Morgunblaðið - 11.08.1989, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.08.1989, Blaðsíða 24
MORGUNBLíAÐIÐ FOSTUDAGUR.il. AGUST 1989 Hafþór Guðmunds- son - Minning Fæddur30. janúarl972 Dáinn 4. ágiist 1989 Á undanförnum mánuðum hafa fieiri og fleiri kunnugleg ándlit birst á bak við bílstýri og heilsað mér með vinalegu vinki þegar ég ek um götur Akranesbæjar. Nemendurnir, frumheijarnir, sem byggðu upp nýjan skóla með okkur hér í bæ, eru að fá bílpróf í ár. Hingað til hefur þetta aðeins vakið gleði í huga manns, en nú hefur einn félaginn orðið fómardýr umferðarinnar, verið kippt í burtu frá okkur hinum, án fyrirvara, án sjáanlegs tilgangs. Enn á ný stend- ur maður máttvana gagnvart at- burði sem gerist vegna óteljandi raða tilviljana og vegna augnabliks sem leiðir til ógæfu. Lifandi, glaðlegur einstaklingur, hverfur af sjónvarsviðinu og breyt- ist í minningu um hið liðna. Eg var svo heppinn að fá að kynnast Hafþóri Guðmundssyni og hafa hann í nemendahópi um 7 ára skeið. Hann var ómissandi einstakl- ingur í skemmtilegum hópi, hlé- drægur en um leið virkur þátttak- andi, góður félagi og trúr sínum félögum og skóla. Nú er hann horf- inn frá okkur öllum og aðeins eftir söknuður en þó um leið minning um góðan dreng. Með þessum fátæklegu orðum langar mig að þakka ánægjuleg kynni. Það er aðeins rúmt ár síðan ég felldi gleðitár við útskrift Hafþórs og féiaga hans úr 9. bekk skólans en nú, svo skömmu síðar, eru ástæður táranna aðrar. Svo skammt er á milli sælu og sorgar eins og svo vel er lýst í lítilli vísu Ólafar frá Hlöðum: Dýpsta sæla og sorgin þunga svifa hljóðlaust yfír storð. Þeirra mál ei talar tunga, tárin eru beggja orð. Föður Hafþórs og skólafélaga mínum, Guðmundir Smára, sem nú má sjá á eftir elsta syni sínum svo skömmu á eftir konu sinni, sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Jafn- framt sendi ég öllum ættingjum og félögum Hafþórs mínar dýpstu samúðarkveðjur. Við verðum að standa frammi fyrir því óskýran- lega og óskiljanlega og geyma minningu um góðan dreng, sem allt of snemma er horfinn frá okkur. Guðbjartur Hannesson, skólastjóri Grundaskóla. Kveðja frá skólafélögum Föstudaginn 4. ágúst sl. fengum við þær sorglegu fréttir að náinn vinur okkar og félagi, Hafþór Guð- mundsson, hefði látist í bílslysi. Okkar fyrstu hugsanir voru að það gæti ekki verið, við trúðum ekki að þessi strákur væri farinn og við myndum aldrei sjá hann aftur. Öllum sem þekktu Hafþór og þeim sem kynntust honum vel þótti vænt um hann. Hann var þannig gerður að hægt var að tala við hann um allt. Hann var góður áheyrandi og það var alltaf hægt að treysta honum. Sorgin hefur áður knúið dyra hjá fjölskyldunni á Víðigrund 1. I ágústmánuði 1986 lést móðir Haf- þórs snögglega. Geta má nærri að það áfall hafði mikil áhrif á Haf- þór, á svo viðkvæmum aldri sem hann var. Hann átti því oft erfitt, en með tímanum 'varð hann þrosk- aðri og yfirvegaðri og náði að jafna sig að miklu leyti. Og nú er hann dáinn. Það er sárt að hugsa til þess. En við eigum samt eitt eftir. Minninguna um hann, minningu sem á alltaf eftir að lifa í hjörtum okkar. Hafþór var góður félagi, gamansamur og stríðinn, og það var gott að um- gangast hann. Okkur langar að flytja Smára, Lóu, Jökli, Styrmi, litlu Rögnu Lóu og öðrum aðstandendum okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðj- um þess að Guð veiti þeim styrk í sorg þeirra. Við vitum að við skrifum fyrir hönd allra skólafélaga Hafþórs og okkar. Halldóra Gunnarsdóttir, Sigríður Indriðadóttir. Það kom eins og reiðarslag yfir okkur, þegar þau hörmulegu tíðindi bárust að Hafþór systursonur