Morgunblaðið - 03.12.1989, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.12.1989, Blaðsíða 16
16 C esei gaaraianQ >; nuoAUUMp gAMUAHTC81UMMAIVt mmwjixoi MORGUNBLAÐIÐ MANNLIFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1989 MATUR OG DRYKKUR///vort kynid er vatnskenndaraf Að glöggva sig VARÚÐ, konur! Efnið ekki til kappdrykkju við karlmenn. Glöggvið ykkur á því að drykkju- þol ykkar er mun minna en þeirra. Það tekur ykkur skemmri tíma og minna magn af áfengi að verða drukknar því þið „vinnið“ fyrr úr áfenginu og líkami ykkar inniheld- ur minna vatn til að „blanda“ áfengið með. Karlmenn eru 60% vatn, en konur aðeins 50%. Konur þurfa einkum að vera á varðbergi síðustu vikuna fyrir blæðingar og í kringum egglos. Þá er best að gæta hófs við áfengisneyslu. Kon- ur hafa þó þann „kost“ fram yfir karla að brjóta áfengi niður á skemmri tíma sem hefur m.a. í for með sér að þær verða síður timbr- aðar. etta er rifjað upp nú vegna þess að árviss glöggtíðin er runnin upp: menn og konur eru drekkandi heitt rauðvínssull og japlandi pipar- kökur í hverri kró og mun svo verða fram að jólum. (Ef einhveijir eru að velta fyrir sér uppr- una orðsins glögg er nú hægastur vandinn að fletta því upp í hinni langþráðu íslensku orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnús- sonar sem er nýkomin út. Þar fást þær upplýsingar að orðið sé af sænskum uppruna, dregið af glödgad dryck sem merki glóðhitað (jóla)- kryddvín. Hins vegar hafa menn sötrað heitt vín af þessu tagi lengi, a.m.k. frá því á dögum Rómvetja. Sjálf jólaglöggdrykkjan er þó einkum bundin við Mið- og Norður-Evrópu.) Sterkjólaglögg Nú ríður sem sé á að vera glögg- legur: helst ekki að drekka gtögg á fastandi maga, alltént að maula með henni eitthvað undirstöðubetra en piparkökur, t.d. ostapinna, kæfu- bita í stórum stíl (kemur í veg fyr- ir ótímabæra ölvun sökum þess hve feit hún er), jafnvel reykta magála, nú eða þá sænsku kryddskonsurnar sem uppskrift fer að hér á eftir. En fyrst uppskrift að sterkri glögg handa nýgræðingum: 5 dl brennivín, 1 I rauðvín (eða meira), 2 pokar glöggkryddblanda (eða 5-7 heilar kardimommur, af- hýddar, 1-2 kanelstangir, 5 negul- naglar og rifínn börkur af 1 lífrænt ræktaðri appelsínu), 100-250 g strásykur. 1. Setjið kryddin í pott ásamt appelsínuberkinum og hellið áfeng- inu yfir. Látið þetta standa með loki, gjaman í nokkra tíma eða yfir nótt, svo að vínið fái keim af krydd- unum. 2. Hitið glöggina við vægan hita, en hún má þó ekki verða heitari en u.þ.b. 50 gráður, því þá má bú- ast við að vínandinn gufi upp ... 3. Setjið helminginn af sykrinum í síu, haldið henni yfir ijúkandi pottinum og ausið glögginni yfir sykurinn sem bráðnar náttúrlega og rennur niður í pottinn. Þegar allur sykurinn úr síunni er bráðnað- ur, takið þið pottinn af hellunni, hrærið betur í og smakkið. Finnist ykkur glöggin ekki nógu sæt, bæt- ið þið út í hana meiri sykri á sama hátt og fyrr. Verði hún hins vegar óvart of sæt verður að vega það upp með meira áfengi. — Upplagt er að halda glöggbirgðum heitum á hitabrúsa. Kryddskonsur Þessi uppskrift gerir 4 kökur, þ.e. 16 skonsur. Hráefni: 8 dl hveiti, tsk. salt, u.þ.b. 2 tsk. basil, anís- eða kúmenfræ, 1 msk. lyftiduft, 75-100 g smjör eða smjörlíki, 4 dl mjólk. 1. Blandið saman í skál þurrefn- um og kryddi, myljið smjörið út í og hrærið mjólkinni saman við. Samlagið deigið með nokkram sleif- arstrokum, takið það síðan upp á borðið og hnoðið í höndunum, bæt- ið aðeins meira hveiti í það ef með_ þarf. 2. Skiptið deiginu í íjóra hluta, sem þið fletjið út í þykkar, kringlótt- ar kökur. Jafnið jaðrana og skerið hveija köku í fjóra hluta. Stingið í þær með gaffli og bakið við 250° í u.