Morgunblaðið - 05.06.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.06.1996, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 1996 FRÉTTIR 4 MORGUNBLAÐIÐ Málefni fatlaðra rædd á Alþingi Ekkí áætlað að beita flötum niðurskurði Morgunblaðið/Sverrir Bibbi-di-babbi-di-bú STARFANDI félagsmálaráðherra, Guðmundur Bjarnason, lýsti því yfir í utandagskrárumræðu um málefni fatlaðra á Alþingi í gær að fiatur niðurskurður á framlögum til með- ferðarstofnana fyrir fatlaða væri ekki fyrirhugaður við undirbúning fjárlaga næsta árs og leitast yrði við að tryggja þessum stofnunum nægilegt fjármagn til að halda nauð- synlegum rekstri gangandi. Ýmsir þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu ríkisstjórnina fyrir hafa engin úrræði til að tryggja fötluðum meðferð og aðstöðu við hæfi og töldu ófremdarástand ríkja vegna rekstr- arvanda meðferðarstofnana. Óttast frekari niðurskurð Rannveig Guðmundsdóttir, Al- þýðuflokki, hóf utandagskrárum- ræðuna og sagðist óttast frekari niðurskurð til þessa málaflokks. Raunar sagði hún að ef flötum nið- urskurði yrði beitt til að ná hagræð- ingu í rekstri samkvæmt tiimælum stjómvalda þýddi það endalok margra meðferðarstofnana. Lýsti hún vonbrigðum með það að félags- málaráðherra, Páll Pétursson, hafi ekki séð sér fært að vera viðstaddur umræðuna heldur hlaupið frá óþægi- legri umræðu. Rannveig rakti nokkur dæmi því til stuðnings að mikillar óvissu gæti í stefnu stjórnvalda í málefnum fatl- aðra. Vegna lágra fjárframlaga stæðu nokkrar meðferðarstofnanir frammi fyrir því að takmarka þjón- ustu verulega eða loka. Þessi óvissa væri ekki síst óþolandi fyrir aðstand- endur. Hún minnti á að aðeins í Reykjavík biðu rúmlega 200 manns eftir að komast að á meðferðarstofn- un. Guðmundur Bjarnason viður- kenndi að minna yrði úr umræðu um þessi mál vegna fjarveru félags- málaráðherra en vísaði jafnframt á bug að hann hefði hlaupist frá óþægilegri skyldu. Hann sagði að ekki ríkti ágreiningur um að tryggja meðferðarkosti fyrir þennan samfé- lagshóp. Jafnframt yrði þó að gæta aðhalds í rekstri í samræmi við þá meginstefnu stjórnvalda að ná halla- lausum fjárlögum. Hann sagði enn- fremur að unnið væri að því að stytta biðlista og meðal annars yrðu tvö ný sambýli opnuð í ár í því skyni. Tilmæli ekki fyrirmæli Jón Kristjánsson, formaður fjár- laganefndar, sagði að jafnvel þótt forstöðumenn stofnana hefðu fengið tilmæli um að reyna draga saman rekstrarkostnað væri ekki þar með sagt að sú verði raunin í stofnunum sem fást við málefni fatlaðra. Hann sagði að í fjárlaganefnd ríkti skiln- ingur á rekstrarvanda meðferðar- stofnana og reynt yrði eftir fremsta megni að koma í veg fyrir lokun þeirra. Kristín Halldórsdóttir, Samtökum um kvennalista, sagði ljóst að allar aðgerðir ráðherra í málefnum fatl- aðra, s.s. varðandi niðurskurð til meðferðarstofnana, væru ekki hugs- aðar til enda. Á síðustu mánuðum hefði framtíð og hlutverk ýmissa meðferðarheimila verið í uppnámi og vinnubrögð ráðherra væri til vansa. í grófum dráttum snerist ákvörðunarferlið í hringi. Fyrst lækki ráðherra framlög, þá takmarki forstöðumenn þjónustu eða loki heimilum, síðan mótmæli aðstand- endur og að síðustu lýsi ráðherra því yfir að aldrei hafi staðið til að loka né takmarka þjónustu, lofi úr- bótum og fái fyrir vikið blómvönd frá aðstandendum. Ríkisstjórn gefi þingi skýrslu Ásta B. Þorsteinsdóttir, Alþýðu- flokki, minnti á að fý'órði hver íslend- ingur þyi-fti að takast á við fötlun, ýmist eigin fötlun eða nákomins ættingja. Hún sagði að fatlaðir ættu sér tæpast málsvara í ríkisstjórn miðað við það hvernig stjórnvöld héldu á málum. Ásta skoraði á ríkis- stjórnina að gefa Alþingi skýrslu um málefni fatlaðra