Morgunblaðið - 07.12.1985, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.12.1985, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. DESEMBER1985 Um Útvegsbankaim — eftir Hauk Helgason Ýmsir aðilar hér á landi virðast hafa liorn í síðu Útvegsbankans og grípa hvert tækifæri sem gefst til þess að höggva í hann. Undanfarnar vikur hafa fjárhagsörðugleikar Hafskips hf. verið mikið til umræðu manna á meðal og í fjölmiðlum eru þessir örðugleikar fyrirtækisins hagnýttir til hins ýtrasta til árása á bankann, en fyrirtækið hefur verið í viðskiptum við hann í rúman aldarfjórðung. Umræður hafa miklar orðið í Alþingi og umræður þar að mestu snúist um bankann. Ýmsir alþingis- menn hafa tekið upp í sig, talið bankann vera ölmusuþega hins opinbera og því bagga á þjóðinni. Jafnvel hefur verið ýjað að því að rétt væri að leysa bankastjóra og bankaráðsmenn Útvegsbankans frá störfum svo sem gert var við stjórn- endur Alþýðubankans á sínum tíma. Frá því að Útvegsbankinn kom til sögunnar hefur hann fyrst og fremst verið banki sem fjármagnað hefur sjávarútveg og fiskvinnslu en hann hefur jafnframt verið venju- legur viðskiptabanki. Einn af við- skiptavinum bankans hefur verið Hafskip og nú er sýnt að bankinn mun tapa verulegum fjármunum á þessum viðskiptum. Þetta eru mikil tíðindi og ill og er því engin furða þótt um þau sé mikið talað og ritað. En ekki er laust við að nokkurrar taugaveiklunar gæti í allri þessari umræðu. Ég er sæmilega kunnur ýmsu í sambandi við málið — og þó alls ekki öllu — og gæti ímyndað mér að tap bankans muni verða eitthvað nálægt því tapi sem aug- ljóslega mun verða á svo sem tveim togurum sem nú liggja undir hamr- inum. Allt virðist ætla um koll að keyra í fjölmiðlum vegna þessa eina máls en það er minna talað um þá staðreynd að heil bæjarfélög úti á landi muni leggjast í auðn vegna þess að þau eru svipt þeim tækjum sem eru undirstaða að atvinnu — runum. leiðara Morgunblaðsins fyrir skömmu sagði svo meðal annars: „Hitt fer ekki á milli mála, að við- skiptabanki Hafskips, sem er Út- vegsbankinn, mun tapa verulegum fjármunum vegna erfiðleika fyrir- tækisins og alls ekki Ijóst hver staða Útvegsbankans verður, þegar dæmið hefur verið gert upp!“ (Auökennt af greinarhöfundi). Hér er blaðið að gera því skóna að með öllu sé óljóst um tilveru bankans í framtíðinni. Þegar víð- lesnasta blað landsins segir þessi orð þá er Ijóst að það er stórlega að rýra traust manna á bankanum og það er mikill ábyrgðarhlutur þegar í hlut á sá hankinn sem allt frá því að hann var stofnaður fyrir rúmri hálfri öld hefur staðið hlut- fallslega mest allra banka undir fjár- mögnun aðalatvinnuvega þjóðarinn- ar, sjávarútvegsins og fiskvinnslunn- ar. Að mínu áliti hefur þó Ríkisút- varpið og þá sér í lagi sjónvarpið keyrt úr hófi í fréttaflutningi sínum um þetta margumtalaða mál. Þar hefur sí og æ verið gefið í skyn að innistæður í bankanum væru í hættu, að sýnilegt væri að hann þyrfti að draga úr umsvifum sínum, rifa sín segl. Það hefði mátt ætla að fréttamaðurinn hefði haft vitn- eskju um að Útvegsbankinn er