þ.b. 12 mín. 3. Skonsumar bragðast best heit- ar úr ofninum ásamt smjöri og marmelaði. Flæðirek- Leiðarinn (kubburinn) með straumnum (örinni) ýtir segulsvið- inu (lóðréttu línunum) til hliðar. En þær komast samt inn (bogarnir). TÆKNl/Varþað aðeins jjölmiðlafár? OFURLEIÐNI OGFLÆÐIREK FYRIR nokkrum árum fór kliður um heiminn vegna fyrirbrigðis sem nefht er ofurleiðni. Eins og kunnugt er leiða leiðarar (t.d. málmar) oftast raftnagn því aðeins að þeir veiti viðnám gegn straumnum. Því má aðeins flytja raforku, að leiðslan taki af henni toll. Hins vegar hefur ofurleiðni verið þekkt frá 1911. Hún felur í sér að við lágan hita (allt að -273oC) orka leiðnirafeindir málmsins öðruvísi hver á aðra en við stofuhita. Akveðinn aðdráttarkraftur á milli þeirra nær yfírhönd- inni og þær fljóta um leiðarann gersamlega viðnámslaust. Fyrir ekki alllöngu tókst að fram- kalla ofurleiðni við „hærri“ hita. Þó er enn um að ræða hita sem við myndum kalla hörkugadd. Þetta varð til að menn — ekki hvað síst hér á landi — fóru að sjá fyrir sér nýja tæknimöguleika. Menn sáu fyrir sér flutninga án orku- taps um langar leiðir, sáu ísland fyrir sér sem orkuf- orðabúr Englands en hlaðið pundseðl- um fyrir. Menn sáu segullestir á 500 km hraða á klst. rennandi á ofurleið- urum. Ekkert af þessu hefur litið dagsins ljós. Lestimar eru að vísu til, en þær fara ekki á ofurleiðurum og fara hægar. Hvað tafði? Var ofurleiðaraæðið annars stað- ar fyrir hendi en í fjölmiðlum? Enn er ofurleiðni aðeins tii alllöngu fyr- ir neðan stofuhita. En við þennan „háa“ hita kemur upp vandi sem er síður fyrir hendi hjá „gömlu“ köldu ofurleiðuranum. Það er svo- kallað flæðirek. Yfirleitt hrinda of- urleiðarar frá sér segulsviði. Það fellur framhjá leiðaranum vegna spans í honum. En þau efni sem til greina koma við „háan“ hita gera það síður, heldur „rekur“ seg- ulsviðið í gegnum leiðarann í búnt- um. (Segulsviðið má hugsa sér sem þræði í þessu tilfelli). Þetta rek krefst orku af rafstraumnum, sem er einmitt það sem komast skal hjá. .. .ogþó Við tiltölulega lágt hitastig hætt- ir rekið vegna þess að segulsviðslín- uraar (flæðið) stöðvast á óhreinind- um, sem eru alltaf fyrir hendi í kristallnum (leiðaranum). Rekið hættir, og þar með orkutapið. En einmitt við tiltölulega háan hita dugar það ekki til. Hiti þýðir það að agnir efnisins era á örri hreyf- ingu og við getum notað þá þjóð- legu samlíkingu að óhreinindi krist- allsins hristi af sér segullínumar líkt og trússahestur klyfjar. Og flæðið rekur áfram og það tekur til sín meiri orku. Er vandinn yfirstíganlegur? Vandinn kemur sem sé upp við háan hita, við sterkan straum og stekt segulsvið. En þetta eru ein- mitt skilyrðin sem nota á ofurleiðar- ann við. Örlítill hluti vandans er leystur: Sé leiðarinn þunn himna, hættir rekið. Hinsvegar þurfa leið- aramir við hagnýtingu að vera vissrar þykktar. Enginn veit enn hvort sá vandi er yfirstíganlegur. En að minnsta kosti verður ekki tæknibylting vegna ofurleiðara al- veg á næstunni. Ekki er hægt að segja fyrir um neinn tæknilegan eða vísindalegan vanda að hann sé yfirstíganlegur, fyrr en hann er yfiranninn. Aðeins er hægt að lýsa yfír almennri tilfinningu manna sem að málinu vinna, að annar eins vandi hafi verið yfiranninn áður — með tímanum. eftir Egil Egilsson • Prenthraði 11 slög/sek. • „Lift-off“ leiðréttingarbúnaður. • 120 stafa leiðréttingarminni. • Sjálfvirk miðjustilling, undirstrikun, feitletrun og fleira. • Handfang og lok. • Þyngd: Aðeins 5,2 kg. Komdu við hjá okkur eða hringdu og fáðu frekari upplýsingar, það borgar sig örugglega. EinarJ. Skúlasonhf. Grensásvegi 10, sími 686933 TJMBOÐSMENN UM LAND ALLT Reykjavík: Penninn sf., Skólavörubúð Námsgagnastofnunar, Tölvuvörur hf., Bóka- og ritfangaverslunin Griffill sf., Aco hf., Hans Árnason, Sameind hf., Tölvuland. Garðabær: Bokabuðin Grima. Hafnarfjörður: Bókabúð Olivers Steins. Keflavik: Bókabúð Keflavikur. Þorlákshöfn: Rás sf. Selfoss: Ösp. Vestmannaeyj- ar: Bókabúðin Heiðarvegi. Höfn Hornafirði: Kaupféiag A-Skaftfellinga. Egilsstaðir: Traust. Akureyri: Bókaverslunin Edda, Jón Bjarnason ursmiðavinnustofa. Sauðárkrókur: Stuðuli. Hvammstangi: Gifs- mynd sf. ísafjörður: Bókabúð Jónasar Tómassonar. Akranes: PC-tölvan. Góð hönnun og glæsilegt útlit einkenna ritvélamar frá TA Triumph-Adler. Handfang og lok, gera vélina þaegilegri i meðförum. S1 KOLARITVELINIAR TA Gabriele 100 Vel útbúin, hraðvirk, létt, sterk, meðfærileg og ódýr skólaritvél með getu og möguleika skrifstofuritvélar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.