Morgunblaðið - 06.10.1995, Síða 18

Morgunblaðið - 06.10.1995, Síða 18
18 FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Hlutur innlends bjórs hefur dregist saman um 10% frá síðasta ári Bjór- salan eykst um 12% MARKAÐSHLUTDEILD innlendu bjórframleiðendanna tveggja held- ur áfram að dragast saman á sama tíma og ýmsar erlendar bjórteg- undir sækja í sig veðrið. Þannig hafði innlendi bjórinn um 56% hlut- deild á markaðnum í september samanborið við tæplega 67% hlut- deild í sama mánuði í fyrra. Þegar litið er yfir fyrstu níu mánuði ársins kemur í ljós að hlut- ur innlenda bjórsins hefur dregist saman úr um 70% í 60%. Þar veg- ur þungt nokkur samdráttur hjá Viking hf. á Akureyri. Fyrirtækið seldi rúmlega 1,7 milljónir lítra í ár borið saman við tæplega 1,9 milljónir lítra á sama tíma í fyrra og tapaði um 6,5 prósentustiga hlutdeild. Betur hefur tekist til hjá Ölgerðinni sem jók sína sölu milli ára en hélt þó ekki í við öran vöxt á heildarmarkaðnum. Á fyrstu níu mánuðunum var salan samtals rösklega 6,1 milljón lítra, sem er um 12% aukning frá því í fyrra. Löwenbrau á í vök að verjast Baldin Valdimarsson, fram- kvæmdastjóri Viking hf., segir að aukningin á markaðnum hafi eink- um komið fram í aukinni sölu á ýmsum smærri innfluttum tegund- um. Þessi sala hafi bitnað mjög á stærri tegundunum. „Það er ágæt staða á okkar stærstu tegund, Vik- ing-bjór, og salan er enn í vexti. Við höfum hins vegar átt í vök að verjast með Löwenbráu sem var mjög vinsæll hér áður. Tegundin er í litlum dósum en neyslan hefur verið að færast yfir í hálfs lítra dósir. Við höfum sótt um að Löw- enbrau-bjór verði einnig á boðstól- um í hálfs lítra dósum og érum á biðlista hjá ÁTVR.“ Enn eykst bjórneyslan ■ -:m35.2% Markaðshlutdeild framleiðenda í janúar-sept. 1994 og 1995: ÖlgerðinE.S.'ÍHS Viking hf.1 Becks1 Heineken1 Holsten' Pripps1 Anhauser1 Aðrir[ Markaðshlutdeild bjórtegunda í janúar-sept. 1994 og 1995: 9,8% Egils Gull L- ■■■ ' ujbinn iksáffánt 12,0% u ; 11.8% Tuborg Grænn Œ Becks Thule Holsten Heineken Löwenbráu Budweiser Pripps lce bjór Aðrar tegundir 121,6% 24,5% ________li ling ölu 1995 [im- Jan.- sept., Jan.-sept., lítrar lítrar 11,7%! ir 3.734.355 3.215.296 Jkur 841,800 953.150 -llö. 477,038 307.316 ir } 1.063.798 1.002.214 r.Ta 1595 M 6.146.991 5.477.976 Oljósthvort vextir á húsbréf- um lækka frekar ÁV ÖXTUNARKRAFA húsbréfa hefur farið lækkandi á undanförn- um dögum og er hún nú komin niður í 5,93% hjá nokkrum verð- bréfafyrirtækjum en fyrir viku stóð ávöxtunarkrafa þeirra flestra í um 6%. Skiptar skoðanir eru þó á því hvort svigrúm sé til frekari lækkana á næstunni. Minni þrýstingur á lánsfjármarkaði Að sögn Árna Odds Þórðarsonar, forstöðumanns hjá Skandia, er ávöxtunarkrafan í ágætu jafnvægi nú en ýmislegt bendi þó til þess að ávöxtunarkrafan geti lækkað enn meira á næstunni. „Ef forsendur fjárlagafrumvarpsins munu stand- ast þá kemur lánsfjárþörf ríkisins til með að minnka um 4 milljarða króna á næsta ári. Sú lækkun kem- ur til með að létta nokkuð á innlend- um lánsfjármarkaði, á sama tíma og sveitarfélögin eru rekin með minni halla. Lífeyrissjóðirnir eru að stækka á sama tíma og eftirspurn þeirra eftir bréfum fer vaxandi." Ámi Oddur bendir á mikla eftir- spum eftir 20 ára verðtryggðum spariskírteinum máli sínu til stuðn- ings og segir hana benda til þess að fjárfestar hafi ekki trú á því að raun- vextir geti haldist svona háir til langs tíma litið. „Það eina sem gæti komið Fimm lífeyrissjóðir hafa sett á stofn ráðgjafarfyrirtæki Annast ráðgjöf í fjár- festingum sjóðanna FIMM lífeyrissjóðir hafa sett á stofn sérstakt ráðgjafarfyrirtæki, Ráðgjöf hf., sem mun hafa með höndum flárfestingarráðgjöf og annast ýmis önnur verkefni fyrir sjóðina. Að stofnun fyrirtækisins standa Lífeyrissjóður Norður- lands, Lífeyrissjóður Dagsbrúnar og Framsóknar, Lífeyrissjóður verkalýðsfé- laga á Suðurlandi, Lífeyrissjóðurinn Hlíf og Lífeyrissjóður Vestmannaeyinga. Fyrirtæki óskast Erum að leita að fyrirtæki til kaups fyrir fjórsterkan aðila úti ó landi. Mó vera í sjóvarútvegi, iðnaði eða annarri starfsgrein. Skilyrði að hægt sé að flytja meginstarfsemi fyrirtækisins út ó land, sé það starfrækt nú ó höfuðborgarsvæðinu. Tilboðum