Morgunblaðið - 05.06.1996, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 05.06.1996, Blaðsíða 42
c2 MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF • FORSETAKJÖR Forsetakosningar um menn eða hugmyndir Frá Pjetri Hafstein Lárussyni: SVO sem lýðum er ljóst, hefur Jón Baldvin Hannibalsson nú opinber- að alþjóð, að hann hyggi ekki á framboð í komandi forsetakosning- um. Og sem góður og gegn skóla- maður, veit hann vitanlega, að slík yfirlýsing verður ekki gefin í fáum orðum, svo sem eins og „þrátt fyr- ir ljölda áskorana...“ o.s.frv. Nei, hér var þörf ítarlegri skýringa og dugði ekki minna til, en opna í Morgunblaðinu og Alþýðublaðinu. Kennir þar ýmissa grasa, en hér skal aðeins staldrað við vangavelt- ur Jóns Baldvins um framboð þeirra Ástþórs Magnússonar og Ólafs Ragnars Grímssonar. Jóni Baldvini er sýnilega mjög í mun, að gera framboð þessara manna torkennileg, á þeim for- sendum, að stefna þeirra í öryggis- málum brjóti í bága við stefnu lýð- ræðislega kjörinna stjórnvalda í þeim málum og þar með skoðanir meirihluta þjóðarinnar. Ekki fæ ég skilið áhyggjur Jóns Baldvins varð- andi Ólaf Ragnar í þessu sam- bandi, enda veit ég ekki betur, en þeir hafi setið saman í ríkisstjórn, án þess að sá síðarnefndi hafi séð ástæðu til að hreyfa hermálinu eða öðrum þáttúm í öryggismálum landsins. Það hefur heldur ekki farið fram hjá mönnum, að í þess- ari kosningabaráttu þegir Ólafur Ragnar þunnu hljóði um skoðanir sínar á þessu sem öðru. Má af því draga þá ályktun, að nái hann kjöri, muni hann eigi draga úr þeirri virðulegu þögn. Framboð Astþórs Magnússonar Hvað Ástþór Magnússon varðar, er staðan önnur. Hann fer ekki dult með þá skoðun sína, að virkja skuli Bessastaði, þ.e. forsetaemb- ættið, í þágu heimsfriðar. Nú hátt- ar að vísu svo til, að forsetaemb- ættið er valdalaust með öllu. Því er útilokað, að forseti geti rekið sjálfstæða stefnu, hvorki í öryggis- málum né á nokkru öðru sviði. Én þar með er ekki sagt, að ríkis- stjórnin á hverjum tíma og Al- þingi, geti ekki nýtt þetta emb- ætti til aiþjóðlegrar friðarbaráttu, rétt eins og það hefur hingað til ekki verið nýtt til nokkurs hlutar, nema til að lyfta glasi við hátíðleg tækifæri og láta smá ræðustúf fyigja. Eralþjóðleg friðarbarátta íslendinga möguleg? Nú þegar Ásþór Magnússon hef- ur gefið kost á sér til forsetafram- boðs og er þar að auki eini fram- bjóðandinn, sem viðrað hefur hug- myndir um breyttar áherslur varð- andi störf embættisins, má öllum ljóst vera, að kjósendur standa ekki lengur aðeins frammi fyrir vaii á einstaklingum, heldur einnig hugmyndum. Ekki fer milli mála, að þessar hugmyndir stangast á við viðtekna hefð. En þar með er ekki sagt, að þær bijóti í bága við stjórnskipun ríkisins. Það fer ekk- ert á milli mála, að hverjar svo sem athafnir forsetaembættisins verða í framtíðinni, þá munu þær mótast af vilja Alþingis og ríkisstjórnar. Úrslit forsetakosninganna breyta þar engu um. Hitt er svo annað mál, að næði Ástþór verulegu fylgi í forsetakosningunum, fælust í því ákveðin skilaboð kjósenda til stjórnmálamanna, í þá veru, að tímabært sé, að íslendingar beiti sér í alþjóðlegri friðarbaráttu. Að nú ekki sé talað um, ef svo færi, að maðurinn næði kjöri. Án þess ég vilji gera mönnum upp skoðanir, þykist ég vita, að flestir telji okkur íslendingum bæði ljúft og