Morgunblaðið - 03.12.1989, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.12.1989, Blaðsíða 26
26 0 MORGUHBLAÐID FJÖLMIÐLARáaiMíIfúí'a DBSEMBER )1989 „Hún birti leka frá höllinni" seg- ir í myndatexta með þessari skopmynd úr breska blaðinu The Guardian. Bretland: Ritstýra People var rekin Wendy Henry, ritstýra breska blaðsins People, var látin taka pokann sinn eftir að yfirboðari hennar, Robert Maxwell, hafði lýst því yfir að myndbirtingar blaðsins af prinsunum William og Harry og söngvaranum Sammy Davis jr., nú nýverið, væru „óviðunandi átroðningur í einkalíf viðkom- andi“, eins og hann orðaði það. Myndirnar af prinsunum, sem birtust í sunnudagsútgáfu blaðsins, sýndu William prins þar sein hann var að pissa í almennings- garði í London og myndirnar af Harry prins gáfu í skyn að hann hefði orðið fyrir aðkasti annarra barna. Foreldrar prinsanna, Karl og Diana, lýstu yfir vanþóknun sinni á birtingu þessara mynda í blaðinu og hið sama gerði Samrrty Davis Jr. eftir að People hafði birt nærmynd í lit af skurði á hálsi hans eftir krabbameinsaðgerð. Wendy hefur hins vegar varið gerðir sínar með þeim orðum að myndirnar af prinsun- um væru „sætar myndir af bömum á almannafæri". Wendy Henry, sem er 39 ára göm- ul, varð fyrsta konan tii að gegna ritstjórastöðu í Fleet Street er hún tók við ritstjóm slúðurblaðsins „News of the World“ fyrir tveimur árum. Þótt hún hefði aukið sölu blaðsins um 400 þúsund eirttök lét eigandi þess, blaðakóngurinn Rupert Murdoch, hana hætta vegna „ósam- komulags um ritstjórnarstefnu", eins og það var þá orðað. Hún hefur ver- ið ritstjóri People síðan í mars á þessu ári. HEEMAERBEST ■ Laugardagur fyrir framan ríkissjónvarpid leiðina vera þá að gera eins og hann. Eftiröpun hefur hins vegar aldrei verið hin sterka hlið Evr- ópubúa og því er þessi hátíð hvorki skemmtileg, eins og Óskarshátíðin er stundum, né menningarleg sem hún þó á að vera. Það eina sem gladdi augað var barnavagnssenan úr mynd Eiseinsteins vegna þeirrar tilvilj- unar að sýna átti bestu eftirlík- inguna á þessu myndskeiði stundu síðar á Stöð 2 á íslandi en þar á dagskrá var bandaríska myndin „The Untouchables". Það er von að Frakklandsævin- týri stöðvarmanna og utanríkis- ráðherra verði þeim stærri plús en þessi beina útsending varð Sjónvarpinu. Spaugstofan fékk mann síðan til þess að gleyma stað og stund. Grín þessara manna er gaman- samt sem því miður er meira en hægt er að segja um margt eldra sjónvarpsgrínið. Spaugstofan hefur náð að þróa karaktera og form sem hjálpa handriti er ávallt byggist á atburðum sem eru ofarlega í huga áhorfenda. Háðið sem beint er að sjónvarps- fólki er hárbeitt. Haldi þessir menn áfram á þeirri braut sem þeir fundu sér sl. vor má jafnvel reikna með að þeir skipi sér við hlið sjálfra Matthildinga þegar saga ljósvakagrínsins verður skrifuð. Með því er þó ekki verið að gefa í skyn að Orn Árnason eigi eftir að verða borgarstjóri og guð má vita hvað. í raun má segja að þegar fagmenn á borð við Spaugstofumenn taka fyrir sjónvarpsmenningu okkar ís- lendinga eins og raun ber vitni þá er fátt eftir til þess að fjalia um í pistli sem þessum. ÞAÐ VORU þijár beinar útsendingar í ríkissjónvarpinu á laug- ardeginum í viku þeirri sem fréttir bárust út um heimsbyggð- ina um að Stöð 2 væri að rúlla yfirum og að sjónvarpsstjórinn hefði fengið norræn markaðsverðlaun fyrir vikið. Auk þess áttu Spaugstofiimenn að fá að leika lausum hala þannig að það leit út fyrir að vera fysilegur kostur að eyða þessum degi og kvöldi heima fyrir og Iáta opinbera starfsmenn Sjónvarps- ins hafa ofan af fyrir sér. Að sjálfsögðu lofaði maður samvisku sinni því að einhvem næsta laugardag