Morgunblaðið - 05.06.1996, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 05.06.1996, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 1996 49 IHX DIGITAL mweawmmvímfs, Myndlistarsýning TOLLI. ). Opnuð kl. 1 um helgar og kl. 2 virka daga simi 551 9000 SIMI 553 - 2075 FRUMSÝNIIUG: SKÍTSEIDI JARDAR HX DIGITAL Hringiðjan býður þeim sem sjá HACKERS, fria Internettengingu i mánuð, gegn framvísun miða á myndina. Frekari upplýsingar veitir Hringiðjan i síma 525-4468 og tölvupósti infoovortex.is ^p/NPERiSCOf^ Truth, ABOU T BRAÐUR BANI SUDDEN utffvl H Nýjasta mynd Van Damme frá leikstjóra myndarinnar Time Cop. 17.000 gíslar, milljarða lausnargjald, fullkomin áætlun og eitt óútreiknanlegt leynivopn. Sudden Death, ein besta mynd Van Damme til þessa. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.05. B. i. 16. Cereal Killer, Phantom Phreak, Crash Override ... ef einhver þessara merkja birtast á tölvuskjánum þínum, þá máttu vita að allt er um seinan - það er búið að „hakka" þig. Æsispennandi og flókin barátta þar sem taktíkin byggist á snilli, kunnáttu og hraða! Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.05. Ljúfir draumar lystar binnar... ...Mcís Austurstræti 20, Veitingastofa og næturlúga Veitingastofa og Beint-í-Bílinn, Suðurlandsbraut 56 Saga úr Bronx KVIKMYNDIR Rcgnboginn BARIST í BRONX „RUMBLE IN THE BRONX“ ★ Ix'ikstjóri: Stanley Tong. Aðalhlutverk: Jackíe Chan, Anita Mui, Prancoise Yip. Miramax. 1995. HASARMYNDAKÓNGUR hins frjósama kvikmyndaiðnaðar í Hong Kong heitir sem kunnugt er Jackie Chan. Hann hefur gert tilraun til að hasla sér völl í Bandaríkjunum með þessari kínversk/amerísku kung fu dellu sinni og vist er að hún er nógu léleg til að hægt er að hlæja að henni. Enskt tal er sett á myndina, sem gefur henni ósvikinn B-mynda blæ, og röð óvæntra atvika ásamt dásamlega vondum leikurum í skelfilegum has- armyndarullum gera Barist í Bronx að ósviknu furðuverki. Það er hægt að bera virðingu fyrir Jackie Chan. Enginn hefur gert jafnlélega mynd af jafnmikilli ástríðu og hann. Allt snýst þetta um mótorhjóla- gengi sem leggur nýbúann Chan í einelti strax og hann kemur í Bronxhverfið frá heimalandi sínu. Hann fær engan frið til að sinna starfi sínu sem snyrtilegur og verk- samur innanbúðarmaður í nýlendu- vöruverslun en er á sífelldum hlaup- um undan genginu. Það saman- stendur af glottandi og larfalega klæddum ómennum svo aumum í slagsmálum að Chan berst einatt við a.m.k. fjóra til sex þeirra í senn.„Þið eruð úrhrök“, hrópar hann þegar hæst stendur og ratast satt orð á munn. En öll þau slags- mál leiða ekki til neins því eins og fyrir kraftaverk snúa ijandvinirnir bökum saman gegn enn verri óvini. Það eru jakkafataklædd illmenni í demantaleit (ekki spyija) en elting- arleikurinn við þá endar í hápunkti myndarinnar, spaugsamri svif- nökkvaferð um New York borg. Þetta er formúla sem dugað hef- ur Chan í hinu fjarlæga austri en honum gengur ekki sem best að heimfæra hana á vestræna vísu. Hinar miklu og óskiljanlegu svipt- ingar í frásögninni koma aðdáend- um hans líklega ekki á óvart og heldur ekki slæmur leikurinn eða fremur óspennandi hasaratriði sepi koma á færibandi. Mikill akkin- þykir í því að Chan framkvæmir sín áhættuatriði sjálfur og víst er að hann er mun betri áhættuleikari en leikari. Barist í Bronx er vond mynd en unnin af hjartnæmri ein- lægni og ósviknum áhuga. Hlátur- inn sem hún vekur er geðþekkur bónus. Arnaldur Indriðason Fimm ættliðir BLAÐINU barst fyrir skömmu þessi mynd af fimm ættliðum í beinan kvenlegg. Frá vinstri: Vilborg Pálsdóttir fædd 1907, Elínborg Stefáns- dóttir, Guðrún Sigurjóns- dóttir, Eyrún Björg Guð- mundsdóttir fædd 1995 og Guðrún Smáradóttir. Þær eru allar búsettar í Neskaupstað. ATh ín l_íne f)etween [ove Sýnd kl. 5, 7 og 9. Sýnd kl. 11. B.i. 16. Martin Lawrence sem sló eftirminnilega í gegn í Bad Boys síðasta sumar, er nú kominn í glænýjum grín- og spennu- sumarsmell. Myndin hefur notið mikilla vinsælda í Bandaríkjunum að undanförnu. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.05. B.i. 12 ára. Jjynn Whitjield Martin Jiawrence Loks er komið að frumsýningu þessarar mögnuðu grínhrollvekju úr smiðju félaganna Quentin Tarantion (Pulp Fiction) og Roberto Rodriguez (Desperado). Pottþéttur bíósmellur um allan heim! FORÐIST ÖRTRÖÐ - TRYGGIÐ YKKUR MIÐA í TÍMA! Frábær tónlist úr myndinni fæst á geislaplötu í betri plötuverslunum. Handrit: Quentin Tarantino. Aðalhlutverk: Quentin Tarantino, George Clooney (ER), Harvei Keitel, Juiiette Lewis. Leikstjóri: Roberto Rodriguez. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Stranglega bönnuð innan 16 ára.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.