skylt, til að leggja okkar lóð á vogarskálarnar til að stuðla að friði í heiminum. En höfum við til þess burði? „Við erum smáþjóð," segja menn. Það er rétt, hvað fólksfjölda varðar. En stærð þjóða mótast ekki einungis af fólksfjölda. Hún mótast einnig af kjarki og andlegu atgervi þegnanna. Ef við Islending- ar erum smáþjóð í víðtækustu merkingu þess orðs, þá er það ekki sakir fámennis, heldur vegna smárra hugsana. Fámennar þjóðir með steka sjálfsvitund, óbrenglaða sjálfsvirð- ingu og þá víðsýni sem þarf, til að virða aðrar þjóðir, geta áorkað ýmsu. Hver um sig geta þær látið rödd sína óma um víðan völl. Og sameinist þær um góðan málstað, verða stórveldin að taka tillit til þeirra. Það vart.d. ekki áð ástæðu- Iausu, sem forseti Suður-Afríku þakkaði Norðurlöndunum fyrir mikilvægan þátt þeirra í afnámi kynþáttaaðskilnaðarstefnunnar. (Því miður var þátttaka okkar ís- lendinga í þeirri baráttu óveruleg, nema þá rétt á lokasprettinum). Allir hafa forsetaframbjóðend- urnir nokkuð til síns ágætis og skal ekki gert upp á milli þeirra hér. En hitt skal að lokum ítrekað, að í komandi kosningum, gefst fólki ekki aðeins tækifæri til að kjósa miili manna, heldur einnig hugmynda. PJETUR HAFSTEIN LÁRUSSON, Rangárseli 20, Reykjavík. Leiðrétting á rangfærslum Sigurðar Helgasonar Frá kosningamiðstöð Ólafs Ragnars Grímssonar: NAUÐSYNLEGT er að leiðrétta fullyrðingar sem fram koma í les- endabréfi Sigurðar Helgasonar, fyrrverandi forstjóra, í Mbl. 1. júní sl. Sigurður fullyrðir að Ólafur Ragnar Grímsson hafi ekki hitt hr. Nand Khemka fyrr en eftir að hann var orðinn aðalræðismaður íslands á Indlandi og hafi því engan hlut átt að skipan hans í þá stöðu. Hið rétta er að Ólafur Ragnar og Guð- rún Katrín, kona hans, hittu Nand Khemka og Jeet, konu hans, fyrst árið 1987 og bundust þeim vináttu- böndum sem hafa haldist æ síðan. Khemka varð svo aðalræðismaður ári síðar, 1988, svo sem fram kem- ur í handbók utanríkisráðuneytis- ins frá þeim tíma. Ólafur Ragnar hefur hins vegar aldrei dregið úr hlut Sijgurðar í að fá Nand til að þjóna Islandi með þessum hætti. Það kom m.a. fram í ræðu sem Ólafur flutti fyrr í vet- ur i boði, sem hann hélt á heimili sínu Khemka til heiðurs, þar sem hann minnti sérstaklega á þátt Sigurðar og færði honum þakkir. Sigurður Helgason var sjálfur við- staddur þá stund ásamt Eddu dótt- ur sinni, sem bæði voru meðal gesta á heimili Ólafs Ragnars og Guðrúnar Katrínar. I DAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Hvers eiga sætir strákar að gjalda? MIG LANGAR að lýsa undrun minni á ákveðnu misrétti sem hér tíðkast í fjölmiðlum. Nær daglega er Morgunblaðið og fleiri dagblöð uppfull af „frétt- um“ af ýmsum fegurðar- og fyrirsætukeppnum kvenna. Það er ungfrú þetta og ungfrú hitt og Elite og Ford og hvað þetta nú heitir allt saman. Slíkar keppnir skipta örugglega einhveijum tugum árlega og satt best að segja þykir mér barasta engin „frétt“ að einhveijar smástelpur séu að klöngrast uppi á sviði á hælaskóm og sund- bol, enda virðist það vera nær daglegt brauð. Hitt er svo annað mál að þegar einhveijar raun- verulegar fréttir verða af nýjungum á sviði fegurð- armála þá er þagað þunnu hljóði eða í mesta lagi splæst andlitsrnynd í frí- merkisstærð. Á ég hér t.d. við fegurðarsamkeppni karla sem haldin var ný- lega í Hafnarfirði og tel