rík- isbanki og að ríkissjóður er ábyrgur fyrir öllum innstæðum sem í bank- anum eru. Þessi ummæli fjölmiðla eru ákaf- lega neikvæð fyrir Útvegsbankann. Ékki get ég látið hjá líða að segja að mér finnst að sumum þeir fjöl- miðlum sem mestan mat hafa gert sér úr málinu hafi þótt harla gott að fá þetta fréttaefni. Að minnsta kosti voru þau ekki mörg orðin sem sögð voru í ýmsum fjölmiðlum um tilkynningu þá sem bankinn sendi nú nýverið frá sér um svikamál er upp komst á Suðurnesjum. Snögg viðbrögð bankastjórnarinnar og bankaráðs voru sýnilega ekki taiin góður fréttamatur. Það er rétt að viðskipti Hafskips við Útvegsbankann hafa orðið honum mjög þungbær. Viðskiptin hófust fyrir 27 árum og á þessu tímabili hefur rekstur fyrirtækis- ins gengið misjafnlega og eignar- staða þess verið léleg. Allt fram á síðasta ár hafði bankinn fullgild veð fyrir skuldum fyrirtækisins og þeim ábyrgðum sem hann tók að sér. Á þessu varð skyndileg breyting því það þrennt skeði í senn að verðmæti veðanna minnkuðu, að mikil lægð varð í rekstri kaupskipaflota í öllum heiminum og að forráðamönnum Hafskips urðu á margvfsleg mistök. í sambandi við fyrsta atriðið, um rýrnunina á tryggingum bankans, er rétt að geta ummæla forstjóra Éimskips, Harðar Sigurgestssonar, í viðtali við Morgunblaðið fyrir skömmu, en hann sagði: „Það hefur orðið veruleg verðlækkun á kaup- skipum almennt undanfarin 3 ár. Einkum hefur sú verðlækkun orðið á skipum sem eru eldri en 10 til 12 ára.. Um Hafskipsmennina er það að „Allt viröist ætla um koll að keyra í fjölmiðl- um vegna þessa eina máls, en þaö er minna talað um þá staðreynd aö heil byggðarlög úti á landi muni leggjast í auön vegna þess að þau eru svipt þeim tækjum sem eru undirstaða aö atvinnu — togurunum.“ segja að að mínu viti hafa þeir gert margvísleg mistök eins og ég sagði áðan. Þeir lögðu eyrun við og trúðu yfirlýsingum stjórnvalda bæði f sambandi við Rainbow-málið, að íslensk skipafélög myndu aftur komast í vöruflutninga fyrir svo- kallað varnarlið og í annan stað að gengisbreytingar á árinu 1984 yrðu innan ákveðinna marka. Hvorugt stóðst því eins og allir vita varð ekkert úr því að skipafé- lögin kæmust á Jötuna" og gengis- breytingarnar urðu miklum mun meiri en áætlað var. Ef reiknað er með „tapi“ Haf- skips á þessu tvennu á árinu 1984 og það sem af er þessu ári þá mun vera hægt að tala um hundruð milljónir króna. Þá voru Atlantshafssiglingar Hafskips fáránleg mistök hjá for- ráðamönnum félagsins. Er með öllu óskiljanlegt að sú ákvörðun skyldi verða tekin. Lang mestu mistökin hjá þeim Hafskipsmönnum voru þó þau að greina ekki stjórnendum Útvegs- bankans frá hinu rétta um þróun rekstursins hjá félaginu. Forráða- menn félagsins vfrðast hafa farið á bak við stjórnendur bankans og gef- ið þeim rangar upplýsingar og lengi vel byggöu menn bankans ákvaröan- ir sínar á þessum upplýsingum. Nokkuð var liðið á yfirstandandi ár þegar stjórn bankans fékk upp- lýsingar um mjög verulegan tap- rekstur Hafskips á árinu 1984 og í júlímánuði sl. enn nánari upplýs- ingar um rekstrartapið á fyrstu mánuðum þessa