Morgunblaðið - 07.12.1985, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.12.1985, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. DESEMBER1986 Listastjarnan og manneskjan Bókmenntir ' Jóhann Hjálmarsson Elín Pálmadóttir: Gerður. Ævisaga myndhöggvara. Almenna bókafélagið 1985. Elín Pálmadóttir þekkti Gerði Helgadóttur kannski best allra vina hennar. Hún fylgdi henni í blíðu og stríðu, gladdist með henni yfir sigrum og tók þátt í vonbrigðum hennar. Þetta óvenjulega samband tveggja kvenna liggur nú ljóst fyrir í bókinni Gerður. Áður en lengra er haldð verður að segja að þessi bók er á margan hátt viðburður. Ég skal reyna að rökstyðja slika fullyrðingu. Elín Pálmadóttir hefur margt skrifað. Lesendur Morgunblaðs- ins vita að hún er meðal hinna snjöllustu í hópi - blaðamanna. Sérkenni Elínar eru m.a. fólgin í því að hún skrifar oftast um það sem hún hrífst af, en gárar líka stundum kyrran flöt. Það að hríf- ast er sérgrein Elínar. Ég hef oft furðað mig á að greinar hennar um frönsku Islandssjómennina skuli ekki fyrir löngu komnar út í bók, þvi að greinarnar og sú könnun sem liggur að baki þeirra gefur tilefni til þess. PAITCIGnAIMA VITAITIG 15, 1.26020,26061. Opið 1-5 ÞVERBREKKA - KÓP. 2ja herb. falleg íb. 55 fm. V. 1550 þ. KAMBSVEGUR. 2ja-3ja herb ib. 80 fm. Serinng. Mikið end- urn. V. 1650 þús. GAUKSHÓLAR — 1. HÆÐ. 2ja herb. íb. 65 fm. V. 1650 þús. MIÐVANGUR HF. 2ja herb. íb. 60 fm. V. 1550-1650 þús. HRAUNBÆR. 2ja herb. íb. á jaröhæö. 40 fm. V. 1,2 millj. BOLLAGATA. 2ja herb. íb. 45 fm. V. 1250 þús. HRÍSATEIGUR. 2ja herb. íb. 35 fm. Nýstandsett. V. 1150 þús. GRETTISGATA. 3ja herb. íb. á 1. hæö. Sérinng. V. 1550 þús. KLAPPARSTÍGUR. 3ja herb. ib. á 1. hæð. 114 fm. Bílageymsla. Parket. V. 2,5 millj. SÆVIOARSUND. 3ja herb. íb. 90 fm. Suðursv. + herb. í kj. V. 2650 þús. LAUGAVEGUR. 4ra herb. ib. á 3. hæö. 100 fm. V. 1750 þús. HRAFNHÓLAR. 4ra herb. íb. 117 fm. Fallegt úts. V. 2450 þús. GOOHEIMAR. 5-6 herb. íb. 140 fm + bílsk. V. 3550 þús. BLONDUBAKKI. 4ra herb. ib. á 2. hæö + herb. í kj. 117 fm. V. 2250 þús. ÁLFHÓLSVEGUR. 5 herb falleg íb. 100 fm. Fráb. úts. Sérinng. V. 3150 þús. KAPLASKJÓLSVEGUR. 4ra- 5 herb. íb. 120 fm. V. 2450 þús. VESTURBERG. 4ra herb. íb. á 4. hæð 100 fm. Fallegt úts. V. 2250 þús. LAUGALÆKUR. Raöh. á þrem- ur hæöum. 200 fm + bílsk. Mögul. á séríb. í kj. V. 4,8 millj. BRÆORATUNGA — KÓP. Raöh. á tveimur hæöum 150 fm. 60 fm. bílsk. Sk. mögul. á einb. í Kóp. með tveimur íb. KJARRMÓAR. Raöh. á 2 hæö- um 150 fm + bílsk. V. 3850 þ. FLJÓTASEL. Raðh. á 2 hæðum + bílsk. 170 fm. V. 3,9 millj. HLÍOARHVAMMUR. Einbýlish 125 fm. 30 fm bílsk. Stór lóö. V. 4150 þús. Fjökti annarra eigna áskráI B«rgur Oliverston hdl., Gunnar Gunnartton. HEIMASÍMI77410 Bókina um Gerði las undirrit- aður af mikilli athygli. Gerður Helgadóttir var vissulega mikil listakona, það geta allir verið sammálá um. En ævisaga hennar er fyrst og fremst persónuleg úttekt. Með því að lesa hana komumst við að því hve grátlega seint gengur að átta sig á þvi sem máli skiptir. Elín skrifar í eftirmála: „Ég hefi oft verið í vafa um rétt minn til að nota svo einstæða vináttu og segja frá atvikum í lífi sem ég því aðeins kynntist að ég var náinn vinur. Þó finnst mér sem mér beri skylda til að miðla upplýsingum sem ég get veitt um svo einstakt líf sérstæðr- ar persónu, og þá sérstaklega þeim sem eiga eftiri að kynnast listaverkum hennar um ókomna framtíð. Þar hlýtur persónan og lífsstíllinn, gleði og sorgir á hverjum tíma að skipta máli til skilnings. Ég vona að þar hafi á engum verið brotið. Hvernig til hefur tekist er svo önnur saga.