Morgunblaðið - 06.10.1995, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 06.10.1995, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Ljóska S'E5,MAAM..I WAS WONDERINé IF I MI6HT HAVE A DESK IN THE BACK ROU).. no,ma'am..i umderstanp.. THAT'S LIPE... LAST ROU), UPPER DÉCK AT THE BALLPARK.. FIRST ROU) IN THE CLA5SROOM ~zr L Já, kennari... mér var að detta það í hug hvort ég mætti fá borð í öftustu röðinni... Nei, kennari... ég skil. er lífið ... Aftasta röð, efsti pallur á vellin- um ... fremsta borð í skólastof- unm. BREF UL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 Skortur á upplýsingiun? Frá Auðuni Braga Sveinssyni: HEYRST hefur, að reykingar ung- menna fari vaxandi. Hvað veldur þessu'eiginlega? Sumir segja, að skortur á upplýsingum valdi þessu. Fræðslurit um skaðsemi reykinga, og tóbaksneyslu yfir -höfuð, Tak- mark, hætti að koma út. Því var um árabil dreift í alla grunnskóla landsins, og mun hafa gert sitt gagn. Leitt var að svona skyldi fara, og víst er að sparnaður sá sem þama var framkvæmdur hefur ver- ið vanhugsaður. Samt sem áður er um upplýs- ingastreymi að ræða. Svonefndir reyklausir dagar hafa verið árlegir síðustu árin, og í sambandi við þá hefur verið miðlað upplýsingum um skaðsemi þessa hættulega ávana, sem árlega veldur, að talið er, hundruðum dauðsfalla, fyrir utan vanheilsu, sem af honum leiðir. Á hveijum vindlingapakka er áminning um hættu þá sem af tób- aksreykingum leiðir. Þetta virðist reykingafólk ekki sjá. Aðeins orð á blaði, en við vitum nú, að vægi hins talaða og ritaða orðs fer hraðm- innkandi. Aðeins aðgerðir em það sem dugir, samanber verkföll. „Orð, orð innantóm", eins og skáldið sagði forðum (H. Hafstein). Sagt var að einhver sem ekki virti hið talaða orð, vaknaði fyrst til skilnings þeg- ar skylli í tönnum. Hart, ef fólk þarf fyrst að veikjast af lungna- krabbameini og hjartasjúkdómum til að skilja skaðsemi reykinga. Víst er að skortur á upplýsingum er ekki orsök þess að reykingar unglinga fara jafnvel vaxandi seinni árin. En ég hvet Krabbameinsfélög- in til að herða áróðurinn gegn reyk- ingum og tóbaksneyslu almennt. Árið 1988 hét Krabbameinsfé- lagið verðlaunum fýrir bestu vísur eða erindi, sem ort væru gegn reyk- ingum. Ég var einn af þeim sem sendu ljóð, og fékk smáverðlaun. Tekin var mynd af verðlaunahöfum í brekkunni við hús Krabbameinsfé- lagsins í Skógarhlíð. Aldrei birtist sú mynd í blaði, eins og ætlunin var. Áróðursgildi þessarar verð- launasamkeppni var að mínum dómi illa nýtt. Að lokum set ég hér mitt stutta erindi, sem hlaut nokkurra króna verðlaun: Ef þú tóbak alveg látið ósnert getur, lifirðu bæði lenpr - og betur! AUÐUNN BRAGISVEINSSON, Hjarðarhaga 28, Reykjavík. Glansmyndin Frá Sigurði Magnússyni: ÞEGAR ég sá myndina af Alfreð Þorsteinsyni í Morgunblaðinu 28. sept. síðastliðin minntist ég þess að í ársskýrslu Rafmagnsveitu Reykja- víkur fyrir síðasta ár, er skær glans- mynd af stjóm veitustofnana, þar sem Alfreð Þorsteinsson er formað- ur og trónir við enda borðsins. Mér datt í hug þegar ég sá myndina hvort allt ætti að vera með sama glans og á honum er, þar sem hann situr? En það er ekki mikill glans yfír hækkun gjaldskrá SVR, en þó reynir hann í grein sinni að halda glansi Reykjavíkurlistans, með ós- annindum, því það eru mikil ósannindi hjá Alfreð að gjaldskrá annarra sveitarfélaga sé hærri. „Gjaldskrá SVR er hæst allra“ sé miðað við fólksfjölda og stuttar vegalengdir hér í borginni. Borgin á að bjóða öryrkjum, skólabörnum, verkafólki og atvinnulausum frítt með strætó. Hæstu fargjöldin eru hjá SVR! Svo kemur pistill frá formanni hverfisfélags Regnbogans, Samtaka Reykjavíkurlistans í Vesturbæ, Ingi- björgu Stefánsdóttur. Þar segir hún SVR bjóða lægstu fargjöld á Norð- urlöndum, sem ekki er rétt ef miðað er við hlutfall af tímakaupi sóknar- konu og starfssystur hennar í Ósló. Ég vil spyrja þig, Ingibjörg Stef- ánsdóttir, lætur það ekki nokkuð nærri lagi að sóknarkonan sé helm- ingi lengur að vinna sér inn and- virði strætómiðans hér í Reykjavík en kynsystir hennar í Ósló? Ef það er rétt þá er strætómiðinn, hér á landi, langdýrastur í Reykjavík. Svo kemur vital við forstjóra SVR í Morgunblaðinu 30.sept. síðastlið- inn til að kynna hugmyndir stjómar SVR um bætta þjónustu. Hvað kemur til að svona margir „talsmenn og vinir fargjaldahækk- ana“ SVR skuli þurfa að koma af- sökunum á framfæri fyrir gerðum Reykjavíkurlistans í fargjaldahækk- unum? Er samviskan slæm? Rafmagnsveita Reykjavíkur Ég vil segja þér, Alfreð, að það þarf ekki að hækka fargjöld SVR, aðeins ef þú stuðlar að sparsemi hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur þar sem þú ert stjómarformaður. Þar getur þú stuðlað að sparsemi uppá 30- 40. milljónir króna á ári hvetju. Ég vil minna þig á grein sem ég skrifaði í Morgunblaðið í desember 1994 um þessi mál. Og til að minna þig enn frekar á kom ég tvisvar á skrifstofu þína í fyrrahaust og benti þér á hvemig hægt væri að spara. Að lokum minni ég þig á að „at- vinnulausir, skólabörn, öryrkjar og verkafólk" þurfa að ferðast milli staða. Ég skora á þig Alfreð að stoppa óþarfar álögur og að þú stuðlir að ráðdeild og sparsemi hjá þjónustufyrirtækjum borgarinnar. Hvað kostaði glansmyndin? SIGURÐUR MAGNÚSSON, Skólavörðustíg 16a, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt tii að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda biaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fyigir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.