Morgunblaðið - 11.08.1989, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.08.1989, Blaðsíða 10
!10 MOIIGUNBLAÐIÐ KÖSTU])AGUH II. AGÚ3rJ-'I9g9 Utamíkisþjónustaii og’ breytingar þar Álit Péturs Thorsteinssonar fyrrverandi sendiherra um utanríkisþjónustuna og breytingar þar Á undanfornum mánuðum hafa farið fram nokkrar umræð- ur um utanríkisþjónustuna og skipulagsbreytingar þar. Morg- unblaðið hefur óskað eftir um- sögn Péturs Thorsteinssonar, fyrrum sendiherra um þær breyt- ingar. Pétur Thorsteinsson starfaði í nær 44 ár í utanríkisþjónustunni. Hann var sendiherra m.a. í Moskvu, Bonn, París og Wash- ington og ráðuneytisstjóri í 7 ár. Síðustu 10-11 árin var Pétur sendiherra í fjarlægum löndum með búsetu í Reykjavik. Grein Péturs Thorsteinssonar fer hér á eftir: Utanríkisþjónustan í stöðugri endurskoðun Um þær breytingar sem ráðgerð- ar eru í utanríkisþjónustunni segir utanríkisráðherra Íslands meðal annars að verið sé „að hrista upp í úreltu kerfi“ og gera skipulags- bréytingar sem „voru löngu tíma- bærar“. Þessi ummæli og hin alls- endis óviðurkvæmilegu orð hans í ýmsum fjölmiðlum um starfsmenn utanríkisþjónustunnar, hvort tveggja í þá veru að kasta rýrð á utanríkisþjónustuna og starfsmenn hennar hafa vakið undrun mína — og raunar margt annað í orðum og gjörðum utanríkisráðherra varðandi utanríkisþjónustuna. Sennilega er þetta í fyrsta sinn sem íslenskur ráðherra niðrar í fjölmiðlum það ráðuneyti sem honum er falið og gerir starfsmönnum þess þannig erfítt fyrir. Þetta er ekki síst alvar- legt vegna þess að meðferð utanrík- ismála er með viðkvæmustu þáttum stjórnsýslu ríkja, sérstaklega lítilla ríkja. Um þetta er margt að segja, en ég vil aðeins minnast á sum þeirra atriða sem æskilegt væri að ræða um. Ég er nú kominn á eftir- laun og því varla hægt að bera mér á brýn, að eiginhagsmunir ráði skoðunum mínum eins og 'sumir starfsmenn utanríkisþjónustunnar eru sakaðir um. Hin litla íslenska utanríkisþjón- usta hefir unnið gífurlegt starf þau nær 50 ár sem liðin eru frá stofnun hennap. Hún var byggð upp af mik- ilhæfum mönnum á sínum tíma og hvílir á traustum grunni. Frá byrjun hefir utanríkisþjónustan verið í stöðugri mótun og breytingar verið gerðar, bæði varðandi heildarskipu- lag og starfsreglur með hliðsjón af breyttum aðstæðum hveiju sinni. Stundum hafa utanríkisráðherrar skipað nefndir til að gera tillögur um breytingar og aila tíð hafa ýmsir starfsmenn hennar gert sér far um að stuðla að því með tillögu- gerð að fylgst sé með tímanum varðandi skipulag og störf. Á bak við allar breytingar hafa legið ítar- leg íhugun og athuganir. Nú er ekki talin ástæða til að leita álits þeirra sem reynslu hafa eins og dæmið um Benedikt Gröndal sýnir, en áríðandi að fara að skoðunum „þeirra yngri“. Við og við koma fram menn sem álíta sig vita betur hvemig skipa eigi málum í utanríkisþjónustunni en þeir sem þar hafa reynslu. Eink- um snerta tillögur þeirra útflutn- ingsmál, enda eru þau mál ofarlega í hugum margra Islendinga, þar sem utanríkisverslun er svo ríkur