Morgunblaðið - 06.10.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.10.1995, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Hlutur innlends bjórs hefur dregist saman um 10% frá síðasta ári Bjór- salan eykst um 12% MARKAÐSHLUTDEILD innlendu bjórframleiðendanna tveggja held- ur áfram að dragast saman á sama tíma og ýmsar erlendar bjórteg- undir sækja í sig veðrið. Þannig hafði innlendi bjórinn um 56% hlut- deild á markaðnum í september samanborið við tæplega 67% hlut- deild í sama mánuði í fyrra. Þegar litið er yfir fyrstu níu mánuði ársins kemur í ljós að hlut- ur innlenda bjórsins hefur dregist saman úr um 70% í 60%. Þar veg- ur þungt nokkur samdráttur hjá Viking hf. á Akureyri. Fyrirtækið seldi rúmlega 1,7 milljónir lítra í ár borið saman við tæplega 1,9 milljónir lítra á sama tíma í fyrra og tapaði um 6,5 prósentustiga hlutdeild. Betur hefur tekist til hjá Ölgerðinni sem jók sína sölu milli ára en hélt þó ekki í við öran vöxt á heildarmarkaðnum. Á fyrstu níu mánuðunum var salan samtals rösklega 6,1 milljón lítra, sem er um 12% aukning frá því í fyrra. Löwenbrau á í vök að verjast Baldin Valdimarsson, fram- kvæmdastjóri Viking hf., segir að aukningin á markaðnum hafi eink- um komið fram í aukinni sölu á ýmsum smærri innfluttum tegund- um. Þessi sala hafi bitnað mjög á stærri tegundunum. „Það er ágæt staða á okkar stærstu tegund, Vik- ing-bjór, og salan er enn í vexti. Við höfum hins vegar átt í vök að verjast með Löwenbráu sem var mjög vinsæll hér áður. Tegundin er í litlum dósum en neyslan hefur verið að færast yfir í hálfs lítra dósir. Við höfum sótt um að Löw- enbrau-bjór verði einnig á boðstól- um í hálfs lítra dósum og érum á biðlista hjá ÁTVR.“ Enn eykst bjórneyslan ■ -:m35.2% Markaðshlutdeild framleiðenda í janúar-sept. 1994 og 1995: ÖlgerðinE.S.'ÍHS Viking hf.1 Becks1 Heineken1 Holsten' Pripps1 Anhauser1 Aðrir[ Markaðshlutdeild bjórtegunda í janúar-sept. 1994 og 1995: 9,8% Egils Gull L- ■■■ ' ujbinn iksáffánt 12,0% u ; 11.8% Tuborg Grænn Œ Becks Thule Holsten Heineken Löwenbráu Budweiser Pripps lce bjór Aðrar tegundir 121,6% 24,5% ________li ling ölu 1995 [im- Jan.- sept., Jan.-sept., lítrar lítrar 11,7%! ir 3.734.355 3.215.296 Jkur 841,800 953.150 -llö. 477,038 307.316 ir } 1.063.798 1.002.214 r.Ta 1595 M 6.146.991 5.477.976 Oljósthvort vextir á húsbréf- um lækka frekar ÁV ÖXTUNARKRAFA húsbréfa hefur farið lækkandi á undanförn- um dögum og er hún nú komin niður í 5,93% hjá nokkrum verð- bréfafyrirtækjum en fyrir viku stóð ávöxtunarkrafa þeirra flestra í um 6%. Skiptar skoðanir eru þó á því hvort svigrúm sé til frekari lækkana á næstunni. Minni þrýstingur á lánsfjármarkaði Að sögn Árna Odds Þórðarsonar, forstöðumanns hjá Skandia, er ávöxtunarkrafan í ágætu jafnvægi nú en ýmislegt bendi þó til þess að ávöxtunarkrafan geti lækkað enn meira á næstunni. „Ef forsendur fjárlagafrumvarpsins munu stand- ast þá kemur lánsfjárþörf ríkisins til með að minnka um 4 milljarða króna á næsta ári. Sú lækkun kem- ur til með að létta nokkuð á innlend- um lánsfjármarkaði, á sama tíma og sveitarfélögin eru rekin með minni halla. Lífeyrissjóðirnir eru að stækka á sama tíma og eftirspurn þeirra eftir bréfum fer vaxandi." Ámi Oddur bendir á mikla eftir- spum eftir 20 ára verðtryggðum spariskírteinum máli sínu til stuðn- ings og segir hana benda til þess að fjárfestar hafi ekki trú á því að raun- vextir geti haldist svona háir til langs tíma litið. „Það eina sem gæti komið Fimm lífeyrissjóðir hafa sett á stofn ráðgjafarfyrirtæki Annast ráðgjöf í fjár- festingum sjóðanna FIMM lífeyrissjóðir hafa sett á stofn sérstakt ráðgjafarfyrirtæki, Ráðgjöf hf., sem mun hafa með höndum flárfestingarráðgjöf og annast ýmis önnur verkefni fyrir sjóðina. Að stofnun fyrirtækisins standa Lífeyrissjóður Norður- lands, Lífeyrissjóður Dagsbrúnar og Framsóknar, Lífeyrissjóður verkalýðsfé- laga á Suðurlandi, Lífeyrissjóðurinn Hlíf og Lífeyrissjóður Vestmannaeyinga. Fyrirtæki óskast Erum að leita að fyrirtæki til kaups fyrir fjórsterkan aðila úti ó landi. Mó vera í sjóvarútvegi, iðnaði eða annarri starfsgrein. Skilyrði að hægt sé að flytja meginstarfsemi fyrirtækisins út ó land, sé það starfrækt nú ó höfuðborgarsvæðinu. Tilboðum