Morgunblaðið - 11.08.1989, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.08.1989, Blaðsíða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 1989 Reuter Toshiki Kaifu (t.h) sver embættiseið forsætisráðherra Japans í Keisarahöllinni í gær frammi fyrir Aki- hito Japanskeisara. Á miðri myndinni er Sosuke Uno, fyrrum forsætisráðherra, sem neyddist til að segja af sér eftír mikið fylgistap Fijálslynda lýðræðisflokksins í kosningnm í síðasta mánuði sem m.a. var rakið til munúðarfiillrar dægradvalar forsætisráðherrans. Japan: Tvær konur í ríkis- stjórn Toshiki Kaifu Athöfnin fór fram í Keisarahöllinni Tókíó. Reuter. TOSHIKI Kaifu, leiðtogi Fijáls- lynda lýðræðisflokksins, sór í gær embættiseið forsætisráðherra Japans. Jaftifi"amt tók ríkisstjórn hans við völdum en í henni eiga sæti tvær konur sem heyrir til undantekninga í japönskum stjórnmálum. og sór nýi forsætisráðherrann eiðinn frammi fyrir Akihito Japanskeisara. Þrír af hveijum fjórum ráðherrum í hinni nýju ríkisstjórn Toshiki Kaifu hafa ekki áður gegnt svo valdamikl- um embættum. Tvær konur eiga sæti í ríkisstjórninni en það hefur aðeins gerst fimm sinnum áður i stjórnmálasögu Japans að konur gegni ráðherraembættum og aldrei áður hafa tvær konur setið samtímis í ríkisstjórn. Sumiko Takahara hefur verið skipuð framkvæmdastjóri efna- hagsstofnunar Japans en Mayumi Moriyama tekur við stjórn umhverf- ismálastofnunarinnar. Fréttaskýrendur segja að forsæt- isráðherrann hafi viljað bæta ímynd flokksins með því að hefja konurnar tvær til valda. Fijálslyndi lýðræðis- flokkurinn tapaði miklu fylgi yfir til Sósíalista í kosningum til efri deildar japanska þingsins í síðasta mánuði og missti raunar meirihluta í þing- deildinni. Talið er að úrslit þessi megi ekki síst rekja til þess að konur hafi snúið baki við flokknum. Flokk- urinn lét koma á þriggja prósenta söluskatti, sem hleypti illu blóði í japanskar húsmæður auk þess sem í ljós kom að Sosuke Uno, fyrrum forsætisráðherra, hafði verið eigin- konu sinni ótrúr. Þá er það haft til marks um aukin áhrif kvenna í jap- önskum stjórnmálum að leiðtogi Só- síalistaflokksins, Takako Doi, er kona og munu persónuvinsældir hennar fara sífellt vaxandi. Tímarit eitt í Japan birti í gær frétt þess efnis að Toshiki Kaifu hefði eignast dóttur utan hjóna- bands. Talsmaður forsætisráðherr- ans vildi ekki tjá sig um málið en talið er að mál þetta geti haft alvar- legar afleiðingar bæði fyrir Kaifu og flokk hans reynist fréttin á rökum reist. Reuter Rómverskt hofundir ís Leysingar hafa orðið til þess að rómverskt hof hefur fundist á fjallstindi í miðhluta Tyrklands. Fjallgöngumenn fundu hofið sem er efst á hinu 3.900 metra háa Erciyes-fjalli í héraðinu Kayseri. ís hylur enn hluta hofs- ins sem talið er að hafi verið reist fyrir um 2.000 árum, að sögn kunn- áttumanna. og er mynd þess á gamalli, rómverskri mynt sem fundist hefur í héraðinu. Á myndinni sjást tveir fjallgöngumenn kanna anddyri hofsins. Norski Framfaraflokkurinn: Uppgjör við landbún- aðinn eitt af helstu kosningamáhmum? „ÞAÐ er fáránlegt að taka 12 milljarða kr. (rúmlega 100 millj- arða ísl. kr.) frá skattgreiðendum á ári hverju til að gefa Iand- búnaðinum á sama tíma og verið er að selja norska matvöru á niðursettu verði í útlöndum. Norskir sljórnmálamenn komast ekki lengur hjá því að efiia til uppgjörs við landbúnaðinn." Það var Pál Atle Skjervengen, varaformaður norska Framfaraflokks- ins, sem lét þessi