eða hugmyndum ber að koma ó framfæri við okkur fyrir 11. október nk. Nónari upplýsingar veitir Einar Kristinn Jónsson, rekstrarhagfræðingur, í síma 588 7474. Markviss, fjármála- og rekstrarrábgjöf, Kringlunni 4, 123 Reykjavík, sími 588 7474, fax 588 7478. Fyrirtækinu er m.a. ætlað að aðstoða sjóðina við stefnumótun varðandi fjárfestingar í skuldabréf- um, hlutabréfum og erlendum verð- bréfum. Jafnframt er fyrirhugað að fyrirtækið veiti ráðgjöf um ein- staka þætti verðbréfaviðskipta, t.d. við mat og samanburð einstakra fjárfestingarkosta. Það mun einnig eftir atvikum annast samskipti sjóðanna við erlenda fjárvörslu- aðila. Guðbjöm Maronsson, viðskipta- fræðingur, Msc. Finance-Invest- ments og löggiltur verðbréfamiðlari, hefur verið ráðinn framkvæmda- stjóri fyrirtækisins. Hann hefur frá áramótum annast ýmis störf fyrir Lífeyrissjóð Dagsbrúnar og Fram- sóknar m.a. vegna sameiningar þess lífeyrissjóðs við fjóra aðra lífeyris- sjóði. Guðbjörn gegndi áður starfi sjóðsstjóra hjá Landsbréfum hf. Kári Amór Kárason, formaður stjómar Ráðgjafar hf. og forstöðu- maður Lífeyrissjóðs Norðurlands, sagði í samtali við Morgunblaðið að lengi hefði verið í umræðunni meðal lífeyrissjóðanna að stofna ráðgjafar- fyrirtæki sem yrði óháð verðbréfa- fyrirtækjum. „Verðbréfafyrirtæki hafa iðulega mikilla hagsmuna að gæta sem söluaðilar verðbréfa sem hlýtur að setja sitt mark á ráðgjöf þeirra. Svokallaðir „Kínamúrar" era oft fremur þunnir hjá þessum fyrir- tækjum. Við ákváðum að gera þessa tilraun. Margir sjóðir hafa lýst yfir áhuga á að taka þátt í fyrirtækinu síðar en vilja sjá fyrst hvers megn- ugt það er og hvaða þjónustu það sé fært um að veita. Síðan verður það einfaldlega að koma í Ijós hvort sjóðirnir nýta þessa þjónustu." Hann sagði að ætlunin væri að fyrirtækið sækti um leyfi til verð- bréfamiðlunar þannig að það gæti tekið að sér verkefni á því sviði. Óskum eftir fyrirtækjum ú skró! Skiphoti 50B ,T; ® 551 9400 í veg fyrir vaxtalækkun er að ríkið muni leita í auknum mæli inn á inn- lendan lánsfjármarkað." Aukin eftirspurn eftir fjármagni Það kveður við nokkuð annan tón hjá Ásgeiri Þórðarsyni, forstöðu- manni verðbréfamiðlunar VIB. Hann telur litlar líkur á því að ávöxtunarkrafa húsbréfa muni lækka eitthvað frekar á næstunni. Meiri líkur séu á því að hún muni hækka lítillega. „Við reiknum ekki með miklum breytingum á fjórða ársfjórðungi en geram þó frekar ráð fyrir einhveijum hækkunum upp á u.þ.b. 10 punkta eða svo. Ef við skoðum árið í heild hafa húsbréfin verið á bilinu 5,85%-6,05%, sem er ótrúlega þröngt bil. Við teljum að þetta verði með svipuðum hætti áfram.“ Ásgeir segist heldur ekki sjá nein teikn á lofti sem bent geti til vaxta- lækkana til lengri tíma litið. „Það er ákveðin þensla í þjóðfélaginu og sem betur fer sér ekki fyrir endann á henni enn. Það er því tiltölulega mikil eftirspurn eftir peningum og á meðan að svo er sjáum við ekki fram á neina stórkostlega lækkun og teljum frekar að þetta verði á því bili sem við höfum séð að undan- förnu." Egils- staðabær í ábyrgð fyrir KH Egilsstöðum. Morgunblaðið. BÆJARSTJÓRN Egilsstaða- bæjar gekkst í einfalda ábyrgð fyrir Kaupfélag Hér- aðsbúa vegna skuldabréfa- útboðs félagsins að upphæð kr. 40 milljónir króna. Til tryggingar setti félagið allt Iand félagsins í Egilsstaðabæ. Skuldabréfin voru gefin út til 12 ára og seld í lokuðu útboði. Ákvörðun tekin eftir mat hlutlausra aðila Einar Rafn Haraldsson formaður bæjarráðs sagði að Egilsstaðabær hafi látið meta þetta mál af óháðum aðila og tekið afstöðu í samræmi við það. Bæjarstjórn var ein- róma samþykk þessari ákvörðun. Ábyrgðin er talin trygg og bæjarfélagið stend- ur mjög vel að vígi til að taka þátt í atvinnulífi staðarins með þessum hætti. Kaupfélag Héraðsbúa er stærsti at- vinnurekandi staðarins. Salan gekk vel Ingi Már Aðalsteinsson kaupfélagsstjóri sagði að Kaupþing hefði annast sölu bréfanna eftir lokað útboð og salan gengið mjög vel. Til- gangur með útboðinu var að skapa svigrúm til að hagræða í rekstri og gera félagið betur í stakk búið til að ráðast í nýjar framkvæmdir. Með út- boðinu náðust mun hagstæð- ari vaxtakjör en félaginu stóðu áður til boða.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.