Morgunblaðið - 07.12.1985, Síða 39

Morgunblaðið - 07.12.1985, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. DESEMBER1985 39 Húsaleigugreiðslur Þroskaþjálfaskóla ALBERT Guðmundsson, iðnaðarráðherra, hefur óskaö eftir því við Morgun- blaðið að birt verði eftirfarandi bréf heilbrigðis- og tryggingaráðuneytis til fjárlaga- og hagsýslustofnunar hinn 3. október sl. varðandi húsaleigugreiðsl- ur hroskaþjálfaskóla fslands. Kvaðst Albert Guðmundsson óska eftir birt- ingu þessa bréfs vegna greinar eftir Bryndísi Víglundsdóttur skólastjóra skólans, sem birtist í Morgunblaðinu 22. nóv. sl. undir fyrirsögninni: „I»að er bezt að segja satt, Albert Guðmundsson." Sagðist iðnaðarráðherra telja, að bréfið sýndi svo ekki færi á milli hljóðandi: „Ráðuneytinu hefur borist með- fylgjandi erindi Víðsjár — kvik- myndagerðar ásamt nýjum húsa- leigusamningi, sem einnig fylgir með. Ráðuneytið vill ekki standa í vegi fyrir því, að sanngjörn leiga sé greidd fyrir afnot hlutaðeigandi húsnæðis, en bendir á að útvega verður Þroskaþjálfaskóla íslands viðbótarfé að upphæð um 350 þús. á yfirstandandi ári til þess að mæta kostnaðarauka samfara hreyttum samningi. Ennfremur mála, hver segði satt. Bréfið er svo- þarf að liggja fyrir ákvörðun um það á vegum fjárveitingayfirvalda, að tekið verði tillit til þessa við gerð fjárlaga fyrir komandi ár. Fyrr en ofangreint liggur klárlega fyrir getur ráðuneytið ekki tekið endanlega afstöðu til nýs samn- ings. Að lokum bendir ráðuneytið á að gangi málið eftir sem leigusali leggur til skapast fordæmi sem ráðuneytið fær ekki séð fyrir end- ann á.“ Haraldur Blöndal var uppboðshaldari, en á myndinni er Ragnheiður Sigurð- ardóttir einnig, en hún er starfsmaður Gallerí Borgar. Listmunauppboð á Hótel Borg: Dýrasta myndin sleg- in á 200.000 krónur LISTMUNAUPPBOÐ var haldið sunnudaginn 1. desember sl. á Hót- el Borg á vegum Gallerí Borgar og Sigurðar Benediktssonar hf. Þetta er fimmta listmunauppboðið sem haldið er á vegum þeirra á einu ári, en fyrsta uppboðið var haldið í des- ember á síðasta ári. Alls voru 57 verk á uppboðinu. Hæsta myndin var slegin á 200.000 krónur fyrir utan söluskatt. Það var olíumálverk eftir Þórarinn B. Þorláksson sem nefnist Kiðja- berg-Hvítá. Verk Ásgríms Jóns- sonar, Úr Borgarfirði, var slegið á 121.000 krónur og í þriðja sæti varð olíumálverk eftir Jón Þor- leifsson, Landslag, sem fór á 60.000 krónur. ódýrasta myndin fór á 1.200 krónur og þrjár aðrar voru undir 3.000 krónum. Uppboðshaldari var Haraldur Blöndal. Næsta uppboð verður haldið í febrúar nk. á Hótel Borg. Helgarpósturinn: Ný stjórn fé aukið í NÝ STJÓRN var kosin í hluUfélag inu Goðgá, útgáfufélagi Helgar- póstsins, á aðalfundi félagsins um miðjan nóvember. Um leið var hluUfé félagsins aukið úr 2,4 millj- ónum í sex og eru hluthafar nú um Lýst eft- ir vitnum MAÐUR lést í umferðarslysi í Lækjargötu sl. miðvikudag, eins og fram hefur komið. Lögreglan biður vitni að slys- inu að gefa sig fram við slysa- rannsóknadeild lögreglunnar í Reykjavík. og hluta- 6 millj. tuttugu, að sögn Ingólfs Margeirs- sonar, annars ritstjóra blaðsins, sem jafnframt á sæti í stjórn félags- ins. Formaður nýju stjórnarinnar er Róbert Árni Hreiðarsson, hdl., og varaformaður Gísli Guðmundsson, framkvæmdastjóri