árs. Þrátt fyrir þessar siðbúnu upp- lýsingar tók stjórn bankans að spyrna við fótum á árinu 1984. En það var ekki hægt um vik fyrir nýráðna bankastjóra, þá Halldór Guðbjarnason, Lárus Jónsson og Ólaf Helgason né heldur formann bankaráðsins, Valdimar Indriðason sem tók við starfi sínu í janúar sl. Skuldbindingar fyrirtækisins frá fyrri árum voru svo miklar og eins og áður var sagt frá: Verðmæti veða bankans höfðu rýrriað svo gífurlega þegar þessir menn tóku til höndum. Sem dæmi um við- spyrnuna má geta þess að hlutafé Hafskips var aukið í byrjun þessa árs um 80 milljónir króna og var það gert að kröfu og fyrir atbeina stjórnar bankans. Með þessu sem nú hefur verið sagt er ég ekki að bera í bætifláka fyrir stjórnendur bankans á undan- förnum áratugum. Ég er aðeins að greina frá málavöxtum eins og þeir voru. Það var talað um að bankinn væri ölmusuþegi, væri baggi á þjóð- inni. Stöldrum við og skoðum málið dálítið nánar. Bankinn hóf starfsemi sína á rústum íslandsbanka á árinu 1930 og tók þá við skuldum og eignum hins gamla banka en af því leiddi að Útvegsbankinn hafði úr litlu fjármagni að spila þegar í upphafi. Allar götur síðan hefur Útvegs- bankinn ásamt og með Landsbank- anum staðið undir fjármögnun aðalatvinnuvega þjóðarinnar, sjáv- arútvegi og fiskvinnslu. (Það er fyrst nú á allra síðustu árum að Búnaðarbankinn og Samvinnu- bankinn hafa komið við sögu og fjármagna í litlum mæli þessar atvinnugreinar.) Hlutur Útvegs- bankans í fjármögnuninni hefur alla tíð verið hlutfaílslega meiri en Landsbankans og er þá miðað við innviði bankanna beggja. Á sínum tíma þegar aðeins tveir voru starfræktir í landinu, Lands- bankinn og Útvegsbankinn, var þegjandi samkomulag þeirra í milli að ekki skyldi stofnað til harðrar samkeppni um innlán — sparnað — landsmanna. En að sjálfsögðu eru þessi innlán grundvöllur útlána, það þarf að koma fé inn í bankana til þess að þeim sé kleift að lána út fjármagn. Þegar fjölgun banka og banka- útibúa hófst fyrir 25—30 árum varð á þessu mikil breyting. Mikið fjár- magn var flutt úr Landsbankanum og Útvegsbankanum í hina nýju banka, en þeir tóku ekki — eins og áður segir — að sér lánveitingar til sjávarútvegs ogfiskvinnslu. Þrátt fyrir þá staðreynd að mjög gekk á hlut Útvegsbankans í þessari samkeppni um innlán landsmanna þá hefur Útvegsbankinn staðið vel fyrir sínum hlut í fjármögnun hinna þýðingarmiklu atvinnu- greina. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um afkomu þessara atvinnu- greina á undanförnum áratugum. Hún hefur verið æði misjöfn frá ári til árs og kemur margt til, breytingar á afla og aflaverðmæti, mikil verðbólga, margföldun á olíu- verði og margt fleira. Ef litið er yfir heildarafkomu sjávarútvegs og fiskvinnslu á und- anförnum áratugum kemur í ljós að þessar atvinnugreinar hafa bar- ist í bökkum. Það er því auðskilið að bæði Landsbankinn og Útvegsbankinn hafa orðið fyrir áföllum á þessum árum, einmitt vegna þess að bank- arnir gegndu því þýðingarmikla hlutverki í þjóðfélaginu að fjár- magna margnefndar atvinnugrein- ar. Ekki þarf að minna þjóðina