Morgunblaðið - 03.12.1989, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 03.12.1989, Blaðsíða 27
MÖHGÍJNBLÁÐID FJÖLMIÐLAR.MIMÍM1 DESEMBBR )1989 o m Dagskrá Rásar 1 í endurskoðun: Tímabært að g’eía Rás 1 nútímalegra yfirbragð segir Elfa Björk Gunnarsdóttir framkvæmdasljóri „ÞAÐ HEFUR alltaf verið mikilvægt að Rás 1 sinni menningarhlut- verki sínu, og Iíklega aldrei eins og nú vegna mikils framboðs á léttu efni,“ sagði Elfa Björk Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Ríkisútvarps- ins/hljóðvarps, en hún vinnur nú, ásanit samstarfshópi að endurskoðun á dagskrá Rásar 1. Hún sagði að árangur þeirrar endurskoðunar myndi koma í ljós snemma á næsta ári. HRAFN Þegar nýju útvarpslögin tóku gildi ákváðum við að gera litlar breytingar á innihaldi og yfirbragði dagskrárefnis á Rás 1, enda töldum við nauðsynlegt að einhver fastur punktur væri í ljósvakatilveru lands- manna, þegar miklar breytingar urðu og einkastöðvar tóku til starfa," sagði Elfa Björk. „Ég tel nú að þetta hafi verið rétt ákvörðun. Við höfum FOLK i fjölmiðlum ■ í blöðuni og tímaritum á Norðurlöndum hefur talsvert verið íjallað um hinn samnorr- æna sjónvarpsmyndaflokk um víkingana, sem fyrirhugað er að heija upptökur á næsta vor undir leikstjórn Hrafiis Gunn- laugssonar. Hrafn hefúr jafhframt skrif- að handritið í samvinnu við Englendinginn Jonathan Rumbold og í grein í sænska blaðinu Aftonbladed segir nýverið að eðlilegt sé að Hráfiii skuli hafa verið falið þetta verkefni, svo vel sem honum tókst til með kvikmyndirnar „Hrafiiinn flýg- ur“og „í skugga hrafiisins". I norska blaðinu Verdens Gang er birt samtal við Hrafh og Magne Bleness, yfírmann leiklistardeildar norska sjónvarpsins, og kemur þar m.a. fram að þættimir verða teknir upp í Noregi og á íslandi og í Noregi hafa meðal annars verið skoðaðir staðir við Geir- angursfjörð og Hellesylt, með upptökur í huga. ■ Guðjón Arngrímsson, frétta- maður á Stöð 2, hefur sagt starfi sínu á fréttastofunni lausu og mun hætta um næstu ára- mót. Hann hyggst þá hefja störf við fjölmiðla- og kynningarfyr- irtækið Athygli; sem hann rekur í samvinnu við Omar Valdimars- son blaðamann og rithöfund og fleiri. Guðjón hefur starfað hjá Stöð 2 nánast frá upphafi og sagði hannaðsátími hefði verið mjög ánægjulegur og lærdómsríkur: „Það er alltaf gaman að taka þátt í slíku upp- byggingarstarfi eins og þar hefur verið unnið frá því stöðin hóf starfsemi. Mér fannst hins vegar tími til kom- inn að breyta til og það era mikil verkefiii framundan hjá Athygli, sem ég hlakka til að takast á við,“ sagði Guðjón. BLENESS GUÐJÓN bætt Rás 1 og breytt nokkuð innan frá en ekki tekið nein stökk. Nú telj- um við tímabært að gefa henni nokk- uð nútímalegra yfirbragð, en samt með það að markmiði að hún verði áfram menningarlegt gæðaútvarp með bókmenntum, sígildri tónlist, vönduðu barnaefni, leiklist og unnum heimildaþáttum, sem við myndum helst vilja auka eftir því sem fjárveit- ing leyfir." Elfa