þáttur í þjóðlífi landsmanna. Mjög oft eru tillögurnar byggðar á fyrir- myndum í milljónaþjóðfélögum, t.d. hjá Norðmönnum, þar gsem að- stæður og uppbygging þjóðarbúsins er allt önnur en hjá okkur. Ekki má t.d. gleyma að á íslandi eru annarsvegar fáir stórir útflytjendur sem ekki eiga alltaf samleið og hins- vegar margir smáir aðilar sem oft hafa önnur sjónarmið en hinir stóru. Margir tillögumennirnir eru reyndir og mætir menn á sviði útflutnings, en þeir hafa ekki þekkingu á ut- anríkisþjónustu. Tilhögun í íslensku utanríkisþjónustunni verður að miða við íslenskar aðstæður og sér- kenni íslensks þjóðarbúskapar, og jafnframt við alþjóðlegar reglur og venjur í samskiptum ríkja. Þeirra hugmynda gætir oft að íslenska utanríkisþjónustan sinni útflutningsmálum lítið sem ekkert. Hér er um mikinn misskilning að ræða. Frá byijun hafa utanríkisvið- skiptin verið meginviðfangsefni ut- anríkisþjónustunnar, einnig á þeim árum sem flestir þættir í stjórn þeirra voru fluttir frá utanríkisráðu- neytinu til viðskiptaráðuneytisins. Sum sendiráðanna hafa fyrst og fremst sinnt viðskiptamálum eins og í Moskvu og Genf, og önnur hafa einnig haft með höndum margvísleg mikilvæg viðskiptamál. Hlutverk utanríkisþjónustunnar á sviði viðskiptamála er ekki kaup og sala, heldur aðstoð og upplýsinga- öflun. En eitt mikilvægasta verk- efnið er að vinna að umbótum á þeim ramma eða því umhverfi þar sem utanríkisviðskipti fara fram þ.e. gera viðskiptasamninga við önnur ríki, vinna að lækkun tolla og afnámi viðskiptahindrana. Á þessum sviðum hefir utanríkisþjón- ustan unnið gífurlegt starf bæði í tvíhliða og marghliða samningum og í milliríkjastofnunum. En ótal mörgum öðrum verkefnum þarf að sinna, meðal annars að halda á lofti nafni íslands sem víðast um heim. Misskilningur um utanríkisþjónustu Oft verður vart ýmiskonar mis- skilnings og fordóma um starfs- menn í, utanríkisþjónustu ríkja. Sumir virðast halda að líf þessara manna sé fyrst og fremst veislu- höld og siðareglur. Á löngum tíma hafa skapast í samskiptum ríkja og fulltrúa þeirra fastar reglur og venj- ur. Meðal venjanna eru ýmis konar gestamót og er hlutverk þeirra fyrst og fremst að stuðla að kynningu milli fulltrúa þjóða. Ef starfsmenn í utanríkisþjónustu eins lands sker- ast úr leik og sinna ekki þessari alþjóðlegu venju, einangrast þeir og slíkt getur á vissan hátt komið niður á starfi þeirra og þá jafnframt hagsmunum lands þeirra. Yfirleitt sækja diplómatar um allan heim samkvæmi fyrst og fremst af skyldurækni, til þess að kynnast mönnum, fræðast og fá upplýsingar af því að ríkisstjórn þeirra ætlast til þess, en ekki af skemmtanafýsn. í ýmsum tilvikum telst það ókurt- eisi að afþakka slík boð. Störf í utanríkisþjónustunni falla mjög oft utan venjulegs vinnutíma. Oftast bætast samkvæmin við eftir langan starfsdag. — Sumir halda að siða- reglur séu úrelt fyrirbrigði í sam- skiptum ríkja, en langt er frá að svo sé. Slíkar reglur hafa skapast af nauðsyn á löngum tíma til þess að forðast árekstra eða misskilning þar sem í hlut eiga