á hversu þýðingarmikil þessi hlut- verk voru og eru enn í dag. Ef frá eru taldar gjaldeyristekjur af ál- vinnslunni, sem koma raunar aldrei inn í raunverulegan gjaldeyrissjóð þjóðarinnar, þá stendur sjávarút- vegurinn og fiskvinnslan undir rúmum 90% af verðmæti útflutn- ings þjóðarinnar. Auðsætt er að tekjurnar af út- flutningi sjávarafurða eru í raun og veru undirstaða þess að þjóðin getur lifað í landinu. Það er sannarlega mikið öfug- mæli að segja að Útvegsbanki fs- lands hafi verið og sé baggi á þjóð- inni. Þrátt fyrir ýmis áföll sem hann hefur orðið fyrir á rúmri hálfri öld og þrátt fyrir mistök sem vafalaust hafa verið gerð af stjórn- endum bankans á þessum tíma þá hefur bankinn — þegar á heildina er litið — gegnt sínu hlutverki vel, hann á giftudrjúgan þátt í þeirri öru og miklu uppbyggingu sem hefur orðið hér á landi á tiltölulega skömmum tíma. Höfundur er hagfrædingur, rar aðstoóarmaður Lúðvíks Jósepsson- ar ráðherra 1971—74 og raramað- ur í hankaráði Seðlabanka 1972— 80. Fri 1980 hefur hann verið raramaður í hankaráði Útregs- hankans. Leigusamningur Þroskaþjálfaskólans — eftir Bryndísi Víglundsdóttur „Það er best að segja satt, og sig með því að kynna.” Úr kvaeöabók séra Guömundar á Felli. 22. nóvember sl. gerði ég í Morg- unblaðinu athugasemd við þau ummæli fyrrverandi fjármáiaráð- herra, Alberts Guðmundssonar, að. Þroskaþjálfaskóli íslands hefði fengið aukafjárveitingu 14. október sl. Greindi ég frá því að peningar þessi hafi allir runnið til Gísla Gestssonar eiganda þess húsnæðis sem Heilbrigðisráðuneytið leigir fyrir starfsemi skólans. Daginn eftir, 23. nóvember, birtir Gísli Gestsson greinarkorn í Morgun- blaðinu og telur að þetta mál komi fyrrverandi fjármálaráðherra, Al- bert Guðmundssyni, ekkert við. Ég mun nú gera nokkuð ýtarlegri grein fyrir máli þessu en ég gerði í Morg- unblaðinu 22. nóvember. Húsaleigusamningur milli Þroskaþjálfaskóla lslands og Víð- sjár/Gísla Gestssonar var undirrit- aður 9. febrúar 1982. Þar er sérstak- lega tekið fram að húsaleiga fylgi vísitölu atvinnuhúsnæðis. Fljótlega eftir að skólinn flutti í húsnæðið gerði húseigandi ítrekað kröfur um hærri leigu og 18. júlí sl. sendi hann Heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytinu uppkast að nýjum húsa- leigusamningi þar sem hann leggur til að húsaleigan hækki um 106%. Fylgir með bréf frá húseiganda þar sem segir að fyrri samningur sé í raun fallinn úr gildi. Skólastjóri skrifaði Fjárlaga- og hagsýslustofnun og bað um mat stofnunarinnar á fullyrðingum og kröfum húseiganda. í svari frá Fjár- laga- og hagsýslustofnun 26. ágúst sl. segir orðrétt: „Umræddur leigu- samningur var gerður 1982 til 15 ára. Leigukjör eru verðtryggð með vísitölu atvinnuhúsnæðis. Éngin uppsagnar eða endurskoðunará- kvæði eru í samningi þessum. Leiga í dag á húsnæði þessu er kr. 119,80 á fermetra. Sú leiga er hærri en meðalleiga sem ríkissjóður greiðir almennt fyrir húsnæði og miklu hærri en meðalleiga sem ríkissjóður greiðir fyrir skólahúsnæði. Þegar tekið er með f reikninginn að ríkis- sjóður kostaði að mestum hluta innréttingar á húsnæði þessu sem verða við lok leigusamnings 30. apríl 1997 eigin leigusala er ljóst að leigu- samningur þessi er ekki óhagstæður leigusala. Áf framansögðu er ljóst að ekki er tilefni til neinnar endur- skoðunar á gildandi leigusamningi, hvorki samkvæmt samningnum sjálfum né af sanngirnisástæðum.