Morgunblaðið - 11.08.1989, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 11.08.1989, Blaðsíða 34
34 M.QfjlGt^BLfrÐIÐ IÞROI I IRvmTÚDmm 11. ÁGÚST 1989 KNATTSPYRNA / ÍSLANDSMÓTIÐ Tölumar tala sínu máli STAÐAN í 1. deild karla í knatt- spyrnu að 12 umferðum lokn- um gefurtil kynna að úrslitin ráðist ekki fyrr en undir lok tímabilsins. Ekkert lið hefur sýnt stöðugleika, staðan hefur tekið breytingum með nær hverjum leik og nú eru nýliðar FH og íslandsmeistarar Fram fremstir meðai jafningja, en Fylkir og ÍBK verma fallsætin. Þriggja stiga reglan var tekin upp 1984. Þegar litið er á loka- stöðuna undanfarin fimm ár sést að íslandsmeistararnir hveiju sinni hafa þrisvar unnið Steinþór 11 leiki, einu sinni Guðbjartsson io leiki og einu sinni skrifar jg leiki. Fallliðin hafa hins vegar sigrað í tveimur til fjórum leikjum. Meistararnir hafa gert frá einu og upp í sjö jafntefli, en fallliðin frá einu og upp í átta jafntefli. Framarar öflugastir Fyrir mót var almennt talið að Framarar piyndu auðveldlega standa uppi sem sigurvegarar að hausti, en Valsmenn með öll sín „nöfn“ gætu einna helst veitt þeim keppni. Mest breyttu liðunum frá fyrra ári, Þór og ÍBK, var hins veg- ar gjarnan spáð falli. Framarar voru frekar lengi í gang. Þrátt fyrir slæma byrjun hafa þeir oftast unnið eða sjö sinn- um og ekki eru allir sigrarnir í höfn. Islandsmeistaramir eru með landsliðsmann í nær hverri stöðu, eru með heilsteyptasta liðið. Þeir vita að keppnin er ekki 100 metra hlaup, hafa styrkst við mótlætið og veija titilinn með sama framhaldi. FH og KA eru einnig með leik- menn, sem ná vel saman. Sam- vinnan og baráttugleðin hafa færst í aukana með hveiju stiginu, liðin hafa eflst við hveija raun, halda sínu striki og miðað við leikina í sumar kemur ekki á óvart, ef annað þeirra nær Evrópusæti. Vaismenn em með góða einstakl- inga, en þeir hafa ekki almennilega náð saman. Fjarvera Atla Eðvalds- sonar vegna meiðsla hefur í ofaná- lag sett strik í reikninginn. Sævar Jónsson er einn af fáum leikmönn- um, sem hefur staðið upp úr í deild- inni í sumar, en kraftur hans hefur ekki eflt samheijana sem skyldi. Samt má ekki afskrifa bikarmeist- arana, því þrátt fyrir allt, virðast þeir eiga „léttustu" leikina eftir af efstu liðum. KR-ingar em með ungt og efni- legt lið, en það stendur nú á vega- mótum eftir sigurinn gegn ÍBV í undanúrslitum bikarkeppninnar. Leikmennirnir eru eflaust innst inni með hugann við bikarúrslitin og það verður erfitt fyrir þá að standast álagið á báðum vígstöðvum. Skagamenn, sem hafa notað flesta leikmenn í deildinni eða 20, verða að sætta sig við að það tekur tíma að byggja upp nýtt lið. Þeir hafa verið með í Evrópukeppni óslit- ið frá 1983, en nú bendir allt til að þar verði breyting á. Engin ástæða er fyrir þá að örvænta, breiddin er mikil og framtíðin björt. Einstaklingar — lið Fjögur lið beijast um sjöunda og áttunda sætið. Ef að líkum lætur verður þetta spuming um hvort ein- staklingsframtakið eða liðsheildin hafi betur. Víkingur og Fylkir eru bæði með ágætis iiðsheild, en hingað til hefur herslumuninn vantað til að ná settu marki. Þór hefur Luca Kostic og Keflvíkingar eru með efnilegasta leikmanninn í ár, Kjartan Einars- son. 13. umferðin hefst á Akureyri í kvöld með sex stiga botnbaráttuleik Þórs og ÍBK og iýkur í Laugardal á mánudag með viðureign efstu liða, Fram og FH. Línurnar skýrast samt lítið um helgina, en tölurnar eftir 12 umferðir tala sínu máli. Morgunblaðið/Einar Falur RÚNAR Kristinsson, KR, á öðrum fremur heiðurinn af velgengni liðs síns og er tvímælalaust einn af bestu leikmönnum 1. deildarliðanna. Leikir liðanna Sex umferðir eru nú eftir í 1. deild og þvi ekki úr vegi að skoða þá leiki sem eftir eru hjá liðunum. Heima- leikir liðanna eru skrifaðir með feitu letri. pn Fram (ú) Þór (h) KR (ú) IA (h) Vík. (ú) Fylkir (h) Fram FH (h) Valur (ú) Þór (ú) KR (h) ÍA (ú) Víkingur (h) Valur