Morgunblaðið - 11.08.1989, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 11.08.1989, Blaðsíða 13
13 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. AGUST 1989 í slenskur iðnaður - Islensk atvinna eftir Erlend Hjaltason Oft setjast menn niður á hátíð- arstundum og vegsama íslenskan iðnað. Þetta er oftast gert í átökum til eflingar íslenskum iðnaði og má greina áhrif slíkra átaka í nokkurn tíma á eftir. Flestir eru sammála um að heppi- legast væri að þessara sérstöku átaka væri ekki þörf, þar sem dag- legar venjur þjóðarinnar ættu að leiða menn til notkunar þeirrar vöru sem framleidd er hér á landi. í þessu greinarkorni ætla ég að nefna nokkur atriði til umhugsunar um íslenskan iðnað. V erðmætasköpun innanlands Framleiðsla vöru og þjónustu hér innanlands hefur í för með sér að stærstur hluti verðmætaaukningar við framleiðslu og sölu vörunnar verður eftir í landinu. Þessi verð- mætasköpun verður svo enn meiri þegar þeir fjármunir sem við þetta myndast fara í veltu innanlands, bæði sem neysla og skattar. Á þann hátt verður nýting þess fjármagns sem eytt er mun betri. Gj aldeyr issparnaður Við það að kaupa innlenda fram- leiðslu sparast gjaldeyrir, þar sem í flestum tilfellum þarf aðeins að kaupa hráefnið erlendis frá en ann- ars fullunna vöru. Því er innlend gjaldeyrissparandi iðnaðarfram- leiðsla jafn mikilvæg þjóðarbúinu og gjaldeyrisaflandi greinar. Nú kunna menn að spyija: Á, á þessum forsendum að framleiða nán- ast hvað sem er innanlands, hvað sem það kostar? Svarið við þessu er auð- vitað nei. Hver grein verður að að- laga sig utanaðkomandi aðstæðum og gera sig samkeppnisfæra við það framboð sem er á markaðnum. Í þeirri iðngrein sem ég starfa hafa átt sér stað miklar breytingar á sl. árum; og þá sérstaklega eftir inngöngu íslands í EFTA. Við það skuldbundu íslensk stjórnvöld sig gagnvart öðrum aðildarlöndum EFTA að íslensk framleiðsla sæti við sama borð og framleiðsla erlendra keppinauta. Við inngöngu í EFTA voru hér starfandi mörg fyrirtæki í húsgagna- iðnaði, en eftir það hefur fyrirtækjum fækkað og nú eru starfrækt nokkur stór fyrirtæki og nokkur fjöldi smærri fyrirtækja. Þau fyrirtæki sem efldust eftir þetta sérhæfðu sig öll í ákveðinni framleiðslu. Við það náðu þau afger- andi markaðshlutdeild hvert á sínu sviði sem gerði þeim kleift að þróast. Hönnun íslenskur húsgagnaiðnaður er í dag mjög sérhæfður, og hefur þróast í stærri heildir, þar sem hönnun og gæði hafa verið grundvallaratriði við ákvörðun framleiðslu. Á þann hátt hefur þessi iðnaður getað skapað sér sérstöðu á markaðnum og nú er framleiðsla íslensks húsgagnaiðnað- ar í mörgum tilfellum ódýrari hér á landi miðað við sambærilega erlenda framleiðslu. Þessi sérhæfing hefur því komið íslenskum neytendum til góða. Miðað við það sem er að gerast í þróun húsgagnaframleiðslu erlendis standa íslenskir framleiðendur vel að vígi á þeim mörkuðum sem starf- að er á, en vegna smæðar íslenska markaðarins og fjarlægðar frá öðrum mörkuðum, hefur iðnaðurinn ekki farið í beina samkeppni við lágverðs- húsgögn sem framleidd eru víðs veg- ar um heim, heldur haldið sínu striki varðandi hönnun og gæði. Tískusveiflur eru verulegar í okkar iðnaði og hefur hsgagnaiðnaðurinn náð að fylgja þeim vel eftir. Form ísland, félag áhugamanna um hönn- un, hefur í samvinnu við framleiðend- ur haldið hönnunardaga þar sem framleiðendur opna fyrirtæki sín fyr- ir áhugafólki um hönnun og kynna það sem er að gerast hveiju sinni. Með slíku framtaki skapast tækifæri til að sýna árangur hönnunarvinnu og samkeppni milli fyrirtækja um að vera í stöðugri endurnýjun