Morgunblaðið - 03.12.1989, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 03.12.1989, Blaðsíða 30
30 C MORGUNBLADIÐ SUNNUDAGUK 3. DEgEMBER 198? FRAM H ALDSFÁRIÐ Þ AÐ ER ekki nóg með að aldrei fyrr í sögu Holly- woods hafí eins margar framhaldsmyndir verið sýndar i Bandaríkjunum og í ár, næstu ár gætu sleg- ið þessu við. Reyndar er framhaldsfárið orðið slíkt að þegar ráðist er í gerð mynda fyrir vestan er jafn- vel samið um þrjár í pakka og það er ekki óþekkt að tvær myndir hafí verið teknar upp á einu bretti. Þegar Aftur til framtíðar eftir Robert Zemeckis sló í gegn fyrir nokkrum árum var ekki nóg að gera eina framhaldsmynd hefdur var byrjað á númer III um leið og númer II, sem sýnd verður í Laugarásbíói um jólin, lauk. Allt starfsliðið er óbreytt frá leikurum oní leikstjóra oní húsvörð. Það er ekki aðeins talað um Batman II heldur sjálf- krafa um III líka. n framhaldsfárið es ekki lengur aðeins bundið við metsölumyndirnar eða ómerkilega leikstjóra B-hrollvekjanna eða hasar- myndir bílaeltingaleikjanna. Listamenn taka líka þátt í leiknum. Leikstjórar allt frá Francis Ford Coppola til Pet- er Bogdanovich róta í göml- um hirslum og draga upp verkefni sem áður gerðu þá fræga og eftirsótta meistara kvikmyndaheimsins — og þeir finna í þeim fram- haldslíf. Kannski ekki síst sér til handa. Það verður alltaf að reikna með gróðaþættin- um í Hollywood en sumt virð- ist ekki alfarið snúast um peninga. Þegar þessir tveir eiga í hlut líkist það mest afturhvarfi til þeirra eigin glæsilegustu stunda. Coppola og Bogdanovich geta varla státað af neinu eins stórkost- legu og gömlu myndunum sínurn, Guðföðurnum I og II og „The Last Picture Show“. Og þó hafa þeir reynt allt til þess að sigra sína eigin snilli. Guðfaðirinn II var raunar ein af fyrstu framhaldsmynd- unum vestra og ein af örfáum sem standa jafnfætis fyrir- rennaranum. Þessar ágætu myndir eru enn bráðlifandi í minningum fólks svo gera má ráð fyrir að það flykkist á framhaldið ásamt öllum nýju áhorfendunum þegar að því kemur og peningakassinn fyllist auðveldlega. Eða það er hugsun bókhaldaranna. Framhaldsmyndir virðast sér Hollywoodískt fyrir- brigði. Evrópubúar gera helst ekki framhaldsmynd. Þær safnast saman þar sem pen- ingarnir eru. En þær lýsa ekki mikilli framþróun í mesta kvikmyndariki heims. Stöðnun er réttari lýsing. Þegar farið er að halda í sama leikstjórann í þrjár myndir í röð um sama efnið um sama strákinn í sama tímaferðalaginu er erfitt að sjá að það sé nokkrum til framdráttar. Nema dollaran- um. Allter þegar þrennt er: Marlon Brando sem Guðfaðir Coppola. Litli þjófurinn; handrit, sem Truffaut skildi eftir. Litli þjófur T ruffauts ÞEGAR FRANSKI leikstjórinn Francois Truffaut lést úr krabbameini fyrir fímm árum skildi hann eftir sig hugmyndir að tveimur kvikmyndum. Önnur þeirra varð að raunveruleika í ár, framleidd af Claude Berri en leikstýrt af Claude Miller. Myndin heitir „La petite voleuse" eða Litli þjófurinn. Hún er virðingarvottur insbourg) sem breytist úr við Truffaut," segir smáþjófi i verðandi móður Miller, „ ... endíi á hann með tvö ástarsambönd und- hálfa myndina. Ég held að ir beiti, starf og von um Frank Capra hafí eitt sinn betri framtíð. Myndin á sagt: Þrir mikilvægustu svolítið sameiginlegt með hlutar hverrar myndar eru; frægustu mynd Ti-uffauts, handritið, handritið og Höggin 400, nema kven- handritið." Leikstjórinn persónan hér er „fulltrúi g;erðí að vísu sjálfur hand- unglingsáranna — haldin ritið uppúr 30 siðna lýs- þrá til að vita, gera og upp- ingu, sem Truffaut skildi lifa allt,“ eins og leikstjór- eftir sig, en staðhæfing inn Miller segir. hans stendur. Hann er 47 ára gamall Litli þjófurinn, ein af og var áður aðstoðarmaður mörgum frönskum sem manna eins og Robert Bres- saknað var á siðustu Kvik- sons, Jean-Luc Godards, myndahátíð, gerist árið Jacques Demys og Truff- 1950 og er þroskasaga auts. sveitastelpu (Charlotte Ga- ■■ rriMMicuuovg Robert De Niro leika sam- an í myndinni „Awak- enings“. Williams er lækn- ir og De Niro sjúklingurinn hans, sem vaknar eftir 30 ára svefn og verður að laga sig að talsvert ólíkari þeimi en þeim sem hann sofnaði út frá. 20th Century Fox ætlaði að framleiða en nú hefur Columbia tekið stjórnina. ■ EDDIE Murphy gerir allt sjálfur í næstu mynd sinn. Hann skrifar, leikstýr- ir og fer með aðalhlutverkið í Harlemnóttum („Harlem Nights“), sem gerist í hinu fræga Harlemhverfi í New York