minn hefði látist í bílslysi. Mín fyrstu viðbrögð voru, nei ég trúi þessu ekki, það getur ekki ver- ið, af hveiju. I sömu sporum fyrir þremur árum nákvæmlega sömu viðbrögð, en þá lést móðir Hafþórs, Áslaug Jónsdóttir aðeins 35 ára, eins snöggt og hann fer núna. Hlutirnir gerast og við fáum engu um breytt sama hvernig við leitum að orsökum. Hafþór var aðeins 17 ára óþroskaður ungur maður, sem lifði í okkar spennta og hraða þjóð- félagi. Við systurnar sátum löngum stundum og bárum saman drengina okkar, sem aðeins eitt ár skildi á t Eiginmaður minn, ALDUHON, lést á heimili okkar í Albuquerque New Mexico, 6. ágúst. Jarðarförin hefur farið fram. Fyrir hönd barna okkar og annarra ættingja. Ingibjörg Margrét Kristjánsdóttir Duhon. t Móðir okkar, SALVÖR KRISTJÁNSDÓTTIR, Þvergötu 4, ísafirði, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Isafirði miðvikudaginn 9. ágúst. Guðmundur, Björn, Kristján og Arndís Finnbogabörn. smá auglýsingar ¥élagslíf Skipholti 50b 2. hæð Samkoma i kvöld kl. 20.30. Gestir frá Livets Ord i Svíþjóö. Allir velkomnir! FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR11798 og 19533. Dagsferðir Ferðafélagsins: Laugardag 12. ágúst: Kl. 8.00 Hekla. Gönguferðin tekur um 8 klst. Verð kr. 1500,-. Sunnudagur 13. ágúst: Kl. 8.00 - Þórsmörk dagsferð. Tilboðsverð fyrir sumarleyfisgesti. Dagsferð á kr. 2000,-. Kl. 10.30 - Bláfjöll - Hlíðarvegur - Geitafell. Hlíðarvegur er gömul þjóðleið. Verð kr. 800,-. Kl. 13.00 - Lágaskarð - Eldborg - Þrengslavegur. Ekiö að Skíða- skálanum i Hveradölum og gengið þaðan. Verð kr. 800,-. Miðvikudagur 16. ágúst: Þórsmörk dagsferð. Verð kr. 2000,-. Sunnudagur 20. ágúst: Kl. 10.00 - Skjaldbreiður. Ekið um línuveginn norður fyrir Skjaldbreið og gengið þaðan á fjallið. Verð kr. 1500,-. Kl. 13.00 - Gengið eftir Al- mannagjá. Létt gönguferð. Verð kr. 1000,-. Brottför frá Umferðarmiöstöð- inni, austanmegin. Farmiðar við bil. Fritt fyrir börn i fylgd fullorðinna. Ferðafélag Islands. ÍBIj Útivist Helgin 11 .-13. ágúst Fjölskylduhelgi í Þórsmörk 1. Góð dagskrá fyrir alla fjöi- skylduna. Ratleikur, leikir, pylsu- grill, gönguferðir og kvöldvaka. Unglingadeild Útivistar sór um dagskránna i samvinnu viðfarar- stjóra og skálaverði. Sérstakt afsláttarfargjald: Kr. 4.200,- f. utanfélaga og kr. 3.800,- f. fé- laga. Frítt f. börn 9 ára og yngri og hálft gjald f. 10-15 ára m. foreldrum sinum. Árleg ferð sem þiö ættuð ekki að sleppa. 2. Fimmvörðuháls Gengið frá Skógum í Bása á laugardeginum, 8-9 klst. ganga. Gisting í Útivistarskálunum Básum. Einnig góð tjaldstæði. Afsláttarverð. Uppl. og farm. á skrifst. Grófinni 1, (Vesturgötu 4), simar: 14606 og 23732, Pantið timanlega. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 SÍMAR11798 og 19533. Helgarferðir Ferðafélags- ins 11.-13. ágúst: Fjallabaksleið nyrðri og syðri. Ekið til Landmannalauga og gist þar. Næsta dag um Fjallabaks- leið nyrðri, Mælifellssand að Álftavatni og gist þar, siðan um Fjallabaksleið syðri til Reykjavik- ur. Gist i sæluhúsum FÍ. Þórsmörk. Gönguferðir við allra hæíi um Mörkina. Gist i Skag- fjörðsskála/Langadal. Landmannalaugar: Gönguferðir i nágrenni Lauga og einnig verð- ur ekið i Eldgjá. Gist i sæluhúsi Fí í Laúgum. Brottför í feröirnar er kl. 20.00 föstudag. Farmiðar á skrifstofu FÍ, Öldugötu 3. Ferðafélag íslands. Kveðjuorð: Brjánn Jónasson Fæddur 15. nóvember 1915 Dáinn 16. júlí 1989 Síðbúin kveðja frá vinum Þeir hógværu skilja oft mest eft- ir sig og þeim er kannski erfiðast að senda hinstu kveðju. Margt leit- ar á hugann, en orðs er vant. Bijánn Jónasson var hljóðlátur maður og hlýr í besta