“ Hve þessi bók er tímabær kemur í ljós á öðrum stað í eftir- málanum. Daginn sem Gerður lést leitaði sjónvarpsfréttamaður til Elínar og bað um aðstoð, því að listakonunnar væri hvergi getið í íslenskri handbók og eng- um virtist kunnugt um hana. Öll bókin um Gerði fjallar um samband dóttur og föður. Faðir Gerðar, Helgi Pálsson, var skrif- stofumaður og tónskáld. Hann lagði metnað sinn í að efla dóttur sína, stuðla að frama hennar. Hann átti ekki við smávanda að glíma I þeim efnum: samfélag sem oft snerist gegn afburðafólki. En hann naut líka á köflum drengilegs stuðnings úr ýmsum áttum. Okkur ber að virða jafn ágæta menn og Helga Pálsson fyrir skerf þeirra til íslenskra lista, hvað hann varðaði var sá skerfur ríflegur. Gerður fór sínu fram þrátt fyrir mótlæti. Hún var þrjósk. Og iðjusamari var hún en al- mennt gerist. Svo gat hún verið kát. Eftir frásögnum Elínar að dæma var gleði hennar einlæg og rík. Bak við alvöruna var ávallt stutt í leikinn. Gerður fær alþjóðlega viður- kenningu árið 1952 fyrir verk sitt Óþekkta pólitíska fangann. Það er meðal kunnustu verka hennar. óvenjulegt og magnað verk. Gerður segir í bréfi frá því þegar hún tekur við verðlaununum í Nútímalistasafninu í París: „For- stjóri safnsins afhenti verðlaunin að viðstöddum Georges Salles, forseta dómnefndar, og mörgum öðrum fyrirmönnum. Ég var yngsta manneskjan þarna. Þeir ætluðu ekki að trúa því að þessi stelpa væri komin til að taka við verðlaununum. Sjálfri fannst mér dálítið skrýtið að standa þarna innan um þessa virðulegu karla og taka við einhverju skjali. Safnstjórinn fór með okkur um allt safnið. Og þar var skálað." Ævisagan er full af dæmum um baráttu listamanns og eru dæmin frá París í senn átakanleg og gleðileg. Það er í París sem Gerður verður fyrir þeirri ömur- legu lífsreynslu sem mótar hana alla ævi og ræður að nokkru úr- slitum um lífshamingju hennar. Og það er í París sem dagarnir eru stundum, en afar sjaldan áhyggjulausir, fögnuðurinn þó með í för. Þar þykir listamannin- um og að því er virðist ótugtinni, Jean Deyrolle, nóg um vináttu þeirra Gerðar og Elínar. Það er hægt að lesa bók Elínar Pálmadóttur sem skýrslu um sigra og ósigra mikillar lista- Gerdur Helgadóttir konu. Elín er stundum með frem- ur þurrlegan stíl á frásögninni, en alltaf bregður fyrir ljómandi köflum. Það er margt að lesa milli línanna. Miklu skiptir að til þessarar bókar munu menn sækja heimild- ir þegar fram líða stundir. Gaman var að lesa um hvernig mósaikmyndin á Tollstöðinni í Reykjavík varð til og er þáttur Snorra, bróður Gerðar, ekki lítill í því sambandi. Snorri kom auga á að þarna var veggur sem þarfn- aðist skreytingar. En eins og ljóst má verða af skrá yfir helstu listaverk Gerðar Helgadóttur á opinberum stöðum skreytti hún víða, ekki síst kirkj- ur, bæði hér á landi og erlendis. Þessar skreytingar eru eins og ljósmyndir í bókinni sýna mjög fallegar og vandaðar, en því ber ekki að neita að maður harmar að Gerði skyldi ekki endast aldur til að sinna höggmyndagerð í framhaldi af því besta sem hún gerði á því sviði. Skreytingar hafa