seint á fjórða áratugn- um. Murphy ætlar að yfir- taka ijörugan næturklúbb og leiðist myndin eftir það útí nk. afbrigði af Gildr- unni („The Sting“). ■ LEÐURFÉS: Keðju- sagarmorðin í Texas III er nýjasta afkvæmi New Line Cinema, sem sér loks fyrir endan á vinsældum Fredda í Álmstrætismartröðunum. Ný hi-yllingsröð kæmi sér vel svo upplagt er að líta til Leðurfésins, mannætu- morðingjans frá Texas, sem aldrei ætlar að læra rétt not á keðjusög. Tobe Hooper, leikstjóri fyrstu myndanna tveggja, kemur hvergi nærri svo líklegagerist myndin á meðal unglinga í einhveiju úthverfabælinu vestra. ■ MICHAEL J. Fox leik- ur nú í myndinni „The Hard Way“ leikara sem býr sig undir að leika löggu í sinni næstu mynd. Hann hengir sig því utan í alvöru- löggu, sem James Woods leikur, KVIKMYNDIR /Hverjar eru jólamyndimar í Hollywood? Fulloröinsmyndir Ijúka metsöluári DESEMBER ER önnur vertíð bandarískra kvikmynda- gerðarmanna. Hin er sumarið. Munurinn virðist aðeins vera sá að um jólin eru frumsýndar fúllorðinsmyndir vestra en ævintýramyndir fyrir börn og unglinga yfir sumarið enda eru nú síðustu forvöð að frumsýna ef myndirnar eiga að koma til greina á næstu Óskarshátíð. Leikstjórinn rekinn; Sly. Meryl Streep og Roseanne Barr leika saman í Ævi og ástum kven- djöfuls Fay Weld- LAUGARDAGINN fyrir viku sýndu sjónvarps- stöðvarnar a.m.k. sex bíó- myndir hverri aimarri betri og forvitnilegri. ær voru: Stríðshetj- ur(„The Men“), fyrsta Marlon Brando myndin, í hamingjuleit („The Lonly Guy“) með grínaranum Steve Martin í einni af sinni bestu rullu, Zappa eftir danska leikstjórann- Bille August (Pelli sigursæli), Grái refurinn(„The Grey Fox“ með Richard Farns- worth, Maurice eftir Merchant og Ivory (Her- bergi með útsýni) og loks rúsinan í pylsuendanum, Hinir vammlausu („The Untouchables") eftir Brian De Palma — meistaraverk. Sama dag mátti sjá Kattar- fólkið („Cat People“) eftir Jaeques Tourneur frá 1942 í Islenska kvikmynda- klúbbnum í Regnboganum og þá eru ónefndar margar ágætismyndir á reglulegum bíósýningum í Reykjavík. Þennan dag var sannkölluð kvikmyndaveisla. En hefur einhver tíma til að sitja í henni? Hún gæti heitið Frásögn um margboðaða mynd, þeir kölluðu hana „The Two Jakes“ en hún verður alltaf „Chinatown 1I“. Jack Nich- olson Ieik- stýrir og snýr aftur sem einka- spæjarinn Jake Gittes með ör á nefinu og allt. Olíu- svindl kem- ur í stað vatnshneykslis í sólríkri Kalíforníu og hand- ritið er eftir Robert Towne, sem líka skrifaði fyrri mynd- ina. Meg Tilly leikur aðal- kvensuna og Harvey Keitel er hinn Jake-inn. Oliver Stone kemur með nýja Víetham-mynd um jólin, „Born on the Fourth of July“, en núna er það baráttan heimafyrir, sem hann tekur fyrir. Tom Cruise leikur fatl- aðan hermann er berst á móti stríðinu þegar hann snýr heim frá vígvöllunum. Nýja Spielbergmynd er „Always" með Holly Hunter, Brad Johnson og Richard Dreyfuss í hlutverkum slökkviliðsmanna skógar- elda. Dreyfuss ku leika draug í myndinni en hún er lausleg endurgerð á fantasíu frá 1943, sem Spielberg er greinilega talsvert hrifinn af og heitir „A Guy Named Joe“. Paul Mazursky frumsýnir mynd sína, Óvinir, ástarsaga („Enemy, A Love Story"), eftir sögu I.B. Singer um gyðing, sem lifði af útrým- inguna í Evrópu og kemst að því í Brooklyn árið 1949 að hann er þrígiftur: Anjelica Huston er konan sem hann hélt að hefði dáið í Póllandi; Margaret Stein er sú sem hann flúði með úr útrýming- arbúðunum og Lena Olin (Óbærilegur léttleiki tilve- runnar) er nýja konan í Ameríku. ons undir leikstjórn Susan Seidelman. Bókin er frábær, bresku sjónvarpsþættirnir voru æðislegir og nú er að sjá hvort Hollywood tekst að klúðra þessu. Robert De Niro og Sean Penn leika sarnan í endur- gerð gamallar Bogart-Ust- inov gamanmyndar sem heit- ir Við erum engir englar. Þeir eru fangar sem dulbúa 'sig sem prestar í litlum, amerískum smábæ árið 1935. David Mamet skrifar. Neil'. Jordan („Mona Lisa“) stjórnar. Rósastríðið („The War of the Roses“) er nýjasta Mich- ael Douglas-Kathleen Turn- er-Danny DeVito-númerið. Douglas og Turner eru eins og hundur og köttur í þess- ari svörtu kómedíu um mi^- heppnað hjónaband _en Danny Ieikstýrir og leikur skilnaðarlögfræðing. Þá rak Sly Stallone leik- stjórann Andrei Konchalov- sky frá fangamyndinni sem hann gerir með Kurt Russ- ell, en hún kemur samt um jólin og heitir Setup. eftir Arnald Indriðason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.