Morgunblaðið - 03.12.1989, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 03.12.1989, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI SÚNNUDA' m DÉSEMBER 1989 C 45 Moi^unblaðið/Sverrir Skúli Johnsen borgarlæknir sprautar langförul í heilsuverndarstöð- inni í Reykjavík. ferðalög. „Ef við tökum land eins og Tæland þar sem er mikil fátækt og hættulegir sjúkdómar er rétt að láta bólusetja sig við taugaveiki, auk kóleru og mýgulusóttar. Einnig þarf fólk að kanna hvort það hafi verið bólusett við mænusótt, taka gammaglobulin, mótefni við lifrar- bólgu, og eiga malaríutöflur. í Suð- ur-Ameríku er engin kólera en á hinn bóginn mýgulusótt." ■ Um alnæmishættuna segir Skúli að lítið sé í sjálfu sér hægt að gera í því máli annað en segja fólki að haga sér ekki eins og bavíanar í kynferðismálum. Margir hugsi vafalaust með sér að „þeir hljóti að sleppa“ og taki þetta ekki alvar- lega. Hann minnir á að þar til fyrir skömmu hafi verið talið að Tæland og önnur Austur-Asíulönd væru að mestu laus við alnæmi. Nú hafi komið í ljós að málið hafi einfald- lega ekkert verið rannsakað og fyr- ir einu eða tveim árum hafí verið staðfest að tíðni alnæmissmits hjá vændiskonum í Bangkok í Tælandi sé einhver sú hæsta í heimi. Skúli segir yfírvöld í Iöndunum ekki flíka svona niðurstöðum til að hræða ekki ferðamenn; ferðaþjónustan sé dijúg tekjulind. Þess vegna yrði alltaf að gera ráð fyrir því að í fá- tækum löndum, sem væru að hyggja upp ferðaþjónustu, væri ástandið verra en skýrslur og aðrar upplýsingar bentu til. „Mér fínnst að íslenskar ferða- skrifstofur hafi ekki allar sýnt nægilega ábyrgðartilfinningu í því að láta viðskiptavini sína vita um það sem þarf að varast þegar ferð- in er undirbúin, útskýra sjúkdóma- hættuna. Mér sýnist að það sé ein- hver tilhneiging hjá þeim til að vera ekki að ónáða fólk með svona lög- uðu,“ segir Skúli. Að sögn hans er algengt að 70 - 80% ferðalanga frá Norður-Evrópu veikist í hópferðum til Suður-Evrópu. Oftast sé þettá væg matareitrun og ýmsir kvillar vegna of mikillar sólar, of lítils svefns og of mikils áfengis. Eitt sinn hafi verið gerð rannsókn á um 200 Islendingum sem farið hefðu til Spánar og komið í ljós að um 30% þeirra höfðu veikst. Krossfar- ar páfans Til Velvakanda. Hr. Jan Habets. Ég hef undan- farið fylgst með skrifum yðar hér í Velvakanda sem fjalla í stórum dráttum um kristileg viðhorf, og er ekki oft sem trúmál og skoðanir um þau birtast í fjölmiðlum. Það eru nokkur atriði í þessum skrifum sem hafa framkallað hjá mér þó nokkuð hugarangur sem ég bið yður að greiða úr. Það fyrsta er „aríanismi", þér segið í blaðagrein: „Þar má einkum og sér í lagi nefna hina löngu bar- áttu kirkjunnar fyrir hreinni kenn- ingu og gegn villu kenningu, sem dæmi má nefna hina löngu og erf- iðu baráttu gegn aríanisma, sem snerist um guðdóm Jesúm Krists." Því spyr ég: 1. Hvað er hrein kenn- ing? 2. Hvað er villu kenning? 3. Hver er guðdómur Jesú Krists? 