Bifreiða og landbúnaðarvéla. Auk þeirra tveggja og Ingólfs Margeirssonar sitja í stjóminni þeir Árni Samú- elsson, forstjóri Bíóhallarinnar, Árni Andersen, prentari, Gunnar Hilmar Hinriksson, starfsmaður Helgarpóstsins, og Þóroddur Stef- ánsson, framkvæmdastjóri Sjón- varpsbúðarinnar. Meirihluti hlutafjár Goðgár hf. mun enn vera í eigu starfsmanna Helgarpóstsins, eins og ævinlega hefur verið í útgáfufélagi blaðsins. Moreunbltóió/ÓUfur K. MuKnúuson Dr. Þór Whitehead, prófessor, og Kristján Jóhannsson, framkvæmda- stjóri Almenna bókafélagsins, kynntu bókina á fundi með blaöamönnum í gær. Strfð fyrir ströndum, ný bók eftir dr. Þór Whitehead: Þjóðverjar áformuðu að ná íslandi á sitt vald Forystumenn Framsóknarflokksins og ritstjóri Tímans höfðu samstarf við ieyniþjónustu Breta ÞÓR Whitehead, prófessor, varpar nýju Ijósi á njósnir Breta og Þjóð- verja hér á landi fyrir síðari heimsstyrjöld í nýrri bók sinni Stríd fyrír ströndum, sem Almenna bókafélagið sendi frá sér í gær. Hann upplýsir m.a. að Þjóðverjar höfðu gert leynilega áætlun um að ná pólitískum og efnahagslegum ítökum hér á landi og að Werner Gerlach, ræðismaður, hafi verið sendur hingað sérstaklega í þeim erindum. Þá kemur það fram í bókinni að forystumenn í Framsóknarflokknum og ritstjóri Tím- ans áttu aðild að víðtæku eftirliti með ferðum þýskra kafbáta við strend- ur íslands í samvinnu við fulltrúa njósnadeildar breska flotamálaráðu- neytisins. Dr. Þór Whitehead sagði á fundi með blaðamönnum, að rannsóknir sínar hefðu leitt í ljós að ráðamenn Þriðja ríkisins hefðu snemma fengið augastað á fslandi. Það hefði hins vegar ekki verið fyrr en í maí 1939 sem þeir sendu mann hingað sérstak- lega í þeim erindum að kanna hvernig ná mætti tökum á ís- lendingum. Sá maður var hand- genginn þremur af máttarstólp- um Þýskalands, þeim Hermann Göring, Heinrich Himmler og Joachim von Ribbentrop. Hann hafði m.a. í fórum sínum bein fyrirmæli um undirróður hér á landi og gerði tilraunir til að skipuleggja íslendinga og Þjóð- verja, sem hér voru búsettir, til starfa í þágu Þriðja ríkisins. f bókinni er greint frá því að njósnir Gerlach á íslandi báru nokkurn árangur og vöktu mikla hrifningu yfirboðara hans. Ræð- ismaðurinn gat hins vegar ekki lokið verki sínu, því hinn 10. maí, þegar fsland var hernumið, var hann handtekinn af sérsveit breskra leyniþjónustumanna. í bókinni er einnig rækilega skýrt frá njósnum Breta hér á landi, en þeir voru mjög uggandi vegna þeirrar vitneskju sem þeir höfðu um starf Gerlachs. Full- trúar Breta kvörtuðu m.a. yfir því við íslensk yfirvöld að í bú- stað þýska ræðismannsins i Reykjavík væri rekin ólögleg loftskeytastöð, sem sendi Þjóð- verjum mikilsverðar upplýsingar um eftirlitssiglingar breskra skipa i nágrenni íslands. íslensk stjórnvöld töldu sig hins vegar ekkert geta aðhafst. Einn helsti leynierindreki Breta hér á landi var Lionel S. Fortescue, kennari í Eton, sem árum saman hafði dvalið hér á landi í sumarleyfum og kynnst mörgum fslendingum. í þeim hóp voru nokkrir foringjar Fram- sóknarflokksins, þ. á m. Jónas Jónsson frá Hriflu. Þessir menn „vildu fylgjast nákvæmlega með því, hvort Þjóðverjar reyndu að hafa afnot af landinu til árása á skipaleiðir í Atlantshafi. Þeir vissu, að þjóðin sjálf hefði