ég það vissulega til tíðinda í heimi fegurðarinnar að herra eitthvað sé valinn hér á landi því það gerist ekki nema einstaka sinn- um. Þetta blessaða dag- blað sá ekki ástæðu til að birta nema eina litla mynd- lausa klausu fyrir þá keppni og síðan míkrófrétt með andlitsmynd í frí- merkisstærð, sennilega bara vegna þess að ungfrú eitthvað var með á mynd- inni. Önnur stórfrétt að mínu mati úr heimi fegurðarinn- ar hefur einnig að mestu farið framhjá helstu dag- blöðum landsmanna pn það er sú staðreynd að íslend- ingur erHerra Norðurlönd. Ég man ekki eftir að hafa séð viðtal við þann unga mann, né heldur almenni- legar myndir af honum í þessu blaði sem annars leggur sig í líma við að birta myndir af tilvonandi ungfrúm eitthvað miklu minna. Mér þykir þetta misrétti í fréttaflutningi undrum sæta og hef leitað logandi ljósi að nærtækum skýr- ingum og dettur einna helst í hug að ástæðan sé að ómyndarlegir og for- pokaðir ritstjórar þoli ekki samkeppnina, eða hvað? HS, áhugamanneskja um fegurð. Tapað/fundið Hálsmen tapaðist SVART möndlulaga hálsmen með hvítum skell- um tapaðist á dansleik á Sörlastöðum sl. laugar- dagskvöld, eða í strætis- vagni á leið þaðan. Finnandi vinsamlega hringi í síma 555-3721 eða 551-4474. Næla fannst NÆLA fannst fyrir utan Sjúkrahús Reykjavíkur (Borgarspítalann) 29. maí sl. Upplýsingar í síma 553-9175. DBS-hjól tapaðist ANNAN dag hvítasunnu hvarf vínrautt 21 gírs DBS-Kilimanjaro karl- mannshjól þar sem það stóð fyrir utan Hagstofu íslands. Skrá hjólsins er steypt I stellið og ég hef báða lyklana! Til að hafa not af hjólinu þarf að saga af krómaðan tein sem gengur inn í skrána. Sá sem tók hjólið skili því á sama stað. Aðrir sem kynnu að hafa séð hjólið eru beðnir að láta vita í síma 561-7434. Lyklakippa tapaðist LYKLAKIPPA með áhangandi gylltu blómi með fjórum lyklum tapað- ist á leiðinni frá Lyng- brekku í Kópavogi að Mávahlíð. Finnandi vin- samlega skili lyklunum til óskilamunadeildar lögregl- unnar í Kópavogi. Gæludýr Hundur og mýs Fallegan ijögurra ára colliehund vantar gott heimili. Einnig fást ástr- alskar stökkmýs gefins. Upplýsingar í síma 568-5693. - Köttur á flækingi GRÁBRÖNDÓTTUR ung- ur högni, gæfur og mann- elskur, fannst rétt fyrir ofan Hafnarfjarðarveg, ekki langt frá hesthúsun- um. Hann er með gat eða bit á öðru eyranu, er vel haldinn og með ólarfar á hálsinum. Upplýsingar veittar í síma 555-1564 eða 854-3990. Dísarpáfagaukur tapaðist GRÁR dísarpáfagaukur tapaðist frá Hjaltabakka 2 sl. sunnudag. Þetta er kvenfugl og er hún mjög mannelsk. Hafi einhver orðið ferða hennar var er hann beðinn að hringja í síma 557-2987. Kettlingar SJÖ vikna kettlingar, kassavanir og fallegir, fást gefins á góð heimili. Upp- lýsingar í síma 567-6569. SKAK llmsjón Margeir Pétursson STAÐAN kom upp á stór- mótinu í Dos Hermanas á Spáni í viðureign tveggja af fimm stigahæstu skák- mönnum í heimi. Vasílí ívantsjúk (2.735), Úkra- ínu, var með hvítt, en tví- tugi Rússinn Vladímir Kramn- ik (2.775) hafði svart og átti leik. ívantsjúk var að reyna 25. Bd3xb5!? í erfiðri stöðu. 25. - Bxa2+! (En síður 25. - axb5 26. Hxd5!) 26. SVARTUR leikur og vinnur Kxa2 - axb5 27. Kbl - Da5 28. Rd3 (Ekki 28. Hxe6 - Rc3+! 