yrði lagst fyrir framan Stöð 2. Að þessu sinni átti sem sagt að njóta afnotaskattsins. Bjarni Felixson, óskyldur Felix þeim sem síðar átti að koma við sögu í Sjón- varpinu þennan laugardag, og Jón Ó. Sólnes hófu daginn á tippi, sem fram til þessa dags hafði ekki borið hróður þeirra langt af bæ. En það var einungis forleikur að bæ- heimskri knatt- spyrnuviðureign þar sem sæmi- legir atvinnu- og varamenn reyndu að fóta sig á snævi þöktum vellinum með litl- um árangri. Kunningi, sem bjó í nokkur ár í Englandi, hringdi og tilkynnti að þýskur fótbolti væri leiðinlegur. Hann sagði að þetta væri dútl án þeirrar fimi og færni sem sæist á Spáni og Ítalíu og krafts og áræðni sem einkenndi enska boltann, ... en svo komu ijögur mörk. Skömmu eftir leikslok var sjónvarpsáhorf- endum vísað á Hlíðarenda þar sem Valur keppti við ÍR í VÍS- mótinu í handknattleik. Víst er það ánægjulegt að landsmenn geti vísiterað innlendar viður- eignir fjarri sínum heimilum sér- staklega þegar tæknimenn verða ekki vísir að neinum tæknilegum mistökum. Klukkan sló sjö — fyrr en varði. Ríkisfréttastofurnar tóku samtímis, á þremur ljósvakarás- um, að þylja upp atburði dags- ins. Fréttastofa Sjónvarps komst klakklaust að mestu í gegnum þennan fréttatíma: Bjarna Vest- mann fannst þó eitthvað skemmtilegt við það hversu Ólaf- ur Sigurðsson var seinn á sér með frétt frá Færeyjum. Skyndilega var maður kominn til Parísar í humátt á eftir bak- hluta Liv Ullman og með litróf- una, Arthúr Björgvin Bollason, dillandi í eyrum sér. Mikill hval- reki er nú sá maður annars á ijörur Sjónvarps. Veraidarvanur, skemmtilegur og talar ýmsar tungur, mest og best þó blessaða íslenskuna. Hann dugði þó ekki til þess að gera Felix-há- tíðina eftir- minnilega. Felix kallinn virðist hafa bullandi minnimáttarkennd gagnvart Óskari frænda fyrir vestan. Hann langar til þess að jafnast á við hann og telur bestu Kristján B.ÓIafsson og Spaugstofumenn. Sjónvarpsrýni og grín er þeirra mál. BAKSVIÐ eftir Ásgeir Fridgeirsson Ekki aðeins úr drauma- verksmiðjum Hollywood Um síðustu helgi voru hin svokölluðu evr- ópsku Óskarsverð- laun fyrir kvikmyndagerð af- hent í Champs-ÉIysées-leik- húsinu í París. Eins og vera ber í sönnu fjölmiðlaþjóðfélagi fengum við íslendingar beina útsendingu frá þessari hátíð enda íslensk kvikmynd meðal þeirra sem tilnefndar voru sem besta kvikmyndin. Þetta er í annað sinn sem þessi verð- laun eru veitt og var sannar- lega kominn tími til því eins og fram kom í upphafi hátíð- arinnar þá verða kvikniyndir víðar til en í draumaverk- smiðjum Hollywood. Og það var einmitt í París sem fyrsta opinbera kvik- myndasýningin átti sér stað, 28. desember árið 1885 í kjall- aranum á Grand Café á Boulevard des Capucines og er sú sýning oft talin vera byijun kvikmyndasögunnar. Það voru tveir bræður, Aug- ust og Louis Lumiére, sem þarna sýndu nokkurs konar heimildarmyndir, kvikmyndir úr daglegu lífi fólks í Frakk- landi. Kvikmyndatökumenn Lumiére-bræðra lögðu síðan land undir fót og færðu áhorf- endum heima meðal annars kvikmyndir úr lífi aðalsins úti í hinum stóra heimi. Áhorf- endur voru þátttakendur í nýjum heimum rétt eins og í leiknu kvikmyndunum okkar í dag. Þótt Bandaríkin séu nú sú þjóð sem sendir frá sér flestar kvikmyndir voru kvik- myndamenn þar aðeins á eftir þeim í Evrópu og fyrsta opin- bera sýningin var í höndum fyrirtækis Thomas A. Edison í apríl árið 1886. Kvikmyndir voru orðnar að veruleika og þróunin var ör og fjölskrúðug. Stór hluti af öllu þessu var sú athöfn að fara í bíó, að hverfa úr hversdagsleikanum inn í annan heim. En kvik- myndirnar sem flestir fara að sjá í dag eru oftast kvikmynd- ir sem fylgja