Morgunblaðið - 06.10.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 06.10.1995, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Pli»ri0i!isnl>Wií STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. MAKALÍFEYRIR V ARAÞIN GM ANN A STJÓRN Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisirus hefur ítrekað bent stjórnvöldum á misræmi ellilífeyrisréttar og maka- lífeyrisréttar varaþingmanna, sem verið hefur við lýði allt frá árinu 1982, án þess að nokkuð hafi verið aðhafzt. Afleið- ingin er sú, að maki látins varaþingmanns öðlast rétt til 40 þúsund króna lífeyris til æviloka, þótt hann hafi aðeins setið í tvær vikur á Alþingi. Þetta er í svo miklu ósamræmi við það, sem gerist almennt í þjóðfélaginu, að hneykslan vekur. í árslok 1992 höfðu 315 alþingismenn áunnið sér rétt í Lífeyrissjóði alþingismanna. Þar af hafði mikill meirhluti, eða 210, setið á þingi í skemmri tíma en eitt ár. Verðmæti maka- lífeyris þessara 210 manna er 365 milljónir. Á þriðja milljarð vantar í Lífeyrissjóð alþingismanna, svo hann eigi fyrir skuld- bindingum sínum, og fer sú upphæð ört vaxandi, þar sem greiðslur þingmanna og aðrar. tekjur sjóðsins standa ekki nema undir helmingi skuldbindinganna. Mismunurinn er greiddur af skattgreiðendum, sem fjölmargir fá ekki meira í lífeyri eftir áratuga starf en það sem ekkja varaþingmanns fær eftir örstutta þingsetu hans. Reiknað hefur verið út, að það taki launþega með 100 þúsund króna mánaðarlaun 40 ár að ná sama rétti vegna makalífeyris og varaþingmaðurinn. Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, segir, að stjórn sjóðsins hafi margoft bent stjórnvöldum á núverandi fyrirkomulag í lífeyrismálum varaþingmanna. Ekki hafi verið við því brugðizt. Á meðan svo er ekki eru óeðlilegar byrðar lagðar á skattgreiðendur. Lagasetningu þarf til að breyta þessu og ber Alþingi því að taka málið til umfjöllunar hið fyrsta. Ánnað er vottur um ábyrgðarleysi í meðferð opinberra fjármuna. Full ástæða er ennfremur til að benda á margfaldan lífeyr- isrétt sumra stjórnmálamanna, sem þiggja lífeyri úr sjóðum kostuðum að verulegu leyti af skattgreiðendum eða á ábyrgð þeirra. Þeir geta t.d. notið lífeyris sem alþingismenn, ráðherr- ar og starfsmenn stofnana og fyrirtækja hins opinbera. Slíkt fyrirkomulag er fráleitt og er full ástæða fyrir nýskipaða nefnd fjármálaráðherra um lífeyrismál að taka það til endur- skoðunar. Nægjanlegt er að lífeyrir sé greiddur úr þeim sjóði, sem mestan lífeyrisrétt veitir, sem er yfirleitt langt umfram það sem almennir launþegar eiga rétt á. UMBOÐSMAÐUR BARNA EKKI LEIKUR vafi á því, að full þörf var á að stofnað væri hér á landi embætti umboðsmanns barna. Elsta embætti umboðsmanns barna í heiminum er ekki eldra en 14 ára, en það er embætti slíks umboðsmanns í Noregi. Það segir sína sögu um það hversu seint löggjafarþing hafa farið að huga að réttindum, hagsmunum og þörfum þessa stóra og mikilvæga þjóðfélagshóps. Þótt starfsemin hér á landi eigi sér ekki langa sögu og Þórhildur Líndal, umboðsmaður barna, hafi ekki starfað sem slík nema frá síðustu áramótum, kemur skýrt fram í sam- tali sem Morgunblaðið átti við hana sl. sunnudag að verkefn- in sem bíða hennar, sem umboðsmanns 30% þjóðarinnar, 78 þúsund barna og ungmenna undir 18 ára aldri, eru mörg, ærm og mismunandi. Á upplýsinga- og tölvuöld, þar sem hraði, afköst, skrif- ræði og stofnanamál setja svo oft mark sitt á hið daglega líf, getur það hæglega gerst, að þeir sem ekki eru komnir til vits og fulls þroska, verði afskiptir eða bíði lægri hlut í samskiptum sínum við kerfið. Ekki síst í því ljósi er mikil- vægt að börn og unglingar eignist öflugan talsmann sem standi fyrst og síðast vörð um þeirra hag. Umboðsmanni barna er ætlað að leggja fram ábendingar og tillögur um