4. Hvað er aríanismi? Það annað er: Hvað hafa páfinn í Róm og kaþólska kirkjan á móti kenningum islam, það er að segja kenningum Múhameðs? Voru þeir ekki af sama sauðahúsinu Jesús Kristur og Múhameð? Voru þeir ekki að boða sömu mótmælin gegn Gamla testamentinu eins og það birtist okkur í kenningum kaþólsku kirkjunnar í Gamla testamentinu enn þann dag í dag? Það þriðja er: Örlög krossfara páfans í Róm, eftir að hafa þjónað páfanum í Róm í allar þessar aldir. Ég spyr: Af hveiju lét páfinn í Róm og kaþólska kirkjan myrða krossfarana í nafni kaþólsku kirkj- unnar? Útrýmingunni lauk í kring- um árið 1321. Morðin voru vægast sagt hrottafengin. Voru krossfar- amir myrtir í nafni Jesúsm Krists og Nýja testamentisins eða fóru krossfaramir í nafni kenninga og boðorða Gamla testamentis gyðinga og Jiinnar kaþólsku kirkju? Ég bið yður séra Jan Habets að losa mig út úr þessu mikla hugar- angri við fyrsta tækifæri og tala máli páfans í Róm og kaþólsku kirkjunnar. Guðbrandur Jónsson Aftiemum þrælasöluna Til Velvakanda. * ISædýrasafninu í Hafnarfirði em nú geymdir fjórir nýveiddir þrælar af háhyrningakyni. Þetta em þijár komungar telpur og einn drengur. Allt saman börn innan við 10 ára aldur að því sagt er. Og það er búið að selja þessi böm til Sea World-auðhringsins í skemmtanaiðnaðinum. Þetta er orðin árleg þrælasala af hálfu furðufyrirtækisins FAUNA, sem hefur aðsetur á Fræðsluskrifstofu Reykjanesum- dæmis í Hafnarfírði. Yfirumsjónar- maður þrælasölufyrirtækisins vinnur þar og gegnir starfi fræðslustjóra Reykjanessins. Und- arlegt, er það ekki? — Nei. Sorg- legt miklu frekar. Sorglegt vegna þess að enn nú í lok 20. aldarinnar skuli þrælahald vera á dýmm á Islandinu góða. Það kostaði aldalanga baráttu hér á landi að fá vistarbandinu aflétt af vinnufólki í sveitunum. Og tókst það ekki fyrr en í lok síðustu aldar. í lagabókstafnum stóð það samt að meginstofni til fram á þessa öld. Vistarbandið var faguryrði um hlut Iíkan þrælahald- inu ljóta. Allur þorri íslendinga var öldum saman ýmist vinnufólk í ánauðugu vistarbandi án barna og án ásta við nokkurn maka (a.m.k. var allt slíkt mjög fágætt og þurfti að fara mjög leynt), eða hreinlega ómagar á sveitinni sem höfðu enn minni rétt en vistarbandið bauð uppá. Við emm ekki komin lengra í þró- un mannúðarinnar en að við bjóð- um hinum dýmnum ennþá upp á þessa sömu kosti. í þessu dæmi hér eru það háhymingamir. Meðalaldur háhyminga í náttúr- unni er um 60 til 80 ár við eðlileg- ar aðstæður. Meðalaldur veiddra háhyrninga í heiminum sl. áratug er að meðaltali um 5 ár ólifuð, eftir að þau hafa verið fönguð. Þetta er að vísu nokkuð skökk mynd af dæminu því alltaf drepast nokkur dýr við veiðarnar sjálfar og flutningana, svo það dregur þessa tölu svona ógnarlágt niður. Því er því líklega heiðarlegra ýtmstu krafna vegna að segja að meðalaldur háhyminga eftir að þeir hafa verið veiddir og fluttir um hnöttinn þveran og endilangan sé um 12 til 16 árí þessum ógeð- felldu „dýragörðum“, sem em í reynd ekkert annað en hátækniv- ædd fangelsi með sýndaraðstöðu fyrir aðkomugesti. Þetta er samt sorglega lágur lífaldur þegar tekið er mið af hversu langlíf þessi greindu dýr verða í sínu fijálsa og náttúrulega umhverfi. Fólk er stundum fangelsað fyrir slæm brot sem það hefur framið að mati meirihlutans í hveiju landi. En hvað hafa þessi dýr gert af sér? Það hefur aldrei fengist svar við því. Eða líklega hefur aldrei verið gerð tæmandi tilraun til að svara því. Ef til vill hugsa margir svo vegna þess að það þarf ekki að svara því að mati vanans. Þetta er bara svo sjálfsagt. Búið mál. eða hvað? Hlýðum á nokkur svör: „Þetta hefur alltaf verið svona Magnús minn. Vertu nú ekki að þrasa yfir svona smámunum. Snúðu þér heldur til dæmis að menguninni. Því ættuð þið nátt- úmvinirnir frekar að einbeita ykk- ur að. Það væri miklu nær. Þá skyldi ég styðja ykkur heils hug- ar.