundvelli þess að farsími hans hafi verið á morðstaðnum er ódæðið var framið og því skilið spor eftir hann í tölvu símafyrirtækis. Þegar kveikt er á farsímum eru þeir í raun og veru ferilrit- arar sem afhjúpa hvar viðkom- andi var hveiju sinni, jafnvel þótt ekki hafi verið hringt úr símanum eða í hann. Rafeinda- merki frá honum, sem segja nákvæmlega til um staðsetn- ingu símtækisins, eru varðveitt í tölvum símafyrirtækja allt að tvö ár aftur í tímann vegna innheimtu reikninga. Hinn grunaði var ekki hand- tekinn fyrr en um ári eftir morðið. Þrætti hann þráfald- lega fyrir að hafa átt hlut að máli og sagðist hafa haldið sig þann daginn víðs fjarri morð- staðnum. Jafnframt sagðist hann aldrei leggja farsímann frá sér og urðu rafeindaboð frá símanum, sem varðveitt eru í tölvum Cellnet-símafyrirtækis- ins, til þess að hægt var að sýna fram á að hann sagði ósatt um ferðir sínar morðdaginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.