oftast nokkuð hefðbundið svipmót, jafnvel þótt þær séu í anda nútímalistar, en hið mikla frjálsræði höggmyndanna hefði þurft að nýtast Gerði betur. Styrkur hennar liggur í þeim. Það mun verða fagnaðarefni þegar listasafn hennar rís í Kópa- Klín Pálmadóttir vogi og þá munu margir gera sér betur en áður grein fyrir framlagi hennar til íslenskra Iista. Um leið og ævisaga Gerðar freistar þess að brjóta til mergjar líf hennar og listferil eru í henni drög að sögu fleiri íslenskra lista- manna. Eins og oft áður var frændi Gerðar, Jóhannes Kjarv- al, sannspár þegar hann kallaði hana í samtali við föður hennar „nýju listastjörnuna“. Amma Gerðar, Karitas Björnsdóttir, hafði að sögn hin sérkennilegu augu eða augnaráð sem var líka einkenni Gerðar og Kjarvals. Gerður Helgadóttir var aðeins 47 ára þegar hún var lögð að velli af ógnvaldinum krabba. Hún var kjarkkona eins og Elín Pálma- dóttir segir, en í hinni ljúfu bros- mildu stúlku „leyndist hyldýpi einmanaleika" eins og Elín kemst að orði og við trúum sem höfum lesið ævisöguna. Elín Páimadóttir skrifar um Gerði að hún hafi verið „brot- hætt" og segir í framhaldi af því: „Hjá henni kom fram þetta mikla næmi á smátt og stórt. Ríkur þáttur í eðli hennar var viðkvæmni, angist og ótti.“ Það er spurning hvort hún hefði ekki snúið sér að einhverju öðru en listum hefði hún verið öðruvísi en Elín lýsir. Okkar. _r eru ódruvísi “BUOMeAVEmR Hmfnmrttrmli 3. - VID MIKLATORG SIMAR 21150-21370 SOLUSTJ LARUS Þ VALDIMARS LOGM JOH ÞORÐARSON HOL Sýnishorn úr söluskrá: Góð eign í Garðabæ Glæsilegt steinhús ein hæð um 190 fm nettó. á Flötunum. Bílskúr stór og góóur um 55 fm. Ræktuö lóö. Gott verð. Skuldlaus eign. Skammt frá Háskólanum Glæsi'eg einstaklings íbúó á 3ju hæö i suöurhliö viö Fálkagötu. 41,7 fm nettó. Gott eldhús. Gott baö. Góöir skápar. Svalir. Útsýni. Skuld- laus. Laus strax. Stór og góó 3ja herbergja íbúó á 3ju hæö viö Hjaröarhaga 82,8 fm nettó. Nýlegt gler. Suöursvalir. Laus 1. febrúar nk. Skipti möguleg á 2ja herb. íbúö. Syðst við Hvassaleiti 4ra herb. góó endalbúó um 100 fm á 1. hæö. Mikió endurnýjuó. suöur- svalir. Góö sameign. Bílskúrsréttur. Útsýni. Skipti möguleg á litlu einbýli. Ennfremur bjóöum viö til sölu 4ra herb. góöar íbúöir viö Vesturberg, Markland, Eyjabakka, Stóragerói, Kleppsveg, Kríuhóla og Hvassa- leiti (á 4. hæö i suöurenda meö bílskúr). Góð eign miðsvæðis í Kópavogi Raóhúa meö 5 herb. íbúö á 2 hæöum um 120 fm Snyrting og svalir á báöum hæöum. Kjallari um 60 fm fylgir, íbúöar- og/eöa vinnuhús- naaöi. Nýlegur bílskúr stór og góöur um 40 fm. Ræktuö lóö. Mikiö útsýni. Skipti möguleg á góöri 4ra herb. ibúö meö bílskúr. Mikil og ör útborgun Fjársterklr viöskiptavinlr okkar óska meöal annars eftir: 4ra-5 herb. nýleg ibúö i borginni á 1. eöa 2. hæö. Losun næsta vor. Mikil greiösla strax viö kaupsamning. 3ja-4ra herb. íbúö á 1. hæö viö Háaleitisbraut eöa í nágrenni. Rétt eign veröur borguö út. Afhending eftir samkomulagi. Húaeign sem næst Landakoti má þarfnast nokkurra endurbóta. Verð- hugmynd kr. 6-9 millj. Verslunarhúsnæói 100-200 fm i gamla miöbænum viö Laugaveg eöa nágrenni. Miklar og góðar grelöslur í boöí. Á kaupendaskránni eru fjölmargír aórir fjársterkir kaupendur. Margskonar eignaskipti möguleg. Opið í dag kl. 1-5 síödegís. AIMENNA FASTEIGNASAIAN LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.