Björk kvaðst að gefnu til- efni, vegna viðtals við formann út- varpsráðs í Morgunblaðinu 18. nóv- ember sl., um skiptingu fjár milli hljóðvarps og sjónvarps, vilja taka fram að samkvæmt ársskýrslu frá EBU, Evrópusambandi útvarps- stöðva, sem Ríkisútvarpið;er aðili að, þá væri skiptingin einn þriðji hluti tekna til hljóðvarps og tveir þriðju hlutar til sjónvarps grundvallarregla og það sem eðlilegt teldist í flestum aðildarlandanna. Sums staðar fengi hljóðvarpið stærri hlut, eins og til dæmis í Danrnörku, þ.e. 40% á móti 60% sjónvarpsins, og í Finnlandi væri skiptingin 43% til hljóðvarps en 57% til sjónvarps í sænska hlutanum, svo dæmi væru nefnd. í Svíþjóð væri skiptingin sú sama og hér en hjá BBC fengi hljóðvarpið heldur minna, eða tæp 27%. Elfa-Björk sagði að sem miðill væri hljóðvarp í sókn víða erlendis um þessar mundir. „Á fundum um ljósvakamál í Evrópu má víða heyra það álit að hljóðvarp eigi mikla framtíð fyrir sér. Ástæðan er meðal annars sú að sjónvarp verður sífellt meiri afþreyingarmiðill og fólk leitar því til hljóðvaips í auknum mæli, sem fræðandi og um leið skemmtilegs og gefandi miðils. Hljóðvarpið er lát- laust og hógvært, en það er alls stað- Elfa Björk Gunnarsdóttir, fram- kvæmdastjóri Ríkisútvarps- ins/hljóðvarps — hljóðvarpið er látlaust og hógvært... ar nálægt og nánast hluti af okkur,“ sagði Elfa Björk. Komdu og njóttu litlujólanna á Holiday Inn List og lostœti allan desember Allan desember eru sannkölluð litlu jól á Holiday Inn. Gimilegt kaffihlaðborð og jólahlaðborð með lostœti fyrir bragðlaukana. Einnig Desembergallerí íslenskra listamanna, glaðningur jyrir augað. Fallegar jólaskreytingar, stórt jólatré og starfsfólkið í jólaskapi. Desembergallerí Opið allan daginn Ellefu þekktir listamenn sýna og selja grafík og teikningar í anddyri Holiday Inn. Þetta er engin venjuleg myndlistarsýning, því ef þér líst á eitthvert verkanna, þá færðu það strax í hendur. Engin bið eftir að sýningu ljúki. Listamennimir Aðalheiður Valgeirsdóttir, Björg Þorsteinsdóttir, Guðbjörg Ringsted, Ingibergur Magnússon, Jóhanna Bogadóttir, Jón Reykdal, Lísa Guðjónsdóttir, Ríkharður Valtingojer, Sigrún Eldjárn, Tryggvi Árnason og Valgerður Hauksdóttir. Jólahlaðborð Holiday Inn Hádegi og kvöld Lostæti fyrir bragðlaukana. Gamlar og góðar uppskriftir af jólaréttum frá ýmsum löndum. Þar á meðal má nefna danska rifjasteik, sænska síldarrétti, gljáð grísalæri, danska eplaköku, heitt og kalt hangikjöt, franskar jólakökur, laufabrauð o.fl. Kr. 1.560 fyrir manninn. Kaföhlaðborð Holiday Inn Eftirmiðdaga og síðkvöld Rjúkandi heitt kaffi, súkkulaði meða rjóma og meðlæti sem ri^ar upp gamlar og góðar jólaminningar. Sérstaklega ber að nefna hið gamalkunna ,Jomfru með slör“ og heitar eplaskífur. Matreiðslumaður bakar vöfflur í salnum. Litlu jólin á Holiday Inn Frá 1. til 23- desember Verið hjartanlega velkomin. ■\\OUi&CUJ Sigtúni 38, sími 689000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.