fulltrúar tveggja eða fleiri ríkja. Ákveðnar kurteisis- reglur í samskiptum ríkja eru líka í fullu gildi sem fyrr. Það væri til lítils sóma fyrir ísland, ef utanríkis- ráðuneytið eða utanríkisráðherra fylgdu ekki hinum alþjóðlegu kurt- eisisreglum td. gagnvart erlendum sendiherrum. Vegna þess misskilnings sem margir hafa varðandi samskipti ríkjafulltrúa hafa því miður verið til stjómmálamenn sem hafa talið að það væri vinsælt og þeim til framdráttar að hnýta í utanríkis- þjónustuna. í íslensku utanríkis- þjónustunni hefir alla tíð verið sam- viskusamlega unnið. Fram að þessu hefir ekki tíðkast þar auglýsinga- mennska. Störfin eru unnin í kyrr- þey enda snerta þau að jafnaði sam- skipti við aðrar þjóðir, og það er alþjóðleg regla að um slík mál er venjulega ekkert birt nema sam- þykki beggja aðila komi til. Kostnaður við utanríkisþj ónustuna 0,6-0,7% af ríkisútgjöldum Haldið er á lofti ýmsum milljóna- tölum um suma kostnaðarliði í ut- anríkisþjónustunni. Kostnaði við utanríkisþjónustuna hefir ætíð verið haldið innan þröngs ramma. Heild- arkostnaðurinn hefir verið og er enn 0,6-0,7% af ríkisútgjöldunum ef ekki eru taldar íjárveitingar til stjórnsýslu vegna varnarliðsins og árgjöld til milliríkjastofnana. Séu þau gjöld talin með er heildarkostn- aðurinn rúmlega 1% af ríkisútgjöld- unum. í flestum eða öllum öðrum lönd- um er gerður skýr greinarmunur á útgjöldum ríkisins til utanríkismála annarsvegar og varnarmála hins- vegar, og kostnaðurinn við varnar- mál er hjá flestum ríkjum mikill og þungbær. íslenska þjóðarbúið, þar á meðal íslenska ríkið, hefir tekjur af varnarmálum. Það virðist óeðli- legt að útgjöld vegna varnarmála okkar séu talinn hluti af kostnaði við utanríkisþjónustuna, ekki síst með hliðsjón af áðurnefndum tekj- um. Utanríkisþjónustan er einn mikil- vægasti þáttur ríkisvaldsins. Hún er eitt af táknum sjálfstæðis þjóðar- innar. Ég held að menn ættu ekki að láta sér vaxa í augum kostnað- inn við hana. Hann er ekki mikill. Að sjálfsögðu eiga aðhaldsaðgerðir í fjármálum alltaf rétt á sér, og stundum lækkun einstaka útgjalda- liða um stundarsakir til sparnaðar, en þá er áríðandi að framkvæmdin byggist á skynsemi og þekkingu. Sparnaður sem sára litlu máli skipt- ir getur stundum gert mikið tjón. Tillögurnar Upplýsingar um þær breytingar sem nú eru fyrirhugaðar í utanríkis- þjónustunni hafa m.a. birst í Al- þýðublaðinu, í mörgum viðtölum utanríkisráðherra við aðra fjölmiðla og í fréttatilkynningu frá utanríkis- ráðuneytinu. Sé rýnt í hin mörgu orð utan um tillögurnar sést nokkurn veginn hver kjarninn er. Sýnilega er það langt frá raunveruleikanum sem haldið er fram, að hér sé um „upp- stokkun“ að ræða eða „skipulags- breytingar sem eru löngu tímabær- ar“ eða að verið sé að „hrista upp í úreltu kerfi“. Einnig er það ljóst, að þar er ýmislegt sem ekki horfir til heilla. Ymislegt sem byggt hefir verið upp á að bijóta niður. í stað- inn koma tilflutningar á sendiherr- um, ráðning manna utan utanríkis- þjónustunnar í sendiherrastöður, reglur sem sumar eru