Morgunblaðið - 11.08.1989, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 11.08.1989, Blaðsíða 25
MÖkGÚNBLAÖlÐ FÖS'I'ÚÚ/VGÚR ÍW/ÁGÚST 19M 25 Minning: Dagný S. Jónsdótt- ir frá Arakoti Fædd 19. janúar 1911 Dáin l.ágústl989 Það var á milli jóla og nýárs árið 1940, að ég hitti Dagnýju Sigur- björgu Jónsdóttur eða Dögg í Ara- koti í fyrsta sinn. Ég var þá nýlega flutt í sveitina, öllum ókunnug. Að flytja á milli landshiuta fyrir 50 árum er trúlega svipað og að flytja milli landa í dag. Ég man glöggt þennan dag, þegar Dagga kom gangandi milli bæja og bauð mig velkomna í sveitina. Orð geta ekki lýst þeim áhrifum sem hún hafði á fólk. Ef til vill er orðið kær- leikur besta hugtakið. Frá henni geislaði svo mikil ró, hlýja og yfirveg- un. Þessi fyrstu áhrif áttu sannarlega eftir að standast allan þann tíma sem við vorum nágrannakonur eða í tæp 50 ár. Gegnum öll þessi ár var órofa tryggð og vinátta. Dagga var kona sem auðvélt var að leita tii. Alltaf fannst henni sjálfsagt að rétta öðrum hjálparhönd og gefa góð ráð. Það skipti ekki máli hvort um var að ræða gamalmenni sem á heimili hennar dvöldu, börn eða unglinga, alla umvafði hún sömu nærgætni og sama hlýja viðmóti. Hún bar ekki gerðir sínar á torg og ætlaðist ekki til umbunar. Oft bar svo við að ég þurfti fyrir- varalaust að fara til sængurkvenna. Nágrannakonur mínar voru mér þá oft hjálplegar með pössun á mínum börnum. Dagga var ein þeirra sem alltaf var leitað til. Það þurfti ekkert að ræða svo sjálfsagðan greiða að hennar mati. Það er svo ótalmargt sem leitar á hugann nú þegar hún Dagga er farin. Öll vináttan og tryggðin sem ég og fjölskylda mín varð aðnjótandi frá henni og hennar heimili verður aldrei fullþökkuð. Þeir^em missa mikið, hafa mikið átt. Ég veit að allar góðu minning- arnar sem hún Dagga skilur eftir hjá ástvinum sínum eiga eftir að styrkja þá í sorginni. Ég efa heldur ekki að mjúku hendurnar hennar munu áfram hlúa að okkur öllum frá nýjum heimkynnum. Ég vil þakka góðri vinkonu og nágrannakonu samfylgdina og ástvinum hennar vottum við, ég og fjölskylda mín, okkar dýpstu samúð. Ingibjörg á Blesastöðum. Það setti að mér hryggð er fregn- in um lát tengdamóður minnar, Dagnýjar Sigurbjargar Jónsdóttur, barst, þrátt fyrir að vitað væri að kallið gæti komið fyrirvaralaust þar sem heilsunni hafði hrakað svo mjög undanfarið ár. Á slíkri stundu koma minning- arnar fram í hugann, minningar sem verða svo ljóslifandi eins og gerst hafi í gær. Hjartahlýja og vinátta eru orð sem ávallt verða tengd minningu hennar svo og virðing hennar fyrir lífinu og umhverfinu sem svo oft kom fram við búskaparstörfin í sveitinni. Mér verður alltaf minnisstætt bros hennár, þegar ég kom fyrst í heim- sókn í Arakot, vottur um einlæga vináttu og innilegar móttökur sem einkenndi þau bæði Dagnýju og mann hennar, Guðbjörn Eiríksson, en hann lést fyrir nokkrum árum. Allir sem heimsóttu þau nutu gest- risni þeirra, nokkuð sem einnig hefur fylgt börnum þeirra. Ávallt stóð heimili þeirra öllum opið, hvort heldur það var meðan þau höfðu búskap í Arakoti eða eftir að þau fluttu í Hveragerði og síðar á