úrbætur börnum til handa á öllum sviðum þjóðfélagsins. Því ber einnig að fagna, að Þórhildur Líndal, sem fær það vandasama verkefni í sinn hlut, að móta starf umboðsmanns barna, skuli hafa ákveðið að fara út á meðal barnanna, heyra raddir þeirra og sjónarmið og gera með slíkri nálgun börnin sýnilegri og áhrifameiri í ákvarðanatöku um eigin mál. Þórhildur bendir réttilega á að börn eru veikur þrýstihóp'- ur, sem á bágt með að koma eigin sjónarmiðum á framfæri við þá sem taka ákvarðanir um málefni þeirra. Því er það mikilvæg réttarbót að þessi stóri hópur, íslendingar framtíð- arinnar, eignist öflugan málssvara, sem hefur það hlutverk með höndum, að stuðla að því að opinberir aðilar, jafnt ríki sem sveitarfélög og einkaaðilar, taki í störfum sínum fullt tillit til réttinda, hagsmuna og þarfa barna. Er allt gn MARGIR standa í þeirri trú að allt grænt sé vænt og íslenskar landbúnað- arafurðir séu því bæði lífrænar og hollar. Þeir verða því undrandi þegar öðru er haldið fram og talað er um mikilvægi þess að taka upp lífræna búskaparhætti. Dr. Olafur R. Dýrmundsson, ráðu- nautur hjá Bændasamtökum íslands, segir að íslenskur búskapur sé mun vistvænni en víða erlendis því að hér sé notað minna af lyfjum til að kljást við sjúkdóma. Þá sé bannað að blanda sýklalyfjum og vaxtarhvetj- andi hormónum saman við fóður. 20 lífrænir bændur „í raun vantar ekki mikið upp á að íslenska lambakjötið verði líf- rænt. Til að fullnægja skilyrðum um slíkt þurfa flestir íslenskir bændur að hætta að mestu leyti að nota tilbú- inn áburð á túnin. Það er töluvert vandamál því að tilbúinn áburður gefur að jafnaði_ meiri uppskeru en lífrafenn," segir Ólafur. Samkvæmt skilgreiningu hér á síðunni var íslensk landbúnaðar- framleiðsia lífræn frá landnámsöld og fram á miðja þessa öld þegar notkun tilbúins áburðar varð almenn. Þó má segja að mestan hluta þess tíma hafi verið gengið á landgæðin með ofbeit, sem er andstætt þeim hugsjónum, sem lífrænn landbúnað- ur þyggist á. Á síðustu árum hefur áhugi á slík- um búskap aukist hér á landi og eftir því sem næst verður komist er lífrænn búskapur nú stundaður á um 15-20 bændabýlum, ýmist að hluta til eða að öllu leyti. Lífræni markaðurinn Rúmlega fjögur þúsund bændur eru á landinu og mun tíminn einn leiða í Ijós hvort lífrænir búskapar- hættir nái mikilli útbreiðslu. Vafa- laust munu þó verð og markaðsað- stæður fyrir lífrænar vörur skipta mestu í því sambandi. Hingað til hefur lífræn framleiðsla á Islandi einkum snúið að grænmeti og hún hefur öll verið seld á innanlands- markaði. Óhætt er þó að segja að þær umræður, sem nú eiga sér stað um lífrænan landbúnað meðal bænda, snúast aðallega um hugsan- legan útflutning, ekki síst á kjöti. Fram að þessu hafa íslenskir neyt- endur lítið orðið varir við lífrænar- landbúnaðarafurðir á matvörumark- aði. Lífrænt grænmeti hefur þó ver- ið fáanlegt í nokkrum verslunum og vottað kjöt ætti að sjást á markaði að ári. Efnt hefur verið til sérstaks verk- efnis um markaðssetningu og vöru- þróun lífrænna og vistvænna afurða. Ber það heitið Áform og er stjórn þess skipuð fulltrúum frá Bænda- samtökunum, landbúnaðarráðuneyti, umhverfisráðuneyti og VOR, lands- samtökum bænda í lífrænum búskap. Baldvin Jónsson, verkefnisstjóri Áforms, telur að lífrænar vörur frá íslandi eigi mikla framtíð fyrir sér erlendis. „Það er staðreynd að markaðurinn fyrir lífrænar afurðir erlendis stækk- ar ört. Hann hefur margfaldast í mörgum Evrópulöndum og í Banda- ríkjunum á síðustu árum og nálgast sums staðar 10% af héildarneysl- unni. Það hefur komið í ljós að neyt- endur eru tilbúnir að borga mun hærra verð fyrir lífrænar afurðir en aðrar og er verðmunurinn víða frá 10-30% í grænmeti en 20-50% í kjöt- vörum. Ég tel að þarna sé tvímæla- laust sóknarfæri fyrir ís- lenska bændur á tímum erfiðleika í greininni og það er mikilvægt að stjómvöld auðveldi þeim að skipta úr hefðbundnum landbúnaði í lífrænan. Erlendis er farið að greiða bændum aðlögunarstyrki í þessu skyni.