Morgunblaðið - 03.12.1989, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 03.12.1989, Blaðsíða 46
46 C, MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFNIÐ , SUNNltf)4(^J^ 3- DESEMBER 1989 ÆSKUMYNDIN... ERAFDR. HANNESIHÓLMSTEINIGISSURARSYNI, LEKTOR. Þessi mynd birtist á baksiðu Morgunblaðsins þriðjudaginn 25. nóvem- ber 1947, þar sem greint var frá komu leikarans í „stórfrétt". ÚR MYNDASAFNINU ÖLAFUR K. MAGNÚSSON Seinn til máls, en tók síöan vel við sér Efni í arkítekt? Hannes ætlaði sem barn að verða arkítekt, en áhuginn beindist seinna annað. Hver veit nema þjóðin hafi glatað svari nútímans við Guðjóni Samúelssyni? Móðir Hannesar segir Hannes hafa verið afskaplega rólegan krakka og þægan, en bætir við að hann hafi snemma reynst vera ákveðinn og fastur fyrir þegar hann hafði myn'dað sér skoðun á ein- hveiju. „Hannes var alltaf mjög heimakær og eftir að hann varð læs sökkti hann sér í bækur. Hann undi sér við lestur öllum stundum.“ Ásta segir að Hannes hafi verið seinn til máls. „Ég hafði reyndar engar áhyggjur af því, þetta er al- gengt hjá mínu fólki. Frekar að maðurinn minn hafi eitthvað velt þessu fyrir sér. En það brást nú ekki að Hannes fengi málið og þá tók hann líka við sér,“ segir Ásta og hlær dátt. „Eitt var það sem Hannes hafði afskaplega gaman af, en það var að hlýða á gamalt fólk segja frá og hann varð mjög trúaður, að miklu leyti vegna þess held ég. Síðar kastaði hann hins vegar- trúnni eftir að hafa lesið um Seinni heimsstyijöldina. Eftir að hafa lesið um þær hörmungar, sem yfir mann- kyn dundu, gat hann ekki trúað á algóðan Guð.“ Salvör Kristjana Gissurardóttir, eldri systir Hannesar, ítrekar bók- lestur hans. „Frá fyrstu tíð man ég varla eftir honum öðru vísi en les- andi,“ segir Salvör. „Hann lék sér varla eins og aðrir krakkar, því hann var alltaf með nefið ofan í bókum. Ég býst við því að ofviti sé það orð, sem lýsi honum nokkuð vel á þessum árum.“ Salvör segir að lesturinn hafi skilað sér því Hannes hafi verið einskonar gangandi alfræðiorða- bók, sérstaklega hvað varðaði landafræði og sögu og hafi hann unnið alla spurningakeppni, sem hann tók þátt í. „Hann varð snemma nokkuð stjórnsamur á heimilinu, þrátt fyrir að hann léti sjálfur lítt að stjórn. Ætli það megi ekki kalla hann menntaðan einvald heimilisins!" Þrátt fyrir að Hannes hafi snemma fangið áhuga á sögu og landafræði segist Salvör ekki hafa orðið vör við neinn sérstakan stjórn- málaáhuga. „Hann ætlaði í mörg ár að verða arkítekt og undi sér við það að teikna hús.“ Salvör seg- ir stjómmálaáhugann að vísu kunna að hafa blundað í honum, þar sem hann hafi mjög snemma byijað að lesa blöðin af kappi. Sljama afhimni kvikmyndanna DR. HANNES Hólmsteinn Gissurarson er fæddur í Reykjavík, hinn 19. febrúar, 1953. Hann er sonur hjónanna Ástu Hannesdóttur, kennara, og Gissurar Jörundar Kristinssonar, trésmiðs. Hannes er sagnfræðingur frá Há- skóla Islands, en hann lauk doktorsprófí í stjórnmálafræði frá Pembroke-háskóla í Ox- ford á Englandi. Heimsfrægir kvikmyndaleikarar eru fremur sjaldséðir gestir á íslandi. En þegar þeir láta sjá sig munar líka um það og svo var þegar banda- ríski kvikmyndaleikar- inn Tyrone Power kom óvænt hingað til lands sunnudaginn 23. nóv- ember 1947. Koma leik- arans vakti mikla at- hygli, einkum meðál kvenþjóðarinnar, og þótt leynt færi um dvöl hans hér þyrptist fólk að honum, bæði við komu hans á flug- vellinum og þó einkum á Hótel Borg, þar sem hann og félagar hans gistu eina nótt. í kaffitímanum á sunnudag fylltust salirnir af for- vitnu fólki, sem vildi sjá leikarann, og um kvöldið ætlaði allt um koll að keyra, bæði inni í sölunum og úti fyrir Borginni og varð lög- reglan að skerast