Hrafnistu í Reykjavík. Ófáir, bæði börn og unglingar, hafa dvalið sumarlangt í Arakoti undir handleiðslu þeirra, ekki síst barnabörnin sem notið hafa nlýju hennar og vináttu og eiga því marg- ar góðar minningar sem munu reyn- ast þeim giftudijúgar í framtíðinni. Hún miðlaði öllum af góðvild sinni á sinn hlédræga hátt sem einkenndi alla hennar framkomu. Við leiðarlok er efst í huga þakk- læti fyrir að hafa átt þess kost að kynnast henni og eiga með henni nokkra samleið í gegnum lífið. / Blessuð sé minning hennar. Einar Matthíasson Hún amma okkar er látin og horf- in úr þessari tilveru eftir 78 ára til- vist. Með örfáum línum viljum við minnast hennar og alls þess sem hún færði okkur á meðan hennar naut við. Eitt sinn var það hápunktur tilver- unnar að heimsækja ömmu og afa í Arakot á Skeiðum. Langt er nú um liðið síðan þær heimsóknir lögðust af en að mörgu leyti eru minningar frá þeim heimsóknum enn ljóslifandi fyrir okkur, barnabörnum hennar. í Arakoti bjó amma meginhluta æfi sinnar ásamt afa okkar, Guðbirni Eiríkssyni. Þar stunduðu þau hefð- bundinn búskap sem veitti þeim líf og yndi. í fyrstu var búið við þröng- an kost en það var stolt þeirrar kyn- slóðar, sem þau voru af, að skila grónu býli til næstu kynslóðar. Býli sem hafði tékið stakkaskiptum og bar fagurt vitni um elju og ástundun þeirra beggja. Þar eignuðust þau sjö börn sem öll komust á legg. Barna- börnin eru nú orðin 23 og barna- barnabörnum fjölgar ár frá ári. Það var gott að dveljast í sveitinni við leik og störf undir vernd og leið- sögn afa og ömmu. Þeirra í milli ríkti verkaskipting sem vakti traust okkar af yngri kynslóðinni. Alltaf var til lausn á erfiðleikum' og vandamálin hurfu yfirleitt sem dögg fyrir sólu þegar amma sneri sér að þeim. Hún amma hafði kyrrláta lund og aldrei var mikill hávaði í kringum athafnir eða hugsanir hennar. Því varð það vandalaust að leita til hennar ef eitt- hvað bjátaði á og án margra orða beindi hún tilverunni á ný inn á rétta braut. Þrátt fyrir að vinnudagurinn væri ávallt langur var til stund fyrir þá sem vildu leita til hennar og var það óspart gert. Þegar afi og amma tóku að reskj- ast fluttu þau til Hveragerðis og skildu býlið eftir í höndum yngsta sonarins. Þegar heilsan fór að gefa sig fluttu þau til Reykjavíkur og dvöldust á Hrafnistu. Þar lést afi fyrir fimm árum og um leið fór amma að kenna sjúkleika sem dró hana smám saman úr hringiðu lífsins. Minningin um hana mun ætíð lifa meðal okkar og verða eilíf áminning um það á hve margan hátt má stunda fagurt mannlíf. Siggi og Dagný t Bróðir okkar, TRAUSTI SIGMUIMDSSOIM, Skógarbraut 3, ísafirði, er látinn. Jarðarförin verður auglýst síðar. Systkini hins látr.a. Þorleifur Ásmunds- son - Aldarminning Fæddurll. ágúst 1889 Dáinn 10. október 1956 Þorleifur, afi minn, fæddist á Karlsstöðum í Vaðlavík í Suður- Múlasýslu. Foreldrar hans voru Ás- mundur Jónsson og Þórunn Halldórs- dóttir. Á unglingsaldri fluttist hann til Norðfjarðar. Þar kynntist hann ömmu minni, Maríu Jónu Aradóttur frá Naustahvammi. Þau gengu í hjónaband 9. apríl 1912. Fyrstbuggu þau að Sléttu við Vindheim en árið 1923 