sem lögð yrði fram eigi síðar en í haust. Jóhanna Sigurðardóttir, Þjóð- vaka, sagði að samstaða þingmanna um að standa vörð um hag fatlaðra hefði brostið með því m.a. að tekjur framkvæmdasjóðs fatlaðra hefðu verið skertar og hluti þeirra látinn standa straum af kostnaði við rekst- ur meðferðarstofnana. BRÚÐUBÍLLINN frumsýndi leikritið Bibbi-di-babbi-di-bú í Hallargarðinum við Fríkirkjuveg SJÓMANNAFÉLAG Reykjavíkur sendi í gær Ögurvík hf. og Granda hf. bréf þar sem farið er fram á greiðslu sektar vegna þess að skip útgerðanna, Freri, Vigri og Þerney, voru við veiðar á sjómannadaginn. Jónas Garðarsson, formaður Sjó- mannafélags Reykjavíkur, sagði að farið væri fram á um 300 þúsund krónur á hvert skip í sekt. „Ég á nú von á að þeir hafni því en þá fer þetta bara í mál,“ sagði hann, I kjarasamningum sjómanna eru ákvæði um frí á sjómannadag með tilvísun til laga um sjómannadag. í lögunum segir í 1. grein að fyrsti sunnudagur í júní skuli vera almenn- í gær. Fjöldi leikskólabarna fylgdist með og lifði hópurinn sig mjög inn í atburðarásina. ur frídagur sjómanna með þeim und- antekningum sem um getur í lögun- um, en beri hvítasunnudag upp á fyrsta sunnudag í júní skuli sjó- mannadagur haldinn næsta sunnu- dag á eftir. í 5. grein laganna segir að „öll fiskiskip skuli liggja í höfn á sjómannadag og hafa komið til hafnar eigi síðar en kl. 12 á laugar- degi fyrir sjómannadag og láta ekki úr höfn fyrr en kl. 12 á hádegi næsta mánudag. Skipveijar skuli ekki vera skyldaðir til vinnu við skip- ið eftir kl. 12 á laugardegi fyrir sjó- mannadag nema öryggi þess sé í hættu.“ 6. grein laganna er svohljóðandi: Tvískött- un milli Is- lands og Kina hætt FRIÐRIK Sophusson, Ijármálaráð- herra, undirritaði samning um afnám tvísköttunar milli íslands og Kína í Kína á mánudag. Hann hefur orðið var við mikinn áhuga kínverskra stjórnvalda á þátttöku íslenskra fyr- irtækja í Kína, s.s. á sviði nýtingar jarðhita, fiskvinnslu og umhverfis- vænni tækni, að því er fram kemur í frétt frá íjármálaráðuneytinu. Stað- festur hefur verið áhugi Kínveija á áframhaldandi athugun á hag- kvæmni þess að reisa álver á íslandi. Liu Zhaongli, fjármálaráðherra Kína, bauð Friðriki að sækja hann heim til að undirrita samninginn um afnám tvísköttunar milli landanna. Samningur kínverskra og íslenskra stjórnvalda um skiptingu á skatt- lagningu fyrirtækja og einstaklinga, sem starfa í löndunum, er sá fyrsti sem íslensk stjórnvöld gera utan Evrópu og Norður-Ameríku. ísland hefur til þessa gert 19 samninga við önnur ríki, en Kína hefur gert 50 slíka samninga. Auðveldara að hasla sér völl Samningar sem þessir auðvelda fyrirtækjum að hasla sér völl erlend- is, að því er fram kemur í fréttinni frá_ ijármálaráðuneytinu. í heimsókninni á Friðrik fundi með seðlabankastjóra Kína, viðskiptaráð- herra og orkumálaráðherra auk ann- arra ráðamanna. „Ákvæði 1. málsgreinar eru frávíkj- anleg ef um er að ræða skip sem ætlað er að sigla með afla sinn á erlendan markað, enda sé skipshöfn kunn sú fyrirætlan áður en veiðiferð hefst. Einnig má víkja frá ákvæðum 1. mgr. ef mikilvægir hagsmunir eru í húfi og samkomulag tekst þar um milli útgerðar og skipshafnar." Eins og greint var frá í Morgun- blaðinu í gær telur Gísli Jón Her- mannsson hjá Ögurvík hf., sem ger- ir út Frera og Vigra, að engin lög hefðu verið brotin þar sem áhöfn Vigra hefði skrifað undir samkomu- lag um veiðarnar og ekki væri ólík- legt að Vigri sigldi með aflann. Veiðar þriggja skipa á sjómannadaginn Sektargreiðslu krafist Utandagskrárumræða á Alþingi um fjárhagsstöðu og sumarlokanir sjúkrastofnana Deilt um áhrif sumarlokana HARÐAR deilur spunnust um sumarlokanir sjúkrastofnana og ijárhagsstöðu þeirra í umræðum utan dagskrár á Alþingi í gær. Fulltrúar ríkisstjórnar og stjórnarandstöðu vísuðu hvorir tveggju í skýrslu Ríkisendur- skoðunar um áhrif sumarlokana máli sínu til stuðnings. