Morgunblaðið - 03.12.1989, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 03.12.1989, Blaðsíða 9
+ ,yOKG]LIKEJUV9ff> SytjJNUPAQUR 3. DESEMBER 1989 C 9 -n—r % ; Dýr draumur Hljómtækjasamstæðan á myndinni að ofan ætti að tryggja parið sæmilega „gegn framtíðinni”. Það kostar hins vegar skildinginn sinn. I flestum tilvikum er hægt að fá nokkru ódýrari tæki, sem uppfylla pær staðalkröfur sem gerðar eru, en tækin á myndinni eru meðal þeirra bestu sem völ er á og eru samt á verði, sem ætla má að almenningur ráði við. Hvort venjuleg fjölskylda ræður við að kaupa safn slíkra tækja, eins og er á myndinni, er svo annað mál. Verð innan sviga er áætlað meðalverð á tækjum, sem upptylla lyrrnefndar staðalkrölur, og getur e.t.v. réttari mynd al þvl verði, sem láta þart tyrir dýrðina. Verðið tyrir geislaspilarann er þð slst t hærri kantinum, svo verð það, sem er (sviganum er meðalverð geislaspilara, sem ekki geta leikið mynddiska. Þar sem ekki er verð innan sviga er ekki um ódýrari tæki að ræða, sem uppfylla sömu staðla. 1 Hátalarar 2 Plötuspilari 3 Kasettutæki 4 Útvarpsmagnari 5 Sjónvarp 6 S-VHS Myndbandstæki SDA-SRS 2,3 Legend TD-W777 7600 FX29 HR-S5600EH 7 Geislaspilari (mynd & hljóö) CLD1200 8 Gervihnattamóttakari og diskur XLE 9 DAT-segulbandstæki XD-Z1100 10 Magnari AX-Z911 11 Stuttbylgjutæki ICF 7600D Polk AR JVC NAD Sony JVC Pioneer Salora JVC JVC Sony 190.300 kr. 44.800 kr. 37.800 kr. 89.900 kr. 211.650 kr. 113.900 kr. 74.588 kr. 150.383 kr. 162.300 kr. 77.900 kr. 29.495 kr. (20.000 kr.) (15.000 kr.) (25.000 kr.) (30.000 kr.) (150.000 kr.) (25.000 kr.) (55.000 kr.) Fyrirtækin FACO, Hljámbær, Japisog Taktur lánuöu tækin til myndatöku. ömurleiki Kremlarvaldsins, gervi- hnattasendingar hafa komið í veg fyrir að hægt sé að þegja óhag- stæðar fréttir í hel, Michael Jack- son er heimsþekktari en nafni hans Gorbatsjov, sjónvarpsauglýs- ingaherferð stjómarandstæðinga í Chile varð öðru fremur til þess að Augusto Pinochet tapaði forseta- kosningum þar í landi og svo mætti lengi telja. Ef til vill finnst sumum lesend- um fulllangt gengið í hástemmd- um lýsingum á undmm tækninn- ar, en miðað við hvað tækni- samúræjarnir í Japan segja, er hér ekki tekið of djúpt í árinni. Mikio Higashi, sem er einn helsti yfir- maður myndbandamála hjá Pana- sonic, hefur látið hafa eftir sér að fyrir árið 1995 skuli vera komið sæluríki myndbandsins hér á jörð: Videópía. Með þessu á Higashi við að ekki verði einvörðungu mynd- bandstæki á hveiju heimiti, heldur geti hver heimilismanna átt eigið myndbandstæki, líkt og nú gerist um vasadiskóin. Þetta eitt og sér telur Higashi þó ekki nóg til þess að Videópíu sé náð. Takmarkið er að hver og einn geti átt eigin myndbandsupptökuvél, rétt eins og allir eiga myndavél nú. Japan- irnir hafa ekki setið við orðin tóm, því þegar er hafin smíði á fyrstu myndbandsupptökuvélunum af þessu tagi og eru þær með ólíkind- um smáar og einfaldar í notkun. Ferðatæki hafa verið vinsæl um árabil, en nú er hægt að kaupa tæki, sem í er geislaspilari, fúllkomið kasettutæki, staf- rænn útvarpsmagnari og 50w hátalarar. Það er sagt erfitt að spá og sérstaklega um fram- tíðina. Þessi alkunna staðreynd á hvergi betur við en um heimilistæki þau, sem einu nafni nefnast „græjur“. Hver hefði þorað að spá því fyrir fimm árum að geislaspilarar yrðu komnir inn á hvert heimili innan örfárra ára? Eða því að á hvers manns færi væri að taka upp brúðkaup barna sinna á mynd- band með sáralitlum tilkostnaði? Þróunin á þessu sviði hefur reynst undrahröð. Svo hröð að enginn hefur undan að fylgjast með tækninni og maður er ekki fyrr búinn að kaupa allra nýjustu og fullkomnustu tegund mynd- bandstækis þegar hin næsta er komið á markað með ennþá fleiri möguleikum, tækninýjungum, tökkum, ljósum og innstungum. Þess vegna er varla von nema meðaljóninn spyrji sjálfan sig: „Er nokkur leið til þess að ég geti snúist tækniþróuninni snúning og tryggt mig gegn framtíðinni?