ekkert afl til að verja hlutleysi landsins, ef þýski flotinn hreiðraði hér um sig,“ segir Þór Whitehead orðrétt í bókinni. Og bætir síðan við: „Þá varð að treysta á það, að Bretar stugguðu Þjóðverjum á brott héðan. Jónas frá Hriflu reiddi sig eins og aðrir ráðamenn þjóðarinnar á „óbeina" vernd breska flotans. Eftirlitskerfi á íslandi í tengslum við njósna- deild flotans tryggði að hann skærist umsvifalaust í leikinn, gerðust Þjóðverjar hér nærgöng- ulir. Auðvitað var það brot á hlutleysisreglum að njósna um annan styrjaldaraðiljann í sam- starfi við hinn. En í huga Jónasar og félaga stóð valið augsýnilega um það, að hvika nokkuð frá reglum í kyrrþey eða hætta á að Þjóðverjar næðu hér fótfestu með ófyrirsjáanlegum afleiðing- um fyrir hlutleysi og sjálfstæði þjóðarinnar.“ Þór greinir síðan frá því, að Fortescue hafi í samstarfi við Jónas frá Hriflu og Ólaf Sigurðs- son á Hellulandi í Skagafirði komið upp neti um 40 íslenskra trúnaðarmanna umhverfis strönd landsins. Mennirnir, sem flestir munu hafa verið kunn- ingjar og flokksbræður Jónasar, áttu að hafa eyru og augu opin fyrir öllu grunsamlegu athæfi Þjóðverja í byggðarlögum sínum og sérstaklega gefa auga ferðum þýskra kafbáta. Trúnaðarmenn- irnir vissu ekki að upplýsingár þeirra færu til útlanda og látið var í veðri vaka að eftirlitskerfið væri sett upp til að Framsóknar- flokkurinn og Tíminn gætu fylgst með umsvifum útlendinga við strendur landsins. Upplýst er í bókinni, að Þórar- inn Þórarinsson, sem þá var orðinn ritstjóri Tímans og var handgenginn Jónasi frá Hriflu, hafi verið böðberi fyrir eftirlits- kerfið. Sá háttur var hafður á, að trúnaðarmennirnir við sjáv- arsíðuna skyldu senda blaðinu skeyti ef sæist til kafbáta við strönd landsins. Þegar slíkt skeyti bærist, skyldi Þórarinn tafarlaust hringja til manns, sem hann var kunnugur í Reykjavík og starfaði fyrir erlenda frétta- stofu, og greina honum varfærn- islega frá tíðindunum. „Að svo búnu skyldi hann setja upp fregnmiða um kafbátinn í glugga Tímans, eins og tíðkaðist á Reykjavíkurblöðunum, þegar þeim bárust mikil tíðindi. Með þessu móti skyldi komið í veg fyrir, að Þjóðverjar áttuðu sig á því, að fylgst væri með þeirn," segir í bókinni. Haft er eftir Þórarni Þórarins- syni í bókinni, að hann telji sig hafa þrisvar sinnum komið boð- um um kafbáta til sambands- manns síns, en viti ekki, hvort hann sendi þau beint til leyni- þjónustunnar í Lundúnum eða kom þeim til breska ræðis- mannsins í Reykjavík. Þórarinn sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að hann teldi að samstarf sitt við Breta hefði fyllilega samræmst hlutleysisreglum. Það hefði ekki verið bannað að fylgj- ast með siglingum umhverfis landið og auk þess hefði upplýs- ingunum ekki verið haldið leynd- um, heldur þær birtar opinber- lega. Bók Þórs Whitehead, Stríð fyrir ströndum er önnur bók höfundar um ísland í síðari heimsstyrjöldinni. Fyrsta bók hans í þessum flokki Ófriður í aðsigikom út 1980 og vakti mikla athygli og hlaut góða dóma. Höfundur upplýsti á blaða- mannafundinum að hann væri með þriðju bókina í flokknum í smíðum og lofaði að ekki mundi líða jafn langur tími þar til hún kæmi út og liðið hefur á milli fyrstu bókanna tveggja.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.