og mótun. Það er reynsla þeirra sem að hönn- unardögum hafa staðið, að áhugi á íslenskri hönnun og framleiðslu hefur aukist mikið við þetta framtak, og má vænta að í framtíðinni verði hönnunardagar kynningardagar þess nýjasta og besta sem íslenskur hús- gagnaiðnaður hefur upp á að bjóða. Aðgerðir af opinberri hálfii Það er okkar skoðun að engin atvinnugrein þrífist til lengdar í skjóli ríkisforsjár, en það sem framleiðend- ur vilja er að fá að starfa á sem jöfn- Erlendur Hjaltason „Þegar íslenskur neyt- andi kaupir íslenska vöru, skapar hann jafii- ft-amt íslenska atvinnu. Nú þegar íslenskur iðn- varningur er vel sam- keppnisfær við sam- bærilega erlenda vöru, er mikill hagur í því að láta íslensku vöruna sitjafyrir.“ ustum grundvelli m.v. aðrar greinar. Viðkvæmur iðnaður eins og hús- gagnaiðnaðurinn þarf festu og stöð- ugleika. Vörugjaldsmálið er mál sem menn ættu að íhuga. Hér var sett á vöru- gjald sem skattheimta fyrir ríkissjóð. Vörugjald er gjald sem erlendir sam- keppnisaðilar okkar geta tekið á sig tímabundið með lækkun vöruverðs, þar sem ísland er aðeins hluti þeirra viðskipta. Innlendir framleiðendur þurfa aftur á móti að koma því beint út í verðlagið, ef það þá tekst þar sem samkeppni er mikil. Sem betur fer hafa menn borið gæfu til að sjá að sér og fella þetta gjald niður. Opinberar aðgerðir eins og að setja á vörugjald einn daginn, og draga það til baka stuttu seinna eru aðgerð- ir sem skapa óstöðugleika og vanda- mál hjá framleiðendum, og valda óróa á markaðnum sem getur haft ófyrirséðar afleiðingar. Það sem íslenskum iðnaði stafar mest ógnun af í dag, svo og flestum íslendingum, er verðbólga og sá fjár- magnskostnaður sem af henni leiðir. Framleiðendur eru ekki að kvarta yfir því að greiða raunvexti fyrir lánsfé sitt. Við viljum aðeins að vext- ir sem okkur eru skammtaðir séu ekki hærri en hjá erlendum sam- keppnisáðilum okkar og að stjómvöld sjái svo um að verðbólgu sé haldið í lágmarki. Við sem störfum í mjög harðri samkeppni vitum að það er ekki nokkur leið að koma þeim fjármagns- kostnaði sem við búum við út í verð- lagið og verður hann því sem einn aðal þáttur í erfiðri afkomu fyrir- tækja í samkeppnisiðnaði. Lokaorð Þegar íslenskur neytandi kaupir íslenska vöru, skapar hann jafnframt íslenska atvinnu. Nú þegar íslenskur iðnvarningur er vel samkeppnisfær við sambærilega erlenda vöru, er mikill hagur í þvi að lata íslensku vöruna sitja fyrir. Islenskur húsgagnaiðnaður hefur breyst eftir þeim markaðsaðstæðum sem hann hefur lifað við hveiju sinni. Sýnt er að það er þjóðhagslega hag- kvæmt að verðmætasköpunin fari fram hér innanands í sem mestum mæli. Því þarf að búa íslenskum iðn- aði jöfn starfsskilyrði til að áfram sé hægt að halda á þeirri braut, íslenskum neytendum og þjóðarbúinu í heild til hagsbóta. Höfundurer rekstrarhagfræðingur og starfar sem framkvæmdastjóri í . Húsgagnaverksmiðju Kristjáns Siggeirssonar hf. IÍYR SKEMMTISTADUR í MIÐBÆMM Óperukjallarinn er lifandi skemmtistaður, allt í senn — Dansstaður, Píanóbar og Sœlkerastaður. Nú opnum við formlega í kvöld kl. 23-00 á óvenjulegan hátt! Dansað til kl. 03-00 eftir miðnœtti. Veitingastaðurinn Arnarhóll er á efri hœðinni ogpargeta gestir Óperukjallarans snœtt dýrindis veislumat fyrir opnun kjallarans, eða fengið sér léttan sœlkeramat í rómantískri birtu kertaljósa seinna um kvöldið. Ríó Tríó mun skemmta gestum Óperukjallarans á sunnu- dagskvöld og næstu kvöld þar á eftir: mánud., þriðjud., miðvikud. og fimmtudag. Opið til 01.00. ALDURSTAKMARK 25 ÁRA Miðaverð 500,- kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.