“ 2. október sl. sendir leigusali Gísli Gestsson bréf til Heilbrigðisráðu- neytisins og þar segir: „Samkvæmt ákvörðun hæstvirts fjármálaráðherra, Alberts Guðmundssonar, hefur Fjár- laga- og hagsýslustofnun tekið ofan- greindan húsaleigusamning frá 9. september 1982 til endurskoðunar." Ennfremur segir að samningurinn sé unninn samkvæmt samráði og samþykki Fjárlaga- og hagsýslu- stofnunar. 1 þessum nýja samningi er húsaleiga um 54%. Ennfremur er skólanum gert að greiða húsaleig- una fyrirfram til maí 1986, sem er breyting frá fyrra samningi. Skólastjórn Þroskaþjálfaskóla íslands fundaði um þetta mál 16. október 1985 og sendi eftir fundinn nýskipuðum fjármálaráðherra, Þor- steini Pálssyni, og nýskipuðum heil- brigðis- og tryggingamálaráðherra, Ragnhildi Helgadóttur, ályktun þess efnis að skólastjórn hafnaði alfarið öllum breytingum á húsa- leigusamningi. (Skólinn fellur undir stjórn Heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytisins.) Jafnframt gerði formaður skólastjórnar, Ingi- mar Sigurðsson, deildarstjóri í heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneyt- inu, Fjárlaga- og hagsýslustofnun grein fyrir þeim viðbótarkostnaði sem af hinum nýja samningi yrði. Kostnaður á þessu ári einu var tal- inn um 350 þúsund krónur. Þá barst bréf frá Fjárlaga- og hagsýslustofn- un, dagsett 14. október 1985, þar sem tilkynnt er að Þroskaþjálfaskóli íslands verði veitt aukafjárveiting sem þessum kostnaði nemur. Upp- lýsingar um viðbótarfé vegna áframhaldandi greiðslu fyrir hús- næðið hafa enn ekki borist stjórn- endum skólans. Samantekt Gísli Gestsson segir mig ráðast ómaklega að fjármálaráðherra, Albert Guðmundssyni, í grein minni því að hann hafi hvergi komið nærri endurskoðun á húsaleigusamningi. í bréfi hans frá 2. október stendur hins vegar að það sé samkvæmt ákvörðun hæstvirts fjármálaráð- herra, Alberts Guðmundssonar, að húsaleigusamningur frá 1982 sé tekinn til endurskoðunar. Ráð- herraskiptin fóru fram 16. október en ráðherra var búinn að láta vinna þennan nýja húsaleigusamning 2. október því að þá er hann undirrit- aður í fjármálaráðuneytinu. Ef Gísla Gestssyni þykir ósmekklegt að draga Albert Guðmundsson inn í þessa umræðu bilaði smekkur annars staðar en hjá mér. Húsaleigusamningur frá 1982 átti að hækka í samræmi við reglur sem allir landsmenn búa við. Hér hefur verið gerð undantekning sem ég dreg mjög í efa að sé réttmæt. Enn fremur dreg ég í efa að aðrir leigu- salar sætti sig við annað en að sitja við sama borð og leigusalinn í Skip- holti 31. Þvf eru líkur til að sameig- inlegum sjóði landsmanna hafi verið íþyngt meira en efni stóðu til. Réttmæti þess mættu menn íhuga. Höfúndur er skólastjóri Þroska- þjálfaskóla fslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.