eða hugmyndum ber að koma ó framfæri við okkur fyrir 11. október nk. Nónari upplýsingar veitir Einar Kristinn Jónsson, rekstrarhagfræðingur, í síma 588 7474. Markviss, fjármála- og rekstrarrábgjöf, Kringlunni 4, 123 Reykjavík, sími 588 7474, fax 588 7478. Fyrirtækinu er m.a. ætlað að aðstoða sjóðina við stefnumótun varðandi fjárfestingar í skuldabréf- um, hlutabréfum og erlendum verð- bréfum. Jafnframt er fyrirhugað að fyrirtækið veiti ráðgjöf um ein- staka þætti verðbréfaviðskipta, t.d. við mat og samanburð einstakra fjárfestingarkosta. Það mun einnig eftir atvikum annast samskipti sjóðanna við erlenda fjárvörslu- aðila. Guðbjöm Maronsson, viðskipta- fræðingur, Msc. Finance-Invest- ments og löggiltur verðbréfamiðlari, hefur verið ráðinn framkvæmda- stjóri fyrirtækisins. Hann hefur frá áramótum annast ýmis störf fyrir Lífeyrissjóð Dagsbrúnar og Fram- sóknar m.a. vegna sameiningar þess lífeyrissjóðs við fjóra aðra lífeyris- sjóði. Guðbjörn gegndi áður starfi sjóðsstjóra hjá Landsbréfum hf. Kári Amór Kárason, formaður stjómar Ráðgjafar hf. og forstöðu- maður Lífeyrissjóðs Norðurlands, sagði í samtali við Morgunblaðið að lengi hefði verið í umræðunni meðal lífeyrissjóðanna að stofna ráðgjafar- fyrirtæki sem yrði óháð verðbréfa- fyrirtækjum. „Verðbréfafyrirtæki hafa iðulega mikilla hagsmuna að gæta sem söluaðilar verðbréfa sem hlýtur að setja sitt mark á ráðgjöf þeirra. Svokallaðir „Kínamúrar" era oft fremur þunnir hjá þessum fyrir- tækjum. Við ákváðum að gera þessa tilraun. Margir sjóðir hafa lýst yfir áhuga á að taka þátt í fyrirtækinu síðar en vilja sjá fyrst hvers megn- ugt það er og hvaða þjónustu það sé fært um að veita. Síðan verður það einfaldlega að koma í Ijós hvort sjóðirnir nýta þessa þjónustu." Hann sagði að ætlunin væri að fyrirtækið sækti um leyfi til verð- bréfamiðlunar þannig að það gæti tekið að sér verkefni á því sviði. Óskum eftir fyrirtækjum ú skró! Skiphoti 50B ,T; ® 551 9400 í veg fyrir vaxtalækkun er að ríkið muni leita í auknum mæli inn á inn- lendan lánsfjármarkað." Aukin eftirspurn eftir fjármagni Það kveður við nokkuð annan tón hjá Ásgeiri Þórðarsyni, forstöðu- manni verðbréfamiðlunar VIB. Hann telur litlar líkur á því að ávöxtunarkrafa húsbréfa muni lækka eitthvað frekar á næstunni. Meiri líkur séu á því að hún muni hækka lítillega. „Við reiknum ekki með miklum breytingum á fjórða ársfjórðungi en geram þó frekar ráð fyrir einhveijum hækkunum upp á u.þ.b. 10 punkta eða svo. Ef við skoðum árið í heild hafa húsbréfin verið á bilinu 5,85%-6,05%, sem er ótrúlega þröngt bil. Við teljum að þetta verði með svipuðum hætti áfram.“ Ásgeir segist heldur ekki sjá nein teikn á lofti sem bent geti til vaxta- lækkana til lengri tíma litið. „Það er ákveðin þensla í þjóðfélaginu og sem betur fer sér ekki fyrir endann á henni enn. Það er því tiltölulega mikil eftirspurn eftir peningum og á meðan að svo er sjáum við ekki fram á neina stórkostlega lækkun og teljum frekar að þetta verði á því bili sem við höfum séð að undan- förnu." Egils- staðabær í ábyrgð fyrir KH Egilsstöðum. Morgunblaðið. BÆJARSTJÓRN Egilsstaða- bæjar gekkst í einfalda ábyrgð fyrir Kaupfélag Hér- aðsbúa vegna skuldabréfa- útboðs félagsins að upphæð kr. 40 milljónir króna. Til tryggingar setti félagið allt Iand félagsins í Egilsstaðabæ. Skuldabréfin voru gefin út til 12 ára og seld í lokuðu útboði. Ákvörðun tekin eftir mat hlutlausra aðila Einar Rafn Haraldsson formaður bæjarráðs sagði að Egilsstaðabær hafi látið meta þetta mál af óháðum aðila og tekið afstöðu í samræmi við það. Bæjarstjórn var ein- róma samþykk þessari ákvörðun. Ábyrgðin er talin trygg og bæjarfélagið stend- ur mjög vel að vígi til að taka þátt í atvinnulífi staðarins með þessum hætti. Kaupfélag Héraðsbúa er stærsti at- vinnurekandi staðarins. Salan gekk vel Ingi Már Aðalsteinsson kaupfélagsstjóri sagði að Kaupþing hefði annast sölu bréfanna eftir lokað útboð og salan gengið mjög vel. Til- gangur með útboðinu var að skapa svigrúm til að hagræða í rekstri og gera félagið betur í stakk búið til að ráðast í nýjar framkvæmdir. Með út- boðinu náðust mun hagstæð- ari vaxtakjör en félaginu stóðu áður til boða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.