skilningi, íjol- skyldufaðir góður, traustur í starfi, vinmargur og vinsæll. Við áttum því láni að fagna að eiga hann að vini áratugum saman og brá þar aldrei fölskva á. Þau voru ófá skiptin sem við ferðuð- umst með þeim hjónum Unni og honum gegnum árin og hafði hann sérstakt yndi af þeim ferðum, enda var hann útivistarmaður mikill og náttúruunnandi. Engin var sú jurt eða fugl sem hann ekki þekkti með nafni vítt og breitt um landið. En mest dálæti hafði hann þó á sportveiðiskap. Efni hans leyfðu aldrei dýrar lax- veiðiár, en Þingvallavatn og Elliða- vatn voru hans uppáhalds veiðistað- ir hin síðari ár og víst er að þar átti umhverfið og útiveran dijúgan hlut að máli. Á vetrum notaði hann tómstund- ir sínar í lestur um veiðiskap og beitu, fluguhnýtingar og að huga að veiðiáhöldum sínum fyrir næsta tímabil, auk þess sem hann málaði fjölda mynda sjálfum sér og öðrum til yndisauka, en teiknari var hann í betra lagi. Að undanförnu var heilsu hans allmjög tekið að hraka og nokkrar sjúkdómslegur átti hann að baki þegar hann lést snögglega þann 16. júlí síðastliðinn. Með Bijáni Jónassyni er genginn góður maður og gegn sem erfitt er að sjá á bak. En minningin lifir og mun skipa öruggan sess í hugum okkar. Við vottum þér Unnur, trygga vinkona, samúð okkar, einn- + ELÍAS GUÐMUNDSSON fyrrv. skipstjóri, Heiðargerði 9, Akranesi, andaöist í Sjúkrahúsi Akraness miövikudaginn 9. ágúst sl. Jarðar- för auglýst siöar. Sigríður Einarsdóttir, börn, tengdabörn, barna- og barnabarnabörn. milli. Ég minnist sérstaklega, þegar við vorum með þá í heimsókn hjá ömmu þeirra í Krókatúninu og okk- ur fannst þeir vera fallegustu barnabörnin hennar. Við virkiiega meintum þetta og höfðum gaman af hvað móðir okkar var alltaf jafn hissa, já hver sem er mátti heyra hvað við vorum ánægðar með drengina okkar. Áslaug og Smári tóku dóttur mína í fóstur aðeins 7 mánaða gamla og höfðu hana í 6 mánuði. Síðan hafa þau alltaf átt mikið í Silju, ekki síst Hafþór sem þá var aðeins þriggja ára og var henni sem besti bróðir alla tíð. Ég læt hér fylgja lýsingu sem móðuramma Hafjiórs skrifaði í „Bók barnsins“ fyrir 13 árum: „Silja mín, besti leik- félagi þinn í gegnum lífið er mér óhætt að segja, verður Hafþór son- ur Áslaugar og Smára. Hafþór er 4 ára hávaðasamur, ærslamikill og duglegur, en gaf sér alltaf tíma til að sinna þér. Því bið ég þig Silja mín, þegar þú eldist að vera góð og artarleg við þennan frænda þinn. Hann var þér mikill styrkur þessa mánuði, sem þú gast ekki fengið að vera hjá foreldrum þínum og bróður." Við fengum ekki að njóta sam- vista við Hafþór okkar lengi. Það er fátt sárara, en að sjá á eftir ungu, fjörugu og kraftmiklu fólki yfir móðuna miklu. Hér mega orð sínjítils. Ég sendi ykkur, sem slösuðust og liggið á sjúkrahúsum eftir þetta hörmulega slys innilegar óskir' um skjótan og fullan bata. Að lokum vil ég votta Smára, Jökli, Lóu, Styrmi og litlu hálfsyst- urinnni Rögnu Lóu mína dýpstu samúð. Hanna Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavík og á skrif- stofu blaðsins í Hafharstræti 85, Akureyri. ig bömum, barnabörnum og tengdabörnum. Feldur em eg við foldu, frosinn og má ei losast. Andi guðs á mig andi. Ugglaust mun ég þá huggast. (J.H.) Leiðréttingar Þau mistök urðu í.minningar- grein eftir Braga Guðlaugsson um Karl Kvaran í blaðinu í gær, að rangt höfundarnafn birtist. Beðist er velvirðingar á því. Þá misritaðist í kveðjuorðum eft- ir Gunnlaug Þórðarson nafn eigin- konu Karls og stendur Steinunn Ástvaldsdóttir, en hún hét Sigrún Ástvaldsdóttir og var systir Eiríks Smith listmálara.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.