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðis- ráðherra benti á að Ríkisendurskoðun teldi sumarlokanir ekki hafa teljandi áhrif á starf- semi spítalanna og fullyrti að sumarlokanir væru óhjákvæmilegar, m.a. vegna sumar- leyfa og viðhaldsframkvæmda. Stjórnarand- staðan efaðist á hinn bóginn stórlega um að lokanirnar skiluðu sparnaði eins og stefnt væri að og vísuðu í því efni í niðurstöður Ríkisendurskoðunar. Ekki má loka augunum Ásta B. Þorsteinsdóttir, Alþýðuflokki, hóf umræðuna og lýsti þungum áhyggjum yfir því ófremdarástandi sem þegar hefði mynd- ast á sjúkrahúsum í Reykjavík vegna lokana deilda. Hún sagði að lokuðum legudögum hefði fjölgað hratt á síðustu árum. Sérstakar áhyggjur hefði hún af lokunum geðdeilda en hún fullyrti að fjöldi lokaðra legudaga, miðað við heildarfjölda legudaga, hefði tífaldast frá árinu 1991. Ásta krafði heilbrigðisráðherra svara um fjárhagsvanda sjúkrahúsanna og hvernig hún hygðist mæta þeim vanda. Kristín Halldórsdóttir, Samtökum um kvennalista, sagði sumarlokanir ekki vera sparnaðaraðgerðir. Nú orðið væri jafnvel gert ráð fyrir þeim í rekstraráætlunum. Hún vakti athygli á að við lokanir deilda færðist umönn- un sjúklinga á herðar heimilanna með tilheyr- andi fyrirhöfn og kostnaði. Hún taldi nauðsyn- legt að meta áhrif allra aðgerða sem grípa þyrfti til vegna niðurskurðar. Ekki mætti loka augunum um leið og deildunum er lokað. Villandi umræða Ingibjörg Pálmadóttir sagði niðurstöður skýrslu Ríkisendurskoðunar staðfesta að sumarlokanir sjúkrahúsanna hefðu ekki telj- andi afleiðingar fyrir starfsemi sjúkrahús- anna. Óljóst væri hvort endurinnlögnum fjölgi vegna sumarlokana og aðrir biðlistar en vegna hjartaþræðinga hafi ekki lengst. Hún fullyrti að aukins álags á stofnanirnar verði þannig ekki vart vegna sumarlokana. Þvert á móti sé um eðlilegan samdrátt á starfsemi sjúkrastofnana á sumrin að ræða. Ráðherra upplýsti Alþingi að lokanir deilda, þ. á m. geðdeilda, væru minni en í fyrra. í svari við spurningu Ástu sagði hún að sjúkrahúsin í Reykjavík þyrftu um 400 milljónum króna til að ná endum saman. Eina leiðin til að leysa fjárhagsvanda þeirra væri að ná fram skipulagsbreytingum en um það væru fjölmargir fagaðilar sammála sem ráðuneytið hefði leitað til. Jón Kristjánsson, formaður fjárlaganefnd- ar, kvað umræðuna að mörgu leyti villandi vegna þess að í málflutningi stjórnarandstöðu væri ekki greint á milli ólíkra orsaka lokana. Þær geti verið vegna sumarleyfa, viðhalds- framkvæmda en vissulega einnig vegna ónógra fjárframlaga. Heilbrigðisráðherra sagði ennfremur það hafa komið á óvart hvernig stjórnarandstað- an hefði reynt að hindra framgang frum- varps um heilbrigðisþjónustu sem boðaði úrbætur í þessum málum, m.a. með naúðsyn- legum skipulagsbreytingum og aukinni sam- vinnu sjúkrastofnana. Kvaðst ráðherra lýsa allri ábyrgð á hendur stjórnarandstöðunni legðist hún gegn sjálfsögðum skipulags- breytingum. Margir þingmenn stjórnarandstöðunnar brugðust ókvæða við þessum ummælum og sögðu málflutning ráðherra óveijandi. Kristín Ástgeirsdóttir vísaði því á bug að stjórnar- andstaðan hefði stöðvað framgang stjórnar- frumvarpsins. Kristín sagði að frumvarpið hefði verið lagt mjög seint fram og stjórnar- andstöðu aðeins bent á það, í viðræðum for- manna þingflokka og þingforseta um þing- lok, að gera þyrfti ráð fyrir góðum tíma í umræður um svo efnismikið og mikilvægt mál er varðaði framtíð heilbrigðisþjónustunn- ar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.