“ Svarið við þessari spurningu er einfalt: „Tja, eiginlega ekki... “ en það er hægt að skyggnast að- eins fram á veginn og skipuleggja tækjakaupin þannig að menn máli sig ekki beinlínis út í horn. Aukin áhersla á frístundir hefur fylgt auknum lífsgæðum í hinum fijálsa heimi og fjölmiðlar eru æ ríkari þáttur daglegs lífs. Reyndar má færa fyrir því; rök að þessi þróun hafi jafnframt grafið undan stoðum einræðisríkja heimsins og lagt meira á vogarskálar lýðræðis- ins en flest annað. Fyrir tilstuðlan ódýrra og handhægra myndbands- upptökuvéla í höndum ferðamanna varð heimurinn áskynja um upp- þotin í Tíbet og fjöldamorðin á Torgi hins himneska friðar var ekki hægt að fela, myndbandstæki í Sovétríkjunum hafa gert þjóðum þeirra ljóst að fleira er til en grár baðstofunni yfir í sérstök sjón- varpsherbergi — leyfi húsrými það á annað b'orð. Þá hefur hið sama gerst hér og vestra hvað varðar sjónvarpstækjaeign, en það fer í vöxt, að fleira en eitt tælji sé á heimilum. Þessi herbergjaskipan mun vafalítið verða enn vinsælli á næstu árum, ekki síst þegar haft er í huga hversu skjótt nýir kostir bætast við þá, sem fyrir eru. Út- varpsstöðvum fjölgar í sífellu, nýj- ar sjónvarpsstöðvar kunna að bætast í hópinn innan skamms og gervihnettir grynnka djúpa ísland- sála smátt og smátt. Við allt þetta bætist að símbylt- ing er í vændum: stafræn símkerfi, Ijósleiðarar og fleiri nýjungar munu enn auka á fjölbreytnina. Innan nokkurra ára mun svokölluð ISDN-tækni gerbreyta hugsunar- hætti manna um símann, því á einni og sömu símalínunni verður hægt að vera með fleiri en eina bæjarlínu, tölvu(r), sjónvarpssend- ingar og í raun hveijar þær upplýs- ingar, sem á annað borð er hægt að koma í stafrænt form. Vegna alls þessa er ekki nema eðlilegt að menn reyni að halda utan um alla þessa möguleika með samhæfingu. Nú þegar hafa plötu- söfn leyst bókasöfn af hólmi á mörgum heimilum (greinarhöf- undur taldi fyrir skömmu plötu- safn sitt og komst að raun um að hann ætti u.þ.b. helmingi fleiri plötur en bækur!) og á flestum heimilum, þar sem myndbands- tæki eni innan stokks, er þegar kominn vísir að myndbandasafni. Öllum finnst sjálfsagt að hafa plötuspilarann, útvarpsmagnar- ann, kasettutækið og geislaspilar- ann tengda við einn og sama magnarann, sem síðan kyndir hát- alarana. Þeir, sem fest hafa kaup á svokölluðum „Hi-Fi“ mynd- bandstækjum, hafa flestir tengt þau við græjurnar til þess að njóta steríó-hljóðrásar myndbandanna til fulls og með tilliti til þess, að steríó-útsendingar sjónvarps eru nálægari en margur hyggur, er engin ástæða til þess að ætla ann- að en þessi skipan verði hin al- menna regla innan skamms. Þessar myndir sýna niuninn á þeirri sjónvarpstækni, sem við Islendingar notum (625 lína PAL), og breskum HDTV-staðli (1250 lína D-MAC). Sem sjá iná er sniðið á HDTV-slqánum meira í ætt við það, sem menn eiga að veiyast í bíó, en því miður er hætt við að lesendur eigi erfitt með að greina myndgæðamuninn afþessum myndum. Enn sem komið er er verðið himin- hátt, ert reiknað er með að fyrir 1995 verði það orðið á hvers manns færi að eignast slíkan grip. Fjölmiðlaherbergið Bandaríkjamenn og Japanir eru þjóða lengst komnir á upplýsinga- öldinni og miðað við græjukaup íslendinga stöndum við þessum þjóðum ekki langt að baki. Líkt og þar vestra og eystra hafa sjón- varpstækin verið að þokast úr En hvers vegna að láta staðar numið? Gervihnattadiskar verða æ algengari sýn þegar skyggnst er um þök landsmanna og gero- hnattasendingar eru flestar í steríó. Tölvuvæðingin hefur orðið enn hraðari en nokkurn hefði órað fyrir og er einkatölvan þó enn í frumbernsku. Nýjustu tíðindi úr tölvuheiminum benda