Morgunblaðið - 05.06.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 05.06.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ1996 35 MIIMIMIIMGAR RÍKARÐUR R. STEINBERGSSON + Ríkarður Reynir Stein- bergsson fæddist í Skriðu í Hörgárdal í Eyjafjarðarsýslu 13. apríl 1930. Hann lést á heim- ili sínu í Reykjavík 25. maí síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 3. júní. En handan við pllin og handan við áttirnar og nóttina rís tum ljóssins þar sem himinn sefur. Inn í frið hans og draum er förinni heitið. (Snorri Hjartarson) Kær frændi minn Ríkarður Reyn- ir Steinbergsson er látinn eftir erf- iða baráttu við óvægan sjúkdóm. Hann var glæsimenni, ákaflega vel gerður og greindur maður og því var það svo sárt að hann skuli svo ótímabært hrifínn úr umfangsmiklu starfi og ekki síður frá fjölskyldu sinni og vinum, svo hlýr og gefandi persónuleiki sem hann alla tíð var. Ríkarður var á öðru aldursári þegar faðir hans lést eftir stutt veikindi og Jóna Steinunn, einka- systir hans, fæddist rúmum mánuði síðar. Þau systkin hafa alla tíð ver- ið sérlega samrýnd. Þau ólust því upp hjá móður sinni við ástúð og öryggh Vöggugjafir fékk hann ríkulegar, námið var honum auðsótt og sleppti hann síðasta bekk í barnaskóla og tók próf upp í menntaskólann, lauk stúdentsprófi vorið 1949. Lauk fyrrihlutaprófi í verkfræði frá Há- skóla íslands vorið 1952 og prófi í byggingaverkfræði frá Danmarks Tekniske Hojskole 1955. Ég veit að öll sín störf vann hann af þekk- ingu og alúð og var mjög farsæll í umfangsmiklum og krefjandi störf- um, en um það munu aðrir kunn- ugri fjalla. í Kaupmannahöfn kynntist hann fyrri konu sinni Valgerði Gróu Ingi- mundardóttur og þar er fyrsta barn þeirra Steinberg fæddur, síðar komu Hildur, Heimir og Reynir. Það voru dimmir dagar í Geitastekknum þegar Gógó féll frá svo óvænt í október 1978. En aftur birti til þeg- ar inn í líf hans kom Valdís Garðars- dóttir, seinni kona hans, en Valdís var ekkja með sex uppkomin börn. Það var svo sannarlega stór hópur þegar öll fjölskyldan var saman komin á glæsilegu heimili þeirra hjóna. Við Ríkarður vorum systrabörn og þegar pabbi minn deyr skyndi- lega ákveða þær systur að flytja saman með börn sín og móðurömmu okkar. Þetta reyndist ákaflega vel og við börnin vorum öll mjög sam- rýnd og höfðum alltaf nóg fyrir stafni. Eftir nokkur ár urðu heimil- Skilafrest- ur minn- ingar greina Eigi minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í miðvikudags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dög- um fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingar- degi. in aftur tvö en sambandið hélst og mikill samgangur alla tíð. Ég sé Ríkarð ljúfan og glaðan í leik, hiaupandi eftir bolta, í snjókasti, á sleða, við erum að kveðja hann, hann að fara í sveitina og þegar hann kemur heim um haustið, hvað hann hefur lengst, ermarnar alltof stuttar og buxurnar líka og hvað hann er glaður að vera kominn heim og við fögnum öll. Ríkarður fermdur, Ríkarður fallegur ungur maður með hvíta kollinn sinn og allir voru svo stoltir og samfögnuðu af heilum hug. Ríkarður kemur í Úthlíðina að kveðja, hann er brúnn, búinn að vera í mælingum um sum- arið. Hann tekur tvær, þrjár mynd- ir og af okkur Jonnu mágkonu með Marinó og Boggu sem hann sendir mér síðar. Við Einar stoppuðum í Kaupmannahöfn í tvo daga haustið 1954. Öðrum deginum eyddi Rík- arður með okkur og um kvöldið borðuðum við hjá þeim Gógó, sem þá voru gift og áttu von á sínu fyrsta barni. Það var yndislegt að koma til þeirra þetta kvöld eins og ævinlega. Ríkarður var gleðimaður og naut sín vel á góðri stundu, hvort heldur var í fámennum hópi eða fjöl- menni. A níræðisafmæli Sumarósar móður hans 10. maí 1995 var henni haldin vegleg veisla á heimili þeirra Valdísar og lék Ríkarður á als oddi, bráðskemmtilegur að vanda. Minn- ingarnar eru margar en þó held ég að uppúr standi myndin af þessum hlýja og góða dreng sem alla