“ Svona eru svörin þegar maður minnist á saklausu börnin sem geymd eru í hvalalauginni hjá þessu FAUNA-furðúfyrirtæki í Hafnarfirðinum, — bíða eftir „kaupendum“ sínum þar. Þessa ungviðis bíður síðan ekk- ert annað en bráður dauði á tán- ingsámm þeirra í lengsta falli, eft- ir að hafa dansað og stokkið eftir flautumerkjum og handabending- um „temjara" sinna fyrir „gest- ina“. Ef Guð lofar þeim þá að lifa svo lengi við þessar ömurlegu að- stæður. Dauða sem kannski ætti að koma sem allra fyrst úr því að frelsi þeirra fæst aldrei í þessu lífi. Afplánunardómurinn er endalaus. Eigum við ekki annars að færa okkur ögn nær mannúðarþjóðfé- laginu og leggja þessa þrælasölu niður og sleppa börnunum sem gráta núna daglega í hvalasund- lauginni í 8ædýrasafninu? Ég segi já. Hvað segir samviska þín? Magnús H. Skarphéðinsson DJASSTÓNLEIKAR SUNNUDAGSKVÖLD KL. 21.30 Hljómsveit Kristján Magnússonar Þorleifur Gíslason, saxófon, Tómas R. Einarsson, bassi, Guðmundur R. Einarsson, eldra trommusett. Beslur kvöldsins: Árni Scheving, vibrafönn Heiti potturinn Fischersundi IRSKT KVOLDI Óþerukjallaranum Stór noid ásamt írsku snillingunum Frankie Gavin á fidlu og Töny MacMahon áharmoniku. ' Einstakt tækifæri. Aðeins þetta eina kvöld. KVIKMYNDALEIKUR Ég er að leita að ungu fólki í stóran framhaldsmyndaflokk fyrir sjónvarp og bíó sem gerist á 10. öld og ber nafnið „Hvíti víkingurinn". A) Stúlku, sem getur leikið 15-16 ára höfðingjadóttur. Samkvæmt handriti er höfðingjadóttirin^jálfstæð, viljasterk og töfrandi falleg. Með orðinu fal- leg er átt við persónutöfra. Sú stúlka, sem leikur hlutverkið, verður að vera ung, á aldrinum 15—19 ára. Hún þarf að hafa brennandi áhuga á kvikmyndaleik, búa yfir viljastyrk og óbifandi sjálfstrú. B) Tveimur ungum mönnum, 15 og 17 ára, sem eiga að leika hálfbræður. Bræðumir eru ólíkir, en báðir afgerandi einstaklingar og sterkir pærsónuleik- ar. Sömu kröfur um áhuga og viljastyrk eru gerðar til þeirra, sem sækja um hlutverk bræðranna. C) í „Hvíta víkingnum“ eru ýmis, bæði minni og stærri, hlutverk fyrir fólk á sama aldri. Þau, sem hafa brennandi áhuga á að spreyta sig á þessu verkefni og langar til að taka þátt í mjög erfiðu og krefjandi ævintýri, sendi mynd ásamt persónulegum upplýsingum um hvaða hlutverki viðkomandi sækist eftir og hvers vegna. Allt ungt fólk á áðumefndum aldri kemur til greina, en hvers konar reynsla af leiklist eða öðru öguðu listnámi, t.d. hljóðfæraleik, dansi eða söng, mun koma að góðum notum. Æfingar hefjast i mars, en upptaka snemma í vor og lýkur síðla næsta haust. Góð laun í boði. Umsóknir sendist á auglýsingadeild Mbl. íyrir 12. desember 1989 merktar: „Hvíti víkingurinn — 6300M Umsækjendur verða að útbúa umsókn sína sjálfir. Hrafn Gunnlaugsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.