“ Hrifning erlendra gesta Aðalfundur Alþjóðasamtaka líf- rænna landbúnaðarhreyfinga (IFO- AM) var haldinn hér á landi fyrir skömmu og sóttu hann fulltrúar víða að úr heiminum. Islenskir áhuga- menn um lífrænan landbúnað létu sig ekki vanta á ráðstefnu, sem hald- in var samhliða fundinum, og fjallaði um þýðingu lífræns landbúnaðar fyr- ir ísland og heimsbyggðina. Að ráðstefnunni lokinni bauð Fagráð í lífrænni framleiðslu erlendu gestunum í skoðunarferð um þau býli á Suðurlandi þar sem lífrænn búskapur er stundaður. Meðal ann- ars var boðið til kvöldverðar í Vík í Mýrdal og við það tækifæri var fjór- um bændum á tveimur býlum afhent vottorð frá bresku vottunarstofunni Soil Association um að afurðir þeirra stæðust þær kröfur sem fyrirtækið gerir til Íífrænnar framleiðslu. Á fyrrnefndri ráðstefnu létu margir erlendu fulltrúanna óspart í ljós hrifningu á íslandi og höfðu stór orð uppi um möguleika þess í fram- leiðslu lífrænna landbúnaðarafurða. Carl Haest, belgískur markaðsráð- gjafi fyrir lífrænar afurðir, var einn þeirra. Hann hvatti íslenska bændur óspart til að söðla algerlega um úr hefðbundinni framleiðslu yfir í líf- ræna. Hann telur að lífrænar, ís- lenskar vörur eigi mikla möguleika á erlendum mörkuðum fyrir lífrænar afurðir, sem stækki sífellt. „Island hefur orð á sér fyrir að vera hreint. Hreinleiki er í tísku og vörur með slíkan stimpil verða æ eftirsóttari á erlendum matvæla- mörkuðum. íslenskar afurðir eru hreinar og besta leiðin til að koma því á framfæri erlendis væri ef allir íslenskir bændur sneru sér að lífræn- um búskap," sagði Haest. Skiptar skoðanir Meðal bænda og innan samtaka landbúnaðarins hafa menn þó skiptar skoðanir á framtíð lífræns landbún- aðar. Sumir telja að hann sé ein lausn á þeim vanda sem íslenskur landbún- aður sé í og haldi bændum jafnt sem skattgreiðendum í gíslingu. Aðrir telja að slíkt tal hafi á sér draumórákenndan blæ og minni á gamla drauma um stórfelldan útflutning á ís- lensku kjöti. Lífrænir bændur eru enn sem komið er flestir á Suðurlandi. Fyrr á þessu ári var stofnað Fagráð í lífrænni framleiðslu og aðild að því eiga Vottunarstofan Tún hf., Lífrænt samfélag, sem er samtök lífrænna bænda í Mýrdaln- um, Verndun og ræktun sem er sam- tök lífrænna bænda á íslandi og vinnslu- og dreifingarfýrirtækin Ágæti, Sláturfélag Suðurlands og Mjólkurbú Flóamanna. Vottun mikilvæg Vottun lífrænna afurða skiptir kaupendur og framleiðendur miklu Lífrænn landbúnaður \ landi á síðustu árum. Kja aði vaxtarhorfur greina að skiptar skoðanir eru i ar og ágreiningur ríki: FJÓRIR sunnlenskir bændur tól afurðir frá bresku skoðunars skömmu. Frá vinstri: Eyjólfur S son, bændur í Eystri-Pétursey bændur í Þórisholti og Gissur Pé anna í stjórn Vottunarstofunn: Flokkar fi Landbúnaðarframleiðslu er gjarnan skipt í eftirfarandi fjóra flokka eftir því hve „vistvæn" hún er talin Lífræn Þessi landbúnaðarframleiðsla styðst við alþjóðlega staðla og skilyrt er að hún hafi engin skaðleg áhrif á lífríkið. Til dæmis má ekki nota tilbúinn áburð til að auka túnsprettu, skordýraeitur og efni gegn illgresi eða hormónagjafir til að auka vöxt gripanna. Þá er lyfjanotkun mjög takmörkuð og strangar kröfur eru gerðar um búfjárvernd. Vistvæn Slík framleiðsla er ekki talin hafa skaðleg áhrif á lífríkið en hún fullnægir þó ekki öllum kröfum, sem eru gerðar til lífrænnar ræktunar. Hefðbundin íslensk landbúnaðarframleiðsla fellur að miklu leyti undir þessa skilgreiningu eins og hrossa-, íslenska skoðunar- stofu vantar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.