Vík. (ú) Fram (h) Fylkir (ú) Þór (h) KA (ú) KR (h) KA KR (ú) ÍA (h) Vík. (ú) Fylkir (h) Valur (h) ÍBK (ú) KR KA (h) ÍBK (ú) FH (h) Fram (ú) Þór (h) Valur (ú) ÍA Fylkir (h) KA (ú) ÍBK (h) FH (ú) Fram (h) Þór (ú) Víkingur Valur (h) Fylkir (ú) KA (h) ÍBK (ú) FH (h) Fram (ú) Þór ÍBK (h) FH (ú) Fram (h) Valur (ú) KR (ú) ÍA (h) ÍBK Þór (ú) KR (h) ÍA (ú) Víkingur (h) Fylkir (ú) KA (h) Fylkir ÍA (ú) Víkingur (h) Valur (h) KA (ú) ÍBK (h) FH (ú) ÍSLANDSMÓTIÐ 1. DEILD HEIMALEIKIR ÚTILEIKIR SAMTALS Leikir U J T Mörk U i T Mörk Mörk Stig FH 12 2 2 2 6:7 4 2 0 11:4 17:11 22 FRAM 12 4 1 1 10:5 3 0 3 7:6 17:11 22 VALUR 12 3 1 2 9:5 3 2 1 5:2 14:7 21 KA 12 3 3 0 14:8 2 2 2 4:4 18:12 20 KR 12 2 3 1 10:8 3 1 2 9:8 19:16 19 ÍA 12 2 1 3 4:6 3 1 2 9:9 13:15 17 VÍKINGUR 12 1 2 3 8:8 1 3 2 9:9 17:17 11 ÞÓR 12 1 2 3 6:9 1 3 2 6:9 12:18 11 ÍBK 12 1 2 3 4:7 1 2 3 8:12 12:19 10 FYLKIR 12 2 0 4 5:11 ' 1 1 4 6:13 11:24 10 Hvaleyrarholtsvöllur Haukar - Fjölnir á morgun laugardag kl. 14.00. Haukafólk: Mætum öll á völlinn. Víkurprjðnsmðtið Firmakeppni í knattspyrnu á Víkurvelli, Vík í Mýrdal, laugardaginn 19. ágúst. Skráning í síðasta lagi miðvikudaginn 16. ágúst. Upplýsingar í síma 98-71279. KNATTSPYRNA / 3. OG 4. DEILD Breytingará deildarkeppninni næsta sumar: Tólf lið úr 3. deild falla niður í 4. deild Efstu liðin í 4. deild hoppa upp um 12 styrkleikasæti! Á sföasta ársþingi KSÍ var samþykkt tillaga um að fækka liö- um í 3 deiid um helming, úr 20 í 10, næsta keppnistímabil. Það verða því 12 lið sem nú leika í 3. deild, sem kom til með að falla niður Í4. deitd, sex úr hvorum riðli. Tvö efstu liðin í 4. deild færast upp fyrir þessi 12 lið og verður það að teljast furðulegt. 4. deildrliðunum fjölgar enn og verða þau að öilu óbreyttu um fimmtfu næsta sumar og verður erfitt fyrir þau lið að hækka sig um deild. að er mín skoðun að þessi breyting á deildarfyrirkomu- laginu sé ekki tímabær nema að til komi 5. deild. Það getur ekki talist eðlilegt að liðin sem sigra í 4. deild í ár færist upp fyrir 12 lið í 3. deild. Það væri nær að bæta 5. deild við þannig að 10 lið úr 3. deild færðust í 4. deiid ásamt tveiinur efstu liðunum í 4. deildinni í ár. Þannig að það væru 12 lið í 4. deild og mætti jafnvei skipta þeim í tvo sex liða riðla eftir svæðum. Upp um 12sæti! Hingað til hef ég haldið að lið- unum í deildunum væri skipt eftir styrkleika. í 1. deiid eru lið í styrk- leikaflokki frá 1 til 10, í 2. deiid 11 til 20, í 3. deild 21 til 40 og í 4. deild frá 41 og uppúr. Sam- kvæmt nýju reglunum þá munu liðin númer 41 og 42 (efstu liðin í 4. deild) fara rakleiðis upp í 29. og 30. sæti, eða upp um 12 sæti! Samkvæmt þessu mun liðunum í 4. deild næsta sumar fjölga um 12 að minnsta kosli og verða því nálægt fimmtíu talsins. Það má ganga út frá því að fimm riðlar verði á suðvesturhorninu og þrír á norðausturhorninu. Síðan verð- ur leikið til úrslita um efsta sætið á suðvesturhominu annars vegar og norðausturhorninu hins vegar. Það er því löng leið fyrir liðin að vinna sig upp í 3. deild, sérstak- lega á suðvesturhorninu þar sem liðin verða um eða yfir 30. Aukinn kostnaður Vandamálið sem átti að leysa með því að gera 3. deildina að 10-liða deild hefur því færst niður í 4. deild og verður mun stærra en nokkur tímann í 3. deild. Það er ljóst að ferðakostnaðurinn mun aukast rnjög hjá liðunum í 3. deild næsta sumar og á hann sjálfsagt eftir að ríða sumum félögunum að fullu. Undirritaður hefur heyrt marg- ar óánægjuraddir hjá forráða- mönnum og leikmönnum 3. deild- arliðanna vegna breytinganna. „Þetta er tómt rugl. Þingfulltrúar hafa samþykkt þetta án þess að kynna sér málið til hlýtar," sagði ónefndur forráðamaður 3. deildar- liðs. Það er því spurning hvað sé unnið með því að fækka liðunum í 3. deild án þess að bæta við nýrri deild? AF INNLENDUM VETTVANGI ValurB. Jónatansson skrifar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.