orð falla á dögunum í viðtali við dagblaðið Aften- posten, en í Noregi og víðar á Norðurlöndum eru landbúnaðarmál- in nú mjög í brennidepli. Sagði Skjervengen einnig, að hann ætlaði að leggja áherslu á, að uppgjörið við landbúnaðarstefriuna yrði eitt af helstu málum flokksins í komandi kosningum. „Þetta úppgjör kemur raunar yfir okkur hvort sem okkur líkar betur eða verr. Við erum að reyna að laga okkur að innri markaði Evrópubandalagsins og það mun aftur rieyða okkur til að hætta fáránlegum niðurgreiðslum og styrkjum til landbúnaðarins. Ástandið er nú þannig, að bændur ráða næstum öllum norsku stjórn- málaflokkunum og þingið hefur haft meiri áhuga á að standa vörð um styrkjakerfið en að skipa málum þannig í landbúnaðinum, að þjóðinni sé fyrir bestu,“ sagði Skjervengen, sem var einnig innt- ur álits á þeim ummælum flokks- bróður síns, Sturlu Slapgárd, að norskum bændum ætti að fækka úr 100.000 í 60.000. „Að sjálfsögðu verður að fara hægt í sakirnar í þeim efnum en að ausa árlega 12 milljörðum nkr. í atvinnuveg, sem verður kannski aldrei samkeppnisfær, getur ekki gengið. Ef við viljum halda við byggð í fámennum hér- uðum væri þessari upphæð, eða kannski helmingi hennar, betur varið í stuðning við aðrar atvinnu- greinar," sagði Skjervengen og bætti við, að það væri út í hött að minnast aðeins á bændur þeg- ar rætt væri um að treysta búsetu í sumum landshlutum. Vegna tækniþróunar síðustu ára væri miklu auðveldara að efla atvinn- ulífið í þorpum og bæjum á iands- byggðinni. Skjervengen var að síðustu spurður hvort vöruverðið ryki ekki upp úr öllu valdi ef niðurgreiðslum yrði hætt og þá svaraði hann því til, að þrátt fyrir niðurgreiðslurnar væri norsk landbúnaðarvara sú dýrasta í heimi. Ef styrkjaaustrin- um yrði hætt myndi samkeppnin verða til að lækka verðið og þá ekki síður aukinn innflutningur á búvöru. Grænland: Herstöð verðpr áfram í Syðra-Straumsfirði Kaupmaniialröfn. Frá N.J.Bruun, fréttaritara Morgnnblaðsins. BANDARISK stjórnvöld ætla ekki að Ieggja niður herstöðina í Syðra-Straumsfirði í Grænlandi eða ratsjárstöðina í Kulusuk. Kom þetta íram í þriggja daga viðræðum dansk-grænlenskrar sendinefhd- ar við ráðamenn í Washington. Fyrir mánuði sagði John L. Piotr- owski hershöfðingi og yfirmaður bandarísku eldflaugavarnanna, að Bandaríkjastjórn hefði enga þörf fyrir herstöðina í Syðra-Straums- firði eftir 1992 og yrði það því undir Atlantshafsbandalaginu og Dönum komið hvort flugvöliurinn þar yrði rekinn áfram. í viðtali við grænlenska útvarpið sagði Flemm- ing Hedegaard, embættismaður í danska utanríkisráðuneytinu, að nú væri þó annað komið á daginn og ætluðu aðstoðarvarnarmálaráð- herra og aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna að biðja þingið um aukið fé til reksturs stöðvanna. í viðræðunum í, Washington kom einnig fram, að Bandaríkjastjórn er hlynnt því að verkfræðingasveit- ir frá hernum hafi aðsetur í Græn- iandi og annist þar vega- og hafnar- gerð og aðrar framkvæmdir. Er það nú grænlenskra stjórnvalda að benda á fyrstu verkefnin. Það hefur legið ljóst fyrir af hálfu Dana og Grænlendinga, að Banda- ríkjamenn yrðu að leggja niður her- stöðina í Thule, ef þeir lokuðu stöð- inni í Syðri-Straumfirði. „Við viljum að heildarlausn fáist í þessu máli fyrir allt landið," sagði Jonathan Motzfeldt í viðtali við Grænlenska útvarpið. „Það er ekki á valdi Bandaríkjamanna að velja og hafna.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.