óraunhæfar eins og að binda starfsstað embætt- ismanna við 65 ára aldur, enda regl- an margbrotin af ráðherra. Sumt er aðlögun vegna breyttra að- stæðna, sem fellur í hlut núverandi ráðherra að framkvæma. Svo er til dæmis um fjölgun starfsmanna í Pétur Thorsteinsson „Kostnaður við ferðir hvers heimasendiherra er 0,3-0,5% af kostnaði við utanríkisþjón- ustuna. Hann gegnir mikilvægu hlutverki á ferðum sínum. Hann er mikinn meirihluta árs- ins við störf í utanríkis- ráðuneytinu. Það er brosleg hugmynd að alþjóðadeild utanríkis- ráðuneytisins „sinni verki heimasendiráða“. viðskiptadeild. Sú aðlögun tengist annars vegar þeirri skipulagsbreyt- ingu sem gerð var að tilhlutan Steingríms Hermannssonar, þegar utanríkisráðuneytinu var falin á ný meðferð útflutningsmálanna árið 1987, og hins vegar þeirri þróun sem nú á sér stað í efnahagsmálum á meginlandi Evrópu, en með hlið- sjón af henni voru mikilvæg skref stigin til aðlögunar í utanríkisþjón- ustunni að tilhlutan Matthíasar Á. Mathiesen m.a. þegar stofnuð var sérstök skrifstofa sendiráðsins í Brússel aðgreind frá NATO-skrif- stofunni. Með starfsmannafjölgun í viðskiptadeild er um aðlögun að ræða, en er ekki verið „að hrista upp í úreltu kerfi“. „Heimasendiráðin" á að leggja niður og svo virðist sem loka eigi sumum fastasendiráðunum eða draga úr starfsemi þeirra. Vonandi verður ekki úr þeim áformum, því að öll þau sendiráð eiga fullan rétt á sér. Eitt sem menn gleyma oft varðandi sendiráðin er það, að í umdæmi hvers sendiherra eru mörg lönd og oft eru þeir fastafulltrúar hjá milliríkjastofnunum og sitja milliríkjaráðstefnur og -fundi. Nýlega sagði utanríkisráðherra í sjónvarpsviðtali að hann væri sann- færður um réttmæti þeirrar hug- myndar að breyta ætti sumum sendiráðunum í „sölu- og markaðs- skrifstofur". Þetta er gömul og óraunhæf hugmynd. Einn af frumkvöðlum utanríkis- þjónustu íslands og einn af merk- ustu mönnum hennar var Pétur heitinn Benediktsson. í nýútkom- inni grein um hann í Andvara eru tilfærð eftirfarandi ummæli hans frá 1947, þar sem hann ræðir skipu- lag utanríkisþjónustunnar: „Hins- vegar væri það víðast hvar illa ráð- ið af svo iitlu landi sem Islandi að skipa verslunarerindreka, því að þeir gætu stöðu sinnar vegna ekki unnið að neinu gagni að öðrum hagsmunamálum landsins.“ Þessi ummæli voru til komin af því að þá eins og stundum síðar ræddu sumir um að ísland ætti að hafa skrifstofur undir forustu verslunar- erindreka erlendis í stað sendiráða. Sjónarmið Péturs Benediktssonar varðandi slíkar tillögur á ekki síður við í dag en árið 1947. „Viðskipta- sendiráð" kosta álíka mikið og önn- ur sendiráð en gera minna gagn. Samanburður á kostnaði við við- skiptafulltrúaskrifstofu og sendiráð kemur m.a. fram í ítarlegu áliti nefndar sem Matthías Á. Mathiesen utanríkisráðherra skipaði 1987 ýil að gera tillögur um fyrirsvar Is- lands í Asíulöndum. „Heimasendiráðin“ Sú mynd sem utanríkisráðherra dregur upp af heimasendiherra- tilhöguninni er svo íjarri sannleik- anum að mig brestur orð um þá fróðleiksmiðlun. Afnám