í leik- inn og loka Pósthús- stræti um tíma á sunnu- dagskvöldið. Kvik- myndaleikarinn gat þess sérstaklega í við- tali við Morgunblaðið að sér litist vel á fólkið á íslandi og aðspurður um hvort honum hafi ekki þótt nóg Urn lætin kvaðst hann vera vanur slíku og það yrðu menn í hans starfi að sætta sig við. STARFIÐ ELÍN ÞÓRHALLSDÓTTIR SKÓSMÍÐANEMI Gerir við skó ogsmíðarskó SKÓSMÍÐI hefur ekki verið tískufag hérlendis að undanförnu svo vitað sé, að minnsta kosti ekki hjá konum. Tvær konur munu þó vera starfandi skósmiðir hér á landi og Elín Þórliallsdótt- ir, 22 ára gamall Húsvíkingur, er nú að læra iðnina á skóvinnustofú Gísla Ferdinandssonar við Lækj- argötu. Elín flutti sig suður og hóf námið í ágúst 1986, en hún stelhir á sveinsprófið í maí næst- komandi. Meistari hennar er Kol- beinn Gíslason. * Eg hafði alltaf ætlað mér í iðnnám og.það kom að því að ég valdi skósmíði. Mér finnst fagið mjög spennandi. Ég bæði læri að gera við skó og handsmíða skó sem er ævagömul aðferð. Það er svo sem ekki á döfinni að fara að gera við skó Húsvikinga að afloknu sveins- pt'ófinu þó maður viti svo sem ekki hvað framtíðin hefur að geyma. Maður þarf a.m.k. að vinna í tvö ár hjá meistara til að fá meistararétt- indi í greininni,“ sagði Elín. Hún sagði að skósmíðin væri mik- il handavinna og oft þyrfti töluverða krafta til. Starfið hentaði konum ekki síður en körlum, en það hlyti samt sem áður aðwera einstaklings- bundið hversu vel það hentaði. „Eg held að fólk sé farið að hugsa betur um skóna sína en áður. Það á gjarn- an sína uppáhaldsskó, sem það vill halda endalaust við,“ sagði Elín að lokum. 1>ETTA SÖGDU ÞAU ÞÁ... Jón Baldvin Hannibalsson 6. maður á lista Alþýðubanda- lagsins í sveit- arstjórnar- kosningum í Reykjavík 1966. Forystumenn hans tala tung- um tveim. (Framsóknar- flokksins.) En fyrir kosningar er aðeins talað um vinstra munnvikið ... Eflið þið flokkinn vinstra megin við Framsókn ... Eflið því Alþýðubandalagið — sem svipu á hægri tilhneigingar Framsóknar. Fijáls þjóð 19. mars 1966. BÓIUN PLATAN ÁNÁTTBORDINU ÁFÓNINUM MYNDIN ÍTÆIiINU Hekla Sig- mundsdótt- ir læknanemi Berglind Björk Jón- asdóttir söngkona Guðmundur Hákonar- son sjómaður á Ásbirni RE Eg er bara að lesa skólabækurn- ar. Það kemst ekkert annað að. Það er nóg að lesa á fyrsta ári í læknisfræðinni. Þó læt ég það eftir mér að lesa öll dagblöðin daglega. Síðast hlustaði ég á geisladisk með country-söngkonunni Patsy Kline. Aðallega hlusta ég á gamla tónlist frá tímum Frank Sin- atra og blústónlist er líka í uppá- haldi hjá mér. Nýja tónlist hlusta ég lítið á. Sjálf er ég söngkona og fæ nóg af henni í starfinu. * Eg er sjómaður og það er horft mikið á myndbönd um borð. Það er ungur strákur, sem tekur bíómyndir upp fyrir okkur úr Stöð 2 og menn koma stundum sjálfír með spólur um borð. Við horfum mikið á ofbeldismyndir og íþróttir. Já, og svo fljóta með svona ein til tvær bláar í hvem túr. Margrét Höskulds- dóttir nemi Eg er ekki að lesa neitt eins og er, en hef nýlokið við nýjustu bókina hans Einars Kárasonar „Fyrirheitna landið". Mér fannst hún ekkert sérstök. Ég hef líka les- ið fyrri bækurnar hans og fannst mér þær mun betri. Annars les ég ekki mjög mikið. Eg hlusta á allskonar tónlist, en það er langt síðan ég hef spilað hljómplötu enda kaupi ég lítið af þeim. Mest hlusta ég á tónlist á útvarpsstöðvunum og líkar mér tón- listin á Aðalstöðinni hvað best. að er orðið agalega langt síðan ég hef horft á myndband. Ég horfði síðast á „Cry Freedom" eftir Richard Attenborough að mig minnir. Hún var mjög góð. Annars hef ég lítinn tíma fyrir myndbands- spólur. Ég horfi frekar á sjónvarpið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.