29. Kxb2 - Db4+ 30. Kcl - Ra2 mát) 28. - Ba3 29. Ka2 - Rc3+ 30. Kb3 - Rd5 31. Ka2 - Bb4+ 32. Kbl - Bc3 og hvítur gafst upp því hann er óvetjandi mát. Meistaramót Skákskóla Islands hefst í kvöld í húsa- kynnum skólans að Faxa- feni 12. Mótið er opið þeim sem tóku þátt í námskeiðum skólans í vetur. Fyrstu verð- laun eru glæsileg, en þau eru ferð á skákmót erlend- is. Teflt er miðvikudags-, fimmtudags- og föstudags- kvöld frá kl. 19.30, en laug- ardag og sunnudag verða tefldar tvær umferðir hvorn daginn. Ast er... ... að leggja heiminn að fótum sér. TM Reg U S P«t. 011. — all nghts reserved (c) 1996 Los Angeles Times Syndicate Víkverji skrifar... YÍKVERJI var að blaða í nýju myndarlegu símaskránni nú á dögunum. Þar eru svo sannarlega ýmsar handhægar upplýsingar, sem komið geta notendum hennar að gagni og horfa til bóta. Hins vegar saknaði Víkveri skráar yfir MND- síma og GSM-síma, sem notendur símaskrárinnar hljóta að þurfa að hafa aðgang að, rétt eins og að venjulegum símanúmerum. Það er í senn óskiljanlegt og óeðlilegt að slík- ir símar skuli ekki vera í sérskrá, en oft og einatt eru þeir þó skráðir beint undir nöfnum viðkomandi. Hins vegar eru símar I fiskiskipum, sem eru þó farsímar, í sérskrá. xxx AANNAÐ, sem Víkveiji rakst á í skránni og hann á erfitt með að skilja og það er strætis- vagnakortið, sem er í sjálfu sér mjög handhægt og gott fyrir les- endur skrárinnar. Unnt er að sjá nákvæmlega hvernig unnt er að komast yzt af Seltjarnarnesi og upp í Breiðholt eða í austustu hverfi borgarinnar, en ætli menn í Kópa- vog, Hafnarfjörð eða út á Álftanes eða í Mosfellsbæ, eru engar upplýs- ingar um almenningsvagnana, sem þangað ganga. Þó eru áætlunar- ferðir þessara vagna samhæfðar, þannig að menn geta komizt á græna kortinu úr vögnum SVR til allra þessara sveitarfélaga án þess að þurfa að greiða sérstaklega fyr- ir það. Kannski er þetta ákveðin vísbending ritstjórnar Símaskrár- innar um að menn eigi ekkert að vera að flækjast til þessara ná- grannasveita höfuðborgarinnar. Nú getur verið að kortið, sem birt er í símaskránni sé aðeins aug- lýsing frá SVR, sem fyrirtækið greiðir fyrir birtingu á. En það kem- ur hvergi fram í skránni og er þá þjónustugildið ekki það sem það virðist vera. Raunar er þetta leiða- kort SVR, sem birt er í skránni, alls ekki í gildi og verður það ekki fyrr en í ágúst að því er fram kem- ur í skránni sjálfri, þannig að nauð- synlegt er að vara fólk við að taka það of bókstaflega. Um upphaf gilo- istíma leiðakerfisins, sem sýnt er í skránni verður auglýst síðar. Kannski í nýrri símaskrá? XXX ENN verður Víkverji að kvarta undan skránni og það er að í hana vantar enn bæjaskrána, skrá um bæi í sveitum, sem hafa síma, sem hvarf fyrir allmörgum árum úr skránni. Bæjaskráin var þannig að menn gátu flett í henni upp á öllum bæjum í sveitum landsins og séð í hvaða hreppi bærinn var og hvert póstnúmer tilheyrði bænum. Þegar þessi skrá var látin hverfa var notendum skrárinnar ekki einu sinni tilkynnt um brotthvarf henn- ar. Þess vegna hentu menn gömlu skránni, en uppgötvuðu ekki fyrr en löngu seinna að hana vatnaði í nýju skrána. Víkveiji var þó það heppinn, að þegar hann uppgötvaði brottnám bæjaskrárinnar, átti hann eitt eintak af gömlu skránni og á enn og gætir eins og sjáaldurs auga síns. Víkverji skorar á ristjórn Símaskrárinnar, að bæta nú úr þessu að ári, þegar ný skrá sér dagsins ljós.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.