Morgunblaðið - 03.12.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.12.1989, Blaðsíða 2
NYTT FJOLSKYLDAN: „Margt sem okkur fannst mikilsvert áður, hefur ekki nokkra þýðingu lengur. Við lítum ekki á heilbrigði sem sjálfsagðan hlut.“ Heima á Húsavík: Sigmar, Tryggvi, Guðlaug, Ágústa og Guðrún. Þrjú ár eru liðin síðan Guðrún kom frá Pitts- burgh í Bandaríkjunum þar sem hún gekkst undir lifrarskiptin, en sú aðgerð bjargaði lífi hennar. Hún býr á Húsavík hjá foreldrum sínum, Guðlaugu Sigmarsdóttur hjúkrunarfræðingi og Tryggva Jó- hannssyni mælingamanni hjá Húsavíkurbæ, og á tvö systkin, Sigmar 21 árs og Ágústu 11 ára. Þegar mig bar að garði var ungfrúin sjálf í skólanum, en for- eldrar hennar ræddu við mig um það sem á undan hafði gengið og þann tíma sem liðinn er frá aðgerð- inni. „Það er fyrst núna sem við erum orðin nokkuð róleg, en fyrstu tvö árin lifðum við í stöðugum ótta, vissum aidrei hvað gæti gerst,“ segja þau. Líkami Guðrúnar hafnaði lifrinni að vissu marki, en lyfíð Ciclosporin sem lamar ónæmiskerfið, tekur hún alltaf reglulega inn og verður að gera alla ævi. Að öðru leyti kennir hún sér einskis meins en verður vit- anlega að gæta þess að vera ekki of nálægt þeim sem eru með vírus- sjúkdóma eða aðrar „pestir“. í öndunarvél Lifrarsjúkdómur Guðrúnar upp- götvaðist þegar hún var tveggja ára gömul. Frá þeim degi og þar til hún fór í aðgerðina 12 ára gömul sner- ist líf hennar um sjúkdóminn og ótal heimsóknir á sjúkrahús bæði hér og erlendis. Minnst fjórum sinn- um á ári fór hún til Reykjavíkur í rannsókn, aðallega á Landakots- spítala og þrisvar á þessu tímabili til Lundúna. Á sjúkrahúsinu á Húsavík voru reglulega teknar blóð- prufur og það var þungbúinn hjúkr- unarfræðingur sem horfði á spjald dóttur sinnar með neikvæðum niður- stöðum. Líðan Guðrúnar var misjöfn, að eðlisfari var hún fjörug, kát og at- hafnasöm en þegar sjúkdómurinn fór að ágerast eftir því sem hún eltist, var hun oft dauf, þótt hún reyndi að vera hress og kát þegar aðrir sáu til. Hún óx ekki eins og önnur böm og þegar hún var tólf ára gömul var hún aðeins 127 cm á hæð, kviðmikil en Jíkaminn rýr að öðm leyti. Húð hennar var gul vegna eitur- efna frá lifrinni og leiddist henni óskaplega að fara til Reykjavíkur þar sem henni fannst allir horfa á sig. Heima á Húsavík hafði fólk vanist gula litnum. Undir lokin var hún farin að sofa illa og þjáðist oft af kláða. „Þrisvar gerðist það á skömmum tíma að vökvi safnaðist í kviðarholið og um vorið 1986 fór læknirinn hennar, Sævar Halldórsson, að ræða við okkur um lifrarskipti," segir Guðlaug. „Eg hrinti þeirri hugmynd alltaf frá mér, gat ekki hugsað hana til enda. Mátti þó vita að um annað væri ekki að ræða.“ I ágúst sama ár ætiaði fjölskyldan að skreppa suður til ættingja í smáfrí, en úr því fríi komu þau ekki aftur fyrr en að mörgum mánuðum liðnum. Guðrún litla datt af stól og fékk höfuðhögg sem leiddi til heila- blæðingar. Á Borgarspítalanum gekkst hún undir skurðaðgerð og var bundin öndunarvél í tvær vikur. Læknar , HUFAN: Átti að hylja • skallann sem myndaðist þegar ungfrúin var að „snyrta“ hár sitt. Tíu ára gömul með föðurafa sínum, Jóhanni Hermannssyni. voru ráðalausir og í örvæntingu sinni hringdu þau Guðlaug og Tryggvi í Einar miðil á Einarsstöð- um, sem þau höfðu áður haft sam- band við, og hann sagði þeim að vera rólegum; þetta myndi lagast eftir sólarhring. „Hún er þó laus úr öndunarvélinni," sagði hann, hvemig sem hann vissi það nú. Síðan báð hann þau um 'að láta sig vita þegar Guðrún yrði flutt á annað sjúkrahús. Þau áttu nú ekki von á neinum flutningi, en þó fór svo að þegar Sævar læknir kom heim af lækna- þingi, var Guðrún flutt á barnadeild- ina á Landakoti. „Skurðaðgerðin og lyíjagjöf í kjölfar hennar höfðu haft mjög slæm áhrif á lifur Guðrúnar," segir Guðlaug, „og svo kom að því að Sævar tilkynnti okkur að lifrarskipt- in væru óumflýjanleg. Þá brotnaði ég alveg.