til þess að skilin milli tölva og græja, ef svo má að orði komast, verði æ óljós ari. Geislaspilaratæknin hefur þeg- ar verið notuð með góðum árangri til gagnageymslu, þannig að heilu alfræðiorðasöfnin eru nú innan seilingar á einum diski, samskonar og venjulegir geisladiskar, og framtíðinni eiga þau vafalítið eftir að verða enn aðgengilegri, því tæknilega er því ekkert til fyrir- stöðu að í alfræðisöfnunum sé fleira en orðin tóm. Til dæmis gæti atriðisorðið „Beethoven“ ver- ið útskýrt með mynd af kappanum og tóndæmum (jafnvel tilvísunum í óstytt tónverk hans) auk æviá- gripa. Þegar Kennedy væri „flett upp“ væri ekki ósennilegt að á skjánum birtust sjónvarpsmyndir af honum í embætti og hið þekkta myndskeið af hörmungaratburðin- um í Dallas. Og fyrst tölvan er komin í spilið er ekki út í hött að láta tölvuna sjá um að stýra öllum tækjunum þannig að allt fari ekki í einn hrærigraut við það eitt að Sinatra sé stungið undir nálina. Þetta kunna að virðast fjarlæg- ir draumar, en menn skyldu hafa hugfast hversu ör þróunin hefur reynst undanfarin ár. Þó ekki gengi nema brot af ofanskráðu eftir, væri þar um gífurlega breyt- ingu á lífsháttum að ræða. Hvað á ég að þora kaupa? Vitaskuld væri auðveldast að svara spurningunni hér að ofan með því að ráðleggja lesendum blaðsins að kaupa aðeins hið dýr- asta og besta, sem völ er á hveiju sinni. Það er hins vegar ódýrt svar. Eins og ráða má af því, sem á undan hefur farið, skiptir miklu máli að möguleikar á samtengingu og útvíkkun kerfisins séu sem mestir. Miðað við fyrri reynslu mun erfitt reynast að spá fyrir með vissu við hveiju er að búast á tæknisviðinu á næstu árum. Ekki er svo ýkjalangt um liðið frá því að tækjasjúklingar töldu víst að svonefnt quadró myndi leysa Steríóið af hólmi, að fjórar hljóðr- ásir kæmu í stað tveggja. Aldrei fór þó svo að tækni þessi yrði út- breidd, enda sá almenningur ekki hver kostur væri að hafa fjórar hljóðrásir þegar maðurinn hefði frá upphafi vega ekki verið gædd- ur nema tveimur eyrum! Enn skemur aftur í timann þarf að leita til þess að rifja upp „mynd- banda-stríðin“ svonefndu, en þá tókust á tækjaframleiðendur, sem héldu á lofti þremur myndbanda- stöðlum: VHS, Beta og V2000. Nú nokkrum árum síðar er VHS óumdeildur sigurvegari, en „stríðið“ er þó ekki eldra en svo að flest ’ Betu-tækin eru í góðu lagi enn og sala í Betu-spólum ágæt. Óhætt er þó að segja, að innan nokkurra ára verði VHS- tækin allsráðandi hérlendis og Betu-tæki vart finnanleg nema meðal sérvitringa og „hálf- atvinnumanna“. En hvað sem nútímanum líður fer vart hjá þvi að menn hyggi að fortíð þegar þeir velta tækja- málum fyrir sér. Er óhætt að kaupa nýtt sjónvarpstæki, nýtt myndbandstæki og hvað þetta nú heitir allt saman, eða veí-ða ofur- tæki nútímans úrelt brak að nokkmm áram liðnum? Það sem hér fer á eftir er vita- skuld ekki algildur sannleikur, en ætti að minnsta kosti ekki að leiða menn á villigötur. MAGNARAR Við kaup á magnara skyldu menn miða við að hann sé „stafrænt samfelldur" (enska: Integrated Digital) og öragglega með nógu marga innganga. Helst þannig að ráð sé gert fyrir að við hann sé hægt að tengja geislaspilára, út- varpsmagnara, plötuspilara, tvö segulbands/kasettutæki, tvö myndbandstæki og myndgeisla- diskaspilara. Magnarinn ætti að hafa tvo ljósleiðarainnganga (ann- an fyrir geislaspilara og hinn fyrir stafrænt segulband (DAT)). Nú orðið er hægt að fá magnara þessa í ýmsum afbrigðum. Sumir eru með innbyggðum hljóðbreyti, þannig að hægt er að velja „um- hvei-fi“ tónlistarinnar: þ.e.a.s. hægt er að láta hana hljóma líkt og hún væri leikin í risastórri dóm- kirkju, tónleikahöll, íþróttaleik- vangi eða með sömu hljómgæðum og gerist á rokkkonsertum. Þá eru margir þeirra með útgangi fyrir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.