Morgunblaðið - 11.08.1989, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.08.1989, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 1989 15 • moigunuiauiu/ivouerL ociiiiuul Ingibjörg Jónasdóttir með nokkrum börnum á leið í sund, f.v. Neníta, Alda, Kristrún, Pálína, Gunn- ar, Daníel, Jón Kristján og Þórður. Suðureyri: Sundkennsla 156 ára gamalli laug Hugað að byggingu nýrrar Suðureyri. Súgfirðingar hafa lengi get- að stundað sundíþróttina, eða allt frá byggingu sundlaugar-. innar, sem gerð var í sjálf- boðavinnu árið 1938. Enn er kennt í þessari litlu útilaug þrátt fyrir háan aldur hennar. I sumar var haldið sundnám- skeið fyrir grunnskólabörn svo og sémámskeið fyrir 5-6 ára börn. Umsjónarmaður laugarinnar er Ingibjörg Jónasdóttir. Hún hefur verið það í 15 ár samfleytt, eða frá endurbyggingu laugarinnar sem Lionsfélagar unnu 1974. í samtali við Ingu kom það fram að aðsóknin hafi verið góð í sum- ar eins og undanfarin ár. „Laugin er orðin 56 ára gömul og eru flest- ir Súgfirðingar orðnir langeygir eftir nýrri og stærri laug. Þessi gamla er staðsett í ljögurra kíló- metra fjarlægð frá þorpinu og er sú vegalengd frekar löng fyrir sundlaugargesti. Viðhald er nokk- uð mikið þótt laugin sé lítil. Það er mjög erfitt að hreinsa hana vegna mikillar gróðurmyndunar. Hún er ein af elstu sundlaugum á landinu sem enn er kennt í og erum við öll mjög stolt af henni. Hún hefur skilað sínu hlutverki með sóma í öll þessi ár og verið ómissandi fyrir Súgfirðinga og þá íjölmörgu gesti sem í hana hafa komið.“ Þess má geta að hreppsnefnd Suðureyrarhrepps stendur í við- ræðum við aðila um byggingu nýrrar útisundlaugar á næstunni. Sú laug verður staðsett inni á Suðureyri. - R.Schmidt Bifreiðaskoðun íslands: Bílar ekki skoðaðir hafi bif- reiðagjöld ekki verið greidd BIFREIÐAEIGENDUM, sem ekki hafa greitt gjaldfallin bif- reiðagjöld, er neitað. um aðal- skoðun hjá Bifreiðaskoðun ís- lands. Hin færanlega skoðunar- stöð fyrirtækisins er nú á ferð um landið og hafi bifreiðaeigend- ur ekki greitt gjöldin þegar kom- ið er með hana í byggðarlög þeirra, verða þeir að fáera bifreið- ar sínar til skoðunar í einhverri hinna fóstu skoðunarstöðva. Að sögn Óskars Eyjólfssonar, ijármálastjóra Bifreiðaskoðunar ís- lands er óheimilt, samkvæmt reglu- gerð, að skoða bíla aðalskoðun nema gjaldfallin bifreiðagjöld hafi verið greidd af þeim. Gjalddagi þeirra í sumar var 1. júlí en ein- dagi 31. ágúst. Færanlega skoðunarstöð Bif- reiðaskoðunarinnar er nú á ferð um landið og er þeim bifreiðaeigendum, sem ekki hafa greitt bifreiðagjöldin, neitað um skoðun vegna ofan- greinds reglugerðarákvæðis. Missi menn af skoðun í byggðarlagi sínu af þessum sökum, eiga þeir þess kost, að fá skoðun í næstu skoðun- arstöð Bifreiðarskoðunarinnar, þegar þeir hafa greitt bifreiðagjöld- in. Bessastaðahreppur: Yfír 8 prósent fjölg- un íbúa á milli ára ÍBÚUM Bessastaðahrepps fjölg- aði um rúm 8% milli áranna 1987 og 1988, og eru nú um eitt þús- und talsins. Mikil uppbygging er um þessar mundir í hreppnum, til dæmis verður nýtt íþróttahús tekið í notkun í sveitarfélaginu í haust, auk þess sem unnið er við undirstöður að nýrri dagvist. Að sögn Sigurðar Vals Ásbjarnar- sonar sveitarstjóra Bessastaða- hrepps liggja engar lóðir á lausu hjá sveitarfélaginu, en reiknað er með að ióðaúthlutun verði aftur á dagskrá strax á næstaári. Sigurður sagði, að í gangi væri fjögurra ára áætlun hreppsins sem hefði það markmið að malbika götur, gera gangstéttir og koma á götulýsingu. „Við erum að keppast við að koma íbúafjölda í sveitarfélaginu í 1200- 1400 manns innan fárra ára,“ sagði Sigurður. Hann sagði að miðað væri við að íjöldi íbúa í Bessastaða- hreppi yrði orðinn um eða yfir 2500 manns upp úr aldamótum. Morgunblaðið/ BAR Nú er unnið að byggingu íþróttahúss í Bessastaðahreppi, og á verk- inu að Ijúka í haust. Sundlaug er við hlið hússins. Tölvusumarskóli • 10 -14 ára Skemmtilegt og gagnlegt 3ja vikna námskeið hefst 14.ágúst. Tími 9-12. Ódýrt og fræðandi námskeið. Tölvu- og verkfræölþjónustan Grensásvegi 16 • sími 68 80 JO Þú þekkir ekki Braga fyrr en þú hefur prófað Santos-blönduna! Kaffibrennsla Akureyrar hf. 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.