“ Tryggvi var því hins vegar hlynntur allan tímann og fannst að þá yrði loks bundinn endi á margra ára óvissu og þjáningar. Um miðjan september flaug Guð- rún litla vestur um haf ásamt föður sínum, tveimur læknum og hjúkr- unarfræðingi í einkaþotu Þotuflugs. Þyrla á þakinu Sjúkrahúsið í Pittsburgh er talið eitt hið besta í heimi þegar um líffæraflutning á bömum er að ræða. Og þar voru fleiri en Guðrún sem biðu eftir nýrri lifur. „Ég heyrði úti að það væri yfír- leitt „slagur" um líffærin og til dæmis voru þarna hjón frá Alaska sem voru búin að bíða í eitt ár eftir lifur handa barni sínu,“ segir Tryggvi. „Við biðum aðeins í tíu daga, enda hefði Guðrún ekki þolað mikið lengri bið. Ég var einmitt í símanum að tala við Guðlaugu, sem var að búa sig undir að koma út til okkar, þegar ég heyrði að eitthvað var að gerast. Hjúkrunarfólkið kom síðan hoppandi af gleði inn á sjúkra- stofu, klappaði fyrir okkur og sögðu að von væri á lifur frá Suður- Karólínu. Læknarnir á sjúkrahúsinu í Pitts- burgh fóm sjálfir til Suður- Karólínu, íjarlægðu nýju lifrina og komu með hana í einkaþyrlu sem lenti á þaki sjúkrahússins. Að kvöld- lagi hófst síðan aðgerðin á Guðrúnu sem stóð yfir í rúmar 13 klukku- stundir." - Og hvað gerði pabbinn á með- an? „Hann fór og hallaði sér, gjor- samlega búinn að vera. Ég sofnaði á hermannabedda sem var inni í sal nokkmm ætluðum aðstandendum. Klukkan átta um morguninn þeg- ar aðgerðinni var að Ijúka, kom skurðlæknirinn, dr. Marsh, til mín, fór með mig inn á skrifstofu og bauð mér sæti. Mér leist nú ekkert á það að vera boðið sæti. Eitthvað hlaut að hafa farið úrskeiðis. En þá tilkynnti hann mér að aðgerðin hefði tekist mjög vel og lagði áherslu á hvað þetta hefði verið „fín lifur“ sem Guðrún fékk. Sú gamla hefði vægast sagt verið gjörónýt. Þá tók ég eftir því að maðurinn var útkeyrður, eins og undin tuska, og þess vegna boðið mér sæti svo hann gæti sest sjálfur." Á meðan gekk móðirin um gólf heima á Islandi, en flaug síðan með næstu vél til Bandaríkjanna. Taugastríð Fyrstu vikurnar eftir aðgerðina vom ekki síður erfiðar. Þá kom hræðslan. Mundi hún hafna lifrinni eða ekki? Guðrún litla var ekki mikill bógur Morgunblaðið/Rúnar Þór Bjömsson þegar hér var komið sögu. Aðeins 24 kíló tólf ára gömul, lömuð hægra megin og- máttfarin og sljó eftir langvarandi meðvitundarleysi. „Hún kallaði okkur öll pabba fyrst á eft- ir,“ segir Guðlaug og hlær. „En svo hófst nú taugastríðiö, að fá hana til að hósta. Lungun voru full af slími sem hún varð að losna við því hætta var á li’ masýk- ingu, og í marga daga geiv 1 við s ekkert annað en að beija þetta g, ■ og lemja til að ná slíminu úpp ái henni. Allir vom á nálum, og ein- ( hvetju sinni kemur éinn læknirinn æðandi inn ög segir hátt með áherslu: Hún verður að hósta! i Þá var manninum mínum öllum " lokið og svaraði á móti pirraður og þreyttur: Hvem fjandann heldurðu að við séum að gera hérna allan daginn?! j En loks kom hóstinn og öllum létti.“ En það þurfti einnig að byggja upp þrek og kraft hjá litlu stúlkunni og ekki gekk það alveg átakalaust . fyrir sig. Það var mikill sigur þegar hún gat sest í stól í fyrsta sinn, en ekki gekk það eins vel að fá hana til að ganga. „Við vomm alveg að missa móð- inn,“ segir Guðlaug, „en ég man að ég sagði við Tryggva: Bíddu bara, hún stendur upp þegar henni sjálfri sýnist. Og sú varð raunin. Éinn daginn stóð sú stutta allt í einu upp.“ „Hún fékk líka göngugrind sér til stuðnings,“ segir Tryggvi, „en eitthvað hefur grindin farið í taug- arnar á henni, því dag nokkurn, án þess að segja orð, tók hún hana, grýtti henni út í horn og strunsaði fram á gang!“ Ég spyr þau hvort Guðrún sé skapstór, kannski pínulítið frek, og Tryggvi segir að það sé hún ekki, en býsna ákveðin. „Jú, hún hefur alltaf verið frek!“ segir þá móðirin, „en hefur þennan sérstaka húmor. Sævar læknir sagði líka að sennilega hefði frekjan og húmorinn hjálpað henni.“ íslenskur læknir sem starfar í Pittsburgh, Sigurður Pétursson, stoð og stytta fjölskyldunnar þarna úti, var einhveiju sinni staddur inni hjá Guðrúnu þegar einn læknirinn þurfti aðeins að „stinga á hana“. Guðrún sem alltaf var annars sam- vinnuþýð, brást nú hin versta við, orðin hvekkt á læknum og spraut- um, og hreytti úr sér safni velval- inna íslenskra blótsyrða sem enginn nærstaddur treysti sér til að þýða fyrir ameríska lækninn. „Nú er hún farin að mótmæla og það er til góðs,“ sagði Sigurður þá hrærður. Fyrir aðgerðina mátti Guðrún %

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.