þess fyrir- komulags er mikið óheillaverk og sparnaður sáralítill. Kostnaður við ferðir hvers heimasendiherrá er 0,3-0,5% af kostnaði við utanríkisþjónustuna. Hann gegnir mikilvægu hlutverki á ferðum sínum. Hann er mikinn meirihluta ársins við störf í utanrík- isráðuneytinu. Það er brosleg hug- mynd að alþjóðadeild utanríkisráðu- neytisins „sinni verki heimasendi- ráða“. Það greiðir fyrir heimkvaðn- ingu sendiherra til starfa í ráðu- neytinu að hafa heimasendiherra- stöður. Það er brot á alþjóðavenjum að leggja einhliða niður sendiherra- stöðu gagnvart öðru ríki og óvirðing við það ríki. Aðdragandinn að skipun heima- sendiherra er í stuttu máli þessi: Árið 1976 höfðu 14 ríki í Asíu skip- að sendiherra á íslandi. Þeir höfðu allir búsetu í einhveiju nágrannaríki Islands nema sendiherra Kína, er bjó í Reykjavík. Island hafði þá skipað nokkra af sendiherrum ís- lands í Evrópu jafnframt sem sendi- herra í fimm Asíuríkjanna. Allir sendiherrar íslands höfðu þá a.m.k. 3-6 ríki og milliríkjastofnanir í umdæmi sínu og ekki var æskilegt að bæta við þá fleiri löndum. Það er grundvallarregla í öllum samskiptum ríkja að gagnkvæmni sé viðhöfð, einnig við sendiherra- skipanir. Fullveldinu fylgir sú skylda að taka við sendiherrum er- lendra ríkja. Ég átti frumkvæðið að því árið 1976 að skipaður var sendiherra í fjarlægum löngum með búsetu á íslandi. Hér var byggt á tilhögun sem var ný í diplómatísk- um rétti og sýnilega hentaði vel smáríkjum. Þá voru fá dæmi í heim- inum um heimabúsetta sendiherra, en þeim hefir íjölgað mjög síðan. Nokkru eftir að ísland hafði riðið á vaðið kom sérstakur sendimaður frá ríkisstjórn annars Norðurlanda- ríkis til að kynna sér hið nýja fyrir- komulag. Síðan hafa nokkrir heima- sendiherrar verið skipaðir á Norð- urlöndum utan íslands, fyrst í Svíþjóð 1978. Skipun heimasendi- herra í fjarlægum Iöndum hentar fyrst og fremst smáríkjum eins og ég sagði, en efnuð milljónaþjóð eins og Svíþjóð telur einnig hag að þess- ari tilhögun. Svíar hafa nú fjóra eða fimm heimasendiherra í fjarlægum löndum. Nýleg dæmi eru þess að ríki kjósi heldur að taka á móti heimasendiherra en sendiherra bú- settum í einhveiju þriðja ríki. Skipun heimasendiherra fyrir flarlæg lönd var ákveðin með sam- þykki utanríkismálanefndar Al- þingis. í forsetaúrskurði 24. mars 1976 um sendiráð, fastanefndir og sendiræðisskrifstofur segir, að „einn starfsmaður utanríkisþjón- ustunnar með búsetu í Reykjavík" skuli vera „sendiherra í fjarlægum löndum sem ísland hefir stjórn- málasamband við, í öðrum heims- álfum en Evrópu, fyrst og fremst Asíu og Afríku“. Sex íslenskir ut- anríkisráðherrar hafa talið skipun heimasendiherra æskilega. Fyrir 1976 var sendiherra íslands í Kaupmannahöfn skipaður sendi- herra hjá Kínveijum en hann var jafnframt sendiherra í ýmsum öðr- um ríkjum. Sendiherra Islands hjá Japönum var upphaflega í Stokk- hólmi, en síðan í Bonn. Japans- ferðir hans voru með nokkurra ára millibili. Æskilegt var að sinna fyr-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.