fluttu þau sig um set og hófu búskap í Naustahvammi. Þeim varð 14 barna auðið, 13 eru á lífi, það elsta fætt 1912 og það yngsta 1936. Afkomendur þeirra eru nú orðnir 185. Þeir koma nú margir saman á ættarmót á Norðfirði 11. og 12. ágúst. Afi þurfti að vinna hörðum hönd- um til að sjá fyrir heimilinu. Hann stundaði búskap í smáum stíl og reri frá Naustahvammi þegar færi gafst. Afi var léttur á fæti og þolinn, mikill fjallamaður. Oft var hann fenginn til að sækja fé til Miðfjarðar og var þá yfir fjallgarð að fara. Gangnaforingi var hann um langt skeið. Á kvöldin gafst helst tóm til að sinna fjölskyldunni. Las þá afi stundum sögur fyrir heimilisfólkið, húslestur var á helgum dögum og á föstunni las hann Passíusálmana. Þetta breyttist eðlilega með komu útvarpsins. Á barnmörgu heimilinu í Nausta- t Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÁGÚSTAR JÓIMSSONAR. Halldóra Jónsdóttir, Ásgerður Ingimarsdóttir, Magnús Sigurgeirsson, Gunnar Ágústsson, Victor Ágústsson, Elín Ágústsdóttir, Skúli Agústsson, Unna Ágústsdóttir, Auður Agústsdóttir, Ingi B. Ágústsson, Mariann Hansen, Aldís Ágústsdóttir, Stefán Konráðsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ólafur Kristófersson, hvammi var oft glatt á hjalla og á góðri stund spilaði afi á harmoníku. Sumarið 1954, þá 10 ára, var ég í Naustahvammi og tvö næstu sum- ur. Mér voru falin ýmis störf sém ég gekkst upp í. Ég átti að reka kýrnar, gefa hænunum og fara í sendiferðir. Þá hjálpaði ég til í hey- skaþnum. Þarna kynntist ég gamla tímanum í landbúnaðinum því að í Naustahvammi var vélvæðing lítil sem engin. Mestur hluti túnsins var sleginn með orfi og ljá og snúið og rakað með hrífum. Og ófáa baggana bundum við afi. Okkur kom mjög vel saman, ég man ekki eftir því að hann hafi nokkurn tímann skammað mig. Honum varð oft að orði þegar ég þóttist hafa sagt honurn mikils- verð tíðindi: „Ja, nú er ég svo aldeil- is standandi steinhissa." Og svo mundaði hann kankvís pontuna og tók í nefið. Þessi sumur liðu alltof fljótt og ekki grunaði mig að ég væri að kveðja afa í síðasta sinn haustið 1956. Þorleifur lést 10. október árið 1956 67 ára að aldri. Ljúfari mann hef ég varla þekkt. Blessuð sé minn- ing hans. Þór Valtýsson t Móðir okkar, JÓHAIMNA BJARNEY GUÐJÓNSDÓTTIR, Selbraut 30, Seltjarnarnesi, lést í Landspítalanum 9. ágúst. Þórdís Þorleifsdóttir, Jón Snorri Þorleifsson, Guðmunda Þorleifsdóttir. t Faðir okkar og sambýlismaður minn, 1 HANNES SIGURÐSSON, Hlíðarstræti 13, Bolungarvík, verður jarðsunginn frá Hqlskirkju laugardaginn 12. ágúst kl. 14.00. Margrét Hannesdóttir, Sigurður Hannesson, Kristfn Ólafsdóttir Æviskrár MA-stúdenta II. bindi er komið út Bókin er 606 bls. með 532 myndum og nær yfir árin 1945-1954. Áskrifendur í Reykjavík og nágrenni geta vitjað bókarinnar hjá forlaginu að Engjateigi 9 (Verkfræðingahúsið). Einnig má hringja í síma 686150 og veröur bókin þá send heim. Öðrum verður send bókin í póstkröfu. Æviskrár MA-stúdenta, I. bindi. E tryggt sér eintak meðan upplag endist. eUROCARO Frekari upplýsingar í síma 686150.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.