tískuformúlunni hveiju sinni, þær eru flestar gerðar eftir lögmálum heims- markaðarins. Margar kvik- myndimar í þessum flokki eru góðar, aðrar ekki, en stærsti hlutinn kemur frá Banda- ríkjunum. Bíómenningin á íslandi er nokkuð sérstakt fyrirbæri. Menn líta yfir bíóauglýs- ingamar, velja myndina sem á að skella sér á og ákveða síðan hvað hentar best, þtjú-, fimm-, sjö-, níu-, eða ellefu- sýningin. Þegar Ijósin hafa verið slökkt í sýningarsalnum hefst kók- og poppmenningin. Fólk sem annars aldrei leggur sér poppkorn til munns fær sér poka — það er nefnilega ekki sama bragð af poppi sem neytt er í kvikmyndahúsi og poppi sem mönnum býðst annars staðar. Jafnvel hei- malagaða poppið sern menn hafa gert tilraunir með á góð- um sjónvarpskvöldum bragð- ast ekki eins og bíópoppið. En það er þó fyrst og fremst kvikmyndin sem dregur fólk í kvikmyndahúsið. Þessi blanda af iðnaði og list færir okkur út úr gráum hvers- dagsleikanum og býður okkur upp á að vera með í atburða- rás bíóheimanna. í dag keppa bíósýningamar við sjónvarpið og myndbandamarkaðinn og kvikmyndir eins og þær sem kepptu um evrópsku kvik- myndaverðlaunin á kvik- myndahátlðinni í París eiga almennt ekki upp á pallborðið í þessum miðlum. Það eru enn margir kvikmynda-, sjón- varps-, og myndbandaáhorf- endur sem liafa fyrirfram nei- kvæða skoðun á fiestum kvik- myndum sem ekki eru með ensku tali og ekki upprunnar í Hollywood-verksmiðjunum. Ef tekið er tillit til kvikmynda- uppeldis og þeirra áhrifa sem kvikmyndin hefur á neytend- ur þá hlýtur það að vera markmið að stuðla að því að þessir neytendur fái að sjá það markverðasta sem er að ger- ast í heimi kvikmyndagerðar, fái innsýn inn í sem flest menningarsvæði, sjái verk sem skilja eftir sig spurningar og geti notið þeirrar fagur- fræði sém kvikmyndalistin getur haft upp á að bjóða. Og íslendingar sem oft eru og vilja vera framarlega í öllu sem þeir taka sér fyrir hendur hafa ekki aðeins bíómenningu sem er fyrirbæri út af fyrir sig vegna popp- og kóksýn- inganna í bíóhúsum landsins. Kvikmyndahátíðir, kvik- myndavikur og kvikmynda- klúbbar eru orðnir fastir liðir í menningarlífi höfuðborgar landsins. Á kvikmyndahátíð listahátíðar nú fyrir skömmu voru sýndar á fjórða tug kvik- mynda frá yfir 20 löndum og er þessi kvikmyndahátíð sem haldin var í níunda sinn orðin fastur liður í menningarlífinu. Kvikmyndahúsið Regnboginn hefur með reglulegu millibili boðið upp á kvikmyndavikur, þar sem gott tækifæri hefur gefist til að sjá og bera saman kvikmyndir eins lands og ný- lega kom nýr kvikmyndastjóri Regnbogans með þá yfirlýs- ingu að hann hyggðist halda þeim sið að sýna listrænar bíómyndir. Aðsókn að síðustu kvikmyndahátíðum hér á ís- landi hefur sýnt að stór hópur fólks kemur að sjá þær kvik- myndir sem þar er boðið upp á. Á síðustu kvikmyndahátíð var dag eftir dag troðfullur salur þegar indversk kvik- mynd, Salaam Bombay var sýnd og ungur bíógestir heyrðist segja eftir sýningu: Ég hélt að allar svona útlen- skar (þær amerísku telur við- komandi líklega „ekki út- lenskar“) myndir væru hund- leiðinlegar. Ogá frumsýningu fyrstu færeysku kvikmyndar- innar í fullri lengd, Atlantic Rhapsody, skemmtu menn sér konunglega og hlógu dátt. Það er af og til minnst á að nú sé nóg komið af kvik- myndaglápi, tvær sjónvarps- stöðvar, fjölsalabíó út um allt og myndbandstæki á næstum hveiju heimili. En konfektið er að finna meðal kvikmynd- anna á kvikmyndahátíðunum, -klúbbunum og -vikunum og svo er það auðvitað skylda hvers íslendings að sjá, vega og meta þær íslensku kvik- myndir sem líta dagsins Ijós með reglulegu millibili. Guðrún Birgisdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.