tíð var sjálfum sér og sínum sannur. Jónas Hallgrímsson sagði svo fallega eftir látinn vin: Dáinn, horfinn! Harmafregn! Hvílíkt orð mig dynur yfir! En ég veit að látinn lifir; það er huggun harmi gegn. Og Ríkarður lifir í börnum sínum, barnabörnum og afkomendum öll- um, í verkum sínum, orðstír og í hugum okkar sem þótti svo vænt um hann. Elsku Valdís og elsku Sumarrós mín, Didda, börnin og fjölskyldan öll. Við Einar og okkar fjölskylda samhryggjumst ykkur af heilum hug í djúpri sorg. Hann var fæddur inn í vorið og hefur nú Iagt upp í þá ferð sem okkur er öllum búin. Þegar sumarið er komið, jörðin að skrýðast sínum óviðjafnanlegu litum og sólin má varla vera að því að setjast. Það hlýtur að hafa verið falleg landtaka. Hulda Marinósdóttir. Laugardaginn 25. maí sl. var okkur hjónum tilkynnt andlát Rík- arðs Steinbergssonar, fram- kvæmdastjóra Húsnæðisnefndar Reykjavíkur, en hann hafði andast þá um nóttina. Andlátsfregn hans kom mér til að hugleiða hve stutt er í raun á milli lífs og dauða. Hve skammur tími er frá því að maður er í fullu starfi, með áform um næstu skref sem stigin verða, til að þoka þessu eða hinu verkefninu fram á veg til hagsbóta fyrir þá stofnun og einstaklinga sem unnið er fyrir hveiju sinni, og þar til umskiptin verða. Það er ekki liðið nema eitt ár frá því að Ríkarður greindist með þann sjúkdóm sem varð honum að aldurt- ila langt fyrir aldur fram. Ríkarður hóf afskipti sín af hin- um svokölluðu félagslegu hús- næðismálum á árinu 1967. Hann hafði afar næman skilning á því að félagslegt húsnæði þyrfti að vera vel úr garði gert og fylli- lega sambærilegt við það sem ger- ist hjá öðrum. Hann taldi að styrk- ur þessa félagslega kerfis væri fólg- inn í því að geta boðið gott en þó ódýrt húsnæði. Ríkarður hafði gott auga fyrir hönnun enda verkfærðingur að mennt. Það var hans lífsstíll að leysa hvert verkefni eins vel af hendi og kostur var á og leita að bestu lausn í hveiju tilfelli fyrir sig. Þær rúmlega 3.700 íbúðir sem nú tilheyra þessu kerfi hér í Reykja- vík sanna þessa skoðun mína. í erilsömu starfi sínu sem fram- kvæmdastjóri reyndist hann vel miklum fjölda fólks sem leitaði til hans með vandamál sín og við stjórnarmenn og starfsmenn undr- uðumst oft á tíðum það minni sem hann hafði. A löngum fundum stjórnar við úthlutun húsnæðis kynntust menn vel hverjir öðrum og þeim viðhorf- um sem menn hafa í þeim við- kvæmu málum sem oft á tíðum er ijallað um. Ríkarður minnti oft á að menn yrðu að gæta samræmis í gjörðum sínum og ekki mætti sá gjalda þess sem minna færi fyrir. Ríkarður átti auðvelt með að umgangast fólk og náði góðum tengslum við samstarfsfólk sitt. Hann var fljótur að átta sig á hveiju máli, fljótur að greina aðalatriðinfrá aukaatriðum, hann var fylginn sér í rökræðum en tók þó fullt tillit til skoðana annarra, en umfram allt var hann traustur og heilsteyptur maður sem vildi leysa starf sitt af kostgæfni. Á góðum stundum var hann hrókur alls fagnaðar og þá var gaman að hlusta á hann rifja upp eftirminnileg atvik, hann hafði næmt skopskyn og þá var stutt í brosið. Fyrir hönd Húsnæðisnefndar Reykjavíkur, stjórnar og starfsfólks vil ég þakka Ríkarði Steinbergssyni fyrir farsælt og gott forystustarf í nær þijá áratugi við að liðsinna fólki sem leitaði til Húsnæðisnefnd- arinanr með sín alvarlegustu mál. Persónulega viljum við, ég og kona mín, þakka honum fyrir aldar- fjórðungs vináttu og hlýhug. Val- dísi og öðru venslafólki vottum við okkar dýpstu samúð. Páll R. Magnússon, formaður Húsnæðisnefndar Reykjavíkur. Mig langar í örfáum orðum að minnast Ríkarðs Steinbergssonar verkfræðings, sem andaðist 25. maí sl. á heimili sínu. Kynni okkar Ríkarðs urðu þegar hann starfaði við verkfræðileg verk- efni fyrir Sigluijarðarkaupstað en hann rak þá Verkfræðistofuna Traust hf. ásamt fleirum. Ríkarður vann fyrir Rafveitu Sigluljarðar áætlun um viðgerð á stíflu Skeiðsfossvirkjunar sem byggð var á stríðsárunum. Til liðs við sig fékk hann verkfræðingana Ríkarð Kristjánsson og Hákon Ól- afsson sem hafa sérfræðiþekkingu á steypuviðgerðum. Á árunum 1968-1969 voru mikl- ir kuldar og hafís fyrir Norðurlandi og þar af leiðandi erfiðleikar með raforkuvinnslu vatnsaflsstöðva. Á þessum árum vorum við að skoða möguleika á stækkun Skeiðs- fossvirkjunar neðar í Fljótá, Sigurð- ur Thoroddsen hafði gert áætlun um virkjun við Reykjarhól, sem gerði ráð fyrir jarðstýflu og göngum fyrir vatn að virkjuninni. Við endurskoðun á þessum hug- myndum var mælt með steyptri stíflu og pípu. Miklar umræður voru um orkumál á þessum árum og flýtti olíuverðshækkun 1973 mjög fyrir ákvörðunum um byggingu hitaveitna og ákvörðunum um línu- lagnir milli einangraðra raforku- kerfa. Um þetta leyti fékk Rafveita Siglufjarðar leyfi til að byggja virkj- un 1,7 Mw í Fljótaá, veitunefnd samdi við Ríkarð og Ásgeir Sæ- mundsson að hanna virkjunina og sá Ríkarður um byggingateikningar og burðarþolsreikninga en Ásgeir um rafbúnað. Meðan á þessu verki stóð vorum við í miklu sambandi en Ríkarður var með verk víða á landinu og þótt erfitt gæti verið að finna hann vegna aðkallandi úrlausnarefna leysti hann öll slík mál á sinn hægl- áta og þægilega hátt. Þegar ég lít til baka finnst mér að þetta verk hafi höfðað sérstaklega til hans og hann hafi haft gaman af að takast á við það. Ríkarður var fæddur á Skriðu í Hörgárdal 13.4. 1930 og útskrifaðist úr MA 1949, hann lauk verkfræðiprófi frá Kaupmannahöfn 1955. Hann hafði miklar taugar til Norðurlands og metnað fyrir Akur- eyri, ræddum við oft um framtíð þessa landshluta í samkeppni við höfuðborgarsvæðið. Ríkarður tók við framkvæmda- stjóm við byggingu verkamannabú- staða í Reykjavík og síðan Hús- næðisnefndar Reykjavfkur. Samskipti okkar minnkuðu og hin síðustu ár töluðum við saman í síma og oftast var umræðuefnið hvernig atvinnulífið og mannlífið gengi á Siglufirði. Ég átti þess kost að skoða með honum nokkra áfanga á vegum Húsnæðisnefndar Reykjavíkur og fann hve stoltur hann var af þessum framkvæmdum. Ég á minningar um móttöku á heimili hans og fyrri konu, Gróu Valgerðar Ingimundardóttur, en Ríkarður missti hana snögglega 1978. Ég sakna nú vinar í stað. Þótt samskiptin hafi minnkað var nota- legt að vita af Ríkarði, ef eitthvað kæmi upp á var svo þægilegt að grípa símann og ræða málin. Áð leiðarlokum vil ég þakka fyr- ir þau störf sem hann vann Siglu- firði og sérstaklega það sem hann vann við virkjanirnar. Aðstandendum færi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Sverrir Sveinsson. • Fleiri minningargreinar um Ríkarð R. Steingrímsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUNNLAUGS FRÍMANNS RÖGNVALDSSONAR frá Kvíabekk. Börn, tengdabörn og afabörn. t ELÍSABET SVEINSDÓTTIR, fædd 22.júnf 1922, dáin 5. mai 1996. Við áföll í lífinu er dásamlegt að eiga einlæga vini. Innilegar þakkir og kveðjur. DavfA S. Jónsson og fjölskyldur. t Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinsemd við andlát og útför mannsins míns, föður, stjúpföður, tengdaföður og afa, ÓLAFSÁRNASONAR frá Oddgeirshólum. Sérstakar þakkir til starfsfólks D-deildar Landspítalans og Sjúkra- húss Suðurlands fyrir frábæra umönnun. Guðmunda Jóhannsdóttir, Kristín Ólafsdóttir, Kristján Jónsson, Eyrún Briem Kristjánsdóttir, Hákon Fannar Kristjánsson, Heiðar Ragnarsson, Hörður Ragnarsson, Guörún Jónsdóttir, Drífa Harðardóttir, Una Harðardóttir, Ragnar Haröarson. t Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför BENEDIKTU E. HAUKDAL frá Bergþórshvoli. Sigurður Haukdal, Anna Haukdal, Eggert Haukdai, Guðrún Bogadóttir, Ásta Valdimarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, DANÍELS GUÐJÓNSSONAR, dvalarheimilinu Hlíð, áður Norðurgötu 39, Akureyri. Dóróthea Daníelsdóttir, Ingólfur Þórarinsson, Guöjón H. Danfelsson, Anna